59. fundur 19. desember 2005

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 19. desember 2005, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.

Einnig situr Þórhallur Svavarsson hluta fundarinns sem varamaður fyrir Sigurbjart Pálsson.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast nýir liðir nr. 5.1, 5.2, 6.1 og 6.2 og færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Félagsmálanefnd - 47. fundur 9/12´05 í 7 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

2.2 Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 31. fundur 14/12´05 í 4 liðum.

 

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám íþróttamannvirkja á Hellu, Laugalandi og í Þykkvabæ sem gilda eiga frá og með 1. janúar 2006.

 

Samþykkt með 4 atkvæðum, 4 sitja hjá (HH. VHS. ÞS. LB).

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 45. fundur 8/12´05 í 17 liðum.

3.2 Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. - 97. fundur 14/12´05 í 10 liðum.

3.3 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 81. fundur 7/12´05 í 5 liðum.

  1. Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2006 - síðari umræða:

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2006 til síðari umræðu.

 

Helstu fjárhæðir í fjárhagsáætlun samstæðu Rangárþings ytra fyrir árið 2006 eru:

 

Rekstur:

Heildartekjur eru áætlaðar kr. 684.111 þús.

þ.a. skatttekjur kr. 536.141 þús.

Heildargjöld án fjármagnsliða eru áætluð kr. 636.375 þús.

Tekjuafgangur fyrir fjármagnsliði er áætlaður kr. 47.736 þús.

Fjármagnsliðir eru áætlaðir kr. 34.228 þús.

 

 

Efnahagur:

Eigið fé er áætlað kr. 511.399 þús.

Lífeyrisskuldbindingar eru áætlaðar 15.062 þús.

Fastafjármunir eru áætlaðir kr. 1.002.360 þús.

Veltufjármunir eru áætlaðir kr. 176.759 þús.

Eignir samtals eru áætlaðar kr. 1.179.119 þús.

Langtímaskuldir eru áætlaðar kr. 537.084 þús.

Skuldir og eigið fé samtals er áætlað kr. 1.179.119 þús.

 

Ein tillaga að breytingu á framlagðri tillögu að fjárhagsáætlun 2006 var lögð fram og varðar lækkun áætlaðs rekstrarkostnaðar stofnana að Laugalandi. Samtals er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður lækki um kr. 2.266.000 og breytist niðurstaða rekstrarreiknings samsvarandi.

 

Samþykkt með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (HH, VHS, ÞS, LB).

 

Bókun vegna fjárhagsáætlunar Rangárþings ytra 2006:

Undirritaðir fulltrúar verða því miður að horfa framan í þá staðreynd að litlar jákvæðar breytingar hafa orðið á rekstri sveitarfélagsins á kjörtímabilinu og ekki mun sú fjárhagsáætlun sem nú er til samþykktar fyrir árið 2006 breyta neinu þar um.

Sama lognmollan og verið hefur og eini ljósi punkturinn að séð er fyrir endann á kjörtímabilinu.

Skatthlutfall mun hækka verulega í kjölfar hækkunar á fasteignamati og rekstrarkostnaður fer vaxandi. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er gert ráð fyrir að 93% rekstrartekna fari í rekstur sveitarfélagsins og því miður þá eru miklar líkur á að þetta hlutfall hækki því samkvæmt venju þá eru ýmsir liðir vanáætlaðir. Afgangurinn fer að mestu í fjármagnskostnað, þannig að rými til fjárfestinga er nánast ekkert. Enda eru áætlanir í þá áttina ekki upp á marga fiska.

Eins og flestir vita þá bíða viðamikil og mjög aðkallandi fjárfestingarverkefni handan við hornið. Þetta eru verkefni sem m.a. snúa að vatnsveitu- og fráveitumálum og síðan málefni grunnskólans og leikskólans á Hellu.

Í þessari áætlun er gert ráð fyrir nokkuð hefðbundnu framlagi til fráveitumála 30 millj.kr. Það er vonandi að þessi upphæð verði nýtt að öllu leyti í þennan málaflokk í ljósi þess hve heildarframkvæmdin er stór og framkvæmdatími er skammur. Ekki er gert ráð fyrir að leggja óstofnuðu Byggðasamlagi um vatnsveitu til stofnframlag.

Það 40 millj.kr. framlag sem Eignaumsjón fær til fjárfestinga er að mestu leyti ætlað til framkvæmda við leikskóla á Laugalandi en framlög til framkvæmda við skólana á Hellu eru ekki skilgreind sérstaklega, þrátt fyrir ítrekaðar óskir stjórnenda Grunnskólans á Hellu um nauðsynlegt viðhald á elsta hluta skólans að upphæð rúmar 40 millj.kr.

