Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 22. mars 2007, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson, Ólafur E. Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Kjartan G. Magnússon. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingar á dagskrá, við bætast: liður 1.9.; Félagsmálanefnd; 11. fundur, 13. mars 2007, liður 1.10.; Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 7. fundur, 15. mars 2007, liður 2.1.; Múli á Landi, liður 2.2.; Svínhagi, liður 2.3.; Helluflugvöllur, liður 2.4.; Ketilhúshagi, liður 2.5.; Þjóðólfshagi I, liður 10.; Hesthúsahverfi gengt Gaddstaðaflötum, liður 11.; Umsókn um skólavist, ; liður 12,; Fyrirspurn frá B-lista; ráðning fjármálastjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, liður 13.; Svör við fyrirspurnum B-lista á 11. fundi hreppsnefndar, 7.3.2007, um framhaldsskóla og reiðhöll, liður 14.; Eignaumsjón; fjárfestingar í tækjum og búnaði, liður 15.; Umsögn sveitarfélagsins um landskipti í Háfshverf, liður 16.; Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, umsókn um leyfi til keppnishalds, liður 17.1.; Árni Páll Jóhannsson, vegna fasteignagjalda, liður 17.2.; Hestamannafélagið Geysir, reiðveganefnd, framlög til reiðvegagerðar, liður 17.11.; Skálholtskór, umsókn um styrk, Aðrir liðir færast aftar sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Skipulags- og byggingarnefnd, 7. fundur, 19. mars 2007.
Áréttuð er bókun Skipulags- og byggingarnefndar varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004 – 2016:
Varðandi grein 3.1.2
Til samræmis við staðfest aðalskipulag Rangárþings ytra þá á yfirborð Árnesslóns að vera 71 m.
Jafnframt má sjá það nokkuð víða að misræmis gætir í landamörkum milli Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem nauðsynlegt er að leiðrétta
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða. - Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 4. fundur. 12. mars 2007.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða. - Sameiginleg barnaverndarnefnd, 6. fundur, 21. febrúar 2007.
Til kynningar. - Vinnuhópur um samræmingu félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 5. mars 2007.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur vinnuhópsins um sameiginlega félagsmálanefnd fyrir svæðið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða. - SASS, 401. fundur, 7. mars 2007.
Til kynningar. - Heilbrigðisnefnd Suðurlands. 97. fundur, 6. mars 2007.
Til kynningar. - Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 265. fundur. 2. mars 2007.
Til kynningar. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 741. fundur, 23. febrúar 2007.
Til kynningar. - Félagsmálanefnd; 11. fundur, 13. mars 2007.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða. - Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 7. fundur, 15. mars 2007.
Til kynningar.
- Skipulags- og byggingarnefnd, 7. fundur, 19. mars 2007.
- Landskipti, sala á landi og landskikum, breytingar á landnýtingu og stofnun lögbýla:
- Múli á Landi.
Helgi S. Gunnarsson f.h. eigenda að Múla á Landi óskar umsagnar um að skipta 9 lóðum úr landi Múla.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða. - Svínhagi.
Georg G. Hauksson, f.h. Orustuhóls kt.: 460603-2340 óskar umsagnar um samruna 8 spildna með landnr. 196035 til 196042, í Landi Svínhaga í eina spildu með landnr. 196037.
Ekki er gerð athugasemd við samruna lóðanna. Samþykkt samhljóða. - Helluflugvöllur.
Jósep Benediktsson f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, óskar umsagnar um skiptingu lóðar m. landnr. 211130 að stærð 600m2 úr landi með landnr. 164955 á Helluflugvelli.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða. - Ketilhúshagi.
Ásgeir Jónsson f.h. Fjársýslu ríkisins, kt. 540269-7509, óskar umsagnar um skiptingu lóðar m. landnr. 197799 úr landi með landnr. 164525 í Ketilhúshaga.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða. - Þjóðólfshagi I.
Sigurður Ragnarsson h. Sigurðar Sigurðarsonar, kt. 060169-3739, óskar umsagnar um skiptingu lóðar m. landnr. 204552 úr landi með landnr. 165164 í Þjóðólfshaga I.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
- Múli á Landi.
- Ævintýraland, erindi um leigu á húsnæði.
Sumarbúðirnar Ævintýraland óska eftir að fá á leigu húsnæði yfir sumartímann fyrir um 80 börn og hluta starfsfólks.
