4. fundur 04. október 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 4. október 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.

 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, við bætast liður 1.7. Hreppsnefnd aukafundur 26. sept. 2006; liður 11.5. Hestamannafélagið Geysir, 3. okt. 2006, beiðni um styrk til æskulýðsstarfs; liður 11.6. Sóknarnefnd Árbæjarkirkju, umsókn um styrk vegna framkvæmda við Árbæjarkirkju; liður 11.7. Royal Rangers, 3. okt. 2006, beiðni um niðurfellingu á gjaldi vegna svefnaðstöðu í Þykkvabæjarskóla; liður 12.8. Félagsmálaráðuneytið, 22. sept. 2006, reglur um ráðstöfun 700 mkr. aukaframlags vegna íbúafækkunar. Liður 12.8. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli – tilkynningur um afsöl ofl. verði 12.9. Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
    • Hreppsráð, 6. fundur, 14. sept. 2006.
      Samþykkt samhljóða.
    • Atvinnu- og menningarmálanefnd, 2. fundur, 18. sept. 2006.
      Samþykkt samhljóða.
    • Skipulags- og byggingarnefnd, 43. fundur, 14. sept. 2006.
      Samþykkt samhljóða.
    • Tónlistarskóli Rangæinga, 107. fundur, 20. sept. 2006.
      Til kynningar.
    • Umhverfisnefnd, 3. fundur, 20. sept. 2006.
      Samþykkt samhljóða.
    • Fræðslunefnd, 3. fundur, 2. okt. 2006.
      Við umræður um fundargerðina kom fram ef. fyrirspurn:
      Fyrirspurn frá fulltrúum B-lista er varðar skólahúsnæði Grunnskólans á Hellu.
      Hvernig standa málin varðandi lausn á húsnæðisvanta skólans og hvað hefur verið gert í því að leysa þau mál til framtíðar í sameinuðum grunnskóla á Hellu. Þannig að skólinn geti sinnt lögboðinni kennsluskyldu með góðu móti og veitt nemendum og starfsfólki viðunandi starfsaðstöðu til náms og starfa.
      Ólafur Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Kjartan Magnússon.

