Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 3. maí 2006, kl. 16:00.
Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Þórhallur J. Svavarsson, varamaður fyrir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Heimir Hafsteinsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, varamaður fyrir Lúðvík Bergmann, Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir og Sigrún Sveinbjarnardóttir, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast nýir liðir nr. 3.4, 13.1 og 13.4 og færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Ársreikningar 2005 - síðari umræða:
1.1 Ársreikningur Rangárþings ytra.
Samþykktur samhljóða.
1.2 Ársreikningur Menningarmiðstöðvarinnar á Laugalandi.
Samþykktur samhljóða.
1.3 Ársreikningur leiguíbúða á Laugalandi.
Samþykktur samhljóða.
1.4 Ársreikningur Leikskólans á Laugalandi.
Samþykktur samhljóða.
1.5 Ársreikningur Eignasjóðs á Laugalandi.
Samþykktur samhljóða.
Lögð fram fundargerð 17. fundar samráðsnefndar sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps frá 10. apríl 2006. Samráðsnefndin mælir með samþykkt á ársreikningum sameignarstofnana sveitarfélaganna.
Lagðar fram viðbótarupplýsingar um meðferð fjallskilakostnaðar vegna allra afrétta og greiðslur úr sveitarsjóði vegna áætlaðs kostnaðar við smölun afréttanna fjárlausra og vegna leigu á skálum og réttum til Eignaumsjónar.
Vísað er til fundargerðar 65. fundar frá 4. apríl 2006 varðandi upplýsingar um tölulegar niðurstöður í ársreikningi Rangárþings ytra og til ársreikninganna almennt varðandi upplýsingar um niðurstöður í rekstrar- og efnahagsreikningum.
Bókun vegna samþykktar ársreikninga Rangárþing ytra fyrir 2005.
Á líðandi kjörtímabili hefur hlutfall framkvæmda verið mjög lítið, sem ætti að þýða að ef fjárhagsstjórn sveitarfélagsins hefði verið í góðu lagi á þessu tímabili þá ætti að hafa gengið verulega á skuldir sveitarsjóðs. Sú er þó ekki raunin því þrátt fyrir þetta þá hafa skuldir á tímabilinu hækkað.
Vegna lítilla framkvæmda á kjörtímabilinu verður Rangárþing ytra að fara í ýmsar mjög brýnar og mjög fjárfrekar framkvæmdir á því kjörtímabili sem í hönd fer.
Þar má nefna þær sem stærstar eru svo sem, skóla og leikskólabyggingar á Laugalandi og á Hellu fyrir 200-300milljónir króna, stjórnsýsluhús fyrir um 150 milljónir, fráveituframkvæmdir fyrir +100milljónir. Á þessari upptalningu sést að að það þarf að gera miklu betur í rekstri Rangárþings ytra en verið hefur á þessu kjörtímabili ef ekki á að fara illa varðandi skuldastöðu og framkvæmdagetu.
Samkvæmt rekstrarniðurstöðu þess ársreiknings sem nú er til afgreiðslu er rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs jákvæð um 12,4 milljónir króna þegar tekið er tillit til sölu eigna. Svo lítill rekstrarafgangur dugir skammt til að standa straum af þeim bráðnauðsynlegu framkvæmdum sem framundan eru.
Það er því þörf á að ná saman kröftum allra sem sitja í komandi sveitarstjórn til að koma skútunni á réttan kjöl. Til þess að svo megi verða þarf að verða hugarfarsbreyting hjá þeim sem nú fara með stjórnartauma, ef þeir verða áfram með meirihluta, en miklu betra væri að kjósendur tækju málin í sínar hendur þann 27. maí n.k og kæmu á nýjum meirihluta til valda með K-listann í stafni.
Viðar Steinarsson.
