55. fundur 05. október 2005

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 5. október 2005, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Valtýr Valtýsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

Einnig sitja Þórhallur Svavarsson og Sigrún Ólafsdóttir hluta fundarins.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast liðir nr. 2.4, 12.2 og 12.4 og færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur. Einnig lögð fram tillaga um að lið nr. 4 verði frestað.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 75. fundar hreppsráðs 12/9´05 í 13 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

1.2 Lögð fram fundargerð 76. fundar hreppsráðs 26/9´05 í 16 liðum.

 

Engilbert tekur ekki þátt í umræðum og afgreiðslu á 12. lið fundargerðarinnar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Stjórn Eignaumsjónar - 19. fundur 7/9´05 í 8 liðum.

 

Fylgigögn:

  1. a) Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 8/9´05, um afgreiðslu á beiðni eigenda

Leirubakka um afnot af vegi um Réttarnes.

  1. b) Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 8/9´05, um samþykki Eignaumsjónar við

sölu á lóðum í landi Merkihvols.

  1. c) Lagt fram bréf frá Eignaumsjón, dagsett 8/9´05, um niðurstöður varðandi tillögur um

húsnæðismál leik- og grunnskóla að Laugalandi ásamt tilheyrandi fylgigjögnum.

 

Liður 1 í fundargerðinni samþykktur með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (VS, HH, ÞS).

 

Bókun vegna 1. liðar í fundargerð 19. fundar Eignaumsjónar:

Undirritaðir vilja taka fram að þeir eru alls ekki mótfallnir því að bæta aðstöðu leikskóla á Laugalandi ef þörf krefur.

Hins vegar teljum við að undirbúningi málsins sé stórlega ábótavant og bendum m.a. á að ekki liggur fyrir marktæk spá um þróun barnafjölda í Rangárþingi ytra og Ásahreppi til næstu 5-10 ára.

Einnig er ljóst að við undirritaðir getum ekki metið raunkostnað við framkvæmdina, þ.e. byggingu lausra kennslustofa, eftir þeim gögnum sem fyrir liggja. Ekki liggur heldur fyrir raunhæfur samanburður á því hvort sé hagkvæmara að byggja í einkaframkvæmd eða að sveitarfélagið byggi og eigi húsnæðið m.a. með tilliti til eiganrhalds í lok samningstímans ef valin yrði leið einkaframkvæmdar.

Viðar Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson.

Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar fulltrúa K- og Ó-lista á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 5. október 2005 við 1. lið fundargerðar 19. fundar Eignaumsjónar frá 7. september 2005:

Fulltrúar D-lista vísa því á bug að um óvönduð vinnubrögð sé að ræða í undirbúningi málsins. Málið hefur fengið ítarlega umfjöllun í Eignaumsjón og á fyrri fundum sveitarstjórnar. Auk þess var að störfum starfsnefnd á vegum sveitarstjórnar sem fjallaði um uppbyggingu leikskóla í sveitarfélaginu.

Eignaumsjón hefur í vinnsluferli þessa máls kynnt niðurstöðu sína um samanburð á kostnaði við einkaframkvæmd eða að sveitarfélagið byggi sjálft og niðurstaðan er að einkaframkvæmd sé hagstæðari fyrir sveitarfélagið.

Varðandi spá um þróun barnafjölda á upptökusvæði leikskólans á Laugalandi liggur fyrir að börn á leikskólaaldri eru 34. Aðalskipulag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir fjölgun upp á 1% næstu árin.

Fulltrúar D-lista eru fullir bjartsýni um að íbúum haldi áfram að fjölga. Uppbygging leikskóla er því leið meirihlutans til að bregðast við þeirri framtíðarsýn.

Sigurbjartur Pálsson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Engilbert Olgeirsson. Þórhallur J. Svavarsson. Ingvar P. Guðbjörnsson.

 

Liður 2 í fundargerðinni samþykktur með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (VS, HH).

 

Liður 3 í fundargerðinni samþykktur samhljóða.

