22. fundur 10. janúar 2008

 

 

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, Miðvikudaginn 10. janúar. 2008, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, varaoddviti, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og stjórnaði honum.

Oddviti bar upp tillögu um viðbætur á dagskrá, inn koma liðir 1.7. Skipulagsnefnd og liður 2.2., Bakkakot I og II og liður 2.3. Litli Klofi. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:

1.1. Héraðsnefnd Rangæinga, 6. fundur, 18. desember 2007.

Til kynningar.

1.2. Félagsmálanefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 6. fundur, 2. desember 2007.

Til kynningar.

1.3. Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 17 fundur, 6 desember 2007.

Til kynningar.

1.4. SASS, 409. fundur, 19. desember 2007.

Til kynningar.

1.5. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 104. fundur, 18 desember 2007.

Til kynningar.

1.6. Samband ísl. Sveitarfélaga, 749. fundur, 14. desember 2007.

Til kynningar.

  • Skipulagsnefnd, fundur frá 10. janúar 2008.

Bókun B-listans vegna liðar 1.7 í fundargerð 6.fundar skipulagsnefndar Rang. bs.

B-listinn mótmælir að samþykkt verði fram lögð aðalskipulagsbreyting fyrir Hellu á grundvelli eftirfarandi röksemda:

  • Á síðasta kjörtímabili var samhugur um að byggja upp athafna- og iðnaðarlóðir sunnan þjóðvegar gengt Reykjagarði. Fyrir liggur samþykkt aðalskipulagsbreyting þar að lútandi.
  • Ekki er gert ráð fyrir í fram lagðri aðalskipulagsbreytingu að fella út allar athafna- og iðnaðarlóðir norðan Dynskála sem var ein að grunnforsendum fyrir flutningi athafna- og iðnaðarlóða suður fyrir þjóðveg.
  • Í óþökk við stóran hóp íbúa á Hellu hyggst meirihlutinn setja niður gámavöll inn í þorpinu þó landrými sé nægjanlegt í næsta nágrenni. Sýnir ákvörðunin virðingarleysi gagnvart íbúunum og öflugri atvinnustarfsemi í næsta nágrenni

Fulltrúar D-listans ættu að sjá sóma sinn í því að taka málið til gagngerrar endurskoðunar.

B-listinn mótmælir enn og aftur fram lagðri aðalskipulagsbreytingu.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson.

 

Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar B-listans við afgreiðslu á lið 1.7 á 22. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, 10. janúar 2008.

 

Enn og aftur leggja fulltrúar B-listans fram bókun um skipulagsmál á Hellu þar sem lítið fer fyrir tillögum í málinu, en meira fyrir neikvæðni og mótmælum. Á meðan eru fulltrúar D-listans að reyna að vinna að raunhæfum lausnum, íbúum til heilla.

Umrædd skipulagsbreyting hefur farið gegnum lögformlegt auglýsingaferli. Engar athugasemdir hafa komið fram í því ferli. Fulltrúum B-listans hafa fyrir löngu séð tillögur að fyrirhugðum breytingum á skipulagi. Hvorki við þá umræðu né síðar í ferlinu hafa komið fram neinar athugasemdir, hvorki munnlegar né skriflegar um málið frá B-listanum. Því vekur það athygli að kjörnir fulltrúar skulu sjá sér þörf að gera athugasemdir á lokastigi málsins, eftir að búið er að auglýsa tillögurnar og afgreiða málið í skipulagsnefnd.

Í bókun B-listans er fullyrt að ein af grunnforsendum fyrir því að sett var niður iðnaðarhverfi sunnan þjóðvegar á Hellu á síðasta kjörtímabili hafi verið að fella út allar athafna- og iðnaðarlóðir norðan þjóðvegar. Eitthvað virðast fulltrúar B-listans hafa misskilið afgreiðslu málsins í skipulagsnefnd, því þar er verið að afgreiða tillögu sem felur í sér að iðnaðar- og athafnarsvæði norðan þjóðvegar minnka eða eru teknar út. Ekki er verið að setja þar inn ný svæði eða stækka þau sem fyrir voru. Tillagan felur fyrst og fremst í sér skipulag á nýjum íbúðasvæðum sem sýnir metnað meirihlutans í að hafa nægt framboð af íbúðalóðum og stuðla þannig að fjölgun íbúa.

