21. fundur 19. desember 2007

 

 

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, Miðvikudaginn 19. desember. 2007, kl. 16.00.

 

Mætt voru: Ingvar Pétur Guðbjörnsson, varaoddviti, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Gísli Stefánsson, Ólafur E. Júlíusson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Varaoddviti setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:

1.1. Hreppsráð, 21. fundur, 6. desember 2007.

Fundargerð staðfest samhljóða.

1.2. Eignaumsjón, 4 fundur, 13. desember 2007.

Fundargerð staðfest samhljóða.

1.3. Fræðslunefnd, 15 fundur, 11 desember 2007.

Til kynningar.

1.4. Byggingar-og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs.,11 desember 2007 ásamt fjárhagsáætlun 2008.

Fundargerð og fjárhagsáætlun staðfest samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar sitja hjá.

1.5. Tónlistarskóli Rangæinga,113, fundur, 8 nóvember 2007.

Fundargerð staðfest samhljóða.

1.6. Foreldraráð laugalandsskóla, fundur 16 nóvember 2007

Til kynningar.

1.7. Skipulagsnefnd Rangárþings bs. aðalfundur, 19. nóvember 2007.

Fundargerð staðfest með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar b lista sitja hjá.

1.9. Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 8 fundur, 13 desember 2007, ásamt fjárhagsáætlun 2008.

Til kynningar.

1.10. Sorpstöð Suðurlands, 150. fundur. 30. nóvember 2007, 151. fundur frá 3. desember 2007 og 152. fundur frá 5. desember 2007.

Til kynningar.

1.11. Byggingarnefnd Rangárþings bs., 6. desember 2007.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

1.12. Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., 14. fundur frá 19. desember 2007.

Fundargerð staðfest.

 

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd efni:

2.1. Nesbakki, landskipti.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr Nesbakka , landnr. 175647, í 72,9 ha.spildu, landnr. 214782. Lögbýlisréttur helst áfram á upprunalandi, landnr. 175647.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.

Samþykkt samhljóða.

2.2. Gaddstaðir, landskipti.

Óskað er umsagnar um landskipti úr landi Gaddstaða, landnr. 164482, í 5110,2m2 , landnr. 214948.

Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Beiðni um skólavist:

3.1. Hamraskóli Vestmannaeyjum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða viðmiðunarkostnað vegna skólagöngu, FG. 200592-2719, og tilfallandi kostnað vegna sérkennslu.

3.2. Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík.

Umsókn um að Rangárþing ytra greiði kostnað vegna tónlistarnáms KUM. 070496-2089, HSM 221297-3349 og ASM 250701-2330.
Lagt er til að orðið verði við beiðnunum og greitt samkvæmt viðmiðum Sambands Íslenskra sveitarfélaga er varðar tónlistarkennslu grunnskólabarna.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Leigusamningur vegna tjaldsvæða á Laugalandi:

Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn, með breytingum sem lagðar voru fyrir á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2008, seinni umræða:

Sveitarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2008.

Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 904.387 þús. kr. og skiptast með eftirfarandi hætti:

Rekstrartekjur Þús.kr. Hlutfall tekn.

Útsvar................................................................. 390.000 41,29%

Fasteignaskattur................................................. 113.000 11,96%

Jöfnunarsjóður................................................... 240.000 25,41%

Lóðarleiga.......................................................... 5.300 0,56%

Aðrar tekjur........................................................ 196.087 20,76%

Rekstrargjöld Þús.kr.

Heildargjöld án fjármagnsliða............................. 785.654

Tekjuafgangur fyrir fjármagnslið er áætlaður..... 158.732

Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð.................... 35.367

Rekstrarafgangur A hluta er áætlaður.................. 129.932

Áætlaður rekstrarafgangur A og B hluta er......... 123.365

Efnahagur A og b hluta. Þús.kr.

