Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 9. maí 2007, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Þórhallur Svavarsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Sigfús Davíðsson Sigurbjartur Pálsson, Kjartan Magnússon, Ólafur Elvar Júlíusson. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri , Indriði Indriðason, fjármálastjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð. Bjarni Matthíasson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar, situr fundinn fram yfir lið 4.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, liður 13. verði; Lundur hjúkrunarheimili, rekstur Lundar, liður 14. verði; Veiðifélag Rangárvallaafréttar, vegna grisjunar, liður 15.7. verði; Sunnlensk þekking, kynningarfundur, liður 16.7. verði; Markaðsstofa Suðurlands, útgáfa jöfnunarhlutabréfa, liður 16.8. verði; Garðyrkjustjóri, tunnuvæðing, liður 16.9. verði; Fjarskiptasjóður, staða verkefna. Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 12. fundur, 26. apríl 2007.
Staðfest. Samþykkt samhljóða.
- Eignaumsjón, 3. fundur, 16. apríl 2007.
Staðfest. Samþykkt samhljóða.
- Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 5. fundur, 24. apríl 2007.
Staðfest. Samþykkt samhljóða.
- Samráðsnefnd um íþrótta- og forvarnarverkefni í Rangárþingi, 1. fundur, 25. apríl 2007.
Staðfest. Samþykkt samhljóða. - Byggingarnefnd Rangárþings bs., kynnningarfundur, 25. apríl 2007. Til kynningar.
- Byggingarnefnd Rangárþings bs., 1. fundur 3. maí 2007.
Staðfest. Samþykkt samhljóða. - Sameiginleg barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 9. fundur, 11. apríl 2007. Til kynningar.
- Skólaskrifstofa Suðurlands, 94. fundur, 25. apríl 2007. Til kynningar.
- SASS, 402. fundur, 20. apríl 2007. Til kynningar.
- Landskipti, sala á landi og landskikum, breytingar á landnýtingu og stofnun lögbýla:
- Gröf. Óskað er eftir breytingu á skipulagi 5 ha. lóðar úr landi Grafar, landnr. 164494, þannig að heimiluð verði landbúnaðarnot í stað frístundabyggðar á lóðinni. Jafnframt er óskað eftir heimild til að byggja 6 kjúklingahús á lóðinni, hvert að stærð 800 – 1000 fm. Verði þetta ekki heimilað er óskað eftir annarri lóð sem gæti hentað til þessara nota.
Hugmyndum um kjúklingaframleiðslu í næsta nágrenni við frístundabyggð er hafnað, en sveitarstjóra falið leita annarrar staðsetningar í samráði við umsækjanda. Samþykkt samhljóða. - Hvammur 3. Óskað er eftir umsögn hreppsnefndar um stofnun lögbýlis á 25,6 ha. landspildu úr jörðinni Hvammur 3. Landnr. spildunnar er 198023.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun lögbýlisins. Samþykkt samhljóða.
- Gröf. Óskað er eftir breytingu á skipulagi 5 ha. lóðar úr landi Grafar, landnr. 164494, þannig að heimiluð verði landbúnaðarnot í stað frístundabyggðar á lóðinni. Jafnframt er óskað eftir heimild til að byggja 6 kjúklingahús á lóðinni, hvert að stærð 800 – 1000 fm. Verði þetta ekki heimilað er óskað eftir annarri lóð sem gæti hentað til þessara nota.
- Vegagerðin Suðursvæði, verksamningur.
Lagður fram verksamningur milli Vegagerðarinnar sem verkkaupa og Þjótanda ehf. sem verktaka um hringtorg á Hellu.
Til kynningar. - Sundlaug á Hellu.
Bjarni Matthíasson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar kynnti mismunandi útfærslur og leiðir til úrbóta og viðbóta við búnað og umhverfi sundlaugar á Hellu.
Í tilefni af 80 ára afmæli byggðar á Hellu er gerð tillaga um að komið verði upp vatnsrennibrautum, heitum pottum og tilheyrandi búnaði fyrir allt að kr. 42 milljónir. Áætlaður kostnaður á árinu 2007 er kr. 25 millj. sem er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða. - Fjármálastjóri Rangárþings ytra.
Indriði Indriðason fór yfir starfsaðferðir við fjármálastjórn. Til kynningar. - Green Globe 21.