Erindinu er vísað til sveitarstjóra til frekari úrlausnar og afgreiðslu. Samþykkt samhljóða - Linda Bentsdóttir, erindi um nýtingu og skipulagningu landspildu í Hvammi III Landsveit.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um þá ætlan að byggja 200fm. heilsárshús, hesthús, ofl. við bakka Þjórsár.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða. - Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., skipan í stjórnir.
Tilnefndir eru:
1 maður í stjórn, Örn Þórðarson og Sigurbjartur Pálsson til vara.
3 menn í byggingarnefnd, Sigurbjartur Pálsson, Guðjón Sigurðsson og Sigfús Davíðsson.
Til vara: Valmundur Gíslason, Þórhallur Jón Svavarsson og Ólafur E. Júlíusson. - 3ja ára fjárhagsáætlun, fyrri umræða.
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti áætlunina.
Fjárhagsáætlun rædd og vísað til síðari umræðu, sem ákveðin er 4. apríl, 2007. - Stækkun friðlands í Þjórsárverum.
Tillögur lagðar fram frá starfshópi sem var skipaður 22. nóvember, 2006, af umhverfisráðherra.
Tillögurnar gera m.a.ráð fyrir að friðlandið stækki úr 353,3 km2 í 1041,1 km2.
Þorgils Torfi sem átti sæti í starfshópnum fór stuttlega yfir tillögurnar og kynnti þær.
Til kynningar. - Lánasjóður sveitarfélaga, tilnefning fulltrúa sem fer með atkvæðisrétt.
Örn Þórðarson er tilnefndur. Samþykkt samhljóða - Kaup á landi.
Oddviti fer fram á formlega heimild til að leita eftir mögulegum kaupum á landi í nágrenni við Hellu.
Samþykkt samhljóða. - Hesthúsahverfi gegnt Gaddstaðaflötum
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu hreppsnefndar varðandi útboð á gatnagerð og lögnum í nýju hesthúsahverfi gegnt Gaddstaðaflötum.
Heimilað er að bjóða út gatnagerð og lagnir fyrir 9 lóðir í suðvesturhorni hverfisins. Samþykkt samhljóða - Umsókn um skólavist.
Beiðni um skólavist í Grunnskólanum á Hellu f. 2 einstaklinga, RGG. kt. 040199-2759 og IÓI. kt. 160393-2549 utan lögheimilissveitarfélags frá Ísafjarðarbæ.
Beiðnin er samþykkt gegn greiðslu viðmiðunargjalds og annars kostnaðar sem til fellur. Samþykkt samhljóða. - Fyrirspurnir frá B-lista; ráðning fjármálastjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Fyrirspurnirnar fara hér á eftir og svör frá sveitarstjóra inn á milli. Þær eru undirritaðar af Guðfinnu Þorvaldsdóttur, Ólafi Júlíussyni og Kjartani Magnússyni.
Hver er starfslýsing fjármálastjóra?
Svar: Meginverkefni fjármálastjóra munu verða fjármálastjórnun, áætlanagerð, eftirfylgni áætlana, einnig mun fjármálastjóri rita fundargerðir sveitarstjórnar, undirbúa fundi og fylgja eftir afgreiðslu erinda sem sveitarstjórn berast. Að öðru leyti vísast í lýsingu frá launanefnd sveitarfélaga; Ístarf 1120.07.
Hver eru laun fjármálastjóra?
Svar: Fjármálastjóri tekur laun launflokki 172-5 og eru mánaðarlaun í dag kr. 332.779,-
Hvaða verkefni tekur fjármálastjóri yfir frá öðrum starfsmönnum?
Svar: Fjármálastjóri tekur að meginhluta yfir verkefni sem úthýst hefur verið.
Hvernig breytast starfslýsingar þeirra starfsmanna sem fjármálastjórinn léttir störfin og hver verða laun þeirra
starfsmanna eftir ráðningu fjármálastjóra?
Svar: Á ekki við (sjá ofan).
Hvenær áætlar sveitarstjóri að auglýsa stöðu íþrótta- og menningarfulltrúa?
Svar: Ásahreppur hefur óskað eftir aðkomu að verkefni um rekstur íþrótta- og menningarfulltrúa/forvarnarfulltrúa. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í umrætt starf.
Virðingarfyllst, Hellu, 22. mars, 2007, Örn Þórðarson. - Svör við fyrirspurnum B-lista á 11. fundi hreppsnefndar, 7.3.2007, um framhaldsskóla og reiðhöll.
Fyrirspurn 1. Landsmót hestamanna verður haldið á Gaddstaðaflötum árið 2008.
