Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 15. febrúar 2006, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem ritar fundargerð. Þórhallur Jón Svavarsson sat fundinn að hluta sem varamaður Sigurbjarts Pálssonar sem vék af fundi við afgreiðslu 7. liðar og síðan sem varamaður Engilberts Olgeirssonar sem vék af fundi kl. 19.00.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætist nýr liður nr. 2.6.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 83. fundar hreppsráðs 9/2 2006 í 14 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Héraðsnefnd Rangæinga - 16. fundur 2/2 2006 í 8 liðum.
Héraðsnefnd gerir tillögu um aukið framlag til Héraðsnefndar á árinu 2006 vegna styrkveitingar skv. 2. lið fundargerðarinnar.
Tilmæli um aukið framlag vegna styrkveitingar sbr. 2. lið fundargerðarinnar samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (VHS. ÞS. HH.) Fjárveitingu vegna þessarar samþykktar er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Undirritaður fulltrúar K- og Ó-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Ástæðan er ekki sú að hugmyndin sem slík sé ekki góðra gjalda verð. Við teljum að Héraðsnefnd Rangæinga sé að marka nýja stefnu í styrkveitingum til einstakra aðila hvað upphæð varðar. Við bendum á fordæmisgildi þeirrar ákvörðunar að styrkja einstaka aðila um 10 milljónir króna og spyrjum hvort okkar skulduga sveitarfélag muni rísa undir því fordæmi. Við hefðum viljað styrkja þetta ágæta verkefni með lægri upphæð og hefðum talið það ábirgari afstöðu gagnvart sveitarsjóði Rangárþings ytra.
Heimir Hafsteinsson. Þröstur Sigurðsson. Viðar Steinarsson."
Lúðvík Bergmann tekur ekki þátt í afgreiðslu á á lið 3 í fundargerðinni.
- liður fundargerðarinnar samþykktur með 5 atkvæðum, 3 sitja hjá (VHS. ÞS. HH.)
1., 2., 4., 5., 6., 7., og 8. liður fundargerðarinnar samþykktir með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (VHS. ÞS. HH.).
2.2 Atvinnu- og ferðamálanefnd - 27. fundur 23/1 2006 í 4 liðum.
Samþykkt að fresta afgreiðslu á lið 1 í fundargerðinni með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (IPG. HH.).
2.3 Skipulags- og bygginganefnd - 38. fundur 9/2 2006 í liðunum 001-2006 til 017-2006.
Samþykkt samhljóða.
2.4 Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 32. fundur 9/2 2006 í 3 liðum.
Samþykkt samhljóða.
2.5 Atvinnu- og ferðamálanefnd - 28. fundur 9/2 2006 í 3 liðum.
Í fundargerðinni er tillaga frá atvinnu- og ferðamálanefnd um þátttöku í sýningunni "Sumar 2006" í Laugadalshöll dagana 20. - 23. apríl 2006.
Samþykkt að taka þátt í sýningunni með fyrirvara um kostnaðaráætlun og að leitað verði samstarfs við sveitarfélögin sem standa að atvinnu- og ferðamálaverkefninu með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÞS. HH.)
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
2.6 Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar - 3. fundur 13/3 2006.
Tillaga að "Landbóta- og landnýtingaráætlun" fyrir Rangárvallaafrétt 2006 - 2008 til staðfestingar.
Fundargerðin og tillagan samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
3.1 Stjórn Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs. 9/2 2006 - 15. fundur í 1 lið.
3.2 Stjórn SASS - 392. fundur 2/2 2006 í 13 liðum.
3.3 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 83. fundur 7/2 2006 í 8 liðum.
- Tillaga að 3ja ára áætlun 2007-2009 - síðari umræða:
Lögð fram tillaga að 3ja ára fjárhagsáætlun fyrir tímabilið 2007-2009 til síðari umræðu.
Vísað er til fundargagna um efni tillögunnar.
Staðfest með 5 atkvæðum, 4 sitja hjá (LB. VHS. ÞS. HH.).
Fulltrúar K- og Ó-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra leggur nú fram þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir tímabilið 2007 - 2009. Áætlun sem byggir á hinum ýmsu forsendum sem háðar er duttlungum framtíðar. Það er ljóst að miklar og nauðsynlegar framkvæmdir eru framundan á næstu misserum og hafa þær mikil áhrif á framgang áætlanagerðar sem þessarar.
Síðan er það auðvitað annað mál að þessari áætlanagerð koma framleggjendur ekki til með að framfylgja, því ekki eru meira en ríflega þrír mánuðir í að meirihlutinn skili inn stjórnarumboði sínu í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra.
Heimir Hafsteinsson. Viðar Steinarsson. Þröstur Sigurðsson.
- Fundargerð og tillögur frá fundi samráðsnefndar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps 6/2 2006:
5.1 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - 15. fundur 6/2 2006 í 4 liðum.
Fundargerðin samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÞS. HH.).
5.2 Eignahlutföll í Réttarnesi og önnur mál tengd skiptingu kostnaðar og eigna með
Ásahreppi.
Samþykkt samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að leita til lögmanns um aðstoð og vinnu við undirbúning að stefnu á hendur Ásahreppi til staðfestingar á eignarhlut Rangárþings ytra í Réttarnesi og einnig að stefnt verði til almennrar staðfestingar á ákvæðum bréfs og auglýsingar samgöngu- og atvinnumálaráðuneytisins frá 13. janúar 1936 um skiptingu fjallskilakostnaðar og skiptingu á öllum öðrum eignum og skuldbindingum gamla Ásahrepps á milli sveitarfélaganna sem þá voru stofnuð þ.e. Djúpárhrepps og Ásahrepps.