Fastafjármunir eru áætlaðir................................. 1.563.870

Veltufjármunir eru áætlaðir................................. 145.355

Eignir samtals eru áætlaðar................................. 1.709.226

Eigið fé er áætlað................................................ 947.238

Lífeyrisskuldbindingar eru áætlaðar................... 17.461

Langtímaskuldir eru áætlaðar.............................. 613.748

Skammtímaskuldir eru áætlaðar.......................... 130.779

Eigið fé og skuldir samtals er áætlað .................. 1.709.226

Handbært fé í árslok 51.803 þús.kr.

Fjárfestingar eru áætlaðar 226.325 þús. kr. á árinu 2008 og greinast sem hér segir: Grunnskólin Hellu, 16.625 þús. kr., Leikskólinn Heklukot, 31.000 þús. kr., Sundlaugin Hellu 40.000. þús. kr., Suðurlandsvegur 1, 35.600 þús. kr., Íþróttahúsið Þykkvabæ, lóð og sparkvöllur 5.000 þús. kr., Gatnakerfi Hellu, 40.000 þús. kr., Gatnakerfi Laugalandi, 3.100 þús. kr., Nýtt hesthúsahverfi Gaddstöðum, 32.000. þús. kr.,Gámavöllur Hellu 15.000 þús. kr., Laugalandskóli, 6.100 þús. kr., Leikskólinn Laugalandi, 700 þús. kr., Félagsmiðstöðin Hellu, 700 þús. kr. og þjónustumiðstöð 2.500 þús. kr. Einnig er gert ráð fyrir tekjum vegna gatnagerðargjalda að upphæð 50.000 þús. kr.

Í b hluta eru framkvæmdir áætlaðar 48.000 þús. kr. sem skiptast niður á vatnsveitu og fráveitu.

Fjárhagsáætlun 2008 - Tillaga B-lista varðandi hækkun útsvars fyrir árið 2008.

Þeir fjármunir sem hækkuð útsvarsprósenta gefur af sér árið 2008 verði varið til aðstoðar fötluðum íbúum í sveitarfélaginu.

Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir.

 

Bókun fulltrúa D-listans vegna tillögu fulltrúa B-listans við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Rangárþings ytra fyrir árið 2008, lögð fram á 21. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra 19. desember 2007:

Fulltrúar D-listans vilja árétta að málefni fatlaðra eru á forræði ríkisins. Verkefni sveitarfélagsins eru mjög mikil og ljóst að framkvæmdaáætlun ársins 2008 mun kosta rúmar 226 milljónir. Fulltrúar D-lista telja því réttara að nýta tekjustofna sveitarfélagsins til að sinna þeim verkefnum sem undir sveitarstjórn heyra og láta ríkið um að sinna sínum verkefnum. Fulltrúar D-lista munu þó áfram vinna að því að fá ríkið til að sinna umbótum til handa fötluðum íbúum sveitarfélagsins.

Undirritaðir fulltrúar D-listans geta því ekki samþykkt tillögu B-listans.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir og Gísli Stefánsson.

 

Tillaga B lista er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa B lista.

 

Fjárhagsáætlun samstæðu Rangárþings ytra 2008 borin undir atkvæði og samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrír sátu hjá (KM) (ÓEJ) (GÞ).

  1. Samgönguráðuneytið, vegna útboðs á háhraðatengingu:

Til kynningar.

 

  1. Menntamálaráðuneytið, vegna staðfestingar reglugerðar Tónlistarskóla Rangæinga:

Til kynningar.

  1. Byggingarnefnd Grunn- og leikskóla á Hellu:

Tillaga að skipun nefndar.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Ólafur Elvar Júlíusson tilnefndir í hópinn. Sveitarstjóra, skólastjórum og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar falið að vinna með hópnum. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Héraðs- og fræðiritun á vegum sveitarfélaga:

Tillaga um að gefa út bók um sögu Hellu, í tilefni af 80 ára afmælis byggðarinnar, í sama stíl og byggðarbækurnar sem nú eru að koma út. Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar og leggja nánari tillögur fyrir næsta hreppsnefndarfund. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lex ehf. Lögmannsstofa, vegna vegar frá Brúarlundi að Þjórsá:

Til kynningar.

