18. fundur 10. október 2007

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 10. október 2007, kl. 16:00.

 

Mættir: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

Oddviti bar upp nokkrar tillögur um viðbætur á dagskrá sem voru samþykktar samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 18. fundur, 27. september 2007.

Til kynningar.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 6. fundur, 25. september 2007.

Samþykkt samhljóða.

  • Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 3. fundur, 27. september 2007.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd Rangárþings bs., 6. fundur, 4. október 2007.

Samþykkt samhljóða.

  • Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 7. fundur, 3. október 2007.

Samþykkt samhljóða.

  • Sorpstöð Suðurlands, 146. fundur, 19. september 2007.

Til kynningar.

  • Skólaskrifstofa Suðurlands, 97. fundur, 21. september 2007.

Til kynningar.

  • Skólaskrifstofa Suðurlands, 98. fundur, 1. október 2007.

Til kynningar.

  • Samband íslenskra sveitarfélaga, 756. fundur, 28. september 2007.

Til kynningar.

  • Skipulagsnefnd Rangárþings bs. 3. fundur, 10. október 2007.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða, að undanskildum deiliskipulagi gámasvæði á Hellu og er afgreiðslu þess vísað til 3. liðar hér að neðan.

  1. Landskipti, sala á landi og landskikum, breytingar á landnýtingu og stofnun lögbýla:
    • Hábær 1, landskipti.

Landeigandi óskar umsagnar um landskipti úr landi Hábæjar 1, landnr. 165373, í 1 lóð, Hábær 1 lóð 0,7 ha. með landnr. 165376.
Ekki er gerð athugasemd við framangreind landskipti. Samþykkt samhljóða.

  • Hábær 2, landskipti.

Landeigandi óskar umsagnar um landskipti úr landi Hábæjar 2, landnr. 165380, í 1 lóð, Hábær 2 lóð 0,1 ha. með landnr. 213556.
Ekki er gerð athugasemd við framangreind landskipti. Samþykkt samhljóða.

  • Múli, landskipti.

Landeigandi óskar umsagnar um landskipti úr landi Múla 2, landnr. 164996, í l óð, Múli lóð 2,6 ha. með landnr. 213140.
Ekki er gerð athugasemd við framangreind landskipti. Samþykkt samhljóða.

  • Litli Klofa 2, landskipti.

Landeigandi óskar umsagnar um landskipti úr landi Litla Klofa 2, landnr. 164989, í 2 lóðir, Litla Klofa 2. 2,5 ha. með landnr. 213617 og 18,6 ha með landnr. 206110.
Ekki er gerð athugasemd við framangreind landskipti. Samþykkt samhljóða.

  • Litli Klofa 2, landskipti.

Landeigandi óskar umsagnar um landskipti úr landi Litla Klofa 2, landnr. 164989, í 2 lóðir, litli Klofi 2, lóð 1,5 ha. með landnr. 206115 og 6,1 ha. með landnr. 206112.
Ekki er gerð athugasemd við framangreind landskipti. Samþykkt samhljóða.

  • Klettsholt, stofnun lögbýlis.

Landeigandi óskar umsagnar hreppsráðs um stofnun lögbýlis, Klettsholts, landnr. 175179

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis. Samþykkt samhljóða.

  • Gunnarsholt, landskipti og sameining.

Landeigandi óskar umsagnar um landskipti og sameiningu lands úr Gunnarsholt, landnr. 164495, í lóð, 0,9499 ha. með landnr.164495. og landnr.164495 í 86 ha í landnr 213298. landnr 213298 og 164499 í landnr 213298.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og sameininguna. Samþykkt samhljóða.

  • Eyrartún 2, samruni spildna.

Landeigandi óskar umsagnar um landskipti úr Eyrartúni 2, landnr. 165372, í lóð,1 lóð,11,6 ha. með landnr. 213905.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.

  1. Skipulagsmál.
    • Mótmæli við fyrirhugað gámasvæði á Hellu.

Lögð fram athugasemd frá Haraldi Valsteinssyni, við deiliskipulagsbreytingu vegna gámasvæðis á Hellu. Þar sem eftirfarandi kemur meðal annars fram: ,, Hljóðmengun, illa lyktandi, aukin vinnuvélaumferð, mikill umferðarhraði í og við Sigöldu 2.”

