Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 12. september 2007, kl. 16:00.
Mætt: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, Indriði Indriðason, fjámálastjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.
Oddviti bauð fundarmenn velkomna úr sumarfríi hreppsnefndar, setti fund og stjórnaði honum.
Oddviti bar upp nokkrar tillögur um viðbætur á dagskrá sem voru samþykktar samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð 15. fundur, 19. júlí 2007.
Til kynningar. - Hreppsráð 16. fundur, 16. ágúst 2007.
Til kynningar. - Hreppsráð 17. fundur, 30. ágúst 2007.
Til kynningar. - Fræðslunefnd, 10. fundur, 29. ágúst 2007.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða. - Fræðslunefnd, 11. fundur, 3. september 2007.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
Bókun frá B-lista varðandi lið 2. í fundargerðinni:
Fulltrúar B-lista fagna ákvörðun um að opna leikskóladeildina, þar sem B-listinn lagði fram tillögu á fundi hreppsráðs 26. apríl sl. um opnun leikskóladeildar í Þykkvabæ. Vísað er í lið 17.1. í fundargerðinni. Fulltrúar B-lista bjóða ennfremur fram krafta sína til að vinna að skipulagi og framtíðaruppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu. - Byggingarnefnd Rangárþings bs, 3. fundur, 28. júní 2007.
Varðandi lið 058-2007 í fundargerðinni hefur borist ósk frá byggingarfulltrúa um að umrætt stöðuleyfi verði veitt til 1 árs í stað 4 ára til samræmis við byggingarreglugerð.
Fundargerðin er staðfest með framangreindri breytingu. Samþykkt samhljóða. - Byggingarnefnd Rangárþings bs, 4. fundur, 26. júlí 2007.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða. - Byggingarnefnd Rangárþings bs, 5. fundur, 4. september 2007.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða. - Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, 19. fundur, 30. águst 2007.
Fundargerðin er staðfest eftir nokkrar umræður. Samþykkt samhljóða. - Félagsmálanefnd Rangárvalla- og vestur Skaftafellssýslu, 1. fundur. 15. ágúst 2007.
Til kynningar. - Minnispunktar frá svæðisstjórn 4 í Vatnajökulsþjóðgarði, 4. september 2007.
Til kynningar. - Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 101. fundur. 2. september 2007.
Til kynningar. - Samráðsfundur Landsvirkjunar og sveitarstjórna, 21. ágúst 2007.
Til kynningar. - Samband íslenskra sveitarfélaga, 745 fundur. 30. ágúst 2007.
Til kynningar. - Stjórnarfundur á Lundi 23. ágúst, 2007.
Til kynningar.
- Hreppsráð 15. fundur, 19. júlí 2007.
- Drög að stefnumótun fyrir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Nýráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tillögur í drögum um hlutverk sitt og verkefni.
Til kynningar. - Landskipti, sala á landi og landskikum, breytingar á landnýtingu og stofnun lögbýla:
- Hellar, landnr. 212971.
Landeigandi óskar umsagnar um landskipti úr Hellum, landnr. 164976, í 1 lóð, Hellar lóð 22, 5,8 ha. með landnr. 212971.
Ekki er gerð athugasemd við framangreind landskipti. Samþykkt samhljóða. - Ölversholt, með vísan í 17. fund hreppsráð vegna misræmis í gögnum.
Landeigendur óska umsagnar um landskipti úr Ölversholti, landnr. 165168, í 2 lóðir, Ölversholt lóð 190395, 4,5 ha. og Ölversholt lóð 212551, 0,5 ha.
Ekki er gerð athugasemd við framangreind landskipti. Samþykkt samhljóða.
- Hellar, landnr. 212971.
- Beiðni um skólavist.
- Beiðni um námsvist í grunnskólum Reykjavíkur.
Samþykki menntasviðs Reykjavíkur fyrir skólavist í Selásskóla. Til kynningar. - Beiðni um skólavist utan Reykjavíkur.
Menntasvið Reykjavíkur samþykkir viðmiðunargreiðslur vegna barns JGM 180693-2119, með lögheimili þar, sem stundar nám í Laugalandsskóla.
