8. fundur 27. desember 2006

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 27. desember 2006, kl. 16:00.

 

Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, liður 9.2 verður; Umsókn um styrki í brennusjóði f. Þykkvabæ og Hellu, liður 10.6 verður; Bréf til Lundar frá Heilbrigðisráðherra varðandi styrki og framlög. Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Tónlistarskóli Rangæinga, 109. fundur, 27. 11. 2006.
      Til kynningar.
    • Sameiginleg barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 4. fundur, 14. 12. 2006.
      Til kynningar.
    • Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, 16. fundur, 18. 12. 2006.
      Til kynningar.
    • Brunavarnir Rangárvallasýslu, 11. fundur, 20. 12. 2006.
      Til kynningar.
    • Skólaskrifstofa Suðurlands, 90. fundur, 27. 11. 2006.
      Til kynningar.
    • Inntökuráð Gaulverjaskóla, 3. fundur 17. 08. 2006 og 4. fundur 5. 12. 2006.
      Til kynningar.
  2. Landskipti og sala á landi og landskikum:
    Engin erindi bárust.
  3. Landgræðsla ríkisins, deiliskipulag um frístundalóðir í landi Reyðarvatns/Geitasands.
    Landgræðslustjóri óskar skýringa á af hverju skipulagið hefur ekki verið afgreitt frá sveitarstjórn.
    Hreppsnefnd hefur samþykkt umrædda aðal- og deiliskipulagstillögu á fundi þ. 6. des. 2006 og felur sveitarstjóra að svara erindinu formlega.
    Samþykkt samhljóða
  4. Sæþór Fannberg, stofnun lögbýlis í landi Pulu.
    Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis á spildu nr. 3 í landi Pulu, landnúmer 208236 sem er 24,2 ha.
    Ekki er gerð athugasemd við gjörninginn. Samþykkt samhljóða.
  5. Sigrún B. Leifsdóttir, erindi varðandi mötuneytismál.
    Til kynningar.
  6. Rekstur sameiginlegra stofnana og eigna á Laugalandi.
    Tillaga um að fela sveitarstjóra í samráði við Ásahrepp, að taka upp endurskoðun á samþykktum frá 24. maí, 2004, sem kveða á um rekstur sameiginlegra stofnana og eigna Rangárþings ytra og Ásahrepps á Laugalandi, vegna breytinga á skólahúsnæði að Laugalandi.
    Samþykkt samhljóða.
  7. Úrskurðarnefnd félagsþjónustu, varðar greiðslu húsaleigubóta.
    Til kynningar.
  8. Fjárhagsáætlun 2007, seinni umræða.
    Fyrri umræða fór fram á 7. fundi hreppsnefndar þ. 19.12.2006, þar var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 ásamt greinargerð sveitarstjóra. Helstu liðir: Gert er ráð fyrir heildarrekstrartekjum að upphæð 790 millj. kr. og heildarrekstrarútgjöldum að upphæð 728 millj. kr. Rekstrarniðurstaða er áætluð 64 millj. kr. fyrir fjármagnsliði, fjármagnsgjöld áætluð 42,5 millj. kr. og rekstrarniðurstaða 22 millj. kr.
    Oddviti opnaði síðari umræðu og gaf orðið laust. Guðfinna Þorvaldsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi 4 bókanir frá B-listanum:
    Bókun 1 frá B-listanum varðandi framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
    Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 28,9 Milljónir (M). Munar þar mestu um áætlaða landsölu upp á kr 50 M.
    Fjárfestingar eru áætlaðar um 220 M, fjármagnaðar með lánum allt að 90%. Meginfjárfestingar liggja í gatnagerð, tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3, kaupum á landi og gámastöð.
    Hvar eru áform og metnaður meirihlutans varðandi eina af meginstoðum samfélagsins, Grunnskólann á Hellu, fyrir heilar 3 M ?
    Hvar eru áform og metnaður meirihlutans varðandi eina af grunnþörfum mannfólksins, neysluvatnið, hvað á að gera fyrir heilar 15 M annað en uppfylla nú þegar undirritaða samninga ?”
    Bókun 2 frá B-listanum varðandi framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
    “B-listinn bendir á verulega aukningu skulda hjá sveitarfélaginu komi ekki til frekari tekjustofnar móti fyrirhuguðum fjárfestingum árið 2007. Leita þarf allra leiða til hagræðingar í rekstri og gera þarf ráð fyrir frekari sölu á fasteignum sveitarfélagsins. Er þar átt við hvorutveggja land og ”
    Bókun 3 frá B-listanum varðandi framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
