67. fundur 07. júní 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. og lokafundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2002 - 2006, haldinn að Laugalandi í Holtum, miðvikudaginn 7. júní 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Sigurbjartur Pálsson, oddviti, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Viðar H. Steinarsson, Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Lúðvík Bergmann, Þórhallur J. Svavarsson, varamaður fyrir Engilbert Olgeirsson, Sigrún Ólafsdóttir, Sigrún Sveinbjarnardóttir sem ritar fyrri hluta fundargerðar og Ingibjörg Gunnarsdóttir sem ritar seinni hluta fundargerðarinnar.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

Lögð fram tillaga að breytingu á dagskrá; við bætast nýir liðir nr. 2.2, 3.3, 8, 9, 10.3, 11.4 og 11.5. Færast aðrir liðir aftur sem þessu nemur.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir hreppsráðs:

1.1 Lögð fram fundargerð 89. fundar hreppsráðs 11/5 2006 í 12 liðum.

 

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

"Tillaga vegna fundargerðar 89 fundar hreppsráðs, liðar 1.2 og fundargerðar 18. fundar samráðsnefndar sveitarstj. Rangárþings ytra og Ásahrepps.

Undirritaðir fulltrúar sveitarstjórnar Rangárþings ytra leggja til að öllum tilboðum í smíði skólastofu og tengibyggingar við Laugalandsskóla verði hafnað. Þess í stað verði unnið að endurskipulagningu á núverandi húsnæði Laugalandsskóla í þeim tilgangi að starfssemi Leikskólans á Laugalandi og Laugalandsskóla rúmist í núverandi húsnæði. Innan húsnæðis Laugalandsskóla telst þá hinn svokallaði Miðgarður auk þeirrar skrifstofuaðstöðu sem Rangárþing ytra hefur haft til afnota. Auk þessa, ef raunveruleg þörf er á, er hægt að kaupa tilbúið færanlegt húsnæði fyrir starfssemi skólans.

Greinargerð :

Það er ljóst að sveitarfélagið þarf að leita hagstæðustu leiða hvað varðar rekstur og fjárfestingar. Niðurstöður útboðs á umræddri tengibyggingu og skólastofu voru yfir kostnaðaráætlun. Að auki er ferill og afgreiðsla umrædds útboðs innan stjórnar eignaumsjónar algjörlega óviðunandi og úrvinnslan sem slík stenst, að mati undirritaðra, ekki þær kröfur sem gerðar eru í útboðsskilmálum viðkomandi útboðs og lögum um framkvæmd útboða. Undirritaðir telja því rétt og eðlilegt að falla frá umræddu útboði og leita annarra leiða til lausna í málinu.

Undirritaðir: Þröstur Sigurðsson, Heimir Hafsteinsson."

 

Tillagan felld; 6 atkvæði á móti, 2 með (HH, ÞS), 1 situr hjá (VS).

 

Bókun 7. júní 2006 vegna fundargerðar 89. fundar hreppsráðs Rangárþings ytra, liður 1.2.

"Undirritaðir fulltrúar minnihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra telja það í hæsta máta óeðlilegt að hreppsráð skuli afgreiða með þessum hætti fundargerð eignaumsjónar og þá sérstaklega þann lið er fjallar um tilboð í smíði kennslustofu og tengibyggingar við Laugalandsskóla. Í ljósi þess hversu mikla fjármuni er um að ræða og ekki síður vegna þess hvernig þessi liður er afgreiddur af stjórn eignaumsjónar þá hefði verið eðlilegra að fjalla um málið af fullskipaðri sveitarstjórn Rangárþings ytra.

Undirritaðir: Þröstur Sigruðsson, Heimir Hafsteinsson."