Samþykkt samhljóða með fyrirvara um að Laugalandsskóli geti sinnt umsókninni. - Tónlistarskóli FÍH
Umsókn um að Rangárþing ytra greiði kostnað vegna tónlistarnáms JÞ. 130291-2289 við Tónlistarskóla FÍH.
Lagt er til að orðið verði við beiðninni með fyrirvara um kostnaðarþáttöku ríkisins við tónlistarkennslu framhaldsskólanema. Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um námsvist í grunnskólum Reykjavíkur.
- Breytingar á skipan varamanna í fræðslunefnd.
Anna Björg Stefánsdóttir er leyst frá störfum sem varamaður í fræðslunefnd Rangárþings ytra sökum vanhæfis vegna starfa sinna við skólamál að beiðni Guðfinnu Þorvaldsdóttur. Þórdís Ingólfsdóttir er skipuð í hennar stað. Samþykkt samhljóða.
Umræður og hugmyndir um breytingar á reglum um hundahald. Til kynningar.- Bílastæði við Þrúðvang 31.
Tekið fyrir erindi sem var beint til félagsmálanefndar varðandi beiðni um breytingar á bílastæði og aðkomu við Þrúðvang 31.
Tillaga frá Guðfinnu um að samþykkja erindið. Tillagan fékk 1 atkvæði (GÞ), 3 á móti (ÞTJ, IPG, SP) 3 sátu hjá (HFG, KGM, MÝS) Tillaga frá Þorgils Torfa: “Erindinu er hafnað með vísan í fyrri afgreiðslu en sveitarstjóra falið að leita annarra leiða varðandi búsetumál hreyfihamlaðra”. Tillagan er samþykkt með 3 atkvæðum (ÞTJ, IPG, SP) 4 sátu hjá (HFG, KGM, MÝS, GÞ). - Erindi frá fjármálastjóra.
Indriði Indriðason fjármálastjóri sveitarfélagsins óskar eftir heimild til að afskrifa límtrésbita úr bókhaldi sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða. - Lóðasala með vísan í 17. fund hreppsráðs.
Sveitarstjóra er veitt heimild til að selja núverandi leiguhöfum lóðir við Hróarslæk í Gaddstaðalandi austan vegar fyrir kr. 1.100.000.- pr. hektara. Boðið stendur til 20. nóvember 2007. Nýjar lóðir vestan vegar verða seldar skv. framlagðri tillögu sem liggur fyrir. Samþykkt samhljóða. - Erindi frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi óskar eftir leyfi til að fara í fræðsluferð til Danmerkur á vegum sveitarfélagsins.
Tillaga um að greiða hlut Rangárþings ytra á móti Ásahreppi. Samþykkt samhljóða. - Reglur um starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu, drög.
Til kynningar. - Fyrirspurnir frá B-lista.
Fyrirspurn frá B-lista varðandi þjónustuíbúðir í sveitarfélaginu:
a). Hver er staðan varðandi byggingu þjónustuíbúða á Hellu og hvað hefur komið út úr viðræðum við Búmenn um byggingu þeirra?
Fulltrúar B- lista: Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon.
b). Fyrirspurn frá fulltrúum B-lista, vegna ábendingar.
Samkvæmt fundargerðum, þá hefur íþrótta-og æskulýðsnefnd ekki fundað um umsóknir og ráðningu íþrótta-og æskulýðsfulltrúa, á vegum sveitarfélagsins? Er nefndin ekki faglegur ráðgjafi sveitarstjórnar í svona málum?
2. Bókaðir fundir íþrótta-og æskulýðsnefndar á vef sveitarfélagsins er einn á árinu. Er ekki ástæða til að halda fundi oftar, vegna mikilvægis málaflokksins?
Fulltrúar B-lista Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.
Vegna fyrirspurnar B-lista varðandi þjónustuíbúðir í sveitarfélaginu.
Á 6. fundi hreppsnefndar 6. desember 2006, voru teknar til umfjöllunar hugmyndir Búmanna um byggingarmál aldraðra. Skipuð var 3ja manna nefnd, sem í eiga sæti; Þorgils Torfi Jónsson, Helga Fjóla Guðnadóttir og Kjartan Magnússon, auk þess sem sveitarstjóra var falið að starfa með nefndinni og farið var fram á að Félag eldri borgara skipi mann til starfa með nefndinni.
