61. fundur 01. febrúar 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 1. febrúar 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Heiðrún Ólafsdóttir, varamaður Ingvars Péturs Guðbjörnssonar, Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast nýir liðir nr. 3.2, 3.3, 7, 9, 11, 12, 14.2, 14.3, 14.4, 14.5, 14.6 og 15.3 og færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 82. fundar hreppsráðs 26/1 ´06 í 18 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Vinnuhópur um húsnæði fyrir stjórnsýslu, fundur 24/1 2006 í 3 liðum.

Farið er fram á að vinnuhópurinn fái heimild sveitarstjórnar til þess að fara í viðræður um mögulegar lausnir í húsnæðismálum stjórnsýslunnar samkvæmt fyrirliggjandi hugmyndum frá Arkform teiknistofu og undanfarandi viðræðna við forsvarsmenn Verkalýðshússins. Sömuleiðis er farið fram á heimild til þess að auglýsa húsnæði fyrrum Þykkvabæjarskóla til sölu eða leigu.

 

Samþykkt með átta atkvæðum, einn situr hjá (HH).

 

2.2 Atvinnu- og ferðamálanefnd, 27. fundur 23/1´06 í 4 liðum.

 

Afgreiðslu frestað.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Umhverfisnefnd, 32. fundur 25/1 ´06 í 4 liðum.

3.2 Stjórn Húsakynna bs. fundur 26. janúar 2006 í 5 liðum.

3.3 Stjórn skólaskrifstofu Suðurlands, 84. fundur 25/1 2006 í 4 liðum.

  1. Tillaga að 3ja ára áætlun 2007-2009, fyrri umræða:

Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tillögu að 3ja ára áætlun fyrir tímabilið 2007 - 2009 ásamt greinargerð.

 

Vísað til síðari umræðu.

 

 

 

  1. Tillaga að stofnsamningi og samþykktum fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og

Ásahrepps:

Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tillögur að stofnsamningi og samþykktum fyrir væntanlegt byggðasamlag um vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.

 

Vísað til nánari útfærslu á næsta fundi samráðsnefndar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps í samræmi við umræður á fundinum sem síðan verður lögð fyrir sveitarstjórnirnar til staðfestingar.

  1. Tillaga frá fulltrúum K- og Ó-lista 26/1 2006:

Fulltrúar K- og Ó-lista leggja fram tillögu um að álagningarprósentum fasteignaskatts verði breytt þannig að þær lækki til samræmis við mun á verðlagsbreytingum á milli áranna 2004 og 2005 og þeirri hækkun á fasteignamati sem Yfirfasteignamatsnefnd ákvað umfram almennar verðlagsbreytingar. Með fylgir greinargerð.

 

Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi tillögu og bókun:

Fulltrúar D-lista fallast á efni framangreindrar tillögu enda er hún í samræmi við niðurstöðu listans varðandi álagningarprósentur fasteignagjaldanna. Í tillögunni er ekki nánar útfært hvaða álagningarprósentur eiga að koma í stað þeirra sem ákveðnar voru 7. desember 2005 og einnig vantar í tillöguna að kveðið sé á um að álagningarprósentur þjónustugjalda, sem reiknuð eru sem hlutfall af fasteignamati, lækki einnig. Því er lagt til að framangreind tillaga verði samþykkt en að nánari útfærslu hennar verði vísað til afgreiðslu á 7. lið fundarins um álagningarprósentur fasteignagjalda.

Sigurbjartur Pálsson. Engilbert Olgeirsson. Sigrún Ólafsdóttir. Heiðrún Ólafsdóttir. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Tillaga frá sveitarstjóra að nýjum álagningarprósentum fasteignagjalda, sbr. 6. lið:

Sveitarstjóri lagði fram endurnýjaða tillögu um álagningarprósentur fasteignagjalda sbr. tillögu og bókun í 6. lið fundargerðarinnar:

 

Lagt er til að álagningarprósentur eftirtalinna fasteignagjalda breytist frá ákvörðun sveitarstjórnar frá 7. desember 2005 og verði eftirfarandi:

 

Fasteignaskattur:

A - 0,3% af fasteignamati.

B - 1,2% af fasteignamati.

C - 0,44% af fasteignamati.

Um skilgreiningar á tegundum fasteigna í hverjum flokki er vísað í tillöguna og reglugerð nr. 401/2005.

 

Lóðarleiga:

0,85% af fasteignamati.

 

Vatnsgjald:

0,22% af fasteignamati.

 

Holræsagjald:

0,22% af fasteignamati.

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (VHS, HH, ÞS).

Bókun fulltrúa K- og Ó-lista vegna afgreiðslu á tillögu um breytingu á álagningarprósentum fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2006:

Undirritaðir fagna tillögu sveitarstjóra sem tekur tillit til efnis tillögu okkar sem borin var upp undir lið. nr. 6 hér að framan.

Samþykkt á álagningarprósentum er hins vegar á valdi og ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar. Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins.

Viðar Steinarsson. Þröstur Sigurðsson. Heimir Hafsteinsson.

  1. Tillaga um skipulag Umhverfissviðs:

Tillaga, dagsett 23. janúar 2006, frá sviðsstjóra umhverfissviðs um skipurit umhverfissviðsins, starfsheiti starfsmanna, starfslýsingar og tillaga um launakjör.