 

Liður 4 í fundargerðinni samþykktur samhljóða með fyrirvara um að eigandi Leirubakka sjái um uppbyggingu og viðhald vegarins frá Landvegi að vegamótum neðri tengingar við sumarbústaðahverfið.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

Valtýr yfirgaf fundinn og við sæti hans tók Þórhallur Svavarsson.

 

2.2 Menningarmálanefnd - 14. fundur 6/7´05 í 3 liðum.

 

Lið 2 í fundargerðinni vísað til Eignaumsjónar til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

2.3 Menningarmálanefnd - 15 fundur 23/9´05 í 1 lið.

 

Lagt er til að óskað verði eftir greinargerð um allar framkvæmdir og kostnað vegna viðgerða á Hellnahelli frá upphafi verkefnisins.

 

Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað þar til framangreind greinargerð liggur fyrir.

 

2.4 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - fundur 4/10´05 í 2 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. - 96. fundur 28/9´05 í 8 liðum.

3.2 Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands - 82. fundur 28/9´05 í 4 liðum.

3.3 Stjórn SASS - 387. fundur 29/9´05 í 15 liðum.

 

 

 

 

  1. Valtýr Valtýsson, umsókn um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn:

 

Frestað.

 

  1. Sigurbjartur Pálsson - tillaga um að sveitarstjóra verði falið að móta og leggja fram tillögu um breytingu/m á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra:

Lögð fram tillaga og greinagerð, dagsett 27/9´05, um að sveitarstjóra verði falið að leggja fram tillögu að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra m.a. með tilliti til breytingar á fjölda fulltrúa í sveitarstjórninni.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Drög að Fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu:

Lögð fram drög að nýrri Fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu, móttekin 22/9´05.

 

Lagt er til að fela sveitarstjóra að yfirfara drögin og leggja fram tillögur um breytingar sem verði lagðar fyrir hreppsráðsfund til afgreiðslu.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Holtaveitan - umsókn um aukafjárveitingu vegna nýframkvæmda:

Lagt fram bréf frá Holtaveitunni, dagsett 23/9´05, þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna nýframkvæmda við virkjun aukins vatnsmagns í Götu og nýrra stofn- og dreifilagna.

 

Samþykkt samhljóða að veita Holtaveitunni lán til framkvæmdanna sem nemur hlut Rangárþings ytra í þeim.

 

  1. Ágúst Sigurðsson - umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa á jörðinni Kirkjubæ:

Lagt fram bréf frá Ágústi Sigurðssyni, dagsett 20/9´05, þar sem óskað er meðmæla sveitarstjórnar vegna kaupa á jörðinni Kirkjubæ á Rangárvöllum.

 

Hreppsnefnd samþykkir að veita jákvæða umsögn um ábúð Ágústs á Kirkjubæ sbr. ákvæði Jarðalaga.

 

  1. Endurreisnarfélagið ehf. - uppsögn á samningi um Töðugjöld:

Lagt fram bréf frá Endurreisnarfélaginu ehf., dagsett 12/9´05, þar sem samningi við Rangárþing ytra, Rangáþing eystra og Ásahrepp um Töðugjöld er sagt upp.

 

Uppsögn Endurreisnarfélagsins ehf. á samningi um Töðugjöld sem er dagsettur 20. júlí 2005 er samþykkt samhljóða.

 

Lagt er til að atvinnu- og ferðamálanefnd verði falið að móta og leggja fram tillögu um framtíð Töðugjaldanna.

 

Samþykkt með 8 akvæðum, 1 situr hjá (HH).

 

  1. Tillögur og fyrirspurnir frá K- og Ó listum:

 

10.1 Tillaga um viðræður við stjórnir Sláturhússins á Hellu hf. og Kartöfluverksmiðju

Þykkvabæjar hf. um sölu á hlutafjáreign sveitarfélagsins í þessum fyrirtækjum.

 

 

Tillaga um lið 10.1:

Aðeins er liðinn mánuður frá því að samþykkt var í hreppsnefnd að fresta sölu á hlutafjáreign sveitarfélagsins í Sláturhúsinu Hellu hf. Skammt er um liðið síðan lá fyrir, að ekki reyndist áhugi fyrir kaupum á hlut sveitarfélagsins í Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur. Með vísan til framangreindra atriða er talið rétt að setja þessar sölur í biðstöðu um sinn og efna ekki til frekari umræðu við stjórnir félaganna að svo stöddu.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (LB, HH, VHS, ÞS).

