Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 10. apríl. 2008, kl. 13.00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Kjartan Magnússon og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð.
Oddviti lagði til eftirfarandi breytingar á auglýsti dagskrá: Bætast við eftirfarandi liðir 3.1 Kaldárholt, 3.2 Dísukot, 3.3 Hallstún, liður 16.10. umsókn um styrk vegna ferðar á Norðurlandamót í hópfimleikum og liður 19, Rýmkun á lóð Þrúðvangi 36a. Samþykkt samhljóða.
- Umsóknir um iðnaðar- og athafnalóðir:
Afgreiðsla færist undir 8. lið á dagskrá.
1.1. Dynskálar 18, Hellu lóðarumsóknir, með vísan í lið 1.1. frá 25. fundi hreppsráðs 3. apríl s.l Með vísan í bréf frá Sýslumanni færist afgreiðsla aftar á dagskrá.
1.2. Dynskálar 18, Hellu lóðarumsókn frá Herjólfi Gudjohnsen kt: 170854-3819
1.3 Dynskálar 18, Hellu lóðarumsókn frá Ryk og eldþéttingu ehf. kt: 530199-2159
- Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:
2.1. Byggingarnefnd grunn- og leikskóla á Hellu, 2. fundur, 7. mars 2008.
Bókun B-lista varðandi framtíðaruppbyggingu leikskóla- og grunnskólamannvirkja á Hellu.
Bókun B-listans er í nokkrum liðum:
B-listinn er fylgjandi þroskaðri og víðsýnni framtíðaruppbyggingu leikskóla- og grunnskólamannvirkja á Hellu.
B-listinn leggur á það ríka áherslu að opinberar tölur um væntanlega fólksfjölgun í Rangárþingi ytra verði notaðar þegar húsnæðisþörf leik- og grunnskóla er ákvörðuð.
B-listinn bendir á að verði uppbygging framhaldsskóla á Hellu að veruleika þá hefur það eitt og sér töluverð áhrif á húsnæðisþörf leik- og grunnskóla.
B-listinn leggur á það ríka áherslu að ákvörðun verði tekin varðandi framtíð leikskólans í Þykkvabæ því hún hljóti að hafa áhrif á húsnæðisþörf leikskólans á Hellu.
B-listinn leggur á það ríka áherslu að gert sé ráð fyrir yngsta aldurshópnum við ákvörðun á húsnæðisþörf leikskólans á Hellu.
B-listinn leggur á það áherslu að fyrirhuguð viðbygging D-listans við núverandi leikskóla tekur ekki mið af framantöldum atriðum né heldur segir til um hversu lengi viðbyggingin við leikskólann dugar.
B-listinn leggur jafnframt á það ríka áherslu að stækkunar- og aðkomumöguleikar að íþróttahúsinu verði ekki heftir þegar uppbygging leikskóla- og grunnskólamannvirkja verður ákvörðuð.
B-listinn leggur á það ríka áherslu að framtíðarsýn á uppbyggingu leikskóla- og grunnskólamannvirkja verði borin undir íbúa samfélagsins á kynningarfundi áður en ákvörðun er tekin um að hefja framkvæmdir.
B-listinn leggur á það ríka áherslu að láta ekki skammsýni byrgja mönnum framtíðarsýn.
B-listinn mótmælir því fram komnum hugmyndum og tillögum D-listans að byggja við núverandi leikskóla á Hellu, það er mjög mikil skammtímalausn að okkar mati.
Þessu til frekari áherslu vilja fulltrúar B-listans ítreka tillögu fulltrúa B-lista í byggingarnefnd leik- og grunnskóla frá 7. mars 2008 og bóka hana hér því orðrétt:
Fulltrúi B-listans gerir það að tillögu sinni að eftirfarandi framkvæmdaráætlun verði hrundið af stað:
- Hafist verði handa við undirbúning og byggingu 4ra deilda leikskóla hið fyrsta.
Leikskólinn tekinn í notkun 1. júní 2009.
Áætlaður heildarkostnaður kr. 140-160 miljónir fyrir 4ra deilda leikskóla.
- Skólastefna mörkuð, tillögur af skólamannvirkjum rýndar, undirbúningur, hönnun og útboðsgagnagerð lokið fyrir
- apríl 2009.
Framkvæmdartími 1. júní 2009 - 30. ágúst 2011.
Uppsteypt mannvirki og fokheld í 1. áfanga.
Tilbúið undir tréverk í 2. áfanga.
Tekið í notkun í 3. 4. og 5. áfanga.
Kennsla sem fyrir er í elsta hluta grunnskólans flytjist yfir í núverandi leikskólahúsnæði fyrir 1. september 2009 á
meðan á uppbyggingu stendur.
