Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, mánudaginn 18. janúar 2006, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 81. fundar hreppsráðs 29/12´05 í 15 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Stjórn Eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps - 20. fundur 5/1´06 í 7 liðum.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (HH).
2.1.1 Tillaga að fjárhagsáætlun Eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2006.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH, VHS, ÞS).
Tillaga 18. janúar 2006 v. fundargerðar 20. fundar stjórnar Eignaumsjónar.
Fjáhagsáætlun Eignaumsjónar vegna 2006 liggur hér fyrir. Hlutdeild Laugalandssvæðisins er stór í þessari áætlun vegna breytinga húsnæðis Laugalandsskóla og flutnings leikskólans. Af 50 millj. kr. fjárfestingafé ársins er áætlað að 40% fari til framkvæmda á Laugalandi.
Það vekur einnig mikla athygli að gert er ráð fyrir að fara út í gatnaframkvæmdir á Laugalandssvæðinu samhliða breytingu á skólahúsnæðinu. Gert er ráð fyrir að Rangárþing ytra leggi fram rúmar 6 milljónir til þessara gatnaframkvæmda á þessu ári.
Undirritaðir telja að rétt sé að gatnaframkvæmdum á Laugalandi verði frestað og að þeim fjármunum verði í þess stað varið í nauðsynlegt viðhald á skólamannvirkjum sveitarfélagsins í Þykkvabæ og á Hellu.
Undirritaðir : Heimir Hafsteinsson, Viðar Steinarsson, Þröstur Sigurðsson.
Tillaga um að stjórn Eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps verði falið að skoða sérstaklega viðhaldsþörf húsnæðis fyrrum Þykkvabæjarskóla, frágang aðkomu að íþróttahúsi í Þykkvabæ og brýn viðhaldsverkefni í Grunnskólanum á Hellu, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 18. janúar 2006:
Lagt er til að stjórn Eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps verði falið að kanna frekar viðhaldsþörf húsnæðis fyrrum Þykkvabæjarskóla, frágang aðkomu að íþróttahúsinu í Þykkvabæ og viðhaldsverkefni í Grunnskólanum á Hellu. Skoðað verði hvort aðgerðir sem nauðsynlegar kunna að vera rúmast innan núverandi fjárheimilda Eignaumsjónar eða að gerð verði tillaga um aukafjárveitingu til þess að framkvæma megi þau verkefni.
Lagt er til að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Eignaumsjónar verði samþykkt með vísan til ofangreindrar frekari skoðunar á viðhaldsverkefnum og lóðaframkvæmdum.
Undirritaðir: Sigurbjartur Pálsson, Guðmundur I. Gunnlaugsson, Engilbert Olreisson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigrún Ólafsdóttir.
Bókun:
Í ljósi framkominnar tillögu meirihlutans draga undirritaðir tillögu sína til baka og fagna því að meirihlutinn skuli taka ábendingar og tillögur okkar um nauðsynlegar framkvæmdir til greina.
Undirritaðir: Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, Viðar Steinarsson.
Tillaga meirihluta hreppsnefndar samþykkt samhljóða.
2.1.2 Lögð fram skýrsla starfsmanns Eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps fyrir árið 2005.
Til kynningar.
2.2 Félagsmálanefnd - 48. fundur 12/1´06 í 2 liðum.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (HH, VHS, ÞS).
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 Sameiginleg barnaverndarnefnd - 46. fundur 10/1´06 í 3 liðum.
3.2 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 730. fundur 12/12´05 í 23 liðum.
3.3 SASS - 2. fundur starfshóps vegna endurskoðunar, 3/1´06 í 1 lið.
3.4 Stjórn SASS - 391. fundur 5/1´06 í 7 liðum.
- Staðfesting hlutfallslegrar skiptingar veiðihlunninda í Ytri-Rangá á milli
eftirtalinna jarða:
4.1 Leirubakkatorfa 1892 ha. - framlagður uppdráttur til undirritunar með upplýsingum um
hlutfallslega skiptingu eignarhalds:
- a) Leirubakki 886 ha. 46,8% af heild, eigendur; Anders Hansen 25%, Valgerður
Brynjólfsdóttir 25% og Embla ehf. 50%.
- b) Réttarnes 472 ha. 25% af heild, eigendur; Rangárþing ytra 75% og Ásahreppur 25%.
- c) Vatnagarður 534 ha. 28,2% af heild, eigendur; Brynhildur Ó. Gísladóttir 33%, Eygló Þórðardóttir 33%
og Laufey Ófeigsdóttir 33%.
Skipting Leirubakkatorfunnar á milli jarðanna er samþykkt samhljóða en innbyrðis skipting jarðarinnar Réttarness er ekki rétt skráð á uppdráttinn og þ.a.l. er ekki á þessu stigi unnt að undirrita hann.
Skipting eignarhluta í Réttarnesi er þannig samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum að hlutur Rangárþings ytra er 94.32% og hlutur Ásahrepps er 5,68%.
Rangárþing ytra fer fram á að uppdráttur og önnur viðeigandi gögn verði leiðrétt til samræmis við ofanskráð áður en til undirritunar kemur.