 

Bókun vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutabréfum í eigu sveitarfélagsins.

Undirritaðir telja mikilvægt að unnið sé áfram að sölu á hlutabréfum sveitarfélagsins í Sláturhúsinu á Hellu og Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar og nauðsynlegt að stjórnir og forsvarsmenn fyrirtækjanna skynji að alvara er í málinu og að sveitarfélagið vænti samsvarandi viðbragða.

Ef ekki er vilji stjórnar/hluthafa að kaupa hlut sveitarfélagsins í Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar þá hlýtur það að vera krafa af hálfu sveitarfélagsins að afsetningarhlutur sá er fylgir eignarhaldinu verði leigður og þær tekjur renni í sveitarsjóð.

Undirritaðir: Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson og Þröstur Sigurðsson.

 

10.2 Tillaga um uppsögn samnings um Atvinnu- og ferðamálaverkefni Rangárþings og

Mýrdals.

 

Tillaga um lið 10.2:

Talið er óráðlegt að segja upp aðild að verkefni um atvinnu- og ferðamál án þess að viðræður hafi farið fram á milli sveitarfélaganna um málefnið. Í staðinn er lagt til að óskað verði eftir við stjórn verkefnisins að boðað verði sem allra fyrst til ársfundar fyrir verkefnið þar sem m.a. yrði fjallað um framtíð þess.

 

Samþykkt með 8 atkvæðum 1 sat hjá (HH).

 

10.3 Umræða um mótórhjólamenningu á Hellu og aðstöðusköpun til iðkunar mótorsports

hverskonar.

 

Tillaga um lið 10.3:

Lagt er til að þessu erindi verði vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar og skipulags- og bygginganefndar til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

10.4 Fyrirspurn um stöðu skipulagsmála á Hellu og hvar næstu svæði fyrir íbúðabyggð og

athafnasvæði eru fyrirhuguð.

 

Svar við lið 10.4:

Skipulags- og byggingafulltrúi hefur um skeið verið að skoða framtíðarmöguleika og næstu skref í skipulagsmálum Hellu og víðar í sveitarfélaginu. Lagt er til að þessari fyrirspurn verði vísað til skipulags- og byggingafulltrúa og skipulags- og bygginganefndar til umfjöllunar og tillögugerðar fyrir lok nóvember 2005.

 

10.5 Fyrirspurn varðandi rekstur mötuneyta, kostnað pr. máltíð og hugsanleg verð fyrir

aðkeyptan mat í mötuneytin.

 

Svar og tillaga við lið 10.5:

Úttekt á þessu hefur ekki verið gerð. Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að láta gera úttekt á kostnaði pr. máltíð í mötuneytum grunnskólanna á Laugalandi og Hellu og leikskólans Heklukots og leggja fyrir sveitarstjórn sem fyrst. Að auki verði aflað upplýsinga um möguleg verð á aðkeyptum mat eftir því sem slíkar upplýsingar eru tiltækar án útboðs.

 

Samþykkt samhljóða.

 

10.6 Tillaga um fækkun fulltrúa í sveitarstjórn úr 9 í 7.

 

Tillaga um lið 10.6:

Tillögunni er vísað til framlagningar á tillögu/m að breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra sbr. afgreiðslu á 5. lið 55. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra. Af hálfu meirihluta sveitarstjórnar hefur verið gengið út frá því frá upphafi þessa kjörtímabils að samþykkt um stjórn og fundarsköp yrði tekin til endurskoðunar í lok þess með mögulega fækkun sveitarstjórnarfulltrúa í huga. Við gerð tillögu um fulltrúafjölda í sveitarstjórninni var upphaflega gengið út frá því að Ásahreppur yrði með í sameiningunni en tillagan var svo látin haldast þó það sveitarfélag heltist úr lestinni.

 

Samþykkt samhljóða.

