65. fundur 04. apríl 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, þriðjudaginn 4. apríl 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, varamaður fyrir Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð. Einnig sitja Auðunn Guðjónsson frá KPMG og Ólafur E. Júlíusson, skipulags- og byggingafulltrúi, hluta fundarins.

 

Heimir Hafsteinsson tilkynnti forföll. Skrifstofa Rangárþings ytra hafði samband við varamenn fyrir hann, en þeir sáu sér ekki fært að mæta á fundinn.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá, nýr liður 12.3 bætist við og aðrir liðir færast niður sem því nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Ársreikningar 2005 - fyrri umræða:

Lagður fram ársreikningur Rangárþings ytra fyrir árið 2005 ásamt sundurliðun.

Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf. fór yfir og skýrði ársreikninginn.

 

Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins:

 

Rekstrarreikningur:

Rekstrartekjur: kr. 740.276.971

Rekstrargjöld: kr. (639.727.073)

Fjármagnsgjöld: kr. (37.411.016)

Rekstrarniðurstaða: kr. 63.137.092

 

Efnahagsreikningur:

Eignir:

Fastafjármunir: kr. 820.221.766

Áhættufjármunir og langtímakröfur: kr. 109.154.922

Veltufjármunir: kr. 184.634.890

Eignir samtals: kr. 1.114.011.578

 

Skuldir og eigið fé:

Eiginfjárreikningur: kr. 478.219.717

Lífeyrisskuldbindingar: kr. 14.795.589

Langtímaskuldir: kr. 521.446.934

Skammtímaskuldir: kr. 99.549.338

Eigið fé og skuldir samtals: kr. 1.114.011.578

 

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi Rangárþings ytra til síðari umræðu.

 

Einnig eru lagðir fram ársreikningar fyrir Menningarmiðstöðina Laugalandi, Leiguíbúðir Laugalandi, Leikskólann Laugalandi og Eignasjóð Laugalands fyrir árið 2005.

 

Lagt er til að ársreikningunum verði vísað til samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps til skoðunar og síðan til síðari umræðu í hreppsnefnd Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

Engar fundargerðir liggja fyrir.

 

Ólafur E. Júlíusson, skipulags- og byggingarfulltrúi mætir á fundinn.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

3.1 Skipulags- og bygginganefnd - 40 fundur 27/3 2006 í liðunum 034-2006 til 064-2006.

Ólafur skýrði og sýndi uppdrætti sem fylgja skipulagstillögum sem afgreiddar eru og fjallað er um í fundargerðinni.

 

Lið 035-2006 frestað.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

 

3.2 Félagsmálanefnd 50. fundur - 22/3 2006 í 4 liðum.

Samhliða lagðar fram tillögur um aukinn stuðning við dagforeldra sem unnar voru af félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.

 

Félagsmálanefnd falið að útfæra tillögur um aukinn stuðning við dagforeldra í Rangárþingi ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

3.3 Starfshópur um skólareit og staðsetningu leikskóla - fundur 27/3 2006 í 1 lið.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Lögð fram eftirfarandi bókun:

Undirritaðir hafna þeirri hugmynd að kannað verði með hugsanleg kaup á húsnæði Kökuvals fyrir starfsemi leikskólans á Hellu.

Engilbert Olgeirsson, Viðar H. Steinarsson.

 

Lögð fram tillaga um að hreppsnefnd beini þeim tilmælum til starfshóps um skólareit og staðsetningu leikskóla á Hellu að hún hraði umfjöllun sinni um staðsetningu leikskólans og miði við staðsetningu á eða við skólareitinn og skili niðurstöðu sinni eigi síðar en í byrjun maí.

 

Guðfinna leggur fram eftirfarandi bókun:

Guðfinna tekur undir að hraðað verði umfjöllun um staðsetningu leikskólans en telur að ekki eigi að binda þá umfjöllun við skólareitinn.

 

Fundargerðin samþykkt með 7 atkvæðum 1 situr hjá (GÞ).

 

3.4 Green Globe 21 - stofnfundur 23/3 2006 4 liðum.

Lögð fram fundargerð frá stofnfundi byggðasamlags um Green Globe 21.

 

Jafnframt lögð fram drög að Stofnsamningi og drög að samþykktum fyrir byggðasamlagið Green Globe 21 í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum bs.

 

Samþykkt samhljóða.

 

3.5 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - 16. fundur 28/3 2006 í 7

liðum.

