19. fundur 14. nóvember 2007

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 14. nóvember 2007, kl. 16:00.

 

Mættir: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon og Ólafur E. Júlíusson. Ingvar P. Guðbjörnsson yfirgaf fundinn kl. 17:35 og Gísli Stefánsson tók sæti hans. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Óli Már Aronsson sem ritar fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

Oddviti bar upp 2 tillögur um viðbætur á dagskrá sem voru samþykktar samhljóða.

  1. Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 19. fundur, 25. október 2007.
      Samþykkt samhljóða.
    • Fræðslunefnd, 12. fundur, 12. nóvember 2007.
      Vegna liðar 1.d. í fundargerðinni, leggur D-listinn fram eftirfarandi bókun:
      Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi húsnæðisvanda Grunnskólans á Hellu leggur D-listinn áherslu á að fundin verði hagkvæm og skjótvirk lausn – og sú hentugasta í ljósi alvarleika málsins.

      Þrjár leiðir verða hér nefndar:
      Að endurskipuleggja nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar í Grunnskólanum á Hellu. Í því sambandi má benda á hliðrun á almenningsbókasafninu eða flutning, og nýta það rými til kennslu eða annarrar skólastarfssemi. Einnig má endurskoða nýtingu á vinnuaðstöðu húsvarðar og hugsanlegan flutning í áhaldahús. Ennfremur er bent á flutning fyrsta bekks í húsnæði skólaselsins.
      2. Einnig væri hægt að skoða þann möguleika að færa fyrsta og annan bekk grunnskólans í skólahúsnæðið í Þykkvabæ.
      3. Enn einn möguleikinn er að koma fyrir færanlegum bráðabirgðakennslustofum á skólalóðinni.

      Fyrsti kosturinn virðist hentugastur í ljósi þess hversu fljótt er hægt að ráðast í framkvæmdir. Einnig má búast við að kostnaður verði minnstur og rask á skólastarfi í lágmarki.

      Öðrum kosti fylgir umtalsverður skólaakstur, sem og akstur fyrir kennara og annað starfslið skólans.

      Þriðji kosturinn er talin seinfær og dýr. Talið er að fjármunum sem við þessa framkvæmd tapast sé betur varið til framtíðaruppbyggingar skólahúsnæðis á Hellu. D-listinn bendir á að fyrirhuguð er smíði viðbyggingar til að leysa húnsæðisvanda skólans með myndarlegum hætti á næstu tveimur til þremur árum. Til þess verkefnis hefur verið gert ráð fyrir allt að 300 miljónum króna skv. fyrirliggjandi 3ja ára fjárhagsáætlun.
      Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir.

      B-listinn leggur fram eftirfarandi bókun varðandi lausn á húsnæðisvanda Grunnskólans á Hellu:

Í fyrsta lagi verði kannað til hlítar með að fá 2 færanlegar kennslustofur við Grunnskólann á Hellu. Í öðru lagi verði farið yfir í fullu samráði með skólastjórnendum möguleika á betri nýtingu á núverandi húsnæði skólans meðan frekari uppbygging mannvirkja stendur yfir. B-listinn er tilbúinn til að skoða frekari nýtingu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Ingvar P. Guðbjörnsson yfirgaf fundinn kl. 17:35 og Gísli Stefánsson tók sæti hans.

  • Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. 12. fundur, 31. október 2007.
    Tillaga um að Örn Þórðarson verði fulltrúi Rangárþings ytra á aðalfundi samlagsins og leggi til að hann verði í stjórn og Þorgils Torfi Jónsson til vara.
    Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sitja hjá. (GÞ. KGM.)
    Til kynningar.
  • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. 103. fundur, 31. október 2007.
    Tillaga um að Þorgils Torfi Jónsson verði fulltrúi Rangárþings ytra á aðalfundi samlagsins og leggi til að hann verði í stjórn og Ingvar P. Guðbjörnsson til vara.
    Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá. (ÓEJ.)
    Til kynningar.
  • Skólaskrifstofa Suðurlands, 99. fundur, 29. október 2007.
    Til kynningar.
  • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 270. fundur, 12. október 2007.
    Til kynningar.
  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 103. fundur, 1. nóvember 2007.
    Til kynningar.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga, 747. fundur, 19. október 2007.
    Til kynningar.
  • Vinnuhópur um gerð skólastefnu, 4. fundur, 8. nóvember 2007.
    Til kynningar.
  • Byggingarnefnd, 7. fundur, 8. nóvember 2007.
    Varðandi lið nr. 136, er sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
    Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
    • Eyrartún 2 og Borg, landskipti og samruni spildna.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr Eyrartúni 2, landnr. 165372, í 11,6 ha.spildu; Eyrartún 2, lóð nr. 213905.
      Einnig er óskað umsagnar á samruna þessarar spildu við Borg.
      Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
    • Búð 1, landskipti.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr Búð 1, landnr. 165368, á 480 fm. lóð nr. 214032 umhverfis garðávaxtageymslu. Lögbýlisréttur fylgir áfram Búð 1. landnr. 165368.
      Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
    • Stóru Vellir 1, landskipti.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr Stóru Völlum landnr. 165011. Um er að ræða Stóru Velli lóð 1, 5,9 ha., landnr. 214207, Stóru Velli lóð 2, 10 ha., landnr. 214208, Stóru Velli lóð 3, 3 ha., landnr. 214209. Lögbýlisréttur fylgir áfram landnr. 165011.
      Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
    • Lóð HS 2, Svínhaga, landskipti.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr lóðinni HS 2 í landi Svínhaga, landnr. 196032, í lóð HS 2B, 13.8 ha., með landnr. 214072.
      Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
    • Uxahryggur 1, landskipti.
      Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr Uxahrygg 1, landnr. 164561 í Uxahrygg 1, spilda, 2,2 ha., landnr. 213941.
      Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.
  2. Raforkukaup, með vísan í 5. lið 18. fundar hreppsnefndar.
    Tilboð sem borist hafa eru afar áþekk hvað varðar þjónustu, gæði og verð. Sveitarstjóri leggur til að tilboði Orkusölunnar ehf. verði tekið með hliðsjón af atvinnustyrkjandi áhrifum í héraði.
    Samþykkt samhljóða.
  3. Sala lóða í landi Merkihvols.
    Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að selja núverandi leigjendum og núverandi eigendum lóða í landi Merkihvols leigulóðir sínar eða stækkaðar og breyttar lóðir skv. nýjum drögum að deiliskipulagi sem unnin hafa verið. Söluverð verði kr. 1.500.000.- pr. hektara.
    Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá. (GÞ.)
  4. Skattstjóri Suðurlandsumdæmis, álagningarskrá lögaðila 2007.
    Til kynningar.
  5. Fjárhagsáætlun 2008 og endurskoðuð fjárhagsáætlun 2007.
    Kynnt er vinna fyrir fjárhagsáætlun 2008 og lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 til kynningar. Umræðum frestað.
  6. Jafnréttisnefnd; tillaga um breytta skipan nefndarinnar.
    Jafnréttisnefnd Rangárþings ytra leggur til við sveitarstjórn að kannað verði hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegri jafnréttisnefnd í Rangárvallasýslu og jafnvel V-Skaftafellssýslu sbr. barnaverndarnefnd og félagsmálanefnd. Ennfremur leggur nefndin til að málefni nýbúa falli undir nefndina.
