Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra kjörtímabilið 2006 - 2010, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, miðvikudaginn 5. desember 2007, kl. 16:00.
Mættir: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G. Magnússon og Ólafur E. Júlíusson. Að auki sitja fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Indriði Indriðason fjármálastjóri, sem ritar fundargerð.
Oddviti setti fund og stjórnaði honum.
Oddviti bar upp tillögu um viðbætur á dagskrá, inn kemur nýr liður númer 9, útboð á tryggingum sveitarfélagsins og færst aðrir liðir aftar sem því nemur einnig bætist við liður, Skipting á kostnaði við Skipulags- og byggingarfulltrúaembættið og verður hann númer 24.10. Einnig bætist við nýr liður númer 22; Fyrirspurn frá B- lista varðandi Atvinnueflingarsjóð Rangárþings ytra. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 20. fundur, 22. nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða. - Fræðslunefnd, 14. fundur, 28. nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða. - Vinnuhópur um gerð skólastefnu; 2. fundur, 4. október 2007.
Til kynningar. - Vinnuhópur um gerð skólastefnu; 5 fundur, 29. nóvember 2007.
Til kynningar. - Íþrótta- og æskulýðsnefnd; 8 fundur, 21. nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða. - Jafnréttisnefnd; 1. fundur, 19. október 2006; 2. fundur, 25. júní 2007; 3. fundur, 29. október 2007;
- Hreppsráð, 20. fundur, 22. nóvember 2007.
- fundur, 12. nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða.
- Félagsþjónusta- Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 21. fundur, 20. nóvember 2007.
Samþykkt samhljóða. - Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. , aðalfundur, 26. nóvember 2007.
Til kynningar. - Sorpstöð Suðurlands,; 148. fundur, 17. október 2007.
Til kynningar. - Skólaskrifstofa Suðurlands; 100. fundur, 21 nóvember 2007.
Til kynningar. - SASS; 408. fundur, 21. október 2007.
Til kynningar. - Inntökuráð Gaulverjabæjarskóla; 7. fundur, 1. október 2007.
Til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga; 748. fundur, 16. nóvember 2007.
Til kynningar.
- Vinnumarkaðsráð Suðurlands; 2. fundur, 11. nóvember 2007.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd efni:
- Engin erindi hafa borist.
- Orkusalan, raforkusölusamningur.
Til kynningar.
- Fossalda 1, sala til Húsakynna bs.
Tillaga að fela sveitarstjóra að bjóða Húsakynnum bs. húsið til kaups.
Samþykkt samhljóða.
- Gámavöllur við Meiri- Tungu, bókun hreppsnefndar Ásahrepps.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra tekur undir afgreiðslu hreppsnefndar Ásahrepps og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.
Samþykkt samhljóða.
- Rauðalækur, umferð gangandi og ríðandi vegfaranda
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og samgöngunefnd að skoða umferð á þjóðvegi 1. í gegnum sveitarfélagið í samstarfi við vegagerðina.
Samþykkt samhljóða.
- Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir niðustöðum endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2007.
Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 876.304 þús. og skiptast með eftirfarandi hætti:
Rekstrartekjur Þús.kr. Hlutfall tekna
Útsvar............................................. 355.000 40,51%
Fasteignaskattur.............................. 107.000 12,21%
Jöfnunarsjóður................................ 227.000 25,90%
Lóðarleiga....................................... 5.000 0,57%
Aðrar tekjur..................................... 182.304 20,80%
Rekstrargjöld Þús.kr. Hlutfall af heildartekjum
Laun og launatengd gjöld................. 306.372 34,96%
Annar rekstrarkostnaður.................... 402.825 45,95%
Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð... 128.293 þús. kr.
Rekstrarniðurstaða.................................. 85.085 þús. kr.
Breytingar á heildarfjárfestingu eru 38.725 þús.kr., eða úr 219.400 þús. kr. í 180.675 þús. kr.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrír sátu hjá.