Áætlaður heildarkostnaður kr. 340 - 360 miljónir.
- Þegar uppbyggingu leik- og grunnskólamannvirkja lýkur verði fundin ný starfsemi í núverandi leikskólahúsnæði að
Útskálum 1 og 2.
Hinn kosturinn væri að selja húsnæðið.
Áætlað söluverð þessara fasteigna næmi kr. 40 - 60 miljónir.
Hellu 19. mars 2008
Ólafur E. Júlíusson, Fulltrúi B-listans
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon, Ólafur E Júlíusson
Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar B-listans við lið 2.1 á fundi hreppsnefndar 10. apríl 2008:
Vegna bókunar fulltrúa B-listans vilja fulltrúar D-lista árétta að undirrituð leggja jafnframt áherslu á þorska og víðsýni við framtíðaruppbyggingu leik- og grunnskóla á Hellu.
Fulltrúar D-listans vilja benda á að tillaga B-listans gengur út á 4ja deilda leikskóla. Sú tillaga hlýtur að markast af orðum fulltrúanna í bókun þeirra um þroska og víðsýni. Rétt er að ítreka að tillaga D-listans gengur sömuleiðis út á að koma upp 4ja deilda leikskóla á Hellu og eru B- og D-listar því samstiga í þeim efnum.
D-listinn hefur engin áform uppi um að breyta rekstri leikskóladeildarinnar í Þykkvabæ. Eins og staðan er núna er rekstrargrundvöllur fyrir deildinni góður og starfsemin gengur vel.
D-listinn er að taka tillit til yngsta aldurshópsins í tillögum sínum, enda ganga þær út á að stofnsetja deild fyrir yngstu börnin frá 12 mánaða aldri þannig að í öllu sveitarfélaginu sé leikskólastarf fyrir börn frá 12 mánaða aldri og fram að grunnskóla.
D-listinn leggur á það áherslu sömuleiðis að menn láti ekki skammsýni byrgja sér sýn til framtíðar. Fulltrúar D-listans horfa til framtíðar í þessum málum sem og öðrum.
Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).
2.2. Hreppsráð, 24. fundur, 27. mars 2008.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
2.3. Hreppsráð, 25. fundur, 3 apríl 2008.
Afgreiðsla færist undir 8. lið á dagskrá.
2.4. Samráðsnefnd um starf Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, 1. fundur 28. mars 2008, auk fylgigagna.
Til kynningar.
Lögð var fram tillaga frá B-lista um afturköllun á uppsögnum starfsfólks félagsmiðstöðvar í ljósi þess að málið var ekki rætt í sveitarstjórn.
Lögð var fram frávísunartillaga frá Sigurbjarti Pálssyni við tillögu, B- lista, þar sem að tillaga B-lista var ekki boðuð i fundarboði, né var óskað eftir að tillaga yrði lögð fyrir í upphafi fundar, og fengi því málefnalega umfjöllun.
Frávísunartillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum D-lista gegn þremur atkvæðum B-lista.
2.5. Framkvæmdanefnd um tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3., 17. mars 2008.
Til kynningar.
- Samgöngunefnd, 6. fundur, 1. apríl 2008.
Sveitarstjórn tekur undir með samgöngunefnd, og mótmælir harðlega einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar að taka af vegaskrá þann hluta af Ásvegi, vegnr. 275, er liggur á milli Háfs og Sandhólaferju.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
2.7. Fræðslunefnd, 17. fundur, 3 apríl 2008.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
2.8. Félagsmálanefnd, 9. fundur, 1. apríl 2008.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
2.9. Brunnavarnir Rangárvallasýslu bs., 15. fundur 31. mars 2008.
Til kynningar
2.10. Byggingarnefnd Rangárþings bs., 12 fundur , 2. apríl 2008.
Fundargerðin er staðfest að þeim hluta er lýtur að Rangárþingi ytra. Samþykkt samhljóða.
2.11. Öldur III, samræmingarfundur, 3 apríl 2008.
Til kynningar.
2.12. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 107. fundur, 18. mars 2008.
Til kynningar.
2.13. SASS, 413. fundur, 2 apríl 2008.
Til kynningar
2.14. Samband ísl. Sveitarfélaga, 752. fundur, 28. mars 2008.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
3.1. Kaldárholt.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Kaldársholts, landnr. 165096, í nýja spildur landnr. 214778, 214779, 214780, 165097 og 214781. Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
3.2. Dísukot.
Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um landskipti úr landi Dísukots, landnr. 165370 í nýja spildu, landnr. 216105. Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
3.3. Hallstún.
Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um landskipti úr landi Hallstúns, landnr. 203602 í þrjár nýjar spildur, landnr. 203907, 203908, 203909. Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
- Þriggja ára áætlun, síðari umræða:
Áætlunin gerir ekki ráð fyrir árlegri hækkun tekna og gjalda frá fjárhagsáætlun 2008. Gert er ráð fyrir að verja sem nemur 742 milljónir kr. til framkvæmda og fjárfestinga.
Áætlunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum D-lista, 3 sitja hjá af B-lista.
- Álagsgreiðslur kennara:
Fulltrúar B-lista.
Bókun: ,,Það kemur fram í könnun 9.4.2008, sem Capacent gerði á launum kennara, að grunnskólakennarar í KÍ, er lægst launaða kennarastéttin. Við viljum leggja til að gerð verði könnun á launum starfsmanna sveitarfélagsins og þeim stéttum sem hallað er á verði bætt það upp með eingreiðslu þetta árið.
Mörg sveitarfélög hafa gert slíkar leiðréttingar.”
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon og Ólafur Elvar Júlíusson
Tillaga D- lista
,,Í ljósi þess að kjaraviðræður eru framundan milli Launanefndar sveitarfélag og samningarnefndar Félags grunnskólakennara, telur sveitarstjórn rétt að hafna erindinu”.
Tillagan er borin upp til atkvæða og samþykkt með fjórum atkvæðum D- lista, fulltrúar B- lista sitja hjá.
- Öldur III, framkvæmdaáætlun:
Sveitarstjórn samþykkir heimild til handa sveitarstjóra að setja í útboð gatna- og stígagerð í Öldum III, Hellu. Verkinu skal vera áfangaskipt í þrjá áfanga en þó skal því lokið á árinu 2009.
Samþykkt samhljóða.
- Lántaka vegna 2007:
Sveitarstjórn samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100 milljónir króna. Lánið er með einum gjalddaga, þann 30. maí 2008. Jafnframt er Erni Þórðarsyni, kt 040461-4779 heimilt að undirrita gögn er lúta að lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða.
- Hlymdalir ehf. og Trésmiðja Ingólfs ehf., vegna lóðaumsóknar:
Tekin er jafnframt til afgreiðslu liður 2.3. Hreppsráð, 25. fundur, 3 apríl 2008.
Tillaga undir lið 8 á fundi 25. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra:
Með vísan í 8. grein úthlutunarreglna lóða Rangárþings ytra leggja undirrituð til að lóð nr. 18 við Dynskála á Hellu verði úthlutað til Hlymdala ehf. kt. 440106-1290. Öðrum umsækjendum verði vísað á nýjar lóðir sem eru í skipulagsferli austar við Dynskála á Hellu.
Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir,
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum D lista, einn er á móti ( ÓEJ), tveir sitja hjá (KM) (GÞ).
Bókun B-lista vegna úthlutunar á athafnalóð að Dynskálum 18 til handa Hlymdölum ehf.
Fulltúrar B-lista vilja benda á það að umrædd lóð er skráð sem athafnalóð á aðalskipulagi en ekki sem iðnaðarlóð eingöngu eins og Hlymdalir ehf. sækja klárlega um.
Framkvæmdatími er ekki tilgreindur á upphaflegri umsókn frá Hlymdölum ehf. sem lögð var til grundvallar að dregið yrði um lóðina.
Því telja fulltrúar B-lista að umsókn Keflvíkings ehf. gangi lengra. Í því tilfelli er sótt um iðnaðar- og verslunarlóð og framkvæmdatími tilgreindur.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon og Ólafur Elvar Júlíusson.
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar B-lista við úthlutun á lóð nr. 18 við Dynskála á Hellu:
Í bréfi frá Hlymdölum ehf. kemur fram að áætlað sé að starfssemi sé komin í húsið haustið 2008. Áætlaður byggingartími Keflvíkings ehf. er tilgreindur 1 ár. Það getur því ekki talist rétt að umsókn Keflvíkings ehf. gangi lengra að þessu leyti. Þá er rétt að benda á að Hlymdalir ehf. taka fram hvernig húsgerð fyrirtækið hyggst byggja. Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá Keflvíkingi ehf.
Fulltrúar D-lista fagna áhuga fyrirtækja á að setja sig niður í sveitarfélaginu og ljóst að allir umsækjendur munu hafa möguleika á lóð fyrir starfssemi sína innan skamms þegar skipulagsferli nýrra lóða verður lokið.
Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir
Sveitarstjóri leggur fram tillögu
,,Að skipuð verði þriggja manna nefnd til að fara yfir úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra.”
Samþykkt er að vísa afgreiðslu á tillögu sveitarstjóra undir lið 20. Samþykkt samhljóða.