4.2 Gaddstaðir 705 ha. - framlagður uppdráttur til undirritunar með upplýsingum um hlutfallslega skiptingu eignarhalds:
- a) Gaddstaðir 571 ha. 81% af heild eigandi Rangárþing ytra.
- b) Gaddstaðir134 ha. 19% af heild eigandi Guðrún Pálsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
4.3 Helluvað og Nes 850 ha. samtals - framlagður uppdráttur til undirritunar með upplýsingum
um hlutfallslega skiptingu eignarhalds:
- a) Nes 54 ha. 6% af upphaflegri heild, eigandi Rangárþing ytra.
- b) Helluvað 796 ha. 94% af upphaflegri heild: Helluvað I 90ha. 3%, eigandi Helga J. Thorarensen, Helluvað II og III 706 ha. (88.7% skiptist ekki milli jarða eftir flatamáli), Helluvað II; 1/4 af 88.7% = 22.2%, eigandi Guðmundur Magnússon, Helluvað III; 3/4 af 88.7% = 66.5% eigandi Ari Árnason.
Samþykkt samhljóða.
- Tillaga að skiptingu arðs vegna veiðiréttinda í Ytri-Rangá:
Lögð fram tillaga að skiptingu arðs vegna veiðihlunninda í Ytri-Rangá fyrir árið 2004 milli eigenda jarðanna Leirubakka, Vatnagarða, Réttarness, Helluvaðs I-III, Ness og Gaddstaða.
Vísað er til fundargagna varðandi upplýsingar um heildararð einstakra jarða og tillögu um skiptingu hans milli eignaraðila.
Skipting arðs vegna jarðanna Helluvaðs og Ness samþykkt samhljóða.
Skipting arðs vegna jarðarinnar Gaddstaða samþykkt samhljóða.
Afgreiðslu á skiptingu arðs vegna Leirubakkatorfu er frestað með vísan til afgreiðslu á lið 4.1.
- Frá Launanefnd sveitarfélaga og Kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga:
6.1 Frá Launanefnd sveitarfélaga dagsett 3. janúar 2006; boðun launamálaráðstefnu 20/1 2006
ásamt upplýsingum um atkvæðisrétt o.fl.
Tilnefning fulltrúa: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt
Rangárþings ytra á launamálaráðstefnunni.
Samþykkt samhljóða.
6.2 Svar frá Karli Björnssyni, sviðsstjóra Kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett
- desember 2005, við ósk sveitarstjórnar Rangárþings ytra um fund með fulltrúum
Launanefndar sveitarfélaga. Fram kemur að óskað er eftir því að slíkur fundur verði ekki
fyrr en eftir fyrirhugaða launamálaráðstefnu.
Til kynningar.
- Íslandspóstur hf. - svar við tilboði um lóð á Hellu fyrir starfsemi fyrirtækisins:
Lagt fram svar frá Íslandspósti hf., dagsett 30/12´05, við tilboði um athafnalóð á Hellu fyrir starfsemi fyrirtækisins. Fram kemur að tilboðinu er hafnað og að fyrirtækið muni reisa nýja flokkunarstöð fyrir póst á Hvolsvelli.
Lögð fram tillaga frá sveitarstjóra að bréfi til Íslandspósts hf. með beiðni um viðræður um fyrirkomulag póstþjónustu í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Frá atvinnu- og ferðamálafulltrúa:
8.1 22/12 2005 - uppgjör Töðugjalda 2004, meðfylgjandi eru skýringar og sundurliðanir frá
atvinnu- og ferðamálafulltrúa.
Samþykkt samhljóða að oddvita sé falið að túlka afstöðu Rangárþings ytra gagnvart Atvinnu- og feramálaverkefninu á fyrirhuguðum fundi um framtíð verkefnisins sem haldinn verður þ. 31. janúar n.k.
Samþykkt samhljóða að oddvita og sveitarstjóra sé falið að vinna að frágangi ólokinna uppgjörsmála vegna Töðugjalda 2004 í samvinnu við sveitarstjórnir Ásahrepps og Rangárþings eystra.
Samþykkt samhljóða.
8.2 30/12 2005 - um þjónustu- og upplýsingakort Rangárþings og Mýrdals - endurprentun og
útgáfa 2006.
Samþykkt samhljóða að taka þátt í endurprentun kortsins sem nemur hlut Rangárþings ytra.
8.3 30/12 2005 - um framboðna sjálfboðavinnu Veraldarvina 2006 og beiðni um svar við hvort
sveitarstjórn Rangárþings ytra hafi hug á að nýta krafta þeirra á yfirstandandi ári.
Hafnað samhljóða.
8.4 30/12 2005 - hugmyndir um kynningarátak m.a. með þátttöku í sýningunni „Sumar 2006”.
Markmið verði m.a. fjölgun íbúa og aukning ferðamannastraums innlendra ferðamanna.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar til umsagnar og tillögugerðar.
8.5 30/12 2005 - kynning á verkefnum í vinnslu.
Til kynningar.