 

"Undirritaðir fulltrúar D-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja fram eftirfarandi bókun vegna bókunar Þrastar Sigurðssonar og Heimis Hafsteinssonar um afgreiðslu 89. fundar hreppsráðs frá 23. maí 2006 á fundargerð 23. fundar stjórnar Eignaumsjónar frá 10. maí 2006:

Í bókun framangreindra hreppsnefndarfulltrúa er fundið að því að hreppsráð afgreiði þann hluta fundargerðar stjórnar Eignaumsjónar sem fjallar um tilboð í smíði kennslustofa og tengibyggingar við Laugalandsskóla. Fundið er að því að um mikla fjárhagslega hagsmuni sé að ræða og því hafi borið að bera þetta undir fullskipaða sveitarstjórn.

Fulltrúar D-lista benda á, að það var einmitt tekið fram á viðkomandi fundi hreppsráðs að afgreiðsla þess væri háð staðfestingu hreppsnefndar þar sem um mikla fjárhagslega hagsmuni væri að ræða. Með þessu eru ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um störf hreppsráðs og hreppsnefndar virt í hvívetna.

Sigurbjartur Pálsson. Sigrún Ólafsdóttir. Þórhallur Jón Svavarsson. Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson."

 

Þröstur Sigurðsson og Heimir Hafsteinsson árétta að ekki er tekið fram í fundargerð 89. fundar hreppsráðs frá 23. maí 2006 að það sé ætlun hreppsráðsins að samþykkt þess um tilboð í smíði kennslustofa og tengibyggingar við Laugalandsskóla sé háð staðfestingu hreppsnefndar.

 

Fundargerðin samþykkt; 7 atkvæði með, 2 sitja hjá (HH, ÞS).

 

1.2 Lögð fram fundargerð 90. fundar hreppsráðs 23/5 2006 í 21 liðum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Lögð fram fundargerð aukafundar hreppsráðs 27/5 2006 í 1 lið.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 Samráðsnefnd sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps - 18. fundur 29/5 2006.

Lagðar fram fyrirspurnir, dagsettar 22/5 2006, frá Þjótanda ehf., Árna Pálssyni og Guðna R. K. Vilhjálmssyni vegna samninga við verktaka um viðbyggingu við Laugalandsskóla.

 

Lagt fram álit frá Guðjóni Ægi Sigurjónssyni hdl., dagsett 26/5 2006, um stöðu verkkaupa vegna fyrirspurnarinnar.

 

Lögð fram tillaga að svari til fyrirspyrjenda frá Guðjóni Ægi Sigurjónssyni hdl., dagsett 26/5 2006.

 

Fundargerðin samþykkt; 7 atkvæði með, 2 sitja hjá (ÞS, HH).

 

2.2 Félagsmálanefnd - 52. fundur 1/6 2006 í 4 liðum.

 

Lagðar fram tillögur að útfærslu á reglum um stuðning við dagforeldra og á eyðublöðum vegna umsókna um vistun og leyfi.

 

Lögð fram tillaga um að sveitarstjóra og oddvita verði falið að yfirfara reglurnar og leggja endanlegar tillögur um reglur um stuðning við dagforeldra og eyðublöð um umsóknir fyrir börn í daggæslu í heimahúsum fyrir nýja sveitarstjórn.

 

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Bókasafnsnefnd bókasafnsins á Laugalandi - fundur 22/5 2006 5 liðum.

 

3.2 Félagsþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs. - 16. fundur 22/5 2006.

 

Lögð fram greinargerð um stöðu og verkefni félagsþjónustunnar frá Mörtu G. Bergmann.

 

Fjárhagsstaða félagsþjónustunnar í lok apríl kynnt.

 

3.3 Stjórn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. - 100. fundur 2/6 2006 í 7 liðum.

 

Sigrún Sveinbjarnardóttir víkur af fundi og eru henni færðar þakkir fyrir fundarritun á kjörtímabilinu.

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir tekur við fundarritun.

 

  1. Ómar Diðriksson - tilboð um umsjón Töðugjalda 2006:

Lagt fram bréf frá Ómari Diðrikssyni, dagsett 21/5 2006, sem varðar tilboð hans um umsjón með Töðugjöldum 2006.

 

Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Ómar Diðriksson og að Töðugjöldin verði haldin 12. ágúst 2006.