- Erindisbréf samgöngunefndar:
Sveitarstjórn samþykkir , erindisbréf samgöngunefndar, öðlast erindisbréfið nú þegar gildi. Samþykkt samhljóða.
- Vanhæfi sveitarstjórnarmanns:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra felst á beiðni sveitarstjórnarmanns og mun eftirleiðis gæta þess að varamaður verði boðaður í hans stað, beri svo við.
Samþykkt samhljóða.
- Héraðsáætlanir Landgræðslunnar:
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
- Athugasemdir við deiliskipulagsbreytingu í Seltúni á Hellu og Strönd:
Athugasemdum er vísað til skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsstofnun, deiliskipulag við Öldur III:
Sveitarstjóra falið að auglýsa deiliskipulag íbúðarsvæðis Öldur III, Hellu. Í B- deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.
- Jöfnunarsjóður, áætlun um úthlutun 2008:
Til kynningar.
- Umsóknir um styrki til viðhalds á styrkvegum:
Til kynningar.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
16.1. Skólahreysti, umsókn um styrk.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Skólahreysti um 50 þús. kr. og er kostnaði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
16.2. Tónlistarskóli Rangæinga, styrkur vegna menningarferðar.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Tónlistarskólann vegna menningarferðar sem nemur sínum hlut, enda eru samstarfssveitarfélögin búin að greiða sinn hlut. og er kostnaði vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
16.3. Vorskemmtun kóra í Rangárvallasýslu, styrkur vegna húsaleigu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk fyrir hluta Rangárþings ytra í húsaleigu 18. apríl n.k.
16.4. Sumar í Odda, tónleikaröðin, styrkbeiðni.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja kirkjukóra Odda- og Þykkvabæjarkirkna um 100 þús. kr. vegna tónleikaraðarinnar “ Sumar í Odda”. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn vill benda umsækjanda á menningarráð Suðurlands. Samþykkt samhljóða.
16.5. Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf., aðalfundur.
Sveitarstjórn tilnefnir Örn Þórðarson sem fulltrúa sinn á aðalfundi Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. og að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
16.6. Eignarhaldsfélag Suðurlands hf. aðalfundur.
Sveitarstjórn tilnefnir Ingvar Pétur Guðbjörnsson sem fulltrúa sinn á aðalfundi Eignarhaldsfélag Suðurlands hf. og að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
16.7. Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., aðalfundur.
Til kynningar.
16.8. Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga.
Til kynningar.
16.9. Dagur umhverfisins 2008.
Erindinu vísað til umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða
16.10. Umsókn um styrk vegna ferðar á Norðurlandamót í hópfimleikum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 45. þús. kr. í styrk vegna ofangreindar ferðar.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
17.1. Sól á Suðurlandi, vegna málþings.
Vísað til samráðsfundar sveitarfélaga.
17.2. Menningarráð Suðurlands, styrkúthlutun.
17.3. Lýðheilsustöð, svör leik- og grunnskólastjóra við könnun á aðstæðum.
17.4. Úrvinnslusjóður breytt fyrirkomulag varðandi greiðslu fyrir meðferð flokkaðs úrgangs.
17.5. Samgönguráðuneytið, skilafrestur þriggja ára áætlana.
17.6. Sýslumaðurinn Hvolsvelli, drög að samstarfssamningi við björgunarsveitir og uppbyggingu stjórnstöðva.
17.7. Menntamálaráðuneytið, lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum.
17.8. Umsókn um starfsleyfi fyrir leikskóla í Þykkvabæ.
17.9. Samband íslenskra sveitarfélaga, drög að umsögnum um frumvörp til skipulagslaga og laga um mannvirki.
- Þinglýst skjöl frá Sýslumanni á Hvolsvelli:
Til kynningar.
- Rýmkun á lóð við Þrúðvang 36a:
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða.
- Samþykkt um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra:
Tekin er jafnframt til afgreiðslu tillaga sveitarstjóra frá 8. lið hér að ofan
,,Að skipuð verði þriggja manna nefnd til að fara yfir úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra.”
Jafnframt verði nefndinni falið að endurskoða samþykktir um stjórn og fundarsköp Rangárþings ytra. Í nefndina eru skipaðir Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Ólafur Elvar Júlíusson.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17.50.
Þorgils Torfi Jónsson
oddviti
Ingvar Pétur Guðbjörnsson Ólafur Elvar Júlíusson
Sigurbjartur Pálsson Guðfinna Þorvaldsdóttir
Helga Fjóla Guðnadóttir Kjartan Magnússon
Örn Þórðarson Indriði Indriðason,
sveitarstjóri fjármálastjóri