Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 10. janúar 2007, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, við bætast liður 9; Stofnun lögbýlis að Langholti, liður 10; Vegagerð fyrir búgarðabyggð í Hvammi Holtum, liður 11.1; SASS, námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn, liður 12.7; Félagsmálaráðuneytið, uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2006 og liður 12.8; Félagsmálaráðuneytið, úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu. Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Brunavarnir Rangæinga, 11. fundur, 20. desember 2006.
Samþykkt samhljóða - Fræðlunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 6. fundur, 28. desember 2006.
Samþykkt samhljóða
- Brunavarnir Rangæinga, 11. fundur, 20. desember 2006.
- Landskipti og sala á landi og landskikum:
- Minni Vellir, landskipti.
Óskað er umsagnar um skiptingu 2ja lóða úr landi Minni Valla. Landnr. lands sem lóðir eru teknar úr: 164995 og nr. lóða: 209700 og 209701.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
- Minni Vellir, landskipti.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, beiðni um afskrift á opinberum gjöldum.
Beðið er um f. h. sýslumanns að afskrifa megi útsvar og verðbætur á útsvar vegna einstaklinga er voru búsettir hér í stuttan tíma, fluttu svo af landi brott og áttu ýmist eftir að ljúka greiðslu á gjöldum sínum, eða töldu ekki fram og fengu áætlun.
Samþykkt samhljóða. - Umsókn um byggingarlóðir.
Trésmiðjan Rangá ehf. sækir um lóðir við Baugöldu 2-4. Um er að ræða breytingu á skipulagi úr einbýlishúsalóðum í parhúsa- eða raðhúsalóðir. Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt samhljóða. - Iðnaðar- og athafnalóðir.
Umræða um skipulag til framtíðar varðandi iðnaðar- og athafnalóðir.
Skipulags- og byggingarnefnd er falið að deiliskipuleggja slíkar lóðir sunnan Suðurlandsvegar á reitum A8 og I5 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti.
Samþykkt samhljóða. - Verðmat á lóðum í Gaddstaðalandi.
Lagt fram verðmat á lóðum nr. 7, 8, 9, 10, 11 frá Fannberg fasteignasölu ehf.
Lagt er til að verðmatið verði notað til grundvallar við sölu á umræddum lóðum og sveitarstjóra gefið umboð til að selja leiguhöfum lóðirnar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að bjóða öðrum leiguhöfum sumarhúsalóða kaup á lóðum í Gaddstaðalandi við Hróarslæk, með sambærilegum hætti.
Samþykkt samhljóða. - Kostnaðaráætlun vegna breytinga á leikskólanum Laugalandi.
Áætlunin hljóðar upp á tæpar 15millj. kr. innanhúss og 10.1millj. kr. utanhúss.
Samþykkt samhljóða. - Fundardagskráráætlun sveitarstjórnar.
Lögð fram áætlun um fundi hreppsnefndar og hreppsráðs út árið 2007.
Samþykkt samhljóða. - Stofnun lögbýlis - Langholt.
Óskað er umsagnar um stofnun lögbýlis - Langholt, landnr. 200098 úr landi Lækjar 1.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun umrædds lögbýlis eða nafns þess.
Samþykkt samhljóða. - Vegagerð fyrir búgarðabyggð í Hvammi Holtum.
Eigandi landsins sendir vangaveltur sínar um fyrirhugaða vegalagningu á svæðinu og fer fram á leyfi til efnistöku í landi Hvamms.
Varðandi hugmyndir um vegalagningu frá Laugalandi að búgarðabyggð í Hvammi, er sú leið ekki talinn vænlegur kostur og ekki fallist á hana af hálfu hreppsnefndar. Varðandi efnistöku úr landi Hvamms er tekið jákvætt í erindið.
Samþykkt samhljóða.
Þorgils Torfi Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu vegna hugsanlegs vanhæfis. - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- SASS; námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Til kynningar. Sveitarstjórnarmönnum í Rangárþingi ytra sem hafa áhuga og tíma til að sækja námskeiðið er veitt heimild til þess.
Samþykkt samhljóða.
- SASS; námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
- Annað efni til kynningar:
- Gagnaveita Reykjavíkur ehf., nýtt félag yfirtekur réttindi og skyldur Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur.
- Menntamálaráðuneytið, breytingar á grunnskólalögum.
- Menntamálaráðuneytið, starfshópur um verklagsreglur um tilkynningarskyldu til barnaverndarnefnda.
- Menntamálaráðuneytið, drög að stefnu í fornleifavernd.
- Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, drög að nýrri reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi.
- Félagsmálaráðuneytið, úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.
- Félagsmálaráðuneytið, uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2006.
- Félagsmálaráðuneytið, úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu.
- Landgræðsla ríkisins, vegna malarnáms í Vakalág.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, upplýsingar um framlög sveitarfélaga til félagsins.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.
Óli Már Aronsson, fundarritari.