- Fjárhagsáætlun 2008, fyrri umræða.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir niðustöðum fjárhagsáætlunar 2008.
Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 902.387 þús. og skiptast með eftirfarandi hætti:
Rekstrartekjur Þús.kr. Hlutfall tekna
Útsvar............................................. 390.000 43,21%
Fasteignaskattur.............................. 113.000 12,52%
Jöfnunarsjóður................................ 240.000 26,59%
Lóðarleiga....................................... 5.300 0,58%
Aðrar tekjur.................................... 154.087 17,07%
Rekstrargjöld Þús.kr. Hlutfall af heildartekjum
Laun og launatengd gjöld................... 319.378 34,96%
Annar rekstrarkostnaður..................... 427.159 45,95%
Niðurstaða án fjármagnsliða er áætluð.. 111.046 þús. kr.
Rekstrarniðurstaða.................................. 75.679 þús. kr.
Fjárfestingar eru áætlaðar 186.325 þús kr. á árinu 2008
Fjárhagsáætlun 2008 er vísað til seinni umræðu þann 19 desember. Samþykkt samhljóða.
D- listinn leggur til að A- og C liðir fasteignagjalda verði óbreyttir, og að útsvar verði hækkað úr 12,99% í 13,03%.
Samþykkt með fjórum atkvæðum D- lista, gegn þremur atkvæðum B- lista
Bókun B-lista vegna hækkunar á útsvarsprósentu úr 12,99% í 13,03% hjá D-listanum.
B-listinn telur sig ekki hafa nægilega haldgóðar upplýsingar til að standa að tillögu D-listans varðandi hækkun á útsvarsprósentu úr 12,99% í 13,03%. Ekkert haldbært liggur fyrir varðandi auknar tekjur úr jöfnunarsjóði sem styður þessa hækkun.
B-listinn hafnar því tillögu um hækkun útsvarsprósentu.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson.
Bókun D- lista vegna bókunar B- lista um hækkun á útsvarsprósentu úr 12,99% í 13,03%, lögð fram á fundi hreppsnefndar , miðvikudaginn 5.desember 2007:
Skv. bestu upplýsingum frá sveitarstjóra og KPMG, endurskoðenda sveitarfélagsins, getur sveitarfélagið orðið af verulegum tekjum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna núgildandi útsvarsprósenttu, það er því með það í huga og hagsmuni sveitafélagsins sem undirritaðir leggja umrædda hækkun til.
Undirritaðir undrast afstöðu og ábyrgðarleysi fulltrúa B- listans varðandi mögulega tekjuöflun sveitarfélagsins.
Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson
- Útboð á tryggingum sveitarfélagsins.
Fjármálastjóri skýrði frá útboði sem var á tryggingum sveitarfélagsins og kynnti þau þrjú tilboð sem bárust. Sveitarstjóri óskaði eftir heimild til að ganga til viðræðna við VÍS á grundvelli fyrirliggjandi tilboði um tryggingar fyrir sveitarfélagið og fyrir sameiginlegt húsnæði, og rekstur, að Laugalandi í Holtum.
Samþykkt samhljóða.
Ingvar Pétur Guðbjörnsson bar við vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.
- Aðalskipulagsbreyting vegna jarðstreings milli Hellu og Hvolsvallar.
Til kynningar. - Aðal- og deiliskipulagsbreyting á Stóru- Vallaheiði.
Til kynningar.
- Gámasvæði – Öldur II mótmæli, með vísan í 20. fund hreppsráðs.
Bókun B-listans varðandi fyrirhugaða staðsetningu gámasvæðis við Dynskála.
B-listinn mótmælir enn og aftur staðsetningu gámasvæðis við Dynskála gengt Reykjagarði.
Á hreppsnefndarfundi þann 10.október 2007 var deiliskipulagstillaga sem gerir ráð fyrir gámasvæði við Dynskála gengt Reykjagarði samþykkt með 4 atkvæðum D-lista gegn 3 atkvæðum B-lista.
