5. fundur 08. nóvember 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 8. nóvember 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Kjartan G. Magnússon, ásamt varamönnunum Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttur og Þorbergi Albertssyni. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.

 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum. Bauð hann gesti frá Landsvirkjun, þá Guðlaug Þórarinsson og Helga Bjarnason velkomna og lagði til að erindi þeirra sem er 4. liður á dagskrá verði tekinn fyrir á undan öðrum. Sjá lið nr. 4.
Borin upp tillaga um breytingar á boðaðri dagskrá; liður 2.5; Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 2. fundur, 6.11.2006, verður liður 1.3, við bætast liðir 2.4 og 2.5, fundargerðir, liður 3.3, 3.4 og 3.5, landskipti og sölur, liður 13 verði; Stofnun fasteignafélags um Suðurlandsveg 1 og 3, auk væntanlegrar tengibyggingar, liður 14 verði; Þróunarverkefni á sviði jarðvegsbóta; bréf til utanríkisráðherra og liður 15 verði; Þjóðólfshagi II, kaup á landskika. Aðrir liðir færist aftar sem því nemur og bætist síðan við liður 16.4; Þröstur Sigurðsson 3.11.06; varðandi girðingarmál hestamanna á Hellu og 16.5; Samband íslenskra sveitarfélaga, 3.11.06; Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2006.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:
    • Hreppsráð, 7. fundur, 12. okt. 2006
    • Hreppsráð, 8. fundur, 26. okt. 2006
    • Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 2. fundur, 6.11.2006.
      Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
  2. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til kynningar:
    • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 261. fundur, 19. sept. 2006.
    • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 262. fundur, 20. okt. 2006
    • Verkefnisstjórn um háskólanám, 1. fundur, 27. okt. 2006.
    • Skólaskrifstofa Suðurlands, 89. fundur, 25. okt. 2006.
    • Verkefnisstjórn um háskólanám á Suðurlandi, 2. fundur, 6.11.2006
  3. Landskipti og sala á landi og landskikum:
    • Jóhannes Sigurðsson, 1.11.2006; landskipti úr Hallstúni
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar á landskiptum úr Hallstúni, landnúmer lóðar er 209741 og landnúmer þess lands sem lóð er tekin úr; 175742.
    • Hulda Heiðarsdóttir, 31.10.2006; landskipti úr Skammbeinsstöðum 3.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar á landskiptum úr Skammbeinsstöðum 3, landnúmer lóðar er 209711 og landnúmer þess lands sem lóð er tekin úr; 165159.
    • Guðmundur Einarsson, 2.11.06; Landskipti og sala á spildu úr Ægissíðu III.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar á landskiptum úr Ægissíðu III, landnúmer lóðar er 209671 og landnúmer þess lands sem lóð er tekin úr; 165455.
    • Ólafur Bjarni Ólason, 14.09.06; Landskipti og sala á spildu úr Vatnskoti I.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar á landskiptum úr Vatnskoti I, landnúmer lóðar er 209241 og landnúmer þess lands sem lóð er tekin úr; 165435.
    • Sigríður Sæmundsdóttir, 08.11.06; Stækkun á lóð við Meiri Tungu 2 úr 100m2 í 0.17 – 0.2 ha.
      Ekki eru gerðar athugasemdir við framangreinda gjörninga. Samþykkt samhljóða.
  4. Landsvirkjun, staða mála í framkvæmdum á vegum fyrirtækisins í Rangárþingi ytra.
    Guðlaugur Þórarinsson og Helgi Bjarnason fóru nokkuð ítarlega yfir staðsetningar og áhrif fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár sem enn eru á hugmynda- hönnunarstigi. Jafnframt yfir breytingar á samgöngum sem skapast við framkvæmdirnar. Að lokum sátu þeir fyrir svörum um málið. Nokkrar umræður urðu og allnokkrar fyrirspurnir komu fram. M.a. lagði Helga Fjóla Guðnadóttir áherslu á að Landsvirkjun hefði meira samráð við heimamenn og landeigendur ásamt upplýsingagjöf til þeirra, heldur en hingað til hefði verið gert. Voru menn sammála um að samband verði haft við alla landeigendur á næstu vikum. Fulltrúar LV lögðu þó áherslu á að þetta þýddi ekki að samningaferli við alla landeigendur væri að hefjast, það er tímafrekara ferli.
  5. Sigurgeir Guðmundsson, 23. okt. 2006; greinargerð um ráðningu stuðningsfulltrúa, 5. lið, 4. fundar hreppsráðs. Til kynningar.
  6. Íbúðalánasjóður, 30. okt. 2006; tilboð vegna eigna sjóðsins á Hellu.
    Kynnt er kauptilboð sem Húsakynni bs. lagði fram í eignir Íls. á Hellu og svar við því með gagntilboði.
    Til kynningar.
  7. Rafræn samskipti sveitarstjórnar, fartölvuvæðing.
    Kynnt tilboð sem borist hafa í fartölvur.
    Sveitarstjóra falið að koma á rafrænum samskiptum sveitarstjórnar og kaupa þann búnað sem þarf til þess.