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar Viðars H. Steinarssonar við afgreiðslu ársreiknings Rangárþings ytra fyrir árið 2005, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 3. maí 2006:
Í bókun Viðars er rætt um “litlar” framkvæmdir á kjörtímabilinu. Viðar virðist ekki muna eftir því að við sameiningu var rétt verið að ljúka við framkvæmdir á vegum fyrri sveitarfélaga sem kostuðu hátt í 300 milljónir króna. Eðlilega þarf svolítinn tíma til að komast yfir stærsta hjallann í slíkum fjárfestingum, jafnvel þó til hafi verið nokkrir sjóðir í upphafi viðkomandi framkvæmda, þá dugði það ekki til. Mikill kraftur hefur farið í að ná afkomu sveitarsjóðs upp úr hallarekstri og er rétt að slíkt er nauðsynlegt áður en ráðist er í mjög fjárfrekar framkvæmdir. Þó hafa verið allnokkrar framkvæmdir á kjörtímabilinu og nefna má gatnagerð, uppsetningu skólamötuneytis á Hellu, ýmsar smærri framkvæmdir svo sem byggingu rétta og nú síðast ákvörðun um byggingu við skólahúsnæðið á Laugalandi.
Ekki er talið að framför verði þó fulltrúi K-lista kæmist í meirihluta að loknum sveitarstjórnarkosningum 2006, enda verður ekki annað séð en að Viðar hafi fulla trú á áframhaldandi meirihluta D-lista í bókun sinni.
Sigurbjartur Pálsson. Þórhallur Jón Svavarsson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Sigrún Ólafsdóttir. Engilbert Olgeirsson.
Allir ársreikningarnir áritaðir af sveitarstjórn.
- Fundargerðir hreppsráðs:
2.1 Lögð fram fundargerð 88. fundar hreppsráðs 27/4 2006 í 12 liðum.
Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 sitja hjá (HH. ÞS.).
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
3.1 Stjórn Eignaumsjónar - 22 fundur 10/4 2006 í 4 liðum.
Lögð fram tillaga um að fresta afgreiðslu á lið 2.1 í fundargerðinni og að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur um framtíð húsnæðis Hellubíós. Vinnuhópinn skipi Guðmundur I. Gunnlaugsson, Heimir Hafsteinsson og Guðfinna Þorvaldsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti með 8 atkvæðum 1 situr hjá (HH).
3.2 Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 33. fundur 27/4 2006 í 3 liðum.
Lögð fram tillaga um sveitarstjóra verði falið að kanna stöðu mála nánar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við sparkvöll í Þykkvabæ, sbr. 2. liður fundargerðarinnar og að lögð verði fram áætlun um framkvæmdir fyrir hreppsráð sem fyrst.
Tillagan samþykkt samhljóða og fundargerðin staðfest.
3.3 Atvinnu- og ferðamálanefnd 29. fundur 27/4´06 í 3 liðum.
Lagt er til að sveitarstjóra ásamt formanni atvinnu- og ferðamálanefndar verði falið að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar og leggi fram tillögur þar að lútandi fyrir hreppsráð.
Tillagan samþykkt samhljóða og fundargerðin staðfest.
3.4 Fræðslunefnd - 50. fundur 6/4´06 í 7 liðum.
Samþykkt með 8 atkvæðum, 1 situr hjá (ÞS).
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
4.1 Stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. - 131. fundur 11/4´06 í 3 liðum.
4.2 Heilbrigðisnefnd Suðurlands - 85. fundur 25/4´06 í 6 liðum.
4.3 Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands - 257. fundur 6/4´06 í 7 liðum.
4.4 Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - 2. fundur 28/4´06 í 6 liðum.
- Heklusetrið ehf. Leirubakkka:
Lögð fram tillaga um styrk til Heklusetursins að Leirubakka til uppsetningar á Heklusýningu og fræðasetri og greinagerð með henni.