Fulltrúar B lista ítreka fyrri bókun sína í 13. lið frá 18. fundi hreppsnefndar um sama mál.

 

  1. Eyjólfur Guðmundsson, vegna fjölnytjaskóga í Reynifellslandi:

Sveitarstjórn þakkar erindið, en ekki eru uppi áform um nýtingu landsins eins og bréfritari leggur til.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Lærdómssetrið Leirubakka, vísinda- og menningarverkefni:

Til kynningar.

 

  1. Eldvarnareftirlit – slökkvilið, samstarf sveitarfélaga í Rangárvalla- og

V-Skaftafellssýslu:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra getur ekki fallist á þá kostnaðarskiptingu sem lögð er til í erindinu. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að 40-50% af rekstrarkostnaði skiptist jafnt á aðildarsveitarfélög og afgangur skiptist eftir íbúatölu. Sveitarstjórn hafnar því aðkomu að málinu eins og það er lagt fram. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fasteignafélag sveitarfélaga:

Til kynningar.

 

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, beiðni um umsögn vegna leyfisumsóknar:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna, en ítrekar að umrædd starfsemi er til heimils að Stekkjarhól, en ekki Heimalandi.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, vegna Lundar:

Til kynningar.

 

  1. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, beiðni um upplýsingar um iðgjaldagreiðslur:

Sveitarstjóra er falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Vegna deiliskipulags frístundabyggðar í Gaddstaðalandi, erindi:

Til kynningar.

 

  1. Valsteinn Stefánsson, ósk um lausn frá störfum íþrótta- og æskulýðsnefndar:

Sveitarstjórn samþykkir að veita Valsteini lausn frá störfum í Íþrótta- og æskulýðsnefnd og þakkar honum vel unnin störf. Einnig tilnefnir sveitarstjórn Lovísu B. Sigurðardóttir sem aðalmann og Magnús Rúnarsson til vara af hálfu D- lista. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landskerfi bókasafna, þjónustusamningur:

Samningurinn samþykktur samhljóða.

 

  1. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, vegna félagafundar:

Til kynningar.

 

  1. Markaðsstofa Suðurlands, ósk um samstarfssamning:

Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landgræðsla ríkisins, vegna verkefnisins “Bændur græða landið”:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og styrkja það um 103.500 kr.

 

  1. Menningarsamningur Suðurlands, framlög sveitarfélaga:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða kostnaðarskiptingu vegna menningarsamnings Suðurlands.

 

Sigurbjartur Pálsson vék af fundi kl 18.43

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

25.1. Kvenfélagið Unnur, jólatrésskemmtun.

Samþykkt samhljóða að verða við erindinu..

25.2. Katrín J. Óskarsdóttir og Guðrún J. Magnúsdóttir, styrkumsókn vegna bókaútgáfu.

Erindinu vísað á bókasafnsnefndir. Samþykkt með fimm atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

25.3. Fornleifavernd ríkisins, vegna manngerðra hella í landi Ægissíðu.

Erindinu er vísað til atvinnu- og menningamálanefndar. Samþykkt samhljóða.

25.4. Foreldrasamtök á Suðurlandi, styrkumsókn.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 30. þús. kr. á ári út kjörtímabilið.

Samþykkt með 5 atkvæðum einn situr hjá (IPG).

  1. Annað efni til kynningar:

26.1. Alþingi, vegna umsagnar um frumvarp til laga um framhaldsskóla.

26.2. Alþingi, vegna umsagnar og kynningar á frumvörpum um grunnskóla og leikskóla.

Skipulagsstofnun, vegna náma.