Samþykkt samhljóða að vinnuhópur sem fjallar um launakjör starfsmanna sveitarfélagsins haldi áfram að móta tillöguna um skipulag Umhverfissviðs með sviðsstjóra þess.

  1. Launanefnd sveitarfélaga 28/1 2006:

Lagðar fram niðurstöður Launanefndar sveitarfélaga um hækkun á launum leikskólakennara og á launum starfsmanna sem taka laun samkvæmt kjarasamningi LN og viðkomandi stéttarfélaga. Sveitarfélögum sem veitt hafa LN umboð til kjarasamningagerðar er veitt heimild til þess að hækka starfsfólk í launum með því að flýta launaflokkahækkunum ásamt mánaðarlegum eingreiðslum auk beinna tilfærslna upp um launaflokka.

  1. a) Heimild til hækkunar launa leikskólakennara:

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÞS, HH).

Bókun varðandi lið 9 a.

Undirritaðir sitja hjá við afgreiðslu þessa máls og telja að verið sé að varpa sprengju inn í kjaramál sveitarfélaga almennt með ófyrirséðum afleiðingum. Undirritaðir árétta enn einu sinni þá skoðun sína að Rangárþing ytra segi sig nú þegar úr launanefnd sveitarfélaga.

Heimir Hafsteinsson og Þröstur Sigurðsson.

 

  1. b) Heimild til hækkunar á launum starfsmanna sem taka laun samkvæmt kjarasamningi LN og viðkomandi stéttarfélaga.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (VHS, ÞS, HH).

 

Bókun varðandi lið 9b.

Undirritaðir taka fram að hjáseta þeirra í þessu máli er ekki tilkomin vegna þess að þeir séu á móti því að hækka laun starfsmanna sveitarfélagsins. það eru hinsvegar vinnubrögð launanefndar sveitarfélaga varðandi framsetningu þessa máls ásamt því að ekki liggur fyrir kostnaðarmat vegna þessara tillagna sem gera það að verkum að við kjósum að sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson og Viðar H. Steinarsson.

  1. KPMG 20/1 2006:

Lögð fram niðurstaða KPMG vegna úttektar á kostnaði við rekstur mötuneyta í Rangárþingi ytra.

 

Til kynningar.

 

  1. Skipulags- og byggingafulltrúi 27/1 2006:

Lögð fram tilmæli um afgreiðslu á tillögu að deiliskipulagi fyrir 79 frístundalóðir í landi Leirubakka. Fyrir liggur að tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur áður verið samþykkt af sveitarstjórninni og hefur tillagan hlotið staðfestingu umhverfisráðherra.

 

Fram kemur að engar athugasemdir hafi borist við deiliskipulagstillöguna á auglýsinga- og athugasemdatíma hennar.

 

Afgreiðslu framangreindrar deiliskipulagstillögu var frestað á fundi hreppsnefndar þ. 2. nóvember 2005 enda hafði tillaga um breytingu á aðalskipulagi ekki hlotið staðfestingu þá.

 

Deiliskipulagstillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Landbúnaðarráðuneytið 27/1 2006.

Lögð fram beiðni frá landbúnaðarráðuneytinu um umsögn vegna fyrirhugaðrar sölu á jörðinni Kirkjubær á Rangárvöllum til Ágústs Sigurðarsonar og Guðjóns Sigurðarsonar.

 

Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að svara beiðninni eftir að umsögn frá skipulags- og byggingafulltrúa liggur fyrir.

 

  1. Óðinn Pálsson - beiðni um umsögn vegna skiptingar á spildum úr landi Stóru-Valla.

Lagt fram erindi frá Óðni Pálssyni, dagsett 25. janúar 2006, með beiðni um umsögn vegna skiptingar á spildum úr landi Stóru-Valla og að þær verði teknar úr landbúnaðarnotum samkvæmt framlögðum stofnskjölum og loftmyndum.

 

Spildurnar hafa eftirfarandi landnúmer: 205460, 205461 og 205462.

Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða landskiptingu og að viðkomandi spildur verði teknar úr landbúnaðarnotum.

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

14.1 Samband íslenskra sveitarfélaga 26/1 2006 - boð um þátttöku í málstofu með

rannsakendum skólamála 6/3 2006.

14.2 Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands 30/1 2006 - kynningarfundur um lagningu

heilsársvegar yfir Kjöl 2/2 2006.

14.3 Starfsmenntaráð 30/1 2006 - fundarboð, m.a. um hlutverk Starfsmenntaráðs 3/2 2006.

14.4 Samband íslenskra sveitarfélaga 26/1 2006 - samráðssfundur með Landssambandi

sumarhúsaeigenda 10/2 2006.

14.5 Húsakynni bs. 27/1 2006 - aðalfundarboð 15/2 2006.

 

Samþykkt samhljóða að oddviti fari með atkvæðarétt á aðalfundi Húsakynna.

 

14.6 Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands 31/1 2006, málþing í tengslum við Norðurslóðaáætlun

ES 3/2 2006.

 

  1. Annað efni til kynningar:

15.1 Strókur 23/1 2006 - þakkir fyrir veittan styrk.

15.2 Launamálaráðstefna sveitarfélaga 20/1 2006 - valkostir 1-9.

15.3 Heklusetrið ehf. 30/1 2006 - kynning á aðilabreytingu að Heklusetrinu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.15.

 

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.