      Fyrirspurninni er vísað til fræðslunefndar.
      Samþykkt samhljóða, þ.m.t. fundargerðin.
    • Hreppsnefnd, aukafundur 26. sept. 2006.
      Samþykkt samhljóða.
  2. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
    • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 259. fundur, 30. júní 2006.
    • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 260. fundur, 18. ágúst 2006
    • Sorpstöð Suðurlands, 135. fundur, 20. sept. 2006.
    • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 89. fundur, 6. sept. 2006.
    • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 90. fundur, 18. sept. 2006
    • SASS, 396. stjórnarfundur, 6. sept. 2006.
  3. Ari Trausti Guðmundsson, 18. sept. 2006; Efnisöflun úr Hrafntinnuskeri.
    Beiðni frá Línuhönnun um að fá að taka laust efni í Hrafntinnuskeri, tínt af yfirborði, allt að 50 tonn til viðgerða á Þjóðleikhúsinu.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu fyrir sitt leyti.
  4. Jakobína Erlendsdóttir, sept, 2006; Bílastæðamál og aðgengi að Þrúðvangi 31, Hellu.
    JE gerir athugasemd við að komið verði fyrir viðbótarbílastæði í garði við Þrúðvang 31.
    Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri sinni viðkomandi máli og finni ásættanlega lausn.
  5. Linda Vilhjálmsdóttir, sept. 2006; málefni stuðningsfulltrúa.
    LV óskar eftir skoðun á ráðningum í starf stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Hellu.
    Samþykkt samhljóða að óska eftir greinargerð skólastjóra Grunnskólans á Hellu varðandi málið.
  6. Eyjólfur Guðmundsson, 16. sept. 2006; bruggun á bjór í Rangárvallasýslu.
    EG hvetur til að fjársterkir aðilar verði fengnir til að brugga bjór og vín í Rangárvallasýslu.
    Eyjólfi er þakkað fyrir bréfið og samþykkt samhljóða að senda það til kynningar hjá atvinnu- og menningarnmálaefnd.
  7. Félagsmálaráðuneytið, 18. sept. 2006; framlög til nýbúafræðslu og vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.
    Starfsmenn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vilja koma því á framfæri að hafin er upplýsingaöflun vegna umsókna um framlög til nýbúafræðslu og óskað er eftir umsóknum um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.
    Sveitarstjóra falið að senda inn umsóknir í samráði við skólastjóra grunnskólanna í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða.
  8. Laun vegna nefndasetu á vegum sveitarfélagsins.
    Lagt er til að sveitarstjórnarmenn og nefndarmenn fái ákveðin hlutföll af þingfararkaupi skv. framlagðri tillögu.
    Samþykkt samhljóða.
  9. Samstarf í skipulags- og byggingarmálum í Rangárvallasýslu.
    Lagðar fram hugmyndir um framtíðarskipan skipulags- og byggingarmála í Rangárvallasýslu.
    Sveitarstjóra falið að kanna hug nágrannasveitarfélaga um samstarf í skipulags- og byggingarmálum.
    Samþykkt samhljóða.
  10. Sala á eignum sveitarfélagsins og kaup á eignum í sveitarfélaginu.
    Sveitarstjóri leggur fram minnisblað um fasteignir sem minnst hefur verið á að selja eða hugsanlega kaupa.
    Nokkrar umræður urðu um málin, en engar ákvarðanir teknar. Þó er sveitarstjóra falið að leita eftir kaupum á hlut í Reynifelli ef samkomulag næst um verð. Samþykkt samhljóða.
  11. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Regnbogabörn, 20. sept. 2006; fréttablað Regnbogabarna.
      Boðnar auglýsingar í blaðið. Hafnað.
    • Íþróttasamband lögreglumanna, 19. sept. 2006; umferðarfræðsla fyrir yngstu nemendurna í skólum landsins.
      Beiðni um styrk að upphæð 30.000.- Hafnað.
    • Óskar J. Sandholt, 31. ágúst 2006; um tilgang og árangur sameininga grunnskóla 1996-2004.
      ÓJS býður lokaverkefni sitt um tilgang og sameiningu grunnskóla til kaups. Hafnað.
    • Jón Björnsson, 20. sept. 2006; ráðgjöf í félagsmálum oþh.
      JB sálfræðingur býður fram þjónustu sína. Hafnað.
    • Hestamannafélagið Geysir, 3. okt. 206; beiðni um styrk til æskulýðsstarfs.
      Ingvar P. Guðbjörnsson tekur ekki þátt í afgreiðslu um málið.
      Sveitarstjóra falið að leita eftir samfloti sveitarfélaga í Rangárvallasýslu um málið. Samþykkt samhljóða.
    • Sóknarnefnd Árbæjarkirkju, umsókn um styrk vegna framkvæmda við Árbæjarkirkju

Erindinu vísað til hreppsráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.

  • Royal Rangers, 3. okt. 2006, beiðni um niðurfellingu á gjaldi vegna svefnaðstöðu í Þykkvabæjarskóla

Samþykkt samhljóða að verða við erindinu.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Íbúðalánasjóður, sept. 2006; rýming og sölumeðferð eigna sjóðsins í sveitarfélaginu
    • SASS, 18. sept. 2006; erindi til menntamálaráðherra um eflingu háskólanáms á Suðurlandi.
    • Birgir Sumarliðason, sept. 2006; upplýsingamiðstöð á internetinu.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, 20. sept. 2006, niðurstaða gerðardóms.
    • Glitnir hf. sept. 2006; rammasamningur um fjármögnunarleigu vegna tölvukaupa í Grunnskólann Hellu.
    • SASS, 20. sept. 2006; kynningarfundir Skipulagsstofnunar í tengslum við ný lög um umhverfismat áætlana.
    • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, 18. sept. 2006; aðalskoðun og tímasett áætlun um endurgerð leiksvæða.
    • Félagsmálaráðuneytið, 22. sept. 2006, reglur um ráðstöfun 700 mkr. aukaframlags vegna íbúafækkunar
    • Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:20.

Óli Már Aronsson, fundarritari.