Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 6. desember 2006, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, liður 1.8 verður; Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 5. fundur, 4. des. 2006, liður 13 verður; Hestamannafélagið Geysir, skipan í byggingarnefnd fyrir reiðhöll að Gaddstaðaflötum, liður 14 verður; Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, skipan í nefnd um skoðun á samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur, liður 15 verður; Fræðslusvið Kópavogs, umsókn um skólavist, liður 16.3 verður; Forvarnarverkefni 9. bekkjar í Grunnskólanum á Hellu, umsókn um styrk í áheitasjóð, liður 16.4 verður; Karlakór Rangæinga óskar eftir endurgjaldslausri aðstöðu til æfinga í matsal Laugalandsskóla. Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 9. fundur, 23. nóv. 2006
Guðfinna Þorvaldsdóttir kvaddi sér hljóðs varðandi lið 1.1 og lagði fram eftirfarandi bókun:
Varðandi fundargerð fræðslunefndar 13. nóv. sl., sem var á dagskrá hreppsráðs 23. nóv. sl. Þar var fjallað um mál Grunnskólans á Hellu og greinargerð frá skólastjórnendum um húsnæðismál skólans. Þar kom eftirfarandi bókun frá B-lista er varðar þau mál:
“1. Mikil og góð uppbygging á sér stað við Laugalandsskóla og er það vel. En Grunnskólinn á Hellu þarf að njóta sambærilegrar uppbyggingar og á Laugalandi því gæta þarf samræmis á meðal íbúa sveitarfélagsins. Til að skólinn geti haldið áfram að þróast og veitt þá þjónustu sem honum ber (nýjungar, fjölbreyttari valáfanga, ýmis þjónusta við foreldra og starfsfólk), þá þarf gott húsnæði að vera fyrir hendi
Eins og staðan er núna í Grunnskólanum á Hellu þá er skólinn að uppfylla reglugerð um lágmarksaðstöðu. Við teljum að það sé ekki nóg fyrir metnaðarfullt sveitarfélag að skólinn sé aðeins að uppfylla lágmarksákvæði varðandi kennsluhúsnæði sem náð er fram með bráðabirgðalausnum, útsjónarsemi og óþrjótandi þolinmæði starfsmanna skólans og foreldra sbr. greinargerð skólastjórnenda skólans frá 16. okt. 2006.
3. Við undirritaðir fulltrúar B-lista viljum beina því til hreppsnefndar að uppbygging og endurnýjun húsnæðis Grunnskólans á Hellu verði gerð að forgangsverkefni og þannig tekin fram fyrir fyrirhugaða uppbyggingu húsnæðis á milli Suðurlandsvegar 1 og 3, ef ekki er hægt að sinna hvoru tveggja í einu á vegum sveitarfélagsins.”
Við undirritaðir fulltrúar B-lista viljum taka undir bókun fulltrúa B-lista í fræðslunefnd og ítrekum að mál Grunnskólans á Hellu verði gert að forgangsverkefni á vegum sveitarfélagsins í fjárfestingum. Við viljum taka fram að við erum ekki á móti fyrirhugaðri tengibyggingu, en viljum að mál er snúa að aðbúnaði og menntun barna verði látin hafa forgang.
Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon.
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar B-lista á fundi hreppsnefndar þ. 6. des. 2006, v. fundargerð fræðslunefndar frá 13. nóv. 2006:
Fulltrúar D-lista hafa fullan metnað til að hafa aðbúnað til menntunar góðan í sveitarfélaginu. Ekki er ástæða til að blanda saman tveimur óskyldum verkefnum. Uppbygging á tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3 og uppbygging skólamannvirkja eru tvö aðskilin mál sem á að vinna í sitt hvoru lagi. Aðstaða til skólahalds hefur verið og verður áfram í skoðun með það að markmiði að hún sé ávallt í góðu lagi.
Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir.
