23. fundur 07. febrúar 2008

 

 

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

 

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 7. febrúar. 2008, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Ingvar Pétur Guðbjörnsson, varaoddviti, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson, Þórhallur J Svavarsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Kjartan Magnússon, Guðfinna Þorvaldsdóttir. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Varaoddviti setti fund og stjórnaði honum. Tillaga um breytingu á dagskrá, við bætist liður 1.12. Byggingarnefnd. Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:

1.1. Hreppsráð Rangárþings ytra, 22. fundur, 24. janúar 2008.

Samþykkt samhljóða.

1.2. Ritnefnd Holtamannabókar, fundur 22 janúar 2008.

Til kynningar.

1.3. Bókasafnsnefnd, 1 fundur, 21 janúar 2008.

Lögð fram tillaga um að leggja niður núverandi bókasafnsnefndir og að starfrækja eina þriggja manna bókasafnsnefnd í sveitarfélaginu sem væri yfir öllum bókasöfnunum. Jafnframt er lagt til að sveitarstjóra verði falið að gera erindisbréf fyrir bókasafnsnefnd Bókasafns Rangárþings ytra.

Tillögunni er vísað til samráðsnefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps. Samþykkt samhljóða.

1.4. Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslu, 7. fundur, 29 janúar 2008.

Samþykkt samhljóða.

1.5. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur, fundur 24. janúar 2008.

Til kynningar.

1.6. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 105. fundur, 24. janúar 2008.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 105 fundur 24. janúar 2008.

Til kynningar

  • Samband ísl. Sveitarfélaga, 750. fundur, 18. janúar 2008

Til kynningar

  • Skipulagsnefnd 7. fundur, 6. febrúar 2008

Fundargerðin borin upp til atkvæða að undanskildum tveimur fyrstu liðunum, og er samþykkt með 5 atkvæðum, tveir sitja hjá ( GÞ) (ÓEJ)

  • Byggingarnefnd skóla, 1 fundur. 7. febrúar 2008

Til kynningar.

1.11. Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 6. febrúar 2008

Til kynningar.

1.12. Byggingarnefnd, fundur 6 febrúar 2008

Fundargerðin er staðfest.

 

 

  1. Skipulags- og byggingarmál:

2.1. Deiliskipulag íbúðarbyggðar Seltúni við Hellu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að deiliskipulagstillaga vegna íbúðarbyggðar við Seltún, Hellu verði sett í auglýsingu.

2.2. Aðalskipulagsbreyting, Strönd.

Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum, einn á móti (GÞ) og tveir sitja hjá (KM) (ÓEJ) að aðalskipulagstillaga vegna Strandar verði sett í auglýsingu.

  1. Gjaldskrár og álagningarprósentur 2008:

Gjaldskráin er samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fulltrúar (KM) ( ÓEJ) (GÞ) sitja hjá.

  1. Leigusamningur vegna tjaldstæðis á Laugalandi:

Samningurinn er samþykktur samhljóða og er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.

  1. Tónlistarskólagjöld:

Umsókn um að Rangárþing ytra greiði kostnað vegna tónlistarnáms HBH 190491-2509 við Tónlistarskólann í Reykjavík.
Lagt er til að orðið verði við beiðninni með fyrirvara um kostnaðarþátttöku ríkisins við tónlistarkennslu framhaldsskólanema. Samþykkt samhljóða.

  1. Galtarlækur 2, aðalskipulagsbreyting:

Afgreiðslu frestað með vísan í bókun 9. stjórnarfundar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps, frá 6. febrúar 2008. Þar sem óskað verður eftir úttekt sérfræðinga á vatnsvernd og neðanjarðarrennsli vatns á starfssvæði vatnsveitunnar. Samþykkt samhljóða.

  1. Heimasíða sveitarfélagsins:

Sveitarstjóri kynnti tvö tilboð sem komið hafa fram vegna heimasíðu fyrir sveitarfélagið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboði frá Aicon vegna heimasíðu fyrir sveitarfélagið.

  1. Gatnagerðargjöld, athugasemdir við álagningu:

Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar og leggja tillögur fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjóra jafnframt falið að verða við óskum bréfritara um fund vegna athugasemdanna. Lóðaumsókn Sláturhúss Hellu hf. er vísað til hreppsráðs.