5.3 Tillögur að stofnsamningi og samþykktum fyrir byggðasamlag um vatnsveitu Rangárþings
ytra og Ásahrepps.
"Tillaga vegna stofnsamnings Rangárþings ytra og Ásahrepps v. byggðasamlags um rekstur vatnsveitu:
Til viðbótar í texta í 6. grein, eftir fyrstu málsgrein, komi:
"Vægi atkvæða á aðalfundi miðast þó ávallt við hlutfallslega eign hvors sveitarfélags/eignaraðila í vatnsveitunni."
Undirritaðir:
Viðar Steinarsson. Þröstur Sigurðsson. Heimir Hafsteinsson."
Tillagan felld, 5 á móti, 3 með og 1 situr hjá (LB.).
Tillaga að stofnsamningi samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sitja hjá (VHS. ÞS. HH.).
- Héraðsnefnd Rangæinga - drög að nýrri fjallskilasamþykkt:
Lagt fram bréf frá Héraðsnefnd Rangæinga, dagsett 3/2 2006, varðandi drög að nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu.
Meðfylgjandi eru ný drög að fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu.
Drögin að fjallskilasamþykktinni samþykkt samhljóða.
- Sala á hlutabréfum í Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf.:
Lagt fram "lokatilboð" frá stjórn Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf., dagsett 7/12 2005.
Lagt fram bréf frá sveitarstjórn Rangárþings ytra, dagsett 23/12 2005, með beiðni um fund með stjórn verksmiðjunnar.
Sigurbjartur Pálsson vék af fundinum við afgreiðslu þessa liðar fundarins.
Lögð fram tillaga um að lokatilboði stjórnar verksmiðjunnar verði hafnað og sölumeðferð hlutafjárins frestað um óákveðinn tíma vegna breyttra aðstæðna.
Samþykkt samhljóða.
Engilbert Olgeirsson víkur af fundi kl. 19:00, Þórhallur Svavarsson tekur hans sæti.
- Golfklúbbur Hellu - beiðni um vinnuframlag vinnuskóla Rangárþings ytra:
Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Hellu, dagsett 8/2 2006, með beiðni um vinnuframlag frá vinnuskóla Rangárþings ytra sumarið 2006.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Umhverfissviðs Rangárþings ytra til athugunar og tillögugerðar.
- Tillaga og fyrirspurnir frá fulltrúum K- og Ó-lista:
9.1 Fulltrúar K- og Ó- lista 9/2 2006 - leggja til að sveitarstjóri sendi formlega beiðni um að fundargerðir stjórnar Atvinnu- og ferðamálaverkefnis berist sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
9.2 Fulltrúar K- og Ó- lista 9/2 2006 - fyrirspurn um störf vinnuhóps um uppbyggingu
Grunnskólans og leikskólans á Hellu og um málefni mótorhjólasports.
Samþykkt samhljóða að vísa erindinu um mótorhjólasportið til íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Oddviti fór yfir stöðu mála varðandi verkefni vinnuhóps um úrbætur í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla á Hellu.
- Málflutningsskrifstofan ehf. - flokkun Þrúðvangs:
Lagt fram bréf frá Málflutningsskrifstofunni ehf., dagsett 1/2 2006, varðandi úrskurð samgönguráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru um stöðu og flokkun götunnar Þrúðvangs.
Fram kemur að kröfu sveitarfélagsins um flokkun Þrúðvangs sem tengivegs er hafnað.
Meðfylgjandi er úrskurðurinn, dagsettur 27/1 2006.
Samþykkt samhljóða að senda bréf til samgönguráðherra og þingmanna suðurkjördæmis
með tilmælum um að Þrúðvangur á Hellu verði tekinn inn í þjóðvegakerfið.
- Nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu - beiðni um umsögn:
Lagt fram bréf frá nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu, dagsett 3/2 2006, þar sem óskað er umsagnar vegna frumvarps til nýrra laga um heilbrigðisþjónustu.
Meðfylgjandi eru drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu.
Sveitarstjóra falið að taka saman athugasemdir í takt við umræðu á fundinum og jafnframt að senda SASS og Sambandi íslenskra sveitarfélaga tilmæli um að hagsmuna sveitarfélaga í þessu máli verði vandlega gætt.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
12.1 Reykjavíkurborg 2/2´06 - kynning á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga 17-18/2
2006.
12.2 Samband íslenskra sveitarfélaga 2/2 2006 - ráðstefna um tækifæri sveitarfélaga í
alþjóðlegu samstarfi 23/2 2006.
12.3 Samband íslenskra sveitarfélaga 6/2 2006 - málstofa um skólamál 6/3 2006.
- Annað efni til kynningar:
13.1 Yfirfasteignamatsnefnd 1/2 2006 - um erindi sóknarprests vegna fasteignamats Odda.
13.2 Eyjólfur Guðmundsson 8/2 2006 - afrit af bréfi frá Veðurstofustjóra um veðurathugunar-
stöð á Hellu.
13.3 Atvinnu- og ferðamálafulltrúi 31/1 2006 - afrit af uppsagnarbréfi.
13.4 Landskerfi bókasafna 6/2 2006 - hluthafalisti.
13.5 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands 2/2 2006 - um aðalskoðun og endurgerð leiksvæða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.00.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.