Varðandi lið 5 í fundargerð hreppsráðs gerir hreppsnefnd eftirfarandi bókun:
Félagasamtökum verði tryggð eftir sem áður fundaraðstaða í Miðgarði á Laugalandi með sambærilegum hætti og verið hefur.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða. - Félagsmálanefnd, 6. fundur, 23. nóv. 2006.
Til kynningar. - Umhverfisnefnd, 4. fundur, 27. nóv. 2006.
Til kynningar. - Skipulags- og byggingarnefnd, 4. fundur, 27. nóv. 2006.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða. - Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 2. fundur, 2. okt. 2006 og 3. fundur, 21. nóv. 2006.
Til kynningar. - SASS, 398. fundur, 22. nóv. 2006.
Til kynningar. - Verkefnisstjórn um háskólanám á Suðurlandi, 3. fundur, 24. nóv. 2006.
Til kynningar. - Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 5. fundur, 4. des. 2006.
Gjaldskrá skv. 3ja lið er samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
- Hreppsráð, 9. fundur, 23. nóv. 2006
- Landskipti og sala á landi og landskikum:
- Elín Erlingsdóttir, 6.12.2006, umsögn um landskipti úr Haukadal.
Óskað er umsagnar fyrir hönd eigenda Haukadals, landnúmer lóða eru 189034, 189038, 189084, 189299 og landnúmer þess lands sem lóðir eru teknar úr er 164500. - Elín Erlingsdóttir, 6.12.2006, umsögn um landskipti úr Meiri Tungu 2.
Óskað er umsagnar fyrir hönd eigenda Meiri Tungu 2, landnúmer lóðar er 165132 og landnúmer þess lands sem lóðin er tekin úr er 190166.
Ekki eru gerðar athugasemdir við framangreinda gjörninga. Samþykkt samhljóða.
- Elín Erlingsdóttir, 6.12.2006, umsögn um landskipti úr Haukadal.
- Skilgreining á þéttbýli í Rangárþingi ytra, með vísan í lið 168-2006 og 171-2006, fundargerðar 3. fundar skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd er falið að gera tillögur um hvernig þéttbýli skuli vera skilgreint í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða. - Breytingar á skipuriti fyrir Rangárþing ytra og starfsmannamál.
Sveitarstjóri leggur fram nýtt skipurit fyrir Rangárþing ytra. Skipuritið felur í sér innleiðingu 2ja nýrra starfa, fjármálastjóra og æskulýðs- og menningarfulltrúa. Sveitarstjóra falið að ráða í stöðurnar.
Samþykkt samhljóða. - Verkbeiðni Alta ehf. vegna skólaþings.
Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Alta ehf. um skólaþing.
Samþykkt samhljóða. - Frágangur á aðkomu að stjórnsýsluhúsi.
Kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins á móti Olís við hellulögn og frágang við aðkomu er kr. 255þús. af 850þús. kr. heildarkostnaði.
Samþykkt samhljóða. - Leikskóli á Hellu, byggingarmál.
Lagt er til að fagmaður verði fenginn til að skoða hvort mögulegt verði að koma fyrir leikskóla að Þingskálum 4.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá. (SD) - Fjárhagsáætlun 2007 og endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 2.515þús. kr. tekjur umfram gjöld.
Samþykkt samhljóða.
Lagt er til að við gerð fjárhagsáætlunar 2007 verði A liður fasteignagjalda hækkaður úr 0,3% í 0,33% og C liður hækkaður úr 1,2% í 1,32%. Útsvar verði óbreytt, 12.99%.
Samþykkt samhljóða. - Búmenn, skipan í nefnd um byggingarmál aldraðra.
3ja manna nefnd skipuð eftitöldum:
Þorgils Torfi Jónsson, Helga Fjóla Guðnadóttir og Kjartan G. Magnússon. Sveitarstjóra er falið að starfa með nefndinni og farið er fram á að Félag eldri borgara skipi einnig mann til að starfa með nefndinni.
