Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 2. nóvember 2005, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Þórhallur Jón Svavarsson og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast nýir liðir nr. 15, 16, 17.3 og 17.4. Færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 77. fundar hreppsráðs 13/10´05 í 11 liðum.
Samþykkt samhljóða.
1.2 Lögð fram fundargerð 78. fundar hreppsráðs 27/10´05 í 14 liðum.
Lögð fram tillaga um að hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykki að fjármunum í minningarsjóði Guðrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar verði varið til hljóðfærakaupa fyrir Þykkvabæjarkirkju án frekari fyrirvara sbr. lið 13.5 í fundargerðinni.
Samþykkt með 4 atkvæðum, 5 sitja hjá (SP, GIG, EO, ÞJS og IPG).
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Atvinnu- og ferðamálaverkefni í Rangárvallasýslu og Mýrdal - aðalfundur 18/10´05 í 6
liðum ásamt skýrslu atvinnu- og ferðamálafulltrúa um starfið árið 2004 og ársreikningi fyrir verkefnið.
Stjórnarkosning og samþykkt ársreiknings var afgreidd á aðalfundinum með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnanna.
Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (VS og HH).
2.2 Skipulags- og byggingarnefnd - 35. fundur 27/10´05 í liðunum 158-2005 til 177-2005.
Eftirtaldar skipulagstillögur skv. lið 162-2005 í fundargerðinni og skv. auglýsingu í Búkollu, Sunnlenska fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu lagðar fram til afgreiðslu:
Tillögur um breytingar á aðalskipulagi:
- Tillaga um breytingu á aðalskipulagi í landi „Bjargs vestan Rangár”.
Ein athugasemd barst frá Birnu Borg Sigurgeirsdóttur og Guðbrandi Einarssyni.
Efni athugasemdarinnar er; a) um að í fyrirsögn á tillögunni að breytingu á aðalskipulagi vanti að fram komi að viðkomandi land sé land Bjargs og hluti af landi Ægissíðu 1, b) bent er á að tillagan geri ráð fyrir að um íbúðarsvæði verði að ræða í stað frístundabyggðar eftir breytinguna sem lögð er til og vísað er á grein 4.2 í Skipulagsreglugerð.
Hreppsnefnd fellst á að eðlilegt sé að heiti viðkomandi landssvæðis sé tilgreint nákvæmlega og felur skipulags- og byggingafulltrúa að ganga eftir því að því atriði verði breytt.
Hreppsnefnd telur að tillagan að breytingu á landnotkun samkvæmt aðalskipulagi uppfylli ákvæði um íbúðarhúsabyggð sem grein 4.2 í Skipulagsreglugerðinni gerir ráð fyrir.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Bjargs og hluta úr landi Ægissíðu 1 með áðurgreindum fyrirvörum samþykkt samhljóða.
- Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi „Borgar í Þykkvabæ”.
Engin athugasemd barst við þessa tillögu.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Litla-Klofa 1 og 2 í Landsveit.
Engin athugasemd barst við þessa tillögu.
Samþykkt samhljóða.
Tillögur um breytingar á deiliskipulagi:
- Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Leirubakka.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu hefur ekki hlotið afgreiðslu.
Frestað.
- Tillaga að deilskipulagi íbúðahúsabyggðar í landi Bjargs og hluta úr landi Ægissíðu 1.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu hefur ekki hlotið staðfestingu.
Frestað.
- Tillaga að deilskipulagi frístundabyggðar í landi Borgar í Þykkvabæ.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu hefur ekki hlotið staðfestingu.
Frestað.
- Tillaga að deiliskipulagi í landi Litla-Klofa 1 og 2.
Tillaga að aðalskipulagsbreytingu hefur ekki hlotið staðfestingu.
Frestað.
- Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Seláss í Holtum.
Engin athugasemd barst við breytingatillöguna.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá, HH.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 Félagsmálanefnd - 45. fundur 11/10´05 í 6 liðum.
3.2 Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 44. fundur 26/10´05 í 9 liðum.
3.3 Þjónustuhópur aldraðra - fundargerð 7/9´05 í 2 liðum og 20/10´05 1 lið.
- Valtýr Valtýsson - umsókn um leyfi frá störfum í sveitarstjórn:
Lagt fram bréf frá Valtý Valtýssyni, dagsett 28/10´05, þar sem hann óskar eftir leyfi til loka kjörtímabilsins frá störfum í sveitarstjórn Rangárþings ytra og helstu nefndum sem hann hefur átt sæti í.
Valtýr Valtýsson mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir umsókn sinni.
Samþykkt samhljóða.
Valtý þökkuð störf hans í þágu sveitarstjórnar á kjörtímabilinu og óskað velfarnaðar í nýju starfi.
Valtýr þakkaði sveitarstjórninni fyrir samstarfið það sem liðið er af kjörtímabilinu.
Valtýr vék síðan af fundi.
- Kosning fulltrúa í stjórn Eignaumsjónar, Héraðsnefndar og stjórn Lundar og
varamanns í hreppsráði í stað Valtýs Valtýssonar:
Lögð fram tillaga um Birkir Ármannsson taki sæti í stjórn Eignaumsjónar og varmaður í hans stað verði Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (HH, VS, ÞS og LB).