Hver er aðkoma sveitarfélagsins að undirbúningi landsmóts og hvar stendur málið núna?
Svar: Undirbúningur á Gaddstaðaflötum fyrir landsmót er í höndum hestamanna og samtaka þeirra, með aðkomu Rangárbakka ehf. sem eigandi og rekstraraðili íþróttasvæðisins á Gaddstaðaflötum (landsmótssvæðinu). Sveitafélagið hefur engu að síður hafið skoðun á almennum undirbúningi fyrir landsmótið, en sá undirbúningur lýtur í meginatriðum að því að skapa nauðsynlega og hagstæða umgjörð í nágrenni mótsins.
Hver er aðkoma sveitarfélagsins að undirbúningi reiðhallar og áform um rekstur hennar?
Svar: Sveitarfélagið hefur aðkomu að verkefninu með Héraðsnefnd, en beiðni frá Hestamannafélaginu Geysi um sameiginlegan fulltrúa sveitarfélaganna í sýslunni í byggingarnefnd reiðhallar var vísað þangað. Fulltrúar D-listans lögðu þar til að Héraðsnefndin skipaði Guðmund Einarsson Ægissíðu V í nefndina, sem var samþykkt. Einnig eru í nefndinni Sigurður Sæmundsson Holtsmúla fulltrúi Rangárbakka ehf. og Kristinn Guðnason Árbæjarhjáleigu fulltrúi Geysis. Vinna nefndarinnar við undirbúning er komin vel áleiðis og má vænta kynningar niðurstaðna á næstu vikum. Áformað er að rekstur mannvirkisins styðji frekari uppbyggingu á hestamennsku og hrossarækt á svæðinu.
Hvaða faglega vinna er í gangi við uppbyggingu Gaddstaðaflata?
Svar: Rangárbakkar ehf. er ábyrgðaraðili og eigandi svæðisins og fagleg uppbygging fer fram innan félagsins. Að Rangárbökkum ehf. standa átta hestamannafélög á suðurlandi, sem eru Geysir, Sleipnir, Smári, Logi, Trausti, Ljúfur, Kópur og Sindri, auk sveitarfélaga á Suðurlandi.
Fyrirspurn 2. Umræða um framhaldsskóla í Rangárvallasýslu hefur gengið um samfélagið síðustu misserin.
Hefur verið sett einhver vinna af stað á sýsluvísu og hvar stendur sú vinna?
Svar: Sveitarstjórn hóf vinnu við undirbúning að stofnun framhaldsskóla síðastliðið haust. Farið var í skoðunarferð í Grundarfjörð þar sem Fjölbrautarskóli Snæfellinga var heimsóttur og rætt var við þá aðila sem stóðu að undirbúningi framhaldsskóla á Snæfellsnesi. Með í ferðinni voru fulltrúar Ásahrepps. Í framhaldinu kom Rangárþing eystra að verkefninu og undirbúningur var unnin áfram á sýsluvísu. Skipaður var þriggja manna vinnuhópur á vegum Héraðsnefndar með sveitarstjórum Rangárþings eystra og ytra, ásamt oddvita Ásahrepps. Með vinnuhópnum unnu jafnframt oddvitar Rangárþings eystra og ytra. Heimsóttir voru starfandi framhaldsskólar á Suðurlandi, Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi, Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og rætt var við forsvarsmenn skólanna um hugsanlegt samstarf. Einnig voru Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og ráðgjafi frá ráðgjafafyrirtækinu Alta fengin til að gera greinargerð um málið og var henni skilað á fundi með menntamálaráðherra 21. febrúar sl. ásamt formlegu erindi frá sveitarfélögunum um áhuga á stofnun framhaldsskóla í Rangárvallasýslu.
Hver eru viðhorf ráðuneytis menntmála, viðhorf Fjölbrautarskólans á Suðurlandi og Menntaskólans á Laugarvatni?
Svar: Viðhorf menntamálaráðherra og starfsmanna ráðuneytisins voru jákvæð. Sérfræðingar ráðuneytisins eru þessa dagana að fara yfir forsendur málsins. Forsvarsmenn Fjölbrautarskóla Suðurlands og Menntaskólans á Laugarvatni voru einnig jákvæðir í garð hugmynda um stofnun framhaldsskóla í Rangárvallasýslu og sama gildir um Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Hugmyndum um samstarf af einhverjum toga var einnig vel tekið.
Hefur staðsetning verið rædd og þá hvar?