Samþykkt samhljóða. - Götulýsing í Gunnarsholti.
Landgræðsla ríkisins óskar eftir viðræðum við sveitarstjórn um lýsingu á 2 vegaköflum við Gunnarsholt.
Sveitarstjóra falið að ræða við Landgræðsluna um málið.
Samþykkt samhljóða. - Kauptilboð í Hellubíó.
Fyrir liggur kauptilboð í Hellubíó að andvirði 5millj. kr. frá Hafsel ehf. Keflavík.
Tilboðinu er hafnað, ekki talin ástæða til að gera gagntilboð.
Samþykkt samhljóða. - Samningur um ráðgjafaþjónustu á sviði skipulagsmála almennt.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða. - Hestamannafélagið Geysir, skipan í byggingarnefnd fyrir reiðhöll að Gaddstaðaflötum.
Félagið fer fram á að sveitarfélögin 3 í Rangárvallasýslu skipi sameiginlega fulltrúa í nefndina.
Tekið er jákvætt í erindið og því vísað til héraðsnefndar.
Samþykkt samhljóða. - Stjórn Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, skipan í nefnd um skoðun á samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur.
Skipa skal 3 fulltrúa frá Rangárþingi ytra. Tilnefndir eru Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson og Ólafur E. Júlíusson.
Samþykkt samhljóða. - Fræðslusvið Kópavogs, umsókn um skólavist.
Sótt er um fyrir 2 nemendur úr Kópavogi að stunda nám við Grunnskólann á Hellu. Kópavogsbær greiðir þann kostnað sem til fellur.
Samþykkt samhljóða - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Hestamenn á Hellu, vegna girðingarmála og reiðstígagerðar, með vísan í lið 16.4., 5. fundar hreppsráðs.
Efniskostnaður við girðingar við reiðstígagerð er kr. 530þús. og farið fram á að sveitarfélagið styrki hestamenn um þá upphæð. Heildarkostnaður er áætlaður 846þús. kr.
Samþykkt samhljóða að verða við beiðninni. - Jólakveðjur í héraðsblöðum. Styrkumsóknir.
Samþykkt samhljóða að styrkja um 5000.- kr. hvert blað. - Forvarnarverkefni 9. bekkjar í Grunnskólanum á Hellu, umsókn um styrk í áheitasjóð.
Tillaga um áheit kr. 5000.- pr. nemanda, samtals 120þús. kr.
Samþykkt samhljóða. - Karlakór Rangæinga óskar eftir endurgjaldslausri aðstöðu til æfinga í matsal Laugalandsskóla.
Samþykkt samhljóða. - Trúnaðarmál.
- Hestamenn á Hellu, vegna girðingarmála og reiðstígagerðar, með vísan í lið 16.4., 5. fundar hreppsráðs.
- Annað efni til kynningar:
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, bréf vegna eftirlit í leikskóla, félagsheimili, íþróttahús, tjaldsvæði og mötuneyti.
- Rangárþing eystra, skipan fulltrúa í sameiginlega félagsþjónustunefnd.
- Ásahreppur, skipan fulltrúa í samráðshóp um stofnun framhaldsskóla í Rangárvallasýslu.
- Ásahreppur, skipan fulltrúa í vinnuhóp um lögreglusamþykkt Rangárvallasýslu.
- Heklusetrið Leirubakka, vegna eldfjallasafns og gestastofu Vatnajökulsþjóðsgarðs.
- Landgræðsla ríkisins, heimboð í Gunnarsholt.
- Landbúnaðarstofnun, garnaveiki.
- Fannberg ehf., matsgerð fyrir Laufskála 2, Hellu.
Kjartan G. Magnússon yfirgaf fundinn kl. 17:20 og Sigfús Davíðsson tók hans sæti.
Guðfinna Þorvaldsdóttir yfirgaf fundinn kl. 20:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:15
Óli Már Aronsson, fundarritari.