Við afgreiðslu málsins tók D-listinn ekkert mark á mótmælum né athugasemdum sem fyrir lágu og vísaði á úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.
Fram er kominn undirskriftalisti 120 íbúa í Rangárþingi ytra þar sem fyrihugaðri staðsetningu gámavallar við Dynskála er sýnd mikil andstaða.
B-listinn krefst þess að málið verði tekið upp að nýju og gámasvæðinu verði fundinn betri staður.
B-listinn gerir það að tillögu sinni að staðsetja gámasvæðið neðan nýja hesthúsahverfisins gengt Gaddstaðaflötum.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson
Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar B-listans um staðsetningu gámavallar á Hellu, lögð fram á fundi hreppsnefndar, 5. desember 2007:
Frá því málið var afgreitt í hreppsnefnd 10. október sl. hefur ekkert breyst efnislega í málinu og engin ný rök komið fram. Undirritaðir telja því engar forsendur komnar upp til að breyta staðsetningu gámavallarins.
Undirritaðir ítreka þá staðföstu trú D-listans að fyrirhugaður gámavöllur, staðsettur á umræddum stað, geti verið í fullri sátt við umhverfi sitt og sveitarfélaginu til sóma. Vísa undirritaðir þar til annarra sambærilegra gámavalla víða um land.
D-listinn hafnar því framkominni tillögu B-listans.
Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson
Tillaga frá B- lista er feld með fjórum atkvæðum D- lista gegn þremur atkvæðum B- lista.
- Málefni Grunnskólans á Hellu og tengt erindi, með vísan í 20. fund hreppsráðs.
Bókun B-listans varðandi húsnæðismál Grunnskólans á Hellu.
Við viljum fagna því að skólastjóri Grunnskólans á Hellu hefur leyst húsnæðismál skólans þetta skólaárið.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson
Fulltrúar D- lista taka heilshugar undir bókun B- lista.
- Rekstrarleyfi vegna veitinga- og gististaða í fjallaskálum í eigu sveitarfélagsins.
Til kynningar.
- Trúnaðarlæknir sveitarfélagsins.
Til kynningar.
- Girðingarmál við urðunarstaðinn Strönd.
Erindi frá Jósep Benediktssyni er vísað til Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Samþykkt samhljóða.
- Landspilda úr Þjóðólfshaga II.
Til kynningar. - Rafeindaúrgangur.
Til kynningar. - Afsláttur af fasteignagjöldum örorku- og ellilífeyrisþega, með vísan í 19. fund hreppsnefndar.
Framkomin tillaga sveitarstjóra samþykkt samhljóða. - Almannavarnir í Rangárvalla- og Vestur skaftafellsýslu, tillaga að fjárhagsáætlun 2008.
Tillaga Almannavarnarnefndar borin upp til atkvæða.
Samþykkt samhljóða.
- Iðnaðarráðuneytið; upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu .
Samþykkt samhljóða.
- Fyrirspurn frá B- lista varðandi Atvinnueflingarsjóð Rangárþings ytra.
Við sameiningu sveitarfélaganna þriggja árið 2002 varð til svonefndur Atvinnueflingarsjóður Rangárþings ytra. Sjóður þessi hafði til úthlutunar ca. 1.5 millj. á ári og var ætlaður til að efla atvinnu í sveitarfélaginu.
Sjóðurinn varð til vegna aukinna tekna sveitarsjóðs sem mynduðust með því móti að álögur á íbúa voru auknar, miðað við fyrri álagningarprósentur sveitarfélaganna þriggja. A.m.k. Djúpárhreppur hafði tiltölulega lága álagningarprósentu áður.
Atvinnu- og ferðamálanefnd sem þá hét, sá um að auglýsa eftir styrkumsóknum og úthlutað var árin 2003, 2004 og 2005.
Á síðasta fundi nefndarinnar 27.04.2006 var samþykkt að auglýsa eftir styrkumsóknum í næstu Búkollu. Fundargerð þessi var samþykkt af Hreppsnefnd skömmu síðar.