Lögð fram tillaga D lista um að fallast ekki á breytingar á deiliskipulagtillögunni. Bent er á að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Vakin er athygli á því að telji einhver rétti sínum hallað með samþykkt framangreindrar tillögu er honum heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, skv. 8. gr. laga nr. 73/1997, sbr. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 621/1997, innan mánaðar frá dagsetningu svarbréfs.

  • Athugasemd við fyrirhugað gámasvæði á Hellu.

Lögð fram athugasemd frá Matthíasi H. Guðmundssyni, fyrir hönd Reykjagarðs hf. ,,Matthías telur að gámavöllurinn sem yrði staðsettur svo nálægt fyrirtæki sem er í matvælaframleiðslu bjóði hættunni heim, þar sem það auki hættu á meindýrasmiti sem geti verið fylgifiskur gámasvæðis. Matthías vísar einnig til reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, þar sem segir í gr. 19, að staðsetning gámavalla skuli ,,taka mið af því að ekki hljótist óþægindi fyrir íbúa og taka beri tillit til nálægðar við íbúðarhús, skóla, matvælaframleiðslu. Einnig gerir hann athugasemd við að ekki skuli vera gerð fokgirðing umhverfis gámavöllinn, auk þess sem að umferð muni aukast mikið.”

Lögð fram tillaga D lista um að fallast ekki á breytingar á deiliskipulagtillögunni. Bent er á að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Vakin er athygli á því að telji einhver rétti sínum hallað með samþykkt framangreindrar tillögu er honum heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, skv. 8. gr. laga nr. 73/1997, sbr. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 621/1997, innan mánaðar frá dagsetningu svarbréfs.

 

Tillaga og bókun B-lista

,,Fulltrúar B-lista mótmæla harðlega fyrirhugaðri staðsetningu á gámasvæði við Dynskála á Hellu. Við teljum að staðsetningin muni hafa slæm áhrif á ímynd þorpsins og valdi íbúum þess ónæði Við tökum því undir mótmæli frá íbúum og Reykjagarði, sem er eitt af öflugustu fyrirtækjum sveitarfélagsins, og teljum að matvælafyrirtæki og gámasvæði eigi ekki samleið.

Því leggjum við fram þá tillögu að fundin verði ný staðsetning fyrir gámasvæðið sem veldur ekki óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki sveitarfélagsins.”

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

 

Tillögur D lista um afgreiðslu athugasemda og að staðfesta deiliskipulagið bornar upp og samþykktar með fjórum atkvæðum D lista, gegn þremur atkvæðum B lista (GÞ) (KM) og (MÝS).

 

  • Strönd, deiliskipulagsbreyting.

Sveitarstjóri óskar eftir heimild til undirbúnings gerðar nýs deiliskipulags fyrir Strönd.

Samþykkt samhljóða.

  • Lyngás, afturköllun lóðaúthlutunar.

Sveitarstjóra falið að afturkalla iðnaðarlóð við Lyngás norðan Suðurlandsvegar, sem úthlutuð var Bergi Sveinbjörnssyni, vegna vanefnda á skilmálum varðandi úthlutun.

Samþykkt með fimm atkvæðum , tveir sitja hjá, (KM) (GÞ).

  1. Ársþing SASS 2007, kjörbréf.

Tillögur um eftirtalda fulltrúará ársþing SASS 1. og 2. nóvember 2007, að Kirkjubæjarklaustri:

Aðalfundur SASS.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson Ólafur E. Júlíusson og Sigfús Davíðsson.

Til vara Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Kjartan Magnússon og Þorbergur Albertsson.

Samþykkt samhljóða.

Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson Ólafur E. Júlíusson og Sigfús Davíðsson.

Til vara Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Kjartan Magnússon og Þorbergur Albertsson.

Samþykkt samhljóða.

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson Ólafur E. Júlíusson og Sigfús Davíðsson.

Til vara Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Kjartan Magnússon og Þorbergur Albertsson.

Samþykkt samhljóða.

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson Ólafur E. Júlíusson og Sigfús Davíðsson.

Til vara Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Kjartan Magnússon og Þorbergur Albertsson.

Samþykkt samhljóða.