    Samþykkt samhljóða.
  8. Skipan fulltrúa í bókasafnsnefndir.
    Bókasafnsnefnd Þykkvabæ: Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, Helena Benónýsdóttir, Birna Guðjónsdóttir.
    Bókasafnsnefnd Laugalandi: Valgerður Brynjólfsdóttir og til vara: Guðfinna Þorvaldsdóttir.
    Bókasafnsnefnd Hellu: Knútur Scheving, Sigurgeir Guðmundsson, Sigurlína Magnúsdóttir.
    Samþykkt samhljóða.
  9. Umhverfisráðuneytið, 1. nóv. 2006; skipan fulltrúa í starfshóp um breytingar á friðlandi í Þjórsárverum.
    Umhverfisráðuneytið óskar eftir tilnefningu á fulltrúa frá Rangárþingi ytra í starfshópinn.
    Tillaga er um Þorgils Torfa Jónsson sem aðalmann og Sigurbjart Pálsson til vara.
    Samþykkt samhljóða.
  10. Jón Þórðarson, okt. 2006; vegna bílastæðamála við Þrúðvang 31.
    JÞ óskar eftir að þegar verði hafist handa við framkvæmdir við framtíðar bílastæði.
    Kynnt kostnaðaráætlun frá Eignaumsjón upp á yfir 2.6millj. kr. við umrætt bílastæði og aðkomu að því.
    JÞ er þakkað fyrir erindið og tekið er jákvætt í það með þeim fyrirvara að kostnaður þykir of hár við verkefnið og sveitarstjóra falið að skoða málið betur.
    Samþykkt samhljóða.
  11. Bjarni Jón Matthíasson, 28. okt. 2006; vegna starfsmats.
    BJM gerir fyrirvara um starfsmatið og áskilur sér rétt til nánari skoðunar á því í samráði við sitt stéttarfélag.
    Til kynningar.
  12. Sonja M. Hreiðarsdóttir hdl., 26. okt. 2006; vegna stefnu sveitarfélagsins í tengslum við innheimtu fjallskilagjalda.
    Til kynningar
  13. Stofnun fasteignafélags um Suðurlandsveg 1 og 3, auk væntanlegrar tengibyggingar.
    Fyrir liggur tillaga um stofnun fasteignafélags um Suðurlandsveg 1 og 3 með hlutafé upp á 276.3 milljónir króna, þar sem hlutafé sveitarfélagsins verður 43.43% í eignum og framlögðu hlutafé.
    Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá (MÝS)
  14. Þróunarverkefni á sviði jarðvegsbóta; bréf til utanríkisráðherra.
    Lagt fram uppkast að bréfi til utanríkisráðherra varðandi þróunarverkefni á sviði jarðvegsbóta sem utanríkisráðuneytið hefur forsvar fyrir gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Bent er á Gunnarsholt sem ákjósanlegan stað fyrir þjálfun og kennslu við verkefnið. Jafnframt lofar sveitarstjórnin að leggja þessu máli lið eftir því sem í hennar valdi stendur.
    Bréfið er samþykkt samhljóða.
  15. Þjóðólfshagi II, kaup á landskika.
    Sveitarstjórn Rangárþings ytra óskar eftir því við landbúnaðarráðuneytið að fá keyptan landskika, uþb. 29 ha. úr landi Þjóðólfshaga II, vegna manngerðra hella sem þar eru og varðveislu á þeim. Landnúmer: 201739.
    Samþykkt samhljóða.
  16. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Stígamót 19.10.2006; umsókn um styrk. Hafnað.
    • Trúnaðarmál; Fært í trúnaðarmálabók.
    • Kvenfélagið Eining Holtum, 19.10.2006; beiðni um styrk og endurgjaldslaus afnot af húsnæði.
      Samþykkt samhljóða.
    • Þröstur Sigurðsson 3.11.06; varðandi girðingarmál hestamanna á Hellu.
      Sveitarstjórnin tekur jákvætt í erindið og telur rétt að taka endanlega ákvörðun um það þegar tilskilin leyfi og fjárhagsáætlun liggur fyrir.
      Samþykkt samhljóða.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, 3.11.06; fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2006.
      Til kynningar.
  17. Annað efni til kynningar:
    • Tónlistarskóli Rangæinga, 25. okt. 2006; vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar, bætt hljóðeinangrun.
    • Skógræktarfélag Íslands, 25. okt. 2006; hvatning til eflingar skógræktar.
    • Heklusetrið Leirubakka, 24. okt. 2006; vegna Vaxtarsamnings Suðurlands.
    • Lundur hjúkrunar- og dvalarheimili, 25. okt. 2006; vegna umsóknar um viðbótarrými til hvíldarinnlagnar.
    • Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, okt. 2006; upplýsingar um vínbúð á Hellu
    • Halldór Halldórsson, Elín R. Líndal og Árni Þór Sigurðsson, okt. 2006; sérálit fulltrúa í nefnd um endurskoðun vegalaga.
    • Verklok á brúarsmíði á Eystri Rangá.
    • Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00

Óli Már Aronsson, fundarritari.