Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 13. mars. 2008, kl. 13.00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorbergur Albertsson og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð.
Oddviti lagði til eftirfarandi breytingar á auglýsti dagskrá: Við bætast eftirfarandi liðir: 1.21, 11 fundur byggingarnefndar, liður 16, erindi frá undirbúningshóps vegna landbúnaðarsýningar, liður 17, deiliskipulag vegna íbúðarbyggðar Öldum III, liður 18, fyrirspurn frá fulltrúum B lista.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:
1.1. Hreppsráð, 23 fundur, 21. febrúar 2008.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
1.2. Byggingarnefnd grunn- og leikskóla á Hellu, 2. fundur, 7. mars 2008.
Til kynningar.
1.3. Atvinnu- og menningarmálanefnd, 3. fundur, 19. febrúar 2008.
Til kynningar..
1.4. Sameiginleg barnaverndarnefnd, 19., 20. og 21. fundur janúar og febrúar 2008.
Til kynningar.
1.5. Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 11. fundur, 20. febrúar 2008.
Til kynningar.
1.6. Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, 8. fundur, 27. febrúar 2008.
Til kynningar.
1.7. Skipulagsnefnd Rangárþings bs. 8. fundur, 27. febrúar 2008.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Vinnuhópur um stofnun framhaldsskóla í Rangárþingi, 1. fundur, 29. febrúar 2008.
Til kynningar.
- Framkvæmdaráð um tengibyggingu, 27. febrúar 2008.
Til kynningar.
1.10. Öldur III, samráðsnefndarfundur, 4. mars 2008.
Til kynningar.
1.11. Foreldraráð grunnskólans Hellu, fundur 4. febrúar 2008..
Til kynningar.
1.12. Foreldraráð Laugalandsskóla, fundur 21. janúar 2008.
Til kynningar.
1.13. Vatnsmál í Rangárþingi ytra, Ásahrepp og Flóahrepp, fundur 3. mars 2008.
Til kynningar.
1.14. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 106. fundur, 19 febrúar. 2008.
Til kynningar.
1.15. Sorpstöð Suðurlands, 155. fundur, 19. febrúar 2008.
Til kynningar.
1.16. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 272. fundur, 15. febrúar 2008.
Til kynningar.
1.17. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 273. fundur, 18. febrúar 2008.
Til kynningar.
1.18. SASS, 412. fundur, 5. mars 2008.
Til kynningar.
1.19. Samband ísl. Sveitarfélaga, 751. fundur, 22. febrúar 2008.
Til kynningar.
1.20. Launanefnd sveitarfélaga, 225. fundur, 19. febrúar. 2008.
Til kynningar
1.21. Byggingarnefnd Rangárþings bs. 11. fundur, 5. mars 2008.
Sveitarstjórn staðfestir þá liði fundargerðarinnar er snúa að Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
2.1. Skammbeinsstaðir 3.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Skammbeinsstaða 3, landnr. 165159, í nýja spildu landnr. 215821. Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
2.2. Kaldakinn: landskipti.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Köldukinnar, landnr. 165092, í nýja spildu í landnr. 215820. Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
2.3. Minna Hof: landskipti.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Minna Hofs, landnr. 164532, í nýjar spildur með eftirfarandi landnr. 215911, 215912, 215913, 215914, 215915.
Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
2.4. Vörður: landskipti.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Varða, landnr. 179774, í nýja spildu, landnr. 215960. Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
- Þriggja ára áætlun, fyrri umræða:
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti áætlunina.
Fjárhagsáætlunin rædd og vísað til seinni umræðu þann 10. apríl n.k.
- Beiðni um afskriftir á opinberum gjöldum:
Afgreiðsla færð í trúnaðarmálabók.
- Fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli:
Til kynningar.
- Trúnaðarmál:
Fært í trúnaðarmálabók.
- Uppgjör byggðasamlagsverkefna:
Til kynningar.
- Þátttaka í sameiginlegu útboði á söfnun og flutningi á pappír og umbúðaafgangi:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu með því skilyrði að almenn þátttaka náist hjá öðrum sveitarfélögum á svæðinu.
- Álagsgreiðslur kennara:
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna. Samþykkt samhljóða.
- Stóru Vellir, skipulagsmál:
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um leyfi fyrir nýju gistihúsi við skála FÍ við Álftavatn:
Erindinu vísað til umsagnar hjá hálendisnefnd og fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar.
Samþykkt samhljóða.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að allir kjörnir sveitarstjórnarmenn verði fulltrúar í samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps.
