Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 1. mars 2006, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Þórhallur J. Svavarsson, varamaður fyrir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð. Heiðrún Ólafsdóttir situr seinni hluta fundarins sem varamaður fyrir Engilbert Olgeirsson. Einnig situr Ólafur Elvar Júlíusson, sviðsstjóri Umhverfissviðs hluta fundarinns.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; nýr 14. liður bætist við og færist aðrir liðir aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir hreppsráðs:
1.1 Lögð fram fundargerð 84. fundar hreppsráðs 23/2 2006 í 11 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
2.1 Skipulags- og bygginganefnd - 39. fundur 27/2´06 í liðunum 018-2006 til 034-2006.
Samþykkt samhljóða.
2.2 Samráðsnefnd Holtamannaafréttar - 13. fundur 8/2´06 í 5 liðum.
Frestað.
2.3 Fagráð yfir félagsmiðstöð - 4. fundur 22/2´06 í 2 liðum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
Engar fundargerðir hafa borist.
- Tillaga um athugun á stofnun framhaldsskóla í Rangárvallasýslu:
Lögð fram tillaga frá fulltrúum D-lista um að vinnuhópur hefji könnun á möguleikum varðandi stofnun framhaldsskóla til stúdentsprófs og rekstur starfsnámsbrauta í Rangárvallasýslu.
Lagt er til að í vinnuhópnum eigi sæti sveitarstjóri og formaður fræðslunefndar.
Bókun:
Bókun vegna tillögu um athugun á stofnun framhaldsskóla í Rangárvallasýslu.
Undirritaðir fagna því mjög að meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings ytra skuli taka undir hugmyndir um stofnun framhalds- eða fjölbrautaskóla í Rangárvallasýslu. Þessar hugmyndir ásamt reyndar mörgum öðrum voru reifaðar fyrst á mjög góðum fundi sem Samfylkingin hélt í Árhúsum á Hellu hinn 23. nóvember sl. Hugmyndinni hefur síðan verið haldið vakandi í stefnumótunarvinnu hjá Oddaverjum sem liður í framtíðarsýn hér í Rangárþingi.
M.t.t. til þess tímaramma sem hér er settur lítum við svo á að hér sé um algjöra grunnathugun að ræða en engu að síður byrjun á ferli sem gæti skapað mikla möguleika á svæðinu.
Undirritaðir: Heimir Hafsteinsson, Þröstur Sigurðsson, Viðar H. Steinarsson.
Tillagan samþykkt samhljóða.
- Tillaga um könnun á kostnaði við kaup á sorptunnum og breytingu á sorphirðu:
Lögð fram tillaga um að sveitarstjóra ferði falið að kanna kostnað við kaup á 240 l plasttunnum undir heimilisúrgang fyrir öll heimili sem úrgangur er hirtur frá. Samhliða verði kannað hvað mikið gæti sparast við að fækka losunum úr vikulegri losun, þar sem það er gert, í losun á tveggja vika fresti og um möguleika á jarðgerð lífræns heimilisúrgangs og afslátt af sorpgjöldum til heimila sem tækju slíkt upp.
Samþykkt samhljóða.
Ólafur E. Júlíusson, sviðsstjóri Umhverfissviðs mætir á fundinn.
- Tillaga að reglum um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts af tilteknum eignum:
Lögð fram tillaga að reglum um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts af eignum sem notaðar eru fyrir viðurkennda menningar- og tómstundastarfsemi og til greiðslu fasteignaskatts af eignum á lögbýlum sem sannanlega eru ekki í notkun við landbúnað tímabundið.
Lögð fram breytingatillaga:
Breytingartillaga vegna tillögu sveitarstjóra Rangárþings ytra um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Undirritaðir leggja til að horfið verið frá því að styrkja lögaðila/rekstraraðila til greiðslu fasteignaskatts af eignum á lögbýlum sem sannarlega eru ekki í notkun við landbúnað tímabundið.
Undirritaðir telja óeðlilegt að leggja til styrk til lögaðila með þessum hætti. Slíkt gæti skapað varasamt fordæmi.
Undirritaðir : Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson.
Breytingatillagan samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (EO).
Tillaga að reglum um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða.