 

Bókun vegna 4. liðar í fundargerð samráðsnefndarinnar, erindis Sigrúnar Ingólfsdóttur:

Undirritaður lýsir yfir vanþóknun á framkomu skólastjóra Laugalandsskóla í garð Sigrúnar Ingólfsdóttur. Það er óviðunandi að þeir sem fara með mannaforráð á vegum sveitarfélagsins komi fram við undirmenn sína á þann hátt sem fram kemur í erindi Sigrúnar og einnig í svari skólastjórans. Eðlilegt er að skólastjóri Laugalandsskóla biðji Sigrúnu afsökunar á framkomu sinni og ætti að taka ákvarðanir um röðun starfsfólks í launaflokka samkvæmt niðurstöðu starfsmats.

Viðar H. Steinarsson.

 

Fundargerðin samþykkt með 7 atkvæðum, 1 situr hjá (GÞ).

 

3.6 Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 48. fundur 23/3 2006 í 6 liðum.

Lögð fram skilagrein til samráðsnefndar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps

varðandi auglýsingu og umsóknir um starf leikskólastjóra leikskólanns að Laugalandi.

 

Samþykkt samhljóða.

 

3.7 Stjórn Atvinnu- og ferðamálaverkefnis - 10. fundur 13/3 2006 í 3 liðum.

Lögð fram drög að starfslýsingu fyrir mögulegan forstöðumann markaðsmála í Rangárþingi og Mýrdal.

 

Lagt er til að fundargerðin verði samþykkt að öðru leyti en heimild til ráðningar á forstöðumanni markaðsmála er hafnað að sinni, eða fram yfir væntanlegar sveitarstjórnar-kosningar, 27. maí 2006.

 

Samþykkt með 6 atkvæðum, 2 sitja hjá (IPG, GÞ).

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

4.1 Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands - 85. fundur 22/3´06 í 7 liðum.

 

  1. Liður nr. 2 í fundargerð stjórnar Eignaumsjónar 7/3 2006:

Lagður fram 2. liður fundargerðar stjórnar Eignaumsjónar 7/3´06 og fylgigögn sem frestað var á 64. fundi hreppsnefndar 28/3 2006.

 

Lagt fram bréf frá Bjarna J. Matthíassyni, starfsmanni Eignaumsjónar, dagsett 27/3 2006 varðandi útboð og framkvæmd á byggingu kennslustofa og tengigangs við Laugalandsskóla.

 

Lagt er fram bréf frá Auðunni Guðjónssyni frá KPMG, dagsett 30/3 2006 þar sem fram koma töflur sem sýni útreiknaðan heildarkostnað við leigu húsnæðis sem byggt yrði í einkaframkvæmd annars vegar og kostnað við sömu framkvæmd fjármagnaðri með lánsfé.

 

Guðfinna gerir athugasemd við að framangreindar töflur yfir kostnaðinn hafi ekki borist fyrr en á fundinum.

 

 

 

 

Tillaga undirritaðra fulltrúa í hreppsnefnd Rangárþings ytra um afgreiðslu á 2. lið í 21. fundargerð stjórnar Eignaumsjónar Rangárþings ytra og Ásahrepps frá 7. mars 2006, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 4. apríl 2006:

  1. Farin verði sú leið varðandi fjármögnun og eignarhald við framkvæmdir við stækkun á húsnæði Laugalandsskóla, að sveitarfélögin fjármagni þær sjálf og að Eignaumsjón sjái um útboð og framkvæmdir að öllu leyti.
  2. Samið verði við Kerhól ehf. um kaup á fyrirliggjandi hönnun og útboðsgögnum ásamt greiðslu fyrir umsjón með gerð þeirra.
  3. Hreppsnefnd Ásahrepps verði gerð grein fyrir þessari niðurstöðu og leitað samstöðu um framangreinda leið.
  4. Stjórn Eignaumsjónar verði falið að hefja útboð framkvæmdarinnar eins fljótt og unnt er eftir að hreppsnefnd Ásahrepps hefur fallist á framangreinda leið.

 

Greinargerð:

Við nánari skoðun á fyrirliggjandi gögnum og skoðun á framlögðum töflum og skýringum sem fyrir liggja frá KPMG Endurskoðun hf., hefur komið í ljós að munur á svonefndri einkaframkvæmd og eigin fjármögnun sveitarfélaganna er ekki verulegur miðað við 40 ára afskriftartíma á stofnkostnaði fyrirhugaðrar byggingar. Þetta breytist einkaframkvæmd í óhag eftir því sem afskriftartími er lengdur. Að auki hefur komið fram, að fyrir Alþingi liggur frumvarp sem gengur út á það, að heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt á leigu vegna einkaframkvæmdar eftir 10 ár breytist og lengist í að niðurfelling verði fyrst heimil eftir 20 ár. Þetta breytir fyrirliggjandi samanburði einkaframkvæmdinni í óhag. Við skoðun á þessum forsendum og fyrirliggjandi drögum að leigusamningi við Kerhól ehf. hefur skýrst að kostir einkaframkvæmdar á þessu verkefni eru ekki ótvíræðir miðað við þau gögn sem fyrir liggja og því talið rétt að fara aðra leið að þessu sinni.

