15. fundur 06. júní 2007

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 6. júní 2007, kl. 16:00.

Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Kjartan G. Magnússon, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, Indriði Indriðason, fjármálastjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, setti fund og stjórnaði honum.
Borin upp tillaga um breytingu á dagskrá, liður 1.7. verði; Svæðisráð væntanlegs Vatnajökulsþjóðgarðar, 1. fundur, 30 maí 2007, liður 2.1. verði; Úr landi Leirubakka, 3 spildur; Hraun, Urð og lóð nr. 3, liður 14. verði; Héraðsnefnd Rangárvallasýslu, vegna uppbyggingar á Gaddstaðaflötum, liður 15. verði; Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar, vegna áningarhólfs við Hafrafell, liður 16. verði; Vottunarstofan Tún ehf., fundargerð aðalfundar og forkaupsréttur, liður 17. verði; Viðhald gatna, liður 18. verði; Leiga tjaldsvæðisins á Laugalandi, liður 19. verði; Hrauneyjar, umsókn um vínveitingaleyfi, liður 20. verði; Fyrirspurn frá B-lista varðandi lágvöruverðsverslun á Hellu, liður 21. verði; Tillaga frá B-lista um endurskoðun launa varamanna í sveitarstjórn, liður 22.4. verði; Minningarhátíð um Sr. Tómas Sæmundsson, liður 22.5. verði; Kjartan Björnsson, varðveisla viðtalsþátta, liður 23.8. verði; Fornleifavernd ríkisins, 4 erindi, liður 23.10. verði; Félagsmálaráðuneytið, framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda. Aðrir liðir færast aftar sem þessu nemur.
Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 13. fundur, 24. maí 2007.
      Staðfest. Samþykkt samhljóða.
    • Byggingarnefnd Rangárþings bs., 2. fundur, 31. maí 2007.
      Staðfest. Samþykkt samhljóða.
    • Sameiginleg barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 10. og 11. fundur, maí 2007.
      Til kynningar.
    • Sorpstöð Suðurlands, 143. fundur, 23. maí 2007.
      Til kynningar.
    • Vegagerðin, 3. verkfundur, 21. maí 2007.
      Til kynningar.
    • Rangárbakkar ehf., ársreikningar 2005 og 2006.
      Til kynningar.
    • Svæðisráð væntanlegs Vatnajökulsþjóðgarðar, 1. fundur, 30 maí 2007.
      Til kynningar.
  2. Landskipti, sala á landi og landskikum, breytingar á landnýtingu og stofnun lögbýla:
    • Úr landi Leirubakka, 3 spildur; Hraun, Urð og lóð nr. 3.
      Karl Axelsson óskar eftir umsögn um ofangreind landskipti sem fóru fram í júlí árið 2004 en hafa ekki fengið formlega umsögn sveitarstjórnar.
      Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
  3. Ársreikningur 2006.
    Fyrri umræða. Fulltrúi frá KPMG endurskoðun á Selfossi, Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi, fór yfir ársreikninginn, skýrði hann út og svaraði fyrirspurnum. Jafnframt er tekinn til umræðu ársreikningur um samstarfsverkefni Ásahrepps og Rangárþings ytra að Laugalandi.
    Ársreikningunum er vísað til síðari umræðu.
  4. Lánastaða.
    Fjármálastjóri, Indriði Indriðason fór yfir stöðu lánsviðskipta og mögulegar uppgreiðslur á óhagstæðum lánum.
    Sveitarstjóra er falið að greiða upp óhagstæð lán og gera tillögur um endurfjármögnun annarra lána.
    Samþykkt samhljóða.
  5. Fjallskilasamþykkt fyrir Rangárvallasýslu. (Drög)
    Til kynningar.
  6. Lóðaleigusamningur, með vísan í 6. lið 12. fundar hreppsráðs.
    Kynntar hugmyndir um afmörkun umræddrar lóðar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu og gera tillögur um endanlega útfærslu.
    Samþykkt samhljóða.
  7. Staðfestingarmál á eignarhaldi lands, sbr. lið 13.1. á 13. fundi hreppsráðs.
    Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að málinu.
    Samþykkt samhljóða.
  8. Leiga á húsnæði fyrir Vínbúð.
    Lögð fram tillaga að yfirlýsingu varðandi samþykki á að Kaupás framleigi ÁTVR húsnæði fyrir vínbúð að Suðurlandsvegi 1.
    Sveitarstjóra og oddvita er falið að skoða málið ofan í kjölinn í samræmi við umræður á fundinum.
    Samþykkt samhljóða.
  9. Skipulagsmál, gámasvæði Hellu ofl.
    Fyrir liggur tillaga um nýtt gámasvæði við Dynskála, austan núverandi íbúðabyggðar og verði deiliskipulagstillaga sett í auglýsinga- og kynningarferil.
    Samþykkt samhljóða.
  10. Gunnar Guðmundsson, Töðugjöld.
    Bréf frá Gunnari Guðmundssyni frá Heiðabrún með minnispunktum um atriði á Töðugjöldum.
    Til kynningar og vísað til menningarmálanefndar.
  11. Heklubraut, lagfæringar.