  1. Tilboð vegna raforkusölu, með vísan í 13. lið 15. fundar hreppsnefndar.

Lögð fram tilboð vegna raforkusölu frá Orkusölunni, Orkuveitu Reykjavíkur og Norðurorku.

Afgreiðslu frestað Samþykkt samhljóða.

  1. Vatnsverndarmál.

Landeigendur á Galtalæk 2 óska eftir breytingu á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar í landi Galtalækjar 2. Ekki er fallist á breytinguna vegna skerðingar á skilgreindu vatnsverndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi.

Tillaga

Sveitarstjóra verði falið að leita leiða til að skoða vatnsverndarmál sveitarfélaginu.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá (GÞ)

  1. Lóðamál í Gaddstaðalandi.

Sveitarstjóra er falið að bjóða lóðaleigjendum í Gaddstaðalandi leigulóðir til sölu, í samræmi við 9. lið 17. fundar hreppsnefndar. Samþykkt samhljóða.

  1. Ógilding stjórnvaldsákvörðunar, með vísan í 14. lið 17. fundar hreppsnefndar og 11. lið 18. fundar hreppsráðs.

Hreppsnefnd áréttar skoðun sína um að hlutverk sveitarstjórna vegna landskipta takmarkist við umsögn um landnot. Samþykkt samhljóða.

  1. Heklubraut, tilboð í lagfæringar.

Kynnt þau tvö tilboð sem bárust í lagfæringar á Heklubraut, frá Þóroddi Skúlasyni og Guðmundi Skúlasyni. Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að taka tilboði Guðmundar Skúlasonar.

  1. Vegna framleigu á verslunarhúsnæði að Suðurlandsvegi 1, Hellu, með vísan í 8. lið 15. fundar hreppsnefndar.

Sveitarstjóra falið að undirrita yfirlýsingu um framleigu á umræddu leiguhúsnæði. Hreppsnefnd áréttar að í gildi er húsaleigusamningur sem m.a. heimili framleigu á húsnæði, innifelur skilmála varðandi upphæð leigu og atriði er varða verslunarrekstur í húsnæðinu. Samþykkt samhljóða.

  1. Samningur um tæknivinnu vegna verkefnisins Öldur III, hönnun gatna og lagna við verkfræðistofuna Hnit hf.

Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

Samþykkt með fjórum atkvæðum þrír sitja hjá (KM) (GÞ) (MÝS).

 

Eftirfarandi bókun er frá B lista: ,,Við undirrituð teljum nauðsynlegt að ná fram sem hagkvæmustu samningum hverju sinni fyrir sveitarfélagið og í ljósi þessa hefði verið réttast að auglýsa eftir útboði í slíkt verk.”

 

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

  1. Beiðni um kaup á landareigninni Ráðagerði –Safamýri, Ásahreppi.

Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að kanna eignarhald á ofangreindri eign. Samþykkt samhljóða.

  1. Vegtenging milli Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, erindi til Vegamálastjóra.

Til kynningar.

 

Eftirfarandi bókun er frá B lista : ,,Fyrirhuguð er vegalagning frá Brúarlundi að Þjórsá, samkvæmt aðalskipulagi og staðfestist með beiðni frá sveitarstjóra RY, í bréfi til Vegargerðarinnar 26.9. sl. Samkvæmt skipulaginu þá fer vegurinn yfir land hjá 5 landeigendum. Við undirrituð teljum því eðlilegast að landeigendur og íbúar sveitarfélagsins séu hafðir með í ráðum og að hugað verði að því hvar sé eðlilegast að landeigendur og íbúar sveitarfélagsins séu hafðar með í ráðum og að hugað verði að því hvar heppilegast að hafa veginn, frá sjónarhóli og með hagsmuni íbúa Rangárþings ytra í huga. Lagt er til að fyrirhuggaðar framkvæmdir verði unnar í samráði við landeigendur og íbúar séu upplýstir um framkvæmdina og þá kosti sem eru í boði varðandi staðsetningu á vegatengingu við Árnessýslu.”

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

Bókun, lögð fram á við 13. lið á dagskrá 18. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra, miðvikudaginn 10. október 2007:

 

,,Það er skoðun undirritaðra að ný brú yfir Þjórsá á umræddu svæði sé gríðarlegt hagsmunamál fyrir íbúa Rangárþings ytra m.t.t. hagsmuna ferðaþjónustunnar, öryggissjónarmiða og aukinna möguleika íbúa á atvinnuþátttöku o.fl. beggja vegna Þjórsár.