- Fjarfundarbúnaður , fjarkennsla:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að festa kaup á fjarfundarbúnaði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
14.1. Rangárbakkar, styrkur á móti álögðum fasteignaskatti.
Erindinu er vísað til hreppsráðs. Samþykkt samhljóða.
14.2. Fellsmúlaprestakall, afnot af matsal Laugalandsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk fyrir hluta Rangárþings ytra í húsaleigu 24 febrúar s.l.
14.3. Kvenfélagið Unnur, aðalfundur Sambands sunnlenskra sveitarfélaga
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verð við erindinu. Samþykkt með tveimur atkvæðum, (ÞTJ) (IPG), fimm sitja hjá. (SP) (HFG) (GÞ) (MÝS) (ÞA).
14.4. Kynningarfundur um sameiginlega svæðisáætlun og framtíðarlausnir í úrgangsmálum.
Til kynningar.
14.5. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, XXII. 4 apríl 2008.
Til kynningar.
14.6. Efling foreldrafærni, ráðstefna.
Til kynningar.
14.7. Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.
Til kynningar.
14.8. Styrkveitingar við jarðhitaleitar.
Til kynningar.
14.9. Sorphirðumál sveitarfélaga, íslenska gámafélagið.
Til kynningar.
14.10. Sveitarstjórnarlögin með skýringum.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
15.1. Skipulagstofnun, viðmið vegna umhverfisáhrifa framkvæmda eða áætlana.
15.2. Neytendastofa, vegna seðilgjalda.
15.3. Aðalskipulag Rangárþings eystra.
15.4. Umsögn sambands ísl., sveitarfélaga um frumvarp til laga um frístundarbyggð.
15.5. Ásahreppur, framkvæmdaáætlun barnaverndar og reglur um fjárhagsaðstoð.
15.6. Heklubyggð, bundið slitlag á þjóðvegi 268.
15.7. Vegna gatnagerðargjalda við suðurlandsveg.
15.8. Viðlagatrygging Íslands, vátryggingaryfirlit veitumannvirkja.
15.9. Umhverfisnefnd Alþingis, frumvörp til umsagna.
15.10. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, eftirlitskyldir aðilar.
15.11. Frumherji, rafmagnssvið, skýrsla um neysluveitu.
15.12. Íbúðalánasjóður, fyrirspurn um leigufjárhæð.
15.13. Hive- eMax, vegna breytinga á rekstri.
15.14. Varasjóður húsnæðismála, sölu- og rekstrarframlög.
15.15. ÍSÍ, kynningarbréf um viðburði.
15.16. Fundargerð samstarfsnefndar Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna og LN.
- Erindi frá Undirbúningshóps vegna landbúnaðarsýningar:
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.
- Deiliskipulag vegna íbúðabyggðar Öldum III:
Deiliskipulagstillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í lögbirtingarblaðinu, héraðsfréttablaðinu Búkollu og Morgunblaðinu. Auglýsingartími var frá 28. nóvember til 26. desember 2007. Athugasemdafrestur var til 9. janúar 2008. Skipulagsnefnd tók málið fyrir á fundi sínum 10. janúar s.l. þar sem bókað var að engar athugasemdir hefðu borist og teldist tillagan því samþykkt. Hreppsnefnd Rangárþings ytra staðfesti fundargerð Skipulagsnefndar Rangárþings bs. þann 10. janúar s.l. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í B- deild stjórnartíðinda 29. febrúar s.l.
Hreppsnefnd staðfestir deiliskipulag vegna íbúðabyggðar á Öldum III á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
- Fyrirspurn frá B lista:
- febrúar s.l var forstöðumanni og starfsmanni félagsmiðstöðvar sagt upp störfum fyrirvaralaust, eftir 16 ára farsælt starf. Vísað er í erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sama dag í uppsagnabréfinu. Óskað er eftir skýringu á eftirfarandi þáttum:
- Hvaða erindi barst frá Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa umræddan dag og hvers eðlis er erindið?
- Hefði það ekki verið eðlilegast að umræddir aðilar hefðu verið boðaðir til fundar og málin rædd, ef einhverjar breytingar væru fyrirhugaðar?
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.
Sveitarstjóri svaraði fyrirspurninni munnlega á fundinum.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18.25.
Þorgils Torfi Jónsson
oddviti
Ingvar Pétur Guðbjörnsson Guðfinna Þorvaldsdóttir
Sigurbjartur Pálsson Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir
Helga Fjóla Guðnadóttir Þorbergur Albertsson
Örn Þórðarson Indriði Indriðason,
sveitarstjóri fjármálastjóri