Hér eru um að ræða mjög fjárfrekar fjárfestingar sem tengjast grunnþjónustu sveitarfélagsins og eru forgangsverkefni. Það er því afar brýnt að leita leiða til að hægt sé að ráðast í þessar framkvæmdir á næstu misserum með heildarsýn í huga og af skynsemi.

Leita þarf allra leiða í að hagræða í rekstri sveitarfélagsins og auka tekjur t.d. með frekari sölu eigna.

Fjárhagsáætlunin ber með sér að meirihluti sveitarstjórnar er í sömu hjólförunum og áður. Kyrrstaða hvað varðar endurskipulag og hagræðingu í stjórnsýslunni sjálfri, frekar bætt í stjórnsýsluna heldur en hitt. Haldið í horfinu með lántökum eins og vaxandi skuldastaða sveitarfélagsins ber með sér.

Rangárþing ytra þarf á nýrri hugsun að halda, það þarf að horfa til framtíðar, það verður að komast upp úr hinu gamla fari skuldafensins og mikils rekstrarkostnaðar.

Undirritaðir : Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson.

 

Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun um afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2006 vegna bókunar fulltrúa K- og Ó-lista á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 19. desember 2005:

Fjárhagsáætlun Rangárþings ytra fyrir árið 2006 endurspeglar þann bata sem orðið hefur í rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári. Frá stofnun sveitarfélagsins árið 2002 hefur verið glímt við halla í rekstri þess og verður að telja góðan árangur að komast fyrir hann. Með því að ná jákvæðri niðurstöðu í rekstri er lagður grundvöllur að því að sveitarfélagið verði fært um að fjárfesta fyrir eigið aflafé og að dregið verði úr lántökum á næstu árum eins og boðað er í greinargerð með áætluninni.

Með áætluninni er gert ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdir við skólahúsnæði, gatnagerð og fráveitu. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir munu duga sveitarfélaginu og íbúum þess vel á komandi árum.

Fulltrúar D-lista hafna fullyrðingum í bókun fulltrúa K- og Ó-lista um lognmollu og kyrrstöðu og vísa til viðamikilla framkvæmda á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila sem staðfesta einmitt hið gagnstæða.

Fjárhagsáætlun ársins 2006 ber þess vitni að stefnt er að bata í stöðu sveitarsjóðs um leið og stefnt er að uppbyggingu og öflugri þjónustu við íbúana með fyrirhyggju að leiðarljósi.

Undirrituð: Sigurbjartur Pálsson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Engilbert Olgeirsson. Sigrún Ólafsdóttir. Ingvar Pétur Guðbjörnsson.

 

Lögð fram fundargerð 14. fundar samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps um fjárhagsáætlanir stofnana í sameign sveitarfélaganna, haldinn 12/12´05 í 2 liðum.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH, VHS, ÞS).

  1. Tilboð í hlutafjáreign:

5.1 Lagt fram tilboð frá sjö einstaklingum í hlutafjáreign Rangárþings ytra í Sláturhúsinu

Hellu hf., dagsett 15/12´05. Tilboðið er að nafnverði 5.000.000 á genginu 1,4 samtals kr.

7.000.000.

 

Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (HH).

 

5.2 Lagt fram tilboð frá Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. í hlutafjáreign Rangárþings ytra í

verksmiðjunni, dagsett 7/12´05.

 

Sigurbjartur víkur af fundi vegna vanhæfis og Engilbert Olgeirsson, varaoddviti, tekur við fundarstjórn. Þórhallur Svavarsson tekur sæti á fundinum.

 

Lagt er til að afgreiðslu á tilboðinu verði frestað og að farið verði fram á fund með stjórn Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. til kynningar og viðræðna um framangreint erindi.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Sigurbjartur mætir á fundinn og tekur að nýju við stjórn hans.

 

Þórhallur víkur af fundi.

 

  1. Fyrirspurnir frá fulltrúum K- og Ó lista:

6.1 Lögð fram fyrirspurn um frágang eftir sölu eigna Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf.

 

Lögð fram svör oddvita vegna fyrirspurnar um frágang mála Fiskeldisstöðvarinnar í Fellsmúla ehf. Oddviti harmar þann drátt sem orðið hefur á frágangi eftir sölu eigna fiskeldisstöðvarinnar og vísar til þess að m.a. hefur verið beðið eftir að samkomulag næðist við Landsvirkjun um fjárhagsleg samskipti hennar og fiskeldisstöðvarinnar. Sú niðurstaða er nú fengin og vonast oddviti til þess að innan skamms verði hægt að halda þá fundi sem þarf til þess að ljúka frágangi eftir sölu framangreindra eigna.