Staða verkefnisins kynnt.
Tillaga um að hætta þátttöku í verkefninu. Samþykkt samhljóða. - Kaup á landi, með vísan í 9. lið 12. fundar hreppsnefndar, 22. mars 2007.
Lögð fram nokkur bréf frá sveitarstjórn Rangárþings ytra til Landgræðslunnar og Flugmálastjórnar, undirrituð af oddvita, þar sem óskað er eftir að kaupa land í nágrenni Hellu og viðhorfum þessara stofnana til málsins. Til kynningar. - Kaup á fasteign.
Lagt fram kauptilboð í hluta fasteignarinnar Þrúðvangs 10 á Hellu. Tillaga um að kaupa fasteignina á 13,8 millj. kr.
Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá, ÓEJ, KGM, SD. - Sala á lóð.
Eigendur fasteignarinnar Tjarnarbakka í Þykkvabæ, óska eftir að fá keypta lóð sem húsið stendur á.
Tekið er vel í erindið og sveitarstjóra falið að gera tillögu um stærð lóðar og verð. Samþykkt samhljóða. - Afmælisnefnd – Hella 80 ára.
Ákveðið er að skipuð verði 3ja manna afmælisnefnd á næsta hreppsráðsfundi og sveitarstjóra falið að vinna með henni. Samþykkt samhljóða. - Kortagerð.
Leitað eftir heimild til uppfærslu og prentunar á þjónustukorti fyrir Rangárþing og Mýrdal. Hlutur Rangárþings ytra er allt að kr. 330.000.-. Samþykkt samhljóða. - Lögmenn Árborg, vegna höfnunar byggingarleyfis.
Beðið er um breytingu á ákvörðun eða rökstuðning fyrir synjun skipulags- og byggingarfulltrúa á leyfi til að byggja einnar hæðar hús að Hólavangi 3, Hellu.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða. - Lundur hjúkrunarheimili, rekstur Lundar.
Greinargerð frá hjúkrunarforstjóra Lundar um fjárhagsstöðuna og beiðni um aðstoð sveitarfélaganna.
Sveitarstjóra falið að ræða málið við oddvita Ásahrepps. Samþykkt samhljóða. - Veiðifélag Rangárvallaafréttar, vegna grisjunar.
Veiðifélagið fer fram á styrk að upphæð 200 þús. kr. til áframhaldandi grisjunar sem talin er vera farin að skila árangri.
Tillaga um að verða við erindinu. Samþykkt samhljóða. - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Ráðstefnan ,,Hálendi hugans”, styrkumsókn.
Tillaga um að styrkja ráðstefnuna um kr. 100 þús. kr. Samþykkt samhljóða. - Tónleikaröðin ,,Sumar í Odda”, styrkumsókn.
Tillaga um að styrkja verkefnið um kr. 100 þús. kr. Samþykkt samhljóða. - Útgáfustyrkir.
Tillaga um að veita styrki til útgáfu- og kynningarmála fyrir hreppsnefndarfulltrúa, kr. 40 þús. árlega pr. mann, eða samtals kr. 280.000.- Greiðslum vegna 2006 og 2007 er vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða. - Landskerfi bókasafna, aðalfundur.
Til kynningar. - Oddafélagið, Oddastefna.
Til kynningar. - Fornleifavernd ríkisins, manngerðir hellar á Ægissíðu.
Erindinu er vísað til menningarmálanefndar. - Sunnlensk þekking, kynningarfundur.
Til kynningar.
- Ráðstefnan ,,Hálendi hugans”, styrkumsókn.
- Annað efni til kynningar:
- Veiðiréttur í Veiðivötnum, svarbréf.
- Félagsþjónustan, úttekt á skólahúsnæði.
- Brynjar Vilmundarson, vegna Lækjarbrautar við Rauðalæk í Holtum.
- Heklusetrið, ráðstefna um Eyjólf Landshöfðingja.
- Hagstofa Íslands, félagsþjónusta sveitarfélaga.
- SASS, vegna umsagnar um frumvörp til skipulagslaga og laga um mannvirki.
- Markaðsstofa Suðurlands, útgáfa jöfnunarhlutabréfa.
- Garðyrkjustjóri, tunnuvæðing.
- Fjarskiptasjóður, staða verkefna.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:15.
Óli Már Aronsson, fundarritari.