Svar: Já, staðsetning hefur verið rædd og er talið að staðsetning framhaldsskóla í Rangárvallasýslu sé best komið annað hvort í þéttbýlinu á Hellu eða Hvolsvelli. Teljum við að meiri rök liggi að því að framhaldsskólinn verði á Hellu og er samstaða í nefndinni um þá staðsetningu. Því var komið á framfæri við menntamálaráðherra þegar greinargerðin var afhent.
Meðfylgjandi er greinargerðin sem afhent hefur verið menntamálaráðherra.
Þá viljum við koma því á framfæri að mikill einhugur og góð samstaða er á milli allra sem unnið hafa að málinu, enda á málefnið sér langan aðdraganda og getur því gengið hratt og vel fram.
Hellu, 22. mars 2007, Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Örn Þórðarson sveitarstjóri. - Þjónustumiðstöð; fjárfestingar í tækjum og búnaði
Beiðni frá þjónustumiðstöð um að fá að fjárfesta í tækjum og búnaði fyrir kr. 5.330.000.-.
Beiðnin er samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.
Samþykkt samhljóða - Umsögn sveitarfélagsins um landskipti í Háfshverfi
Sveitarstjóra falið að svara erindinu og kynna álit lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða. - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, umsókn um leyfi til keppnishalds.
Um er að ræða “Enduro” vélhjólakeppni á torfærusvæði FBSH.
Sveitarstjórn fellst á útgáfu leyfisins. Samþykkt samhljóða. - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Árni Páll Jóhannsson, vegna fasteignagjalda.
ÁPJ óskar eftir að Hellubíó verði skráð sem menningarhús og óskar einnig eftir verulegri lækkun á fasteignagjöldum meðan á endurbótum hússins stendur.
Erindinu er hafnað. Samþykkt samhljóða. - Hestamannafélagið Geysir, reiðveganefnd, framlög til reiðvegagerðar.
Óskað er eftir styrk frá sveitarfélögum til reiðvegagerðar á móti framlagi LH.
Lagt er til að veita 1 milljón kr. styrk á árinu. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða. - Hestamannafélagið Geysir / Rangárbakkar, vegna reiðhallar.
Formaður byggingarnefndar reiðhallar og formaður Geysis óska eftir viðbrögðum sveitarfélaga um hugsanlega fjármögnun reiðhallar á Gaddstaðaflötum.
Erindið er þakkað og tekið jákvætt í það, en jafnframt er talið eðlilegast að vinna málið áfram í héraðsnefnd og er erindinu því vísað þangað. Samþykkt samhljóða. - Skógræktarfélag Rangæinga, beiðni um aðstoð vinnuskólans.
Tekið er jákvætt í erindið og sveitarstjóra falið að afgreiða málið með sambærilegum hætti og undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða. - Þröstur Sigfússon, vegna skátastarfs.
Beiðni frá skátastarfi Royal Rangers um að aðstöðugjald á tjaldstæði í Þykkvabæ verði fellt niður dagana 18. – 22. júní, 2007.
Sveitarstjóra er falið gera tillögur í málinu. Samþykkt samhljóða. - Eignarhaldsfélag Suðurlands, aðalfundur.
Fundurinn verður haldinn á Selfossi, 28. mars 2007.
Sigurbjarti Pálssyni falið að fara með umboð á fundinn. Samþykkt samhljóða. - Samband íslenskra sveitarfélaga, XXI landsþing.
Til kynningar. - Norræna ráðherranefndin ofl., ráðstefna um strauma og stefnur í félagslegri þjónustu.
Til kynningar. - Íslenskar orkurannsóknir, ársfundur.
Til kynningar. - Landmótun; opnum útibús á Laugalandi í Holtum.
Til kynningar. - Skálholtskór, umsókn um styrk
Erindinu hafnað. Samþykkt samhljóða.
- Árni Páll Jóhannsson, vegna fasteignagjalda.
- Annað efni til kynningar:
- Málflutningsskrifstofan, uppgjör á vangoldnum fasteignagjöldum.
- SASS; Menningarsamningur Suðurlands, drög.
- Margrét Eggertsdóttir; Hálendismál og hálendisnefnd.
- Brunamálastofnun; Samstarf sveitarfélaga í brunamálum.
- Vinnumálastofnun; Þjónusta við atvinnuleitendur.
- Félagsmálaráðuneytið; Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði 2006.
- Menntamálaráðuneytið; Kynning á námskrárdrögum.
- Rangárþing eystra; Sameiginleg félagsmálanefnd.
- Félag leikskólakennara; Greinargerð um leikskólabyggingar.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:40.
Óli Már Aronsson, fundarritari.