Fundur var síðan haldinn með Búmönnum 28. febrúar 2007. Búmenn óskuðu eftir frestun frekari fundarhalda. Engir fundir hafa verið haldnir á vegum nefndarinnar síðan þá. Hins vegar hafa nokkrir aðrir aðilar haft samband við sveitarstjóra varðandi áhuga á uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara á Hellu. Þar á meðal nokkrir aðilar innan sveitarfélagsins. Hugmyndir hafa verið reifaðar en engar óskir komið fram um formlega fundi með umræddri nefnd. Sveitarstjóri hefur metið ástæðulaust að nefndin komi saman á meðan ekki berast formleg erindi um áhuga eða áform um uppbyggingu búsetuúrræða aldraðra í sveitarfélaginu. Sveitarstjóri hefur leitast við að upplýsa jafnharðan sveitarstjórn um þær hugmyndir sem fram hafa komið í tengslum við málefnið.
Hella, 12. september 2007. Örn Þórðarson, sveitarstjóri.
Vegna fyrirspurnar B-lista varðandi ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Á 6. fundi hreppsnefndar þann 6. desember 2006, var sveitarstjóra veitt heimild til ráðningar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Við undirbúning ráðningarinnar var haft samráð við önnur sveitarfélög í sýslunni. Niðurstaðan varð sú að samvinna tókst með Rangárþingi ytra og Ásahreppi. Í framhaldinu var umrædd staða auglýst laus til umsóknar. Umsóknir voru 10 og fóru sveitarstjóri Rangárþings ytra og oddviti Ásahrepps yfir umsóknirnar, auk þess sem þær voru lagðar fram til kynningar á hreppsráðsfundi og formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar fór yfir umsóknirnar. Með vísan í ofangreinda afgreiðslu sveitarstjórnar frá 6. desember 2006, gekk sveitarstjóri ásamt oddvita Ásahrepps frá ráðningu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í ágúst 2007. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur hafið störf.Íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur fundað samtals 5 sinnum á kjörtímabilinu.
Hella, 12. september 2007. Örn Þórðarson, sveitarstjóri. - Útivist –
Kynning frá Útivist á fyrirhuguðum breytingum, viðbyggingum og endurbótum á Dalakofanum á Rangárvallaafrétti, en Útivist hefur gert samning við eigendur um slíkt og hafið framkvæmdir.
Ljóst er að engin leyfi liggja fyrir um þessar framkvæmdir og skal skipulags- og byggingarfulltrúi stöðva þær tafarlaust. Samþykkt samhljóða. - Beiðni um afturköllun á stjórnvaldsákvörðun.
Bréf frá lögmanni eigenda Háfshóls og Hala, þar sem farið er fram á afturköllun á umsögn hreppsráðs frá 23. maí, 2006, varðandi landskipti Háfshjáleigu.
Afgreiðslu er frestað og sveitarstjóra falið að fá lögfræðilegt álit á málinu. Samþykkt samhljóða. - Landamerki Köldukinn.
Lögð fram gögn um landskipti í Köldukinn, þar sem kvartað er yfir mistökum sem ætlað er að hafi orðið varðandi hnitsetningu frá árinu 2006. Byggingarfulltrúi er að vinna að skoðun á málinu. Til kynningar. - Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Paradísarmissir, ráðstefna og endurmenntun.
Til kynningar. - Umhverfisstofnun, skil á skýrslum vegna minka- og refaveiða.
Til kynningar. - SASS, greiðslur fyrir akstur skólabíla.
Til kynningar. - Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, skipulag og fyrirhuguð bygging kjúklingabús á iðnaðarsvæði við Strönd.
Til kynningar.
- Paradísarmissir, ráðstefna og endurmenntun.
- Annað efni til kynningar:
- Evrópski tungumáladagurinn.
- Veiðifélag eystri Rangár- fjölskyldudagur.
- Samgönguráðuneytið, erindi frá 28. ágúst s.l.
- Fasteignamat Ríkisins, endurmat eigna í Rangárþingi ytra.
- Landgræðsla ríkisins, fjallaferðir á Holtamannaafrétt.
- Sorpstöð Suðurlands, Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
- Leikskólinn Laugalandi, ársskýrsla.
- Íslensku byggingarlistaverðlaun
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:15.
Óli Már Aronsson, fundarritari.