Sigurbjartur Pálsson, Sigrún Ólafsdóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson.

 

Viðar H. Steinarsson leggur fram eftirfarandi bókun:

Bókun vegna 5. liðar varðar ákvörðun um leið til fjármögnunar framkvæmda á Laugalandi.

Undirritaður lýsir yfir ánægju með að tekist hefur góð samstaða í sveitarstjórn um að sveitarfélagið standi sjálft fyrir byggingu skólahúsnæðis á Laugalandi. Þær tafir sem hafa orðið á afgreiðslu málsins eru vegna ónógra upplýsinga um samanburð á þeim kostum sem í boði voru um fjármögnun. Á þennan fund barst samanburður frá KPMG endurskoðun á valkostum og á þeim grunni var ákvörðun tekin á þann veg sem ljóst er.

Viðar H. Steinarsson.

 

Samþykkt með 7 atkvæðum, 1 situr hjá (EO).

 

  1. Margrét Bjarnadóttir og Iða Brá Árnadóttir - áhugahópur um mótorhjólasport:

Lagt fram bréf frá áhugahópi um svæði fyrir mótorhjólasport, dagsett 24/3 2006, þar sem óskað er eftir því að áhugafólki um mótorhjól verði úthlutað svæði undir íþrótt sína.

Meðfylgjandi er undirskriftalisti áhugahóps um svæði fyrir mótorhjólasport.

 

Lagt er til að erindinu verði vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar til umsagnar og tillögugerðar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Vegagerðin - umsókn um framkvæmdarleyfi:

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 27/3 2006, með umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á Þykkvabæjarvegi austan Þykkvabæjar. Einnig er sótt um leyfi til efnistöku úr sandnámu í Þykkvabæ, allt að 10.000 m3.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Árhús ehf. - umsókn um gerð lóðarleigusamnings:

Lagt fram bréf frá Garðari Sigurðssyni, f.h. Árhúsa ehf., dagsett 22/3 2006, þar sem sótt er um gerð lóðarleigusamnings.

 

 

Þröstur tekur ekki þátt í umræðum né afgreiðslu erindisins.

 

Frestað.

 

  1. Skipulagshópur Hekluskóga - um fornleifaskráningu:

Lagt fram bréf frá skipulagshópi Hekluskóga, móttekið 29/3 2006 þar sem óskað er eftir að breytt verði röðun verkáfanga varðandi aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Skráningu á svæði sem fyrirhugaðir Hekluskógar verði á færist framar í tíma.

 

Lagt er til að erindinu verði vísað til Umhverfissviðs til umsagnar og tillögugerðar eftir viðræður við skipulagshóp Hekluskóga og Fornleifastofnun Íslands.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Umhverfisráðuneytið - um dag umhverfisins:

Lagt fram bréf frá umhvefisrráðuneytinu, dagsett 22/3 2006, þar sem minnt er á að dagur

umhverfisins 25. apríl nk. verði tileinkaður endurnýtingu.

 

Lagt er til að erindinu verði vísað til umhverfisnefndar til til umsagnar og tillögugerðar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Samgöngunefnd Alþingis - þingsályktun um uppbyggingu héraðsvega:

Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis, dagsett 27/3 2006, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu héraðsvega.

 

Hreppsnefnd tekur undir efni þingsályktunartillögunnar.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

12.1 Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. 27/3 2006 - aðalfundur 7/4 2006.

 

Lagt er til að Sigurbjartur Pálsson sitji fundinn með umboð vegna eignarhlutar Rangárþings ytra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

12.2 Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Geysis 29/3 2006 - sameiginlegur fundur með

sveitarstjórnum 26/4 2006.

 

Hreppsnefnd samþykkir að benda reiðveganefndinni á, að aukaaðalfundur SASS verður haldinn þennan sama dag og því þyrfti e.t.v. að færa fundartímann til.

 

 

12.3 Skógræktarfélag Rangæinga 3/5 2006 - aðalfundur 7/4 2006.

 

Til kynningar.

 

  1. Annað efni til kynningar:

13.1 HSK 23/3 2006 - þakkir, tilmæli og ákvörðun um umsókn um unglingalandsmót UMFÍ

2008.

 

 

 

13.2 Félagsmálaráðuneytið/Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 22/3 2006 - uppgjör framlaga 2005 og

áætlun 2006.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30

 

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.