Lögð fram tillaga um að Sigurbjartur Pálsson taki sæti í stjórn Héraðsnefndar og varamaður í hans stað verði Sigrún Ólafsdóttir.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (HH, VS, ÞS og LB).
Lögð fram tillaga um að Sigurbjartur Pálsson taki sæti í stjórn Lundar.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (HH, VS, ÞS og LB).
Lögð fram tillaga um að varamaður í hreppsráði verði Sigrún Ólafsdóttir.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (HH, VS, ÞS og LB).
- Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra - fyrri
umræða:
Lögð fram svohljóðandi tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra:
Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra nr. 513/2002, með síðari breytingum.
- gr.
Í stað „9” í 1. gr. samþykktarinnar kemur: 7.
Samþykkt þessi, sem sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur sett samkvæmt ákvæðum 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, staðfestist hér með til að öðlast gildi að loknum sveitarstjórnarkosningum 2006.
Félagsmálaráðuneytinu, xx. xxxxxxxxxx 2005.
Vísað til síðari umræðu.
- Tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005:
Lögð fram tillaga að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Eftirfarandi eru helstu breytingar sem verða á áætluninni.
Fjármagnsliðir og afskriftir breytast vegna aukinnar verðbólgu. Gert er ráð fyrir 4% verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir 3% verðbólgu.
Sölutap af íbúðum Giljatanga, Tjarnarbakka, Tjarnarflöt og Kirkjuhvoli er kr. 43,2 m. kr. og er framlag aðalsjóðs til leiguíbúða á árunum 2004-2006 vegna þessa kr. 14,5 m. kr. Framlagið fer til lækkunar á langtímaláni við aðalsjóð.
Gert er ráð fyrir aukinni lántöku aðalsjóðs úr kr. 37.000 þús. í kr. 45.000 þús.
Gert er ráð fyrir 5% vöxtum á nýjum lánum Aðalsjóðs.
Gert er ráð fyrir betri rekstrarniðustöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir um kr. 51.380 þús.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH, VS og ÞS).
- Orkuveita Reykjavíkur - tilmæli um samráð vegna umsóknar um rannsóknarleyfi:
Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur, dagsett 11/10´05, með tilmælum um samráð vegna umsóknar um rannsóknarleyfi á háhitasvæðinu í Vesturdölum, vestast á Torfajökulssvæðinu.
Lagt er til að afgreiðslu erindisins verði frestað og að óskað verði eftir að fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur komi til fundar við sveitarstjórnina og geri nánari grein fyrir áformum fyrirtækisins.
Samþykkt samhljóða.
- Tillögur vinnuhóps um málefni veitna:
Lagðar fram tillögur vinnuhóps um málefni veitna, dagsett 15/10´05, vegna forsendna í reiknilíkani OR um arðsemi kaldavatnsveitna í sveitarfélaginu.
Lagt er til að tillögunum verði vísað til samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps og lagt til að nefndinni verði falið að gangast fyrir stofnun byggðasamlags um rekstur, framkvæmdir og umsjón með vatnsveitum sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða.
- Brunamálastofnun - tilmæli um tilnefningu fulltrúa:
Lagt fram bréf frá Brunamálastofnun, dagsett 18/10´05, þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa fá hverju sveitarfélagi í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslum í samráðsnefnd um samvinnu slökkviliða í Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu.
Lagt er til að fulltrúi Rangárþings ytra í samráðsnefnd verði Ólafur E. Júlíusson.
Samþykkt samhljóða.
Meðfylgjandi eru skýrslur um samvinnu Slökkviliðs Mýrdalshrepps og Brunavarna Rangárvallasýslu og skýrsla um samvinnu slökkviliða í Vestur-Skaftafellsýslu.
- Vinnueftirlitið - tillmæli um skipan öryggisvarða og kosning öryggistrúnaðarmanna:
Lagt fram bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett í október ´05, þar sem óskað er eftir að tilnefndir verði öryggistrúnaðarmenn á vinnustöðum með 10 starfsmönnum eða fleiri.
Lagt er til að erindinu verði vísað til forstöðumanna Grunnskólans á Hellu, Heklukots og Laugalandsskóla til afgreiðslu hver á sínum stað.
Samþykkt samhljóða.
- Þjónustuhópur aldraðra - erindi vegna þjónustuíbúða:
Lagt fram bréf frá Þjónustuhópi aldraðra, dagsett 25/10´05, þar sem fram koma tilmæli um frekari viðræður við "Búmenn" um möguleika í byggingu þjónustuhúsnæðis fyrir aldraða.
Lagt er til að tekið verði jákvætt í erindið.
Samþykkt samhljóða.
- Fulltrúar K- og Ó-lista - tillaga varðandi fundagerðir Eignarhaldsfélags Suðurlands
hf.:
Lögð fram tillaga K- og Ó- lista um að sveitarstjórn Rangárþings ytra óski eftir því að fundargerðir stjórnar Eignarhaldsfélags Suðurlands verði sendar sveitarstjórn til kynningar og umfjöllunar.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá, EO.