    Tölvuskeyti frá Ólafi Sigurðssyni varðandi lélegan veg við sumarbústaðabyggð milli Selsunds og Kots.
    Tillaga um að veita allt að 200þús. kr. til nauðsynlegra lagfæringa af áætluðu styrkvegafé.
    Samþykkt samhljóða.
  12. Hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðar.
    Tilnefning fulltrúa í undirbúningshóp fyrir stofnun samtakanna.
    Tillaga um að Örn Þórðarson verði fulltrúi Holtamannaafréttar.
    Samþykkt samhljóða.
  13. Samningur um raforkusölu.
    Fyrir liggur tilboð frá Orkusölunni í raforkukaup sveitarfélagsins. Tillaga um að fela sveitarstjóra að leita fleiri tilboða og vinna áfram að málinu.
    Samþykkt samhljóða.
  14. Héraðsnefnd Rangárvallasýslu, vegna uppbyggingar á Gaddstaðaflötum.
    Tillaga var samþykkt í Héraðsnefnd Rangæinga um að sveitarfélögin í sýslunni styrki uppbyggingu á Gaddstaðaflötum um 30millj. kr., þannig að Ásahreppur og Rangárþing ytra greiði í sameiningu 10millj. kr. og 20millj. kr. verði skipt milli allra sveitarfélaganna.
    Tillaga héraðsnefndar er samþykkt og reiknað með að skipting milli allra sveitarfélaganna verði skv. íbúatölu.
    Samþykkt samhljóða.
  15. Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar, vegna áningarhólfs við Hafrafell.
    Upprekstraraðilar fara fram á greiðslu efniskostnaðar á móti vinnu þeirra við nýja girðingu.
    Samþykkt samhljóða.
  16. Vottunarstofan Tún ehf., fundargerð aðalfundar og forkaupsréttur.
    Fallið er frá umræddum forkaupsrétti f.h. Rangárþings ytra.
    Samþykkt samhljóða.
  17. Viðhald gatna.
    Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra hefur fengið tilboð um malbikun (yfirlagningu) á götum á Hellu, sumarið 2007 frá Hlaðbæ Colas, fyrir kr. 22.5millj., þar af yrði ríflega helmingur greiddur á næsta ári. Lagt er til að tilboðinu verði tekið.
    Samþykkt samhljóða.
  18. Leiga tjaldsvæðisins á Laugalandi.
    Fyrir liggur tilboð frá einum aðila um að leigja tjaldsvæðið.
    Afgreiðslu er frestað og sveitarstjóra er falið að ræða frekar við tilboðsaðila.
    Samþykkt samhljóða.
  19. Hrauneyjar, umsókn um vínveitingaleyfi.
    Ekki er gerð athugasemd við endurnýjun leyfisins.
    Samþykkt samhljóða.
  20. Fyrirspurn frá B-lista varðandi lágvöruverðsverslun á Hellu.
    Fulltrúar B-lista spyrja um áætlanir Kaupáss sem fram hafa komið í blaðagreinum og víðar um að opna lágvöruverðsverslun á Hellu.
    Í umræðum kom fram að vöruverð hefur eitthvað lækkað við tilkomu Kjarvals á Hellu, en þó ekki nærri því að vera sambærilegt við það sem er víða annars staðar. Unnið verður áfram að málinu.
  21. Tillaga frá B-lista um endurskoðun launa varamanna í sveitarstjórn.
    Fulltrúar B-lista vilja að laun varamanna í sveitarstjórn verði tekin til endurskoðunar.
    Sveitarstjóra falið að skoða málið.
    Samþykkt samhljóða.
  22. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Veiðifélag Landmannaafréttar, aðalfundarboð.
      Aðalfundurinn er boðaður að Brúarlundi, fimmtudaginn 7. júní, kl. 20:30.
      Ingvar P. Guðbjörnsson verður fulltrúi Rangárþings ytra á fundinum.
      Samþykkt samhljóða.
    • Fræðslunet Suðurlands, hátíðarfundur.
      Fundurinn er boðaður í Iðu FSU 17. júní kl. 10:00.
      Til kynningar.
    • Rangárbakkar ehf. styrkumsókn til greiðslu fasteignagjalda.
      Umsóknin er vegna fasteigna á Gaddstaðaflötum.
      Tillaga um að veittur verði styrkur á móti álögðum fasteignaskatti.
      Samþykkt samhljóða.
    • Minningarhátíð um Sr. Tómas Sæmundsson.
      Til kynningar.
    • Kjartan Björnsson, varðveisla viðtalsþátta.
      Beðið er um styrk til verkefnisins.
      Tillaga er um að veita 15þús. kr. styrk.
      Samþykkt samhljóða.
  23. Annað efni til kynningar:
    • Félagsmálaráðuneytið, tillaga til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda frístundalóða.
    • Landsfundur jafnréttisnefnda.
    • Landsbyggðavinir, verðlaunaafhending.
    • Landbúnaðarstofnun, vegna aðbúnaðar og fóðrunar hrossa.
    • Landbúnaðarráðuneytið, ýmis málefni.
    • Brunabót, fyrirspurn um ráðstöfun styrks.
    • Skeiða- og Gnúpverjahreppur, vegna breytinga á aðalskipulagi.
    • Fornleifavernd ríkisins, 4 erindi.
    • Sýslumaðurinn á Hvolsvelli - tilkynningar um afsöl, kaupsamninga og yfirlýsingar varðandi eignir.
    • Félagsmálaráðuneytið, framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:40.

Óli Már Aronsson, fundarritari.