    Sveitarstjóra er falið að skoða málið nánar. Samþykkt samhljóða.
  7. Markaðsstofa Suðurlands; afnot af léninu www.southiceland.com.
    MS óskar eftir að fá afnot af léninu.
    Tillaga um að leggja það til við meðeigendur að léninu að það verði auglýst og selt. Samþykkt samhljóða.
  8. Umsagnir vegna leyfisveitinga sýslumanns á Hvolsvelli:
    • Rjúpnavellir, gististaður.
      Ekki er gerð athugasemd vegna leyfisveitingar. Samþykkt samhljóða.
    • Kanslarinn, veitingastaður.
      Ekki er gerð athugasemd vegna leyfisveitingar. Samþykkt samhljóða.
    • Sælukráin Ármótum, veitinga- og gististaður.
      Ekki er gerð athugasemd vegna leyfisveitingar. Samþykkt samhljóða.
  9. Lausaganga hunda í Þykkvabæ, lögregluskýrsla.
    Lögregla sendir kvörtunarskýrslu vegna lausagöngu hunda í Þykkvabæ til Rangárþings ytra til afgreiðslu, þar sem væntanlega sé um brot gegn samþykkt um hundahald að ræða.
    Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
  10. Vinnueftirlitið, tilnefning öryggisvarða og kosning öryggistrúnaðarmanna.
    Til kynningar.
  11. Fasteignagjöld örorku- og ellilífeyrisþega.
    Fyrir liggur að setja þarf reglur um afsláttarkjör. Ákvörðun frestað.
  12. Samningur um byggingu reiðhúss á félagssvæði Hestamannafélagsins Geysis.
    Til kynningar.
  13. Ráðstöfun fjár í verkefnasjóði Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
    Stjórn AÞS leggur til að allt fé sem er í verkefnasjóði félagsins í lok árs 2007, verði lagt inn í væntanlegt Háskólafélag Suðurlands ehf. sem hlutafé og aðildarsveitarfélög verði skráð fyrir því í samræmi við eignarhlut í AÞS.
    Samþykkt með fyrirvara um þátttöku annarra sveitarfélaga sem aðild eiga að málinu og að verkefnið verði í samræmi við þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram. Samþykkt samhljóða.
  14. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Fræðslunet Suðurlands, kennsluaðstaða “íslenska fyrir útlendinga”.
      FnS óskar eftir styrk í formi húsnæðis í Grunnskólanum á Hellu, fyrir íslenskukennslu fyrir útlendinga á haustönn 2007.
      Samþykkt samhljóða.
    • Sveigjanleg starfslok, fundur verkefnisstjórnar 50+.
      Boðað er til fundar um ávinning fyrirtækja af atvinnuþáttöku eldra fólks.
      Til kynningar.
    • Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, 10. ársfundur.
      Til kynningar.
    • Kvenfélagið Eining Holtum, aðventuhátíð á Laugalandi 2. des nk.
      Eining sækir um styrk vegna hluta Rangárþings ytra í húsaleigu og útlagðs kostnaðar, en um sjálfboðavinnu er að ræða og afrakstri varið til góðgerðamála í sveitarfélaginu.
      Samþykkt með 6 atkvæðum að verða við erindinu, styrkur vegna útlagðs kostnaðar verði kr. 30.000.-, 1 sat hjá vegna vanhæfis. (GÞ.)
  15. Annað efni til kynningar:
    • Landgræðsla ríkisins; svör við spurningum um greiðslur vegna vinnuframlags skóla við gerð fræðsluefnis.
    • Samkeppniseftirlitið; vegna bókaútgáfu.
    • Vegagerðin; vegna vegtengingar um brú á Þjórsá.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga; verkfallslistar 1. febrúar 2008.
    • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga; umsókn um framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.
    • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands; úttekt á útileiksvæði og reglubundið eftirlit 2007.
    • Fornleifavernd ríkisins; vegna deiliskipulaga, Gaddstaðir, Haukadalur.
    • Frá sýslumanni, þinglýst skjöl.
  16. Áskorun frá Litla Hrauni:
    Starfsmenn á Litla Hrauni hafa sent frá sér áskorun um að uppbygging í fangelsismálum verði enn meiri á Litla Hrauni og benda á mörg rök því til stuðnings.
    Tekið er undir áskorun starfsmannanna á Litla Hrauni og sveitarstjóra falið að koma því á framfæri.
    Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:45.

Óli Már Aronsson, fundarritari.