- Stjórn Foreldra- og kennarafélags Grunnskólans á Hellu - opnun félagsmiðstöðvar:
Lagt fram bréf frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Grunnskólans á Hellu, dagsett 26/10´05, þar sem lýst er áhyggjum vegna seinkunnar á opnun félgasmiðstöðvarinnar á Hellu.
Hreppsnefnd tekur undir áhyggjur og tilmæli stjórnar Foreldra- og kennarafélags Grunnskólans á Hellu og hvetur Umhverfissvið og Eignaumsjón til að hraða framkvæmdum eins og kostur er.
- Tillaga að ályktun um eflingu atvinnulífs frá fulltrúum K- og Ó-lista:
Lögð fram tillaga frá fulltrúum K- og Ó-lista að ályktun Rangárþings ytra um eflingu atvinnulífs. Lögð fram tillaga um orðalagsbreytingar frá fulltrúum D-lista.
Eftirfarandi ályktun sveitarstjórnar Rangárþings ytra var samþykkt samhljóða:
Ályktun hreppsnefndar Rangárþings ytra um eflingu atvinnulífs í Rangárvallasýslu:
Hreppsnefnd Rangárþings ytra ályktar að efla beri starfsemi Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og tekur undir tillögu um að þar verði stofnað þekkingarsetur í náttúrufræðum og alþjóðleg rannsóknarmiðstöð á sviði landgræðslu og landverndar.
Landgræðsla ríkisins í Gunnarsholti er einn af stærri vinnuveitendum í Rangárvallasýslu og því ákaflega mikilvægur þáttur í atvinnulífi héraðsins. Landgræðsla ríkisins er þekkingarsetur þar sem m.a. eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og þróun á vistkerfi plantna. Starfsemi Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti er vettvangur fyrir vel menntað fólk til þess að stunda mikilvæga þekkingarstarfsemi í náttúrufræðum. Hjá Land-græðslunni starfar þegar stór hópur af háskólamenntuðum sérfræðingum á ýmsum sviðum náttúrufræða og afar mikilvægt er fyrir héraðið að efla starfsemi hennar á öllum sviðum.
Í skýrslu frá Þróunarsviði Byggðastofnunar um „Byggðarlög í sókn og vörn” útg. í ágúst 2004, kemur m.a. fram að meðallaunatekjur á Suðurlandi skv. framtölum frá árunum 1998 - 2004 (launatekjur 1997 - 2003) eru undir landsmeðaltali á þessu tímabili og gefur það vísbendingar um að brýna nauðsyn beri til að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með góða menntun. Starfsemi Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti er einmitt vettvangur sem stuðlar að styrkingu Rangárvallasýslu sem vettvangs fyrir vel menntað fólk til atvinnusóknar og búsetu.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra vekur athygli á þessu mikilvæga þekkingarsetri og mun af fremsta megni styðja við uppbyggingu og eflingu á starfseminni í Gunnarsholti og hvetur stjórnvöld til að tryggja þessu mikilvæga verkefni brautargengi.
Samþykkt samhljóða að ályktunin verði send til eftirtalinna aðila:
Rangárþings eystra, Ásahrepps, Landbúnaðarráðuneytis, Menntamálaráðuneytis, Umhverfisráðuneytis, Fjármálaráðuneytis.
Alþingi: Þingflokksformanna, Landbúnaðarnefndar, Menntamálanefndar, Umhverfisnefndar, Fjárlaganefndar.
Að auki til: Þingmanna og varaþingmanna Suðurkjördæmis, www.sudurland.is og fjölmiðla.
Ályktunin verði einnig birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
- Umhverfisráðuneytið - beiðin um tilnefningu fulltrúa í ráðgjafanefnd um stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs:
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu, dagsett 26/10´05, þar sem óskað er eftir tilnefningu sameiginlegs fulltrúa og varafulltrúa Rangárþings ytra og Ásahrepps í ráðgjafanefnd um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lagt er til að erindinu verði vísað til samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
17.1 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 10. og 11. nóvember 2005 - dagskrá.
Til kynningar.
17.2 Umhverfisstofnun 21/10´05 - ársfundur náttúruverndarnefnda og UST 17/11´05.
Til kynningar.
17.3 SASS 38/10´05 - málþing um málefni ungs fólks á Suðurlandi.
Til kynningar.
17.4 Málþing um umbúðaúrgang 14/11´05.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
18.1 Tillögur Rangárþings ytra um breytingar á drögum að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir
Rangárvallasýslu.
18.2 Ályktun frá svæðisþingi tónlistarskólakennara á Norður- og Austurlandi 23/9´05.
18.3 Orkuveita Reykjavíkur 25/10´05 - fundargerð samráðsfundar 18/10´05 með notendum frá
Hveragerði og Rangárvallasýslu.
18.4 Málflutningsskrifstofan ehf. 24/10´05 - afrit af umsögn Vegagerðarinnar vegna
stjórnsýslukæru varðandi flokkun Þrúðvangs á Hellu innan eða utan þjóðvegakerfisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.