 

10.7 Fyrirspurnir:

  1. a) Fyrirspurn um tímasetningu fyrir rif á ónýtum húsum á Hellu og í Þykkvabæ.

 

Svar við lið 10.7 a:

Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Eignaumsjónar og sviðsstjóra Umhverfissviðs er undirbúningur að útboði á niðurrifi gamla samkomuhússins í Þykkvabæ og aflagðs frystihúss á Hellu hafinn. Vonast er til þess að framkvæmdir hefjist síðar í haust.

 

  1. b) Fyrirspurn um framgang mála í vinnuhópi varðandi uppbyggingu grunn- og leikskóla

á Hellu.

 

Svar við lið 10.7 b:

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra Umhverfissviðs var Reyni Vilhjálmssyni, landslagsarkitekt falið að móta nánar tillögu um landnotkum á skóla- og íþróttasvæðinu á Hellu. Tillögur Reynis hafa ekki borist ennþá og því hefur vinnuhópurinn ekki verið kallaður saman um hríð. Þráðurinn verður tekinn upp á ný um leið og tillögur Reynis liggja fyrir.

 

  1. c) Fyrirspurn um framgang mála í vinnuhópi varðandi skoðun á mögulegri hagræðingu í

rekstri grunnskólanna á Hellu og Laugalandi auk stefnumótunar í fræðslumálum

sveitarfélagsins.

 

Svar við lið 10.7 c:

Haldinn var undirbúningsfundur í vinnuhópnum síðastliðið vor og ákveðið þar að afla nokkurra gagna. Til stóð að halda fund í vinnuhópnum ásamt skólastjórum grunnskólanna fyrir sumarbyrjun en það náðist ekki. Vinnuhópurinn hefur verið boðaður til fundar 17. október n.k. og mun væntanlega skila niðurstöðu sinni síðar í haust.

 

  1. d) Fyrirspurn um stöðu mála á uppgjöri og frágangi á sölu Fiskeldisstöðvarinnar í

Fellsmúla.

 

Svar við lið 10.7 d:

Framkvæmdastjóri Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. hefur undanfarna mánuði unnið að frágangi útistandandi skulda og krafna fiskeldisstöðvarinnar. Þeirri vinnu er ekki lokið ennþá og því liggur niðurstaða varðandi fjárhag hlutafélagsins ekki fyrir. Niðurstaðan verður lögð fram um leið og frágangi og uppgjörum verður lokið.

 

Bókun:

Undirritaðir leggja áherslu á að þrýst verði á fyrrverandi framkvæmdastjóra Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla, Hrólf Ölvisson, um að skila sem fyrst uppgjöri vegna sölu eigna og eigi síðar en fyrir áramót 2005 og 2006. Við teljum nauðsynlegt að um áramót liggi fyrir hreint borð hvað varðar sölu á eignum Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla.

Undirritðaðir: Heimir Hafsteinsson. Þröstur Sigurðsson. Viðar H. Steinarsson.

 

 

 

  1. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020:

Lögð fram tillaga að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

12.1 Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu - aðalfundarboð 6/10´05.

 

Til kynningar.

 

12.2 Hekluskógar 3/10´05 - boð á málþing um Hekluskóga 12/10´05.

Til kynningar.

 

12.3 Rauði kross Íslands 30/9´05 - umsókn um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 15.000.-.

 

12.4 Bjarni Harðarson 3/10´05 - umsókn um styrk vegna "Bókamessu að Laugalandi

15/10´05".

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk sem nemur hlut Rangárþings ytra í húsaleigu að Laugalandi.

 

  1. Annað efni til kynningar:

13.1 Ríkislögreglustjórinn 30/9´05 - frestun á æfingunni "Bergrisinn 2005" til 24/3´06.

13.2 Sjónarhóll 19/9´05 - þakkir fyrir veittan stuðning við "Haltur leiðir blindan" sumarið

2005.

13.3 Fasteignamat ríkisins 22/9´05 - um skil á upplýsingum fyrir fasteignamat.

 

Engilbert Olgeirsson yfirgefur fundinn við yfirferð kynningarefnis og frágang fundargerðar og Sigrún Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum í staðinn.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.00

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.