- Umhverfissvið Rangárþings ytra:
7.1 Lögð fram minnisblöð frá vinnuhópi um launamál o.fl. vegna tillagna frá Umhverfissviði
um störf og kjör.
Til kynningar.
7.2 Lögð fram tillaga frá forstöðumanni Umhverfissviðs um skipulagsmál sviðsins, skiptingu
starfa, kröfur og kjör.
Sviðsstjóri Umhverfissviðs skýrir tillögurnar.
Tillögur að breyttu skipulagi Umhverfissviðs samþykktar samhljóða.
Taka þarf upp viðræður við hreppsnefnd Ásahrepps um breytingar á samskiptum og fyrirkomulagi í sameiginlegri Eignaumsjón vegna samþykktar á breyttu skipulagi Umhverfissviðsins.
7.3 Lögð fram tillaga um endurbætur í Þjónustumiðstöð að Þrúðvangi 36a vegna
skipulagsbreytinga Umhverfissviðs.
Samþykkt samhljóða og áætluðum kostnaði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
7.4 Lögð fram tillaga um endurnýjun á traktorsgröfu hjá Þjónustumiðstöð.
Samþykkt samhljóða og áætluðum kostnaði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Engilbert víkur af fundi og í staðinn kemur Heiðrún Ólafsdóttir.
- Áætlun um kostnað vegna launabreytinga:
Lögð fram áætlun um kostnað vegna launabreytinga frá og með 1. janúar 2006 skv. heimild Launanefndar sveitarfélaga og samþykktar hreppsnefndar Rangárþings ytra frá 1. febrúar 2006.
Til kynningar.
- Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2002-2014:
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 vegna hringtorga, legu Hringvegar, nýrra athafna- og iðnaðarsvæða og breytinga á íbúðasvæðum.
Samþykkt samhljóða að veita skipulags- og byggingarfulltrúa heimild til að auglýsa tillöguna.
- Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt hesthúsahverfi:
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt hesthúsahverfi á Hellu í landi Gaddstaða sunnan Hringvegar.
Samþykkt samhljóða að veita skipulags- og byggingafulltrúa heimild til að auglýsa tillöguna.
- Frumtillögur um skipulag skóla- og íþróttasvæðisreits á Hellu.
Lagðar fram frumtillögur um skipulag skóla- og íþróttasvæðisreits á Hellu. Tillögurnar verða sýndar og kynntar á fyrirhuguðum kynningarfundi um skipulagsmál í "Kringlu" Grunnskólans á Hellu, laugardaginn 4. mars n.k.
Til kynningar.
- Smíðandi ehf. - tillögur /hugmyndir um byggingu húss á lóðinni Suðurlandsvegur 5:
Lagðar fram tillögur/hugmyndir um byggingu húss á lóðinni Suðurlandsvegur 5 á Hellu sem hugsanlega gæti rúmað stjórnsýslu Rangárþings ytra ásamt öðrum einingum.
Lagt er til að vinnuhópi um húsnæði fyrir stjórnsýslu og fleira verði falið að halda áfram að skoða nánar möguleika um kaup eða leigu á húsnæði fyrir stjórnsýsluna.
Samþykkt samhljóða.
- Iðnaðarnefnd Alþingis - stefnumótandi byggðaáætlun:
Lagt fram bréf frá iðnaðarnefnd Alþingis, dagsett 17/2´06, með beiðni um umsögn um tillögu til þingsáætlunar um stefnumótandi byggðaáætlun.
Hreppsnefnd ítrekar áður gerða umsögn um byggðaáætlun frá fyrra ári.
- Kostnaðaráætlun vegna sýningarinnar "Sumar 2006":
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna sýningarinnar "Sumar 2006" 20-23/4´06.
Lagt er til að erindinu verði vísað til næsta hreppsráðsfundar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
15.1 Landsskrifstofa Staðardagskrár 21 á Íslandi 14/2´06 - ráðstefna um Staðardagskrá 21,
3-4/3´06.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
16.1 Fundargerð 60. fundar hreppsnefndar Ásahrepps 21/2´06.
16.2 "Suðurland er kjörinn staður fyrir stóriðju" - kynning á skýrslu stóriðjunefndar SASS
22/2´06.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.00
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.