Þá er rétt að minna á að oddviti B-listans er fyrrverandi skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra. Hann ásamt þáverandi formanni skipulags- og bygginganefndar lagði talsvert mikla vinnu í að leita að svæði undir gámavöll við Hellu. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé liðlega 6.000 ferkílómetrar tókst ekki að finna umrætt gámasvæði í því ferli. Þá er rétt að ítreka að staðsetning á gámasvæði er ekki hluti af aðalskipulagsbreytingunni.

B-listinn, með fyrrum skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra í broddi fylkingar, ætti að sjá sóma sinn í því að leggja sig fram um að kynna sér staðreyndir skipulags- og byggingarmála innan Rangárþings ytra betur.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson,

Helga Fjóla Guðnadóttir.

 

Bókun B-listans vegna bókunar D-lista vegna skipulagsmála.

 

B-listinn vill benda á að ekki er rétt farið með í bókun D-listans.

B-listinn hefur gert athugasemdir á fyrri stigum og vill benda á síðustu fundargerðir hreppsnefndar þar af lútandi.

B-listinn vill árétta fyrri bókun sína varðandi athafna- og iðnaðarlóðir norðan Dynskála ekki þjóðvegar eins og ranglega er farið með í bókun D-listans.

Oddvita B-listans er mjög vel kunnugt um skoðun á staðsetningu gámavallar síðustu árin, þar var leitast við að finna stað í sátt við íbúa og umhverfi.

Því er ekki fyrir að fara hjá D-listanum þegar staðsetning við Dynskála var ákveðin fyrir gámavöll, 120 íbúar mótmæltu og eitt af öflugustu fyrirtækjum sveitarfélagsins, Reykjagarður.

Þetta kallar D- listinn málefnalega meðferð skipulags og í sátt við allt og alla.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson.

 

Bókun D-listans vegna bókunar B-listans við afgreiðslu á lið 1.7 í fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar Rangárvallasýslu bs.

 

D-listinn vill enn og aftur ítreka að engar athugasemdir komu fram varðandi umrædda breytingu á aðalskipulagi. D-listinn getur því ekki á nokkurn hátt skilið hversvegna B-listinn getur ekki samþykkt umrædda breytingu á aðalskipulagi á lokastigi málsins.

Fulltrúar D-listans leggja áherslu á að fyrirhugað gámasvæði tengist ekki á nokkurn hátt þeirri breytingu á aðalskipulagi sem verið er að afgreiða á fundinum, eins og skilja má í bókun B-listans.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson,

Helga Fjóla Guðnadóttir.

Samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans, fulltrúar B lista greiða atkvæði á móti.

 

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd efni:

Ingvar Pétur Guðbjörnsson lýsti yfir vanhæfi vegna liðar 2.1. og tók ekki þátt í afgreiðslu.

2.1. Gaddstaðir.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Gaddstaða landnr. 164487, í 288,2 m2 spildu, í landnr. 214947. Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.

Samþykkt með 6 atkvæðum, IPG tók ekki þátt í afgreiðslu.

2.2. Bakkakot I og II.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Bakkakoti I og II,

landnr. 164473 í 5400 m2 í landnr. 164474.

landnr. 164473 í 5400 m2 í landnr. 214278.

landnr. 164473 í 8800 m2 í landnr. 214279.

landnr. 164473 í 1100 m2 í landnr. 214280.

landnr. 164473 í 1100 m2 í landnr. 214281.

landnr. 164473 í 2200 m2 í landnr. 186091.

Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.

2.3. Litli Klofi.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr Litla Klofa, landnr. 191442, í 3,9 ha spildu, í landnr. 215245.