Við gerð gildandi aðalskipulags, þar sem umræddur vegur er inni, var farið að öllu með lögformlegum hætti að kynningu á fyrirhuguðum vegi. Landeigendum á ekki að koma á óvart fyrirhuguð lega vegarins, né heldur þau áform að leggja hann. Sveitarstjórn fyrrum Holta- og Landsveitar stóð fyrir kynningu á drögum að aðalskipulagi á Laugalandi árið 2002 og var hún vel sótt af íbúum svæðisins. Talsverð umræða var í samfélaginu um málið á sama tíma. Undirritaðir fagna því áformum að fara skuli á næstu misserum í umrædda vegtengingu.”

 

Þorgils Torfi Jónsson

Ingvar P. Guðbjörnsson

Sigurbjartur Pálsson

 

  1. Umsókn um lækkun á húsaleigu vegna sumarbúða.

Lagt fram erindi frá sumarbúðum Ævintýralands. Ekki er fallist á erindið. Samþykkt samhljóða.

  1. Félagsmálaráðuneytið, jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2008.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við skólastjóra. Samþykkt samhljóða.

  1. Dómsmálaráðuneytið, reglugerð um lögreglusamþykkt, ósk um umsögn.

Til kynningar.

  1. Beiðni um ljósastaura við Þykkvabæjarveg.

Erindinu er hafnað. Samþykkt samhljóða.

  1. Aukaskólabílaakstur vegna samfellu í íþrótta- og tómstundastarfi.

Fallist er á erindið. Samþykkt samhljóða.

  1. Sveitarsjóður, 6. mánaðauppgjör.

Lagt fram til kynningar 6 mánaða uppgjör sveitarsjóðs.

  1. Lántaka.

Sveitarstjóri óskar eftir heimild til lántöku í samræmi við fjárhagsáætlun 2007. Samþykkt samhljóða.

  1. Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda og tengdra þjónustugjalda fyrir byggingar- og skipulagsfulltrúa Rangárþings bs.

Hreppsnefnd staðfestir framlagða gjaldskrá sem tekur gildi 15. október n.k.. Samþykkt samhljóða.

  1. Fyrirspurn frá B. lista.

Fyrirspurn frá B lista vegna vatnsveitumála:

,, Hvernig er staðan varðandi nýlagnir og tengingar lögbýla við veituna í sveitarfélaginu?”

Guðfinna Þorvaldsdóttir , Kjartan Magnússon, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

 

Sveitarstjóri kynnti stöðu mála hjá vatnsveitunni.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Áhættuskoðun í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli.

Til kynningar.

  • Foreldrasamtök Suðurlands; ósk um endurgjaldslaus afnot af matsal á Laugalandi.

Samþykkt samhljóða.

  • Æskulýðsnefnd Rangárvallaprófastsdæmis; beiðni um fjárstyrk.

Æskulýðsnefndin óskar eftir styrk að upphæð 145.000 kr. Samþykkt samhljóða að verða við erindinu.

  • Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði Háskóla Íslands; beiðni um bókarkaup.

Boðnar eru til sölu 10 bækur um Suðurlandsskjálftann 2000 og áhrif hans, að upphæð 50.000 kr. Samþykkt samhljóða að verða við erindinu.

  • Bókaútgáfan Hólar; beiðni um stuðning vegna bókaútgáfu.

Erindinu hafnað.

  • Landsskrifstofa Staðardagskrár 21 á Íslandi; ráðgjöf vegna Staðardagskrár 21, 2007-2009.

Til kynningar.

  • E.W. A/S; vörukynning.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Ásahreppur; vegna ráðningar á leikskólann Laugalandi.
    • Umferðastofa ofl.; vegna könnunar á öryggi barna í bílum.
    • Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum; um ávinning af aðgerðum við lækkun kostnaðar við hitun.
    • Fasteignamat ríkisins; ábending um þinglýsingu stofnskjals.
    • Menntamálaráðuneytið; orðsending vegna gjaldtöku af nemendum vegna ferðalaga.
    • FOSS; skipan trúnaðarmanna.
    • Kaupsamningar og afsöl.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30

Indriði Indriðason, fundarritari.