Lagt er til að Heklusetrinu verði veittur styrkur að upphæð kr. 4.500.000 samtals sem greiðist á þremur árum. Á árinu 2006 greiðast kr. 2.500.000 og kr. 1.000.000 hvort árið 2007 og 2008.
Samþykkt með 5 atkvæðum, 3 á móti (HH. VHS. ÞS), 1 situr hjá (GÞ).
Bókun:
Uppbygging Hekluseturs er mjög gott framtak og góðra gjalda vert og eiga rekstraraðilar hrós skilið fyrir verkefnið. Ég hefði viljað sjá verkefnið fara sömu umsóknarleið og krafist er af öðrum fyrirtækjum sem sækja um styrki úr sjóðum sveitarfélagsins. Þá með því að skila inn tekju- og rekstraráætlun, sem hefur tíðkast. Fram kom að það var ekki gert í þessu tilfelli. Ég kýs því að sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, B-lista.
Bókun:
Vegna afgreiðslu 5. liðar á dagskrá varðar tillögu frá meirihluta sveitarstjórnar um styrkveitingu til Heklusetursins á Leirubakka.
Undirritaðir hafa eftirfarandi við framlagða tillögu að athuga:
- Tillagan fylgdi ekki fundargögnum.
- Ekki fylgdi með umsókn frá styrkþega.
- Ekki fylgdi með kostnaðar- og rekstraráætlanir frá styrkþega.
- Ekki er upplýst hvaða eignir Heklusetrið ehf. á.
- Upphæð styrks kr. 4.500.000 er úr takti við það sem tíðkast hefur við úthlutun styrkja úr
Atvinnueflingarsjóði og því varasamt frá jafnræðissjónarmiði.
Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Viðar H. Steinarsson.
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókana fulltrúa í minnihluta um afgreiðslu á styrkumsókn frá Heklusetrinu að Leirubakka, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þ. 3. maí 2006:
Fulltrúar D-lista benda á eftirfarandi:
Umsóknir frá aðstandendum Heklusetursins að Leirubakka um styrki hafa áður borist til atvinnu- og ferðamálanefndar og einnig til hreppsnefndar. Þó þær fylgi ekki með í fundargögnum á þessum fundi, liggja þær fyrir óafgreiddar og er tillaga meirihlutans miðuð út frá því.
Í umsóknum frá aðstandendum Heklusetursins hafa komið fram upplýsingar um kostnað við verkefnið í heild og sömuleiðis hver áætlaður kostnaður er til þess að unnt verði að opna sumarið 2006.
Sigurbjartur Pálsson. Sigrún Ólafsdóttir. Þórhallur J. Svavarsson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson. Engilbert Olgeirsson.
- Landgræðslu- og skógræktarverkefni:
6.1 DC 3 Þristavinafélagið 28/4´06 - tilboð um landgræðsluflug.
Til kynningar.
6.2 Skógræktarfélag Rangæinga 28/4´06 - umsókn um vinnuframlag vinnuskólans 2006.
Tekið er jákvætt í erindið og því vísað til Umhverfissviðs til afgreiðslu.
- Hreppsnefnd Ásahrepps:
Lagt fram bréf frá Ásahreppi, dagsett 10/4´06 með tillögu um breytta skipan varðandi umsjón með sameiginlegum eignum að Laugalandi.
Lagt er til að erindinu verði vísað til nýrra sveitarstjórna til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
- Framhaldsskóli í Rangárþingi - áfangaskýrsla um frumathugun:
Lögð fram áfangaskýrsla frá Guðmundi Inga Gunnlaugssyni og Engilbert Olgeirssyni um frumathugun á möguleikum á stofnun framhaldsskóla í Rangárvallasýslu, dagsett 28/4´06.
Lagt er til að Guðmundi Inga og Engilbert verði falið að ræða við fulltrúa Rangárþings eystra um framhalds málsins. Að öðru leyti verði málinu vísað til næstu sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Bókun:
Undirritaður fagnar góðri og hraðri vinnu þeirra sem gerðu þessa að frumkönnun. Svona á að vinna hlutina og ég hvet til að fram verði haldið í sama dúr.