    “B-listinn vekur athygli á því að hvergi er minnst á fjárfestingar sem snúa enn frekar að atvinnuuppbyggingu á svæðinu, s.s. fjárframlög áætluð til undirbúnings og stofnunar framhaldsskóla, fjárframlög áætluð til undirbúnings og uppbyggingar á Gaddstaðaflötum, fjárframlög áætluð til undirbúnings og uppbyggingar á miðstöð ferðamála á Suðurlandi staðsettri hér í sveitarfélaginu, fjárframlög áætluð til undirbúnings og uppbyggingar björgunamiðstöðvar í Rangárvallasýslu.”
    Bókun 4 frá B-listanum varðandi framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
    “B-listinn vekur athygli á því að hvergi er minnst á fjárfestingar varðandi framtíðarlausn og uppbyggingu grunnkólans á Hellu. D-listinn sem farið hefur með stjórn mála undanfarin 5 ár í Rangárþingi ytra hefur velt málefnum grunnskólans á Hellu á undan sér án þess að sjá vera með nokkra lausn á málunum.
    B-listinn gerir þá kröfu til hreppsnefndar að gengið verði í málefni Grunnskólans á Hellu á árinu 2007 með þeim hætti að framtíðarlausn finnist á húsnæðismálum. Stillt verði upp framtíðarsýn, framkvæmda- og fjárhagsáætlun til uppbyggingarára.”
    Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir
    Bókun fulltrúa D-listans, lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 27. desember 2006 vegna bókunar fulltrúa B-listans um fjárhagsáætlun fyrir árið 2007:
    Athygli vekur að fulltrúar B-listans kjósa að leggja fram fjórar bókanir vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 með ýmsum spurningum eða athugasemdum, en hvergi er í þeim að finna raunhæfar tillögur til úrbóta.
    Að frumkvæði D-listans hefur verið ákveðið að boða til íbúaþings um skólamál nú í vetur þar sem skólamál í sveitarfélaginu verða rædd almennt og í kjölfarið samin skólastefna fyrir Rangárþing ytra. Þegar fullrúar B-listans tala um metnaðarleysi verður að vísa þeirri staðhæfingu á bug enda er vinna við málin í fullum gangi og verður áfram, þ.á.m. húsnæðisþörf grunnskólanna. Framtíðarlausnir í húsnæðismálum grunnskólanna í Rangárþingi ytra liggja ekki fyrir og því ekki vitað hver kostnaður við þær lausnir muni verða.
    Einnig er gagnrýnt að ekki sé gert ráð fyrir framlögum til fjögurra verkefna sem sum eru í skoðun, en önnur ekki. Um leið og fyrir liggur niðurstaða þeirra vinnuhópa sem eru að störfum og hver fjárfestingarþörf sveitarfélagsins verður munu gerðar ráðstafanir til þess að mæta þeim.
    Varðandi aukna vatnsöflun fyrir Rangárþing ytra skal minnt á að viðræður eru í gangi við Orkuveitu Reykjavíkur um þetta verkefni.
    Um leið og B-listinn gagnrýnir skuldsetningu sveitarfélagins krefst hann þess að farið sé í umtalsverðar fjárfestingar. Betra hefði verið að B-listinn hefði lagt fram beinar tillögur að auknum tekjustofnum til að geta mætt hvorutveggja, að byggja upp og borga niður skuldir. Fulltrúar D-listans vilja gæta raunsæis í áætlun á sölu eigna.
    Fulltrúar D-listans þakka B-listanum áhuga á rekstri sveitarfélagins og heita á fulltrúana um skynsamlegt samstarf í þeim efnum.” Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir.
    Bókun fulltrúa B-lista, lögð fram í framhaldi af bókun D-lista.
    Fulltrúar B-listans minna á að hlutverk minnihlutans í sveitarstjórn er að veita meirihlutanum aðhald í málefnum sveitarfélagsins og benda á það sem betur má fara. Tekið er undir niðurlag bókunar frá D-lista um að hafa skynsamlegt samstarf um málefni sveitarfélagsins.” Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

Fjárhagsáætlun 2007 borin undir atkvæði. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar B-lista sátu hjá.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Snorraverkefnið, umsókn um styrk.
      Tillaga um að veita allt að 100þús. kr. styrk til þáttakanda sem á ættingja innan sveitarfélagsins.
      Samþykkt samhljóða.
    • Umsókn um styrki í brennusjóði f. Þykkvabæ og Hellu.
      Tillaga um að veita styrki allt að 60þús. kr.
      Samþykkt samhljóða.
  2. Annað efni til kynningar:
    • Viðlagatrygging Íslands, viðbótarmat v. Fossöldu 1, Hellu.
    • Málflutningsskrifstofan, skipting reiknings.
    • Umhverfisstofnun, endurgreiðslur vegna refaveiða og minkaveiða.
    • Félagsmálaráðuneytið, vegna fjárhagsáætlunar 2007.
    • Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
    • Bréf til Lundar frá Heilbrigðisráðherra varðandi styrki og framlög.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Óli Már Aronsson, fundarritari.