 

6.2 Lögð fram fyrirspurn um fund sem stendur til að halda um Atvinnu- og

ferðamálaverkefnið.

 

Lúðvík Bergmann, formaður stjórnar Atvinnu- og ferðamálaverkefnisins skýrir frá því að leitað hafi verið eftir tillögum um hentugan fundartíma til sveitarstjóra aðildarsveitarfélaganna en svör hafi ekki borist. Lúðvík greindi frá því að stjórn verkefnisins myndi boða til fundar fljótlega í janúar 2006.

 

 

 

  1. Ólöf Helga Guðmundsdóttir og Hjalti Harðarson - umsögn um stofnun lögbýlis:

Lögð fram beiðni um umsögn, dagsett 8/12´05, vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Svínhaga. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir legu landsins og afrit af umsókn um stofnun lögbýlis til landbúnaðarráðuneytisins.

 

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun fyrirhugaðs lögbýlis úr landi Svínhaga.

  1. Sveinn Runólfsson- beiðni um samning vegna fyrirhugaðs skipulags á íbúðabyggð á hluta af landi Helluvaðs:

Lagt fram bréf frá Sveini Runólfssyni, dagsett 7/12´05, með beiðni um samning varðandi fyrirhugaða íbúðabyggð í landi Helluvaðs II.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Umhverfissviðs til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

  1. Sveinn Sigurjónsson - beiðni um breytingu á vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi:

Lagt fram bréf frá Sveini Sigurjónssyni, dagsett 4/12´05, með beiðni um breytingu á vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Umhverfissviðs til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

  1. Skipulagshópur Hekluskóga - beiðin um breytingu á aðalskipulagi:

Lagt fram bréf frá Skipulagshópi Hekluskógum, dagsett 5/12´05, með beiðni um að fyrirhugaðir Hekluskógar verði teknir inn á aðalskipulag Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Umhverfissviðs til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

  1. Strandarvöllur - beiðni um tenginu við vatnsveitu:

Lagt fram bréf frá Strandarvelli ehf./GHR, móttekið 12/12´05, með beiðni um tengingu golfskálans að Strönd við vatnsveitu Hellu.

 

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Umhverfissviðs til umfjöllunar og tillögugerðar.

 

  1. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands - beiðni um umsögn um jarðgerð úrgangs:

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dagsett 12/12´05, með beiðni um umsögn vegna áforma um jarðgerð úrgangs.

 

Eftirfarandi umsögn er samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (IPG):

Hreppsnefnd Rangárþings ytra getur ekki mælt með því að starfsleyfi verði gefið út fyrir starfsemina sem fyrirhuguð er samkvæmt umsókninni. Vísað er m.a. til þess að ekki liggur fyrir hvaða land um er að ræða sem starfsemin yrði rekin á, þar sem vísað er í umsókninni á landsvæði sem ekki hefur verið skipt upp á milli lögbýlanna sem að því liggja. Einnig er vísað til þess að samkvæmt aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir starfsemi sem þessari í Þykkvabæ eða á aðliggjandi svæðum.

 

  1. Sláturhúsið Hellu hf. - hækkun hlutafjár og nýting forgangs:

Lagt fram bréf frá Sláturhúsinu Hellu hf., dagsett 7/12´05, um hækkun hlutafjár og nýtingu forgangs til kaupa á nýju hlutafé.

 

Engin tillaga um kaup á viðbótarhlutafé kom fram.

 

 

 

 

  1. Tómas Sigurðsson - beiðni um afmörkun eignarhluta í Reynifelli:

Lagt fram bréf frá Tómasi Sigurðssyni, dagsett 12/12´05, um beiðni um afmörkun eignarhluta í jörðinni Reynifelli.

 

Hreppsnefnd Rangárþings ytra bendir umsækjanda á, að til þess að unnt sé að skipta út einstökum eignarhlutum þurfa allir eigendur jarðarinnar að koma að því og ná um það samkomulagi. Ekki er unnt að verða við beiðninni með vísan í framangreinda ábendingu.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

Engin erindi liggja fyrir undir þessum lið.

 

  1. Annað efni til kynningar:

16.1 Eyjólfur Guðmundsson 11/12´05 - verðurathuganir og veðurfregnir frá Hellu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00.

 

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.