Viðar H. Steinarsson.
- Meðhöndlun úrgangs - möguleg tunnuvæðing:
Lögð fram skýrsla frá Guðmundi Inga Gunnlaugssyni, sveitarstjóra, um könnun á mögulegri "tunnuvæðingu" á því svæði sem er í "pokahirðu" nú í sorphirðu í Rangárþingi ytra ásamt upplýsingum um jarðgerð og áhöld fyrir hana, dagsett 28/4´06.
Lagt er til Umhverfissviði Rangárþings ytra verði falið að útfæra tillögu um "tunnuvæðingu" í samráði við sveitarstjóra og Gámastöðina ehf.
Samþykkt samhljóða.
Bókun:
Undirritaður fagnar þeirri stefnu sem verið er að taka í sorphirðu og umhverfismálum. Þessi tillaga er í samhljómi með því sem undirritaður hefur talað fyrir innan sveitarstjórnar.
Viðar H. Steinarsson.
- Ráðstöfun landsspildu í landi Þjóðólfshafa II:
10.1 Landbúnaðarráðuneytið 26/4´06 - tilkynning um gerð leigusamnings um spildu úr landi
Þjóðólfshaga II í Holtum.
Til kynningar.
10.2 Ásta Berghildur Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson 26/4'06 - umsókn um jákvæð tilmæli til
landbúnaðarráðuneytisins varðandi hugsanleg kaup þeirra á spildunni sem þeim hefur
verið leigð skv. lið 10.1.
Hreppsnefnd fagnar áhuga umsækjenda á endurbyggingu á hellum í landi Þjóðólfshaga II en getur ekki mælt með sölu á umræddri spildu á þeim nótum sem farið er fram á, þ.e. til eins fyrirframákveðins aðila án undangenginna auglýsinga á því að til standi að selja landið.
Samþykkt samhljóða.
- Fannberg fasteignasala ehf.:
Lagt fram bréf frá Fannberg fasteignasölu ehf, dagsett 26/4´06, með beiðni um umsögn vegna skiptingar lands úr jörðinni Nefsholti.
Engilbert tekur ekki þátt í umræðu og afgreiðslu erindisins og víkur af fundi.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingar umræddrar spildu úr jörðinni Nefsholti.
Engilbert tekur sæti sitt að nýju.
- Karl Lucas og Rósa L. Thorarensen - umsókn um kaup á lóðum:
Lagt fram bréf frá Karli Lucas og Rósu L. Thorarensen, móttekið 26/4´06, með beiðni um kaup á lóðunum nr. 10 og 11 í Merkihvolslandi.
Lagt er til að erindinu verði vísað til Eignaumsjónar til meðferðar. Farið er fram á að sérstaklega verði kannað réttmæti þess sem fram kemur í erindinu um bið umsækjenda eftir niðurstöðu varðandi lóðamál sín og tafir við fyrirhuguð kaup þerra á lóðunum.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:
13.1 FBSH 2/5 - boð til hreppsnefndar um kvöldverð og fund 11/5´06.
Hreppsnefndin samþykkir samhljóða að þiggja boð FBSH og jafnframt að ef einstakir hreppsnefndarfulltrúar geti ekki mætt láti þeir vita.
13.2 Landskerfi bókasafna 24/4´06 - aðalfundarboð 19/5´06.
Til kynningar.
13.3 Jón Eggert Guðmundsson 27/4´06 - umsókn um styrk vegna "strandvegagöngu 2006".
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 10.000.
13.3 Söfnun til Ólafs Sigurgrímssonar og fjölskyldu vegna veikinda.
Lagt er til að veita styrk að upphæð kr. 100.000.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.30.
Sigrún Sveinbjarnardóttir, ritari.