Auglýsingin hefur aldrei verið birt og þar af leiðandi ekki verið úthlutað árið 2006 né nú í ár. Í hvað fóru þessar áætluðu fjárhæðir fyrir árin 2006 og 2007, 2 x 1.5 milljónir ?
Hafi þessi sjóður verið lagður niður þá hvenær gerðist það og hvar er það skráð í fundargerð?
Á þeim tveimur fundum sem farið hafa fram hjá Atvinnu- og menningarnefnd, í ágúst og september 2006 hefur ekkert verið fjallað um þennan sjóð.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson
Bókun fulltrúa D-lista vegna fyrirspurnar fulltrúa B-lista um atvinnueflingarsjóð Rangárþing ytra, lögð fram á 20. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, miðvikudaginn 5. desember 2007:
Ekki er alveg rétt farið með staðreyndir í fyrirspurn B-listans um atvinnueflingarsjóð. Árið 2003 var gert ráð fyrir 3.800.000 kr. á fjárhagsáætlun og var þeirri upphæð úthlutað af stjórn atvinnueflingarsjóðs það ár. Árið 2004 var gert ráð fyrir 3.800.000 kr. í fjárhagsáætlun. Stjórn atvinnueflingarsjóðs ákvað það árið að úthluta 2.100.000 kr. sem var gert þá um haustið. Árið 2005 voru 2.700.000 kr. á fjárhagsáætlun. Stjórn Atvinnueflingarsjóðs ákvað að úthluta 1.700.000 kr. úr sjóðnum það ár, en áður hafði hreppsnefnd ákveðið að úthluta 200.000 kr. til Veiðifélags Rangárvallaafréttar þannig að það árið var úthlutað 1.900.000 kr. úr sjóðnum.
Sjóðurinn kom til árið 2002 eftir sameiningar sveitarfélaganna þegar ákveðið hafði verið fasteignaskattur í B-stofi yrði 1,65% sem var hækkun hjá öllum fyrri sveitarfélögum. Sveitarstjórn Rangárþings ytra ákvað síðar á kjörtímabilinu að lækka álagninguna niður í 1,2% má segja að forsendur fyrir sjóðnum hafi brostið frá og með þeirri ákvörðun. Sjóðurinn var þó áfram starfandi. Á yfirstandandi ári var ekki gert ráð fyrir fjármagni í atvinnueflingarsjóð og í endurskoðun á fjárhagsáætlun var ekki tillaga um breytingu þar á. Ekki getur því talist óeðlilegt að úthlutun úr sjóðnum sé hætt.
Þessu er við að bæta að Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur veitt verulega aukinn stuðning til atvinnueflandi verkefna í formi styrkja af sama toga og atvinnueflingarsjóður Rangárþings ytra gerði.
Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Stígamót fjárbeiðni 2008.
Tillaga um styrkbeiðni er hafnað.
Samþykkt samhljóða. - júní hátíðarhöld á Hellu 2007.
Samþykkt samhljóða að greiða Rangárvalladeild hestamannafélagsins Geysis 250 þús. kr. vegna umsjónar.
- Stígamót fjárbeiðni 2008.
- Annað efni til kynningar:
- Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, 10. ársfundur.
Til kynningar. - Landbúnaðarstofnun, vegna úrgangs graðhesta.
- Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, 10. ársfundur.
Til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga; könnun á viðhorfi til starfsemi og þjónustu.
Til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og SASS upplýsingar um framlög sveitarfélaga.
Til kynningar.
- Ungmennafélag Íslands; tillaga frá 45. sambandsþingi UMFÍ.
Til kynningar.
- Veiðiskýrsla; minkaveiðar.
Til kynningar.
- Frá sýslumanni, þinglýst skjöl.
- Skipting á kostnaði við Skipulags- og byggingarfulltrúaembættið
Til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:45.
Indriði Indriðason, fundarritari.