- Sævar Jónsson - fyrirspurn um áform um lagningu vatnsveitu:
Lögð fram fyrirspurn frá Sævari Jónssyni, dagsett 22/12 2005, varðandi áætlun um lagningu vatnsveitu við Árbæjarbraut.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til væntanlegs byggðasamlags um vatnsveitur til úrvinnslu.
- Vinnumálastofnun - framlenging samnings:
Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun, dagsett 28/12 2005, þar sem fram koma tilmæli um stutta framlengingu samnings um skráningu atvinnuleysis. Framlengingin yrði til 1/7 2006 en þá er áformað að ný lög um atvinnuleysistryggingar taki gildi.
Samþykkt samhljóða.
- Rangæingafélagið í Reykjavík - tilnefning fulltrúa í nefnd:
Lagt fram bréf frá Rangæingafélaginu í Reykjavík, dagsett 2/1 2006, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í nefnd um undirbúning að menningarvöku vorið 2006.
Samþykkt samhljóða að Ingvar Pétur Guðbjörnsson verði fulltrúi Rangárþings ytra.
- Björn Halldórsson - beiðni um umsögn um stofnun lögbýlis á spildu úr landi
Merkihvols:
Lögð fram beiðni frá Birni Halldórssyni, dagsett 9/1´05, um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Merkihvols. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir legu landsins og afrit af umsókn til landbúnaðarráðuneytisins um heimild til stofnunar lögbýlis.
Samþykkt samhljóða að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða stofnun lögbýlis með fyrirvara um að heiti væntanlegs lögbýlis geti ekki orðið "Merkihvoll".
- Landskipti:
13.1 Fannberg fasteignasala efh. 30/12 2005 - beiðni um umsögn vegna skiptingar 2,82 ha.
spildu úr landi Hallstúns samkvæmt framlögðu stofnskjali, uppdrætti og afsali.
Samþykkt samhljóða að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða landskiptingu.
13.2 Fannberg fasteignasala ehf. 30/12 2005 - beiðni um umsögn vegna skiptingar 46,9 ha.
spildu úr landi Hallstúns samkvæmt framlögðu stofnskjali, updrætti og afsali.
Samþykkt samhljóða að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða landskiptingu.
- Brynjar Vilmundarson - fyrirspurn:
Lagt fram bréf frá Brynjari Vilmundarsyni, móttekið 3/1 2006, með fyrirspurn vegna áforma um byggingar íbúðarhúsa eða frístundahúsa á landi sunnan við Syðri-Rauðalæk.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar og tillögugerðar.
- Umhverfisráðuneytið:
Lagt fram afrit af bréfi umhverfisráðuneytisins, dagsett 29/12 2005, til Samvinnunefndar um miðhálendið vegna staðfestingar á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015 fyrir svæðið sunnan Hofsjökuls. Meðfylgjandi er greinargerð með breytingum á staðfestu Svæðisskipulagi miðhálendis Íslands 2015, svæðið sunnan Hofsjökuls.
Til kynningar.
- Landsvirkjun, 31/12 2005:
Lögð fram kynning á umsókn um rannsóknarleyfi á Torfajökulssvæðinu og tilmæli um samstarf um skipulagsmál og landnýtingaráætlun fyrir svæðið. Meðfylgjandi er greinargerð með umsókninni. Fram kemur að Landsvirkjun óskar eftir því að fá tækifæri til þess að kynna áform sín nánar fyrir sveitarstjórninni.
Samþykkt samhljóða að bjóða Landsvirkjun að koma til fundar við sveitarstjórnina við tækifæri og kynna áform sín. Landsvirkjun er bent á að hafa samband við sveitarstjóra um mögulegan fundartíma.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
17.1 „Staðardagskrá 21” 11/1 2006 - landsráðstefna um "Staðardagskrá 21" - 4/3 2006.
Til kynningar.
17.2 Jafnréttissstofa 11/1 2006 - lokaráðstefna um íþróttir, fjölmiðla og staðalímyndir 20/1
2006.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
18.1 Vegagerðin 5/1 2006 - um lýsingu við Landvegamót.
18.2 Vegagerðin 10/1 2006 - varðandi umsókn um styrk af styrkvegafé 2006.
18.3 Sjóvá 15/12 2006 - varðar ábyrgðartryggingu vegna bráðamengunartjóna.
18.4 Sorpstöð Suðurlands bs. 12/1 2006 - um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun
úrgangs 2005-2020.
18.5 Samflot 10/1 2006 - ályktun formannafundar Samflots bæjarstarfsmannafélaga.
18.6 RARIK 28/12 2005 - um breytingar á orkusölu.
18.7 Varasjóður húsnæðismála 4/1 2006 - um breytingu á lögum og reglugerð um Varasjóð
húsnæðismála.
18.8 Félagsmálaráðuneytið 5/1 2006 - uppreikningur á tekju- og eignamörkum vegna
félagslegra íbúða.
18.9 Félagsmálaráðuneytið 6/1 2006 - varðar heimildir byggingafulltrúa til þess að staðfesta
eignaskiptayfirlýsingar fjöleignahúsa.
18.10 Landsnet 4/1 2006 - kynning á fyrirtækinu og upplýsingabæklingar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.00.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.