26.3. Félagsmálaráðuneytið, vegna umsagnar barnaverndarnefndar um stefnumarkandi áætlun á sviði barnaverndar.

26.4. Félagsmálaráðuneytið, úthlutun framlaga til nýbúafræðslu.

26.5. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, reglugerð um lögreglusamþykkt.

26.6. SASS, upplýsingar um framlög aðildarsveitafélaga.

26.7. Menntamálaráðuneytið, niðurstöður rannsóknarinnar “Ungt fólk 2007”.

26.8. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Litli hópur.

26.9. Launanefnd sveitarfélaga, bókanir.

26.10. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, vegna sorphirðu og seyrulosunar.

26.11. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, niðurstöður baðvatnssýnatöku.

26.12. SG Hús hf. færanlegar kennslustofur.

  1. Greiðslur húsaleigubóta:

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir samhljóða, að greiða húsaleigubætur skv. reglugerð118/2003 um grunnfjárhæð húsaleigubóta, eða samkvæmt ákvæðum nýrrar reglugerðar verði hún sett.

Sigurbjartur Pálsson mætti aftur á fund kl. 19.02.

 

  1. Fyrirspurn frá B lista:

Fyrirspurn frá fulltrúum B-lista:
Eins og flestum er kunnugt um, þá hafa skemmdarvargar verið á ferð á Hellu í haust og vetur. Eignum íbúa hefur verið spillt og öryggi þeirra ógnað. Sveitarstjórn er málsvari íbúa sveitarfélagsins og þarf að hafa frumkvæði að aðgerðum eða umræðu, þannig að íbúum sé ljóst að áhyggjur þeirra og kvartanir séu teknar alvarlega. Við teljum mikilvægt að sveitarstjórn láti í sér heyra varðandi þessi mál og vinni með lögreglu og þeim aðilum er málið varðar. Hver er staða þessara mála í dag? Hvernig hefur sveitarfélagið beitt sér til að upplýsa þessi mál og fyrirbyggja frekari skemmdarverk? Hefur sveitarfélagið uppi áform um að koma reglu á útivist unglinga á kvöldin og nóttunni?
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon Ólafur Elvar Júlíusson.

 

Bókun fulltrúa D-listans vegna fyrirspurnar fulltrúa B-listans.

Fulltrúar D-lista taka undir áhyggjur fulltrúa B lista vegna þeirra skemmdarverka sem unnin hafa verið á Hellu. Um aðgerðir að hálfu sveitarstjórnar verður að taka fram að unglingar eru á ábyrgð forráðamanna. Vegna aðkomu sveitarfélagsins að því að upplýsa meint skemmdarverk þá vilja fulltrúar D lista taka skýrt fram að sveitarfélagið hefur ekki heimild til að stunda rannsóknir á meintum afbrotum íbúa sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur sýnt mikið frumkvæði að málefnum er lúta að unglingum, nægir að nefna ráðningu æskulýðs- og íþróttarfulltrúa sem er að vinna náið með skólayfirvöldum, löggæslu og öðrum aðilum sem láta sig málið varða.

Um útivist unglinga þá er vert að taka fram að sérstakar reglur eru þar að lútandi, nægir að nefna lögreglusamþykkt og almennar útivistarreglur.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir og Gísli Stefánsson.

 

  1. Fundaráætlun sveitarstjórnar 2008:

Samþykkt samhljóða.

  1. Frá sýslumanni á Hvolsvelli, þinglýst skjöl:

Til kynningar.

Frh.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 19.20.

 

 

 

 

 

Ingvar Pétur Guðbjörnsson

varaoddviti

 

 

Sigurbjartur Pálsson Kjartan Magnússon

 

 

Helga Fjóla Guðnadóttir Guðfinna Þorvaldsdóttir

 

 

Gísli Stefánsson Ólafur Elvar Júlíusson

 

 

Örn Þórðarson Indriði Indriðason,

sveitarstjóri fjármálastjóri