Ekki er gerð athugasemd við landskiptin. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Leigusamningur vegna tjaldsvæðis Laugalandi:

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka málinu, í samráði við hlutaðeigandi aðila. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Heimild til að stofna bankareikning vegna Verðlaunasjóðs Kirkjubæjar:

Sveitarstjóra er veitt heimild til að stofna bankareikning í Landsbankanum á Hvolsvelli vegna Verðlaunasjóðs Kirkjubæjar. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

  1. Heimild til lántöku í samræmi við fjárhagsáætlun 2007:

Sveitarstjóri fór yfir lántökur ársins 2007 og skýrði út áhrif þeirra á niðurstöðu sjóðstreymis vegna fjárhagsáætlunar 2008.

Til kynningar.

  1. Starfsleyfi fyrir móttöku- og flokkunarstöð og urðunarstað við Strönd:

Til kynningar.

  1. Hagsmunagæsla í úrgangsmálum:

Til kynningar.

  1. Bann við lausagöngu búfjár í þéttbýlinu Gunnarsholti:

Sveitarstjóra falið að afla gagna um málið og afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kjörbréf vegna aukaaðalfundar SASS og AÞS:

Eftirtaldi eru tilnefndir af sveitarstjórn til að fara með kjörbréf sveitarfélagsins á aukaaðalfundi SASS; Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Ólafur Elvar Júlíusson, til vara eru Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Kjartan Magnússon og Sigfús Davíðsson. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kostnaðaráætlun vegna félagsmálastjóra, barnaverndarnefndar og félagsmálanefndar 2008:

Til kynningar.

 

  1. Hreinsun minkasía:

Til kynningar.

 

  1. Beiðni um afskrift á opinberum gjöldum:

Fært í trúnaðarmálabók.

 

  1. Samkomulag um vátryggingar milli Laugalandsskóla og VÍS:

Til kynningar.

 

  1. Samningur vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins:

Drög til kynningar, sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

  1. Loftmyndir, autocad og jarðgrunnur sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn samþykkir beiðni skipulags- og byggingarfulltrúa um samræmingu á kerfum og hvetur hann að leita tilboða.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundaráætlun sveitarstjórnar 2008:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða fundaráætlun sveitarstjórnar.

 

  1. Erindi vegna lóðasölu í landi Gaddstaða og Merkihvols:

Til kynningar.

 

 

 

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

18.1. Blátt áfram, forvarnarverkefni.

Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum.

Tveir sátu hjá. (KM) (HFG)

18.2. Lögbirtingarblaðið 100 ára afmælishátíð.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:

19.1. Félagsþjónustan, reglur um aukinn stuðning við dagforeldra.

19.2. Félag leikskólakennara, viðbótarkjör í nokkrum sveitarfélögum.

19.3. Byggingar- og skipulagsfulltrúi, vegna landamerkja í landi Köldukinnar og vegna viðbyggingar við söluskála á Landvegamótum.

19.4. Skipulagsstofnun, vegna breytinga á aðalskipulagi Holta- og Landsveitar, Hvammur.

19.5. Skipulagsstofnun, vegna breytinga á aðalskipulagi Djúpárhrepps, Smáratún.

19.6. Fornleifavernd ríkisins, vegna deiliskipulags, frístundarbyggðarinnar Heiðarlönd í landi Galtalækjar 2.

19.7. Samgönguráðuneytið, vegna flutnings umsýslu sveitarstjórnarmála.

19.8. Félagsmálaráðuneytið, áætluð úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda

 

  1. Frá sýslumanni á Hvolsvelli, þinglýst skjöl

Til kynningar.

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.55.

 

 

Þorgils Torfi Jónsson

oddviti

 

 

Ingvar Pétur Guðbjörnsson Kjartan Magnússon

 

 

Sigurbjartur Pálsson Guðfinna Þorvaldsdóttir

 

 

Helga Fjóla Guðnadóttir Ólafur Elvar Júlíusson

 

 

Örn Þórðarson Indriði Indriðason,

sveitarstjóri fjármálastjóri