 

  1. Norræn prjónanámsstefna - kvöldverðarboð og ferðalag um héraðið:

Lagt fram minnisblað um fund með Margréti E. Jónsdóttur og Pálínu Sigurbergsdóttur um fyrirhugað kvöldverðarboð og rútuferð þátttakenda á Norrænu prjónanámsstefnunni

26/6-2/7 2006.

 

Staðfest.

  1. Magnús Guðmundsson - umsókn um kostnaðarþátttöku vegna endurbóta á

framræsluskurði:

Lagt fram bréf frá Magnúsi Guðmundssyni, dagsett 26/5´06, þar sem sótt er um þátttöku Rangárþings ytra í kostnaði vegna endurbóta á framræsluskurði sem liggur að landi Uxahryggjar I og er á mörkum Rangárþings ytra og Rangárþings eystra. Áætlaður kostnaður er 186.000.

 

Samþykkt samhljóða og kostnaði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

 

  1. Skipulagsstofnun - lagning jarðstrengs:

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 23/5 2006, með beiðni um umsögn um hvort lagning rafmagnsjarðstrengs á milli Hellu og Hvolsvallar sé að mati sveitarstjórnarinnar háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra telur að áhrif framkvæmdarinnar verði öll jákvæð og þrátt fyrir ákvæði b liðar 2. viðauka laga nr. 106/2000 telur sveitarstjórnin ekki þörf á umhverfismati.

 

  1. Bára A. Elíasdóttir og Bjarki S. Jónsson 18/5´06 - krafa um niðurfellingu reiknings:

Lagt fram bréf frá Báru A. Elíasdóttur og Bjarka S. Jónssyni dagsett 18. maí 2006 með kröfu um niðurfellingu reiknings vegna vinnu frá áhaldahúsi sumarið 2005.

 

Lögð fram umsögn Ólafs Elvars Júlíussonar, sviðsstjóra umhverfissviðs, dagsett 31/5´06, um kröfu Báru A. Elíasdóttur og Bjarka S. Jónssonar, dagsetta 18/5´06, um niðurfellingu framangreinds reiknings.

 

Samþykkt samhljóða að fela Ólafi E. Júlíussyni sviðsstjóra Umhverfissviðs að svara erindinu og bjóða þeim að greiða helming reikningsins gegn því að gangstéttin við innkeyrsluna verði lagfærð til sama horfs og fyrir gerð nýrrar innkeyrslu að Laufskálum 5.

 

  1. Fannberg Fasteignasala ehf. - beiðni um umsögn:

Lögð fram beiðni, dagsett 6. júní 2006 frá Fannberg Fasteignasölu ehf. um umsögn vegna skiptingar á 17,3 ha spildu út úr landi Norður-Nýjabæjar

 

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.

 

Heimir Hafsteinsson tekur ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.

 

  1. Fundarboð, námskeið, ráðstefnur, þjónusta og umsóknir um styrki:

10.1 Megin Stoð 26/5´06 - umsókn um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 15.000.

 

10.2 Brunavarnir Suðurnesja 30/5´06 - umsókn um styrk.

 

Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

10.3 Félag lesblindra á Íslandi 2/6´06 - umsókn um styrk.

 

Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 10.000.

  1. Annað efni til kynningar:

11.1 Landgræðslan 24/5´06 - auglýsing á landi fyrir skógrækt og bindingu kolefnis.

11.2 Samningur við Rangárvalladeild Geysis um leigu, umsjón og umhirðu beitarhólfa á

Gaddstöðum 21/5´06.

11.3 Félagsmálaráðuneytið 24/5´06 - tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu

2006.

11.4 Kaupsamningur um 30 ha spildu úr landi Strandar á milli Rangárþings ytra og

Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.

11.5 Staðfesting á greiðslu væntanlegs styrks til Hekluseturs árin 2007 og 2008 til KB banka.

11.6 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar

varðandi eignir.

Vísað er til fundargagna um nánari upplýsingar.

 

 

Oddviti þakkaði sveitarstjórn og sveitarstjóra samstarfið á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Fundarmenn þökkuðu oddvita samstarfið á kjörtímabilinu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00.

 

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, ritari.