Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, Þriðjudaginn 19. desember 2006, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Gísli Stefánsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, liður 1.1 verður; Félagsmálanefnd, 7. fundur, 5.12.2006 og Félagsmálanefnd, 8. fundur, 12.12.2006, liður 12.9 verður; Samningur um skipulagsmál og leigu á húsnæði á Laugalandi, Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Félagsmálanefnd, 7. fundur, 5.12.2006 og félagsmálanefnd 8. fundur, 12.12.2006.
Fundargerðirnar eru staðfestar, samþykkt samhljóða. - Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 18. fundur, 4.12.2006.
Fundargerðin er staðfest, samþykkt samhljóða. - Sorpstöð Suðurlands, 137. fundur, 22.11.2006.
Til kynningar. - Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 94. fundur, 12.12.2006
Til kynningar. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 738. fundur, 20.10.2006
Til kynningar.
- Félagsmálanefnd, 7. fundur, 5.12.2006 og félagsmálanefnd 8. fundur, 12.12.2006.
- Landskipti og sala á landi og landskikum:
Engin erindi bárust.
- Lánasjóður sveitarfélaga, sameining eldri skuldabréfalána. Samþykki sveitarstjórnar og umboð til undirritunar.
Sveitarstjóra veitt umboð til að undirrita lánssamning nr. 143/2006 sem er til sameiningar á eldri lánum hjá sjóðnum að nafnvirði 90.5 millj. kr. til 13 ára.
Samþykkt samhljóða. - Beiðni um námsvist í grunnskóla utan lögheimilis nemanda.
Sótt er um skólavist í Hólabrekkuskóla í Kópavogi fyrir nemandann ANO sem er með lögheimili á Hellu.
Samþykkt samhljóða að greiða viðmiðunargjald. - Skipulagsstofnun, umsögn sveitarstjórnar á borun eftir jarðhita við Álftavatn.
Ferðafélag Íslands óskar eftir að bora eftir heitu vatni í nágrenni við Álftavatn og Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna þess.
Sveitarstjórn telur ekki þörf á mati á umhverfisáhrifum vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða. - Beiðni um kaup á leigulandi í Gaddstaðalandi nr. 7, 8, 9, 10 og 11.
Tekið er jákvætt í erindin og sveitarstjóra falið að gera tillögur um verð fyrir landið.
Samþykkt samhljóða. - Samstarfssamningur við Heklusetrið Leirubakka um verkefnisstjórnun í menningar- og fræðastarfi.
Ekki er um að ræða fjárhagslegar skuldbindingar í samningi þessum. Oddvita og sveitarstjóra er falið að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða. - Kauptilboð í Hellubíó.
Fyrir liggja 2 kauptilboð í Hellubíó.
Nokkrar umræður urðu um framtíðarhlutverk hússins og rætt um að það skipti meira máli en endanleg upphæð kaupverðsins. Jafnframt að endurbætur á útliti hússins verði framkvæmdar sem fyrst.
Lögð fram tillaga um að oddvita og sveitarstjóra verði falið að ræða sölu og framtíðarsýn varðandi húsið við Árna Pál Jóhannsson.
Samþykkt samhljóða. - Lokun malarnámu í Vakalág.
Erindi frá Vilhjálmi Þórarinssyni um að sveitarstjórn kanni hvort halda megi námunni opinni áfram.
Tillaga lögð fram um að leita eftir því við Landgræðsluna að fresta lokun námunnar og jafnframt hvort sveitarfélagið geti fengið til kaups eða leigu land það sem náman er í.
Samþykkt samhljóða. - Fjárhagsáætlun 2007, fyrri umræða.
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 ásamt greinargerð sveitarstjóra.
Helstu liðir: Gert er ráð fyrir heildarrekstrartekjum að upphæð 790 millj. kr. og heildarrekstrarúrgjöldum að upphæð 728 millj. kr. Rekstrarniðurstaða er áætluð 64 millj. kr. fyrir fjármagnsliði, fjármagnsgjöld áætluð 42,5 millj. kr. og rekstrarniðurstaða 22 millj. kr.
Fjárhagsáætlun rædd og vísað til síðari umræðu, sem ákveðin er 27. desember nk., kl. 16:00.
Samþykkt samhljóða. - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Ungmennafélag Íslands, vegna aldarafmælisrits. Boðin heiðursáskrift að upphæð 25þús. kr.
Hafnað samhljóða. - Slysavarnarfélagið Landsbjörg, forvarnarmyndband.
Til kynningar.
- Ungmennafélag Íslands, vegna aldarafmælisrits. Boðin heiðursáskrift að upphæð 25þús. kr.
- Annað efni til kynningar:
- Leið ehf.; fyrirspurn um hámarkshraða í þéttbýli.
- Dóms- og kirkjumálaráðuneytið; gjafsóknarleyfi vegna áfrýjunar dóms vegna úrskurðar óbyggðanefndar.
- Umhverfisstofnun; varðar breytingar á aðalskipulagi .
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli; frumvarp til úthlutunar á söluverði Gerði.
- Landssamband sumarhúsaeigenda, vegna starfshóps um hagsmuni sumarhúsaeigenda og sveitarfélaga.
- Félagsmálaráðuneytið, lok fjárhagsáætlanagerðar 2007.
- Skaftárhreppur, tillaga vegna sameiginlegrar félagsþjónustunefndar.
- Heklusetrið Leirubakka, vegna hættu á hálendinu.
- Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, eftirlit í nýja deild Heklukots.
- Samningur um skipulagsmál og leigu á húsnæði á Laugalandi
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.
Óli Már Aronsson, fundarritari.