Samþykkt samhljóða.

  1. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, úrbætur á Trölladeild leikskólans Heklukots:

Sveitarstjóra er falið að gera nauðsynlegar úrbætur á húsnæðinu. Samþykkt samhljóða.

  1. Sorpstöð Suðurland, vegna framtíðarlausna í úrgangsmálum:

Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram skoðun á málinu.

  1. Þjónustumiðstöð, vélakaup:

Lagt fram bréf frá forstöðumanni þjónustumiðstöðvar þar sem hann óskar eftir heimild til að keypt verði ný dráttarvél fyrir þjónustumiðstöðina. Hagstæðasta tilboðið var frá Vélfangi ehf. og hljóðar upp á dráttarvél að gerðinni CLAAS ARES 500 að upphæð 6,4 milljónir utan virðisaukaskatt. Auk þess liggur fyrir uppítökutilboð á núverandi CASE vél upp á 700 þúsund án virðisaukaskatts

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila sveitarstjóra að kaupa eða leigja umrædda vél og vísar kostnaði til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

  1. Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur 2007.

Til kynningar.

  1. Innflutningur erlendra dýrategunda:

Til kynningar.

  1. Hólavangur 3, vegna lóðar:

Erindinu er hafnað. Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

  1. Árbyrgi, sorphirða og merkingar:

Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Vinna við upplýsingasöfnun fyrir Landsmót hestamanna 2008:

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (KM) (ÓEJ) (GÞ).

  1. Samgöngunefnd Alþingis, umsögn um samgönguáætlun:

Erindinu er vísað til samgöngunefndar.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

18.1. Leikfélag Rangæinga, styrkumsókn.

Í ljósi þess að sveitarfélagið styrkir Leikfélag Rangæinga í gegnum héraðsnefnd er erindinu hafnað.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

18.2. SAMAN-hópurinn, styrkumsókn.

Erindinu er hafnað.

18.3. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, aukaaðalfundur.

18.4. SASS, aukaaðalfundur.

18.5. Landssamtök landeigenda, aðalfundur.

18.6. Ráðstefna um stefnumarkandi áætlun í barnavernd.

  1. Annað efni til kynningar:

19.1. Vegna Brunasamlags Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.

19.2. Vegna ráðstöfunar eldra húsnæðis leikskólans á Laugalandi.

19.3. Umhverfisstofnun, vegna hundahalds í Þykkvabæ.

19.4. Varasjóður húsnæðismála, vegna félagslegra íbúða 2007.

19.5. Samband íslenskra sveitarfélaga, umsagnir um frumvörp um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

19.6. Vefrit menntamálaráðuneytisins.

19.7. Vinnueftirlitið, skoðunarskýrslur.

19.8. Fornleifavernd ríkisins, vegna Ölversholts 3.

19.9. Landsvirkjun Power.

  1. Holtamannaafréttur, málaferli:

Samþykkt samhljóða að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands. Sveitarstjóra falið að undirbúa áfrýjunina ásamt með lögmanni sveitarfélagsins, Karli Axelssyni.

Samþykkt með fjórum atkvæðum samhljóða.

  1. Starfsmannamál:

Sveitarstjóri óskaði eftir heimild til að auglýsa eftir nýjum skrifstofustjóra á stjórnsýsluskrifstofuna.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (KM) (ÓEJ) (GÞ).

  1. Orkuframleiðsla til atvinnusköpunar:

Sveitarstjóri lagði fram drög að bréfi til Landsvirkjunar þar sem sveitarstjórn bendir á Rangárþing ytra sem álitlegan kost fyrir uppbyggingu orkufreks hátækniiðnaðar.

Samþykkt samhljóða að senda bréfið til Landsvirkjunar.

  1. Frá Sýslumanni á Hvolsvelli, þinglýst skjöl:

Til kynningar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.40.

 

 

 

 

 

 

Ingvar Pétur Guðbjörnsson

varaoddviti

 

 

Sigurbjartur Pálsson Kjartan Magnússon

 

 

Gísli Stefánsson Guðfinna Þorvaldsdóttir

 

 

Þórhallur J Svavarsson Ólafur Elvar Júlíusson

 

 

Örn Þórðarson Indriði Indriðason,

sveitarstjóri fjármálastjóri