Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Leiðrétt
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 15. maí. 2008, kl. 13.00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Gísli Stefánsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð.
Oddviti lagði til eftirfarandi breytingar á auglýstri dagskrá: Bætast við eftirfarandi liðir 1.17., Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 13. fundur, 9.apríl 2008., 1.18., Forstöðumannafundur, 7 maí 2008., 2.3., Holtsmúli, Kaldakinn og Selás, sameining spildna. 2.4., Smáratún, sameining spildna. 15.4., Stúlknakórinn Hekla.16., Samningar við Intrum, 17., Kjarasamningsumboð Launanefndar sveitarfélaga, 18., Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga. 19. Ráðningarsamningur skrifstofustjóra og starfslýsing. 20., Grenjaskyttur. og liður 21., Fyrirspurnir frá B- lista, vegna uppsagna starfsmanna sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða
- Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:
1.1. Hreppsráð, 26. fundur, 23. apríl 2008.
Afgreiðsla á liðum 56 og 7 í fundargerð hreppsráðs er tekin til sér umfjöllunar að öðru leyti er fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða samhljóða.
1.2. Skipulagsnefnd, 5. fundur, 13. desember 2007.
Fundargerðin er staðfest og heimild til að auglýsa aðal-og deiliskipulag.
Samþykkt með fjórum atkvæðum D- lista, þrír fulltrúar B-lista sitja hjá.
1.3. Skipulagsnefnd, 9. fundur, 14. apríl 2008.
Bókun B-lista vegna fundargerðar skipulagsnefndar 14.apríl 2008 á aðalskipulagi vegna stækkunar á frístundabyggð í landi Merkihvols.
Við undirrituð teljum að það þurfi að kanna til hlýtar vatnstökusvæði í næsta nágrenni, áður en hægt er að samþykkja stækkun á frístundabyggð í landi Merkihvols. Með því er átt við að það sama verði látið ganga yfir það landsvæði og önnur sem liggja að hugsanlegum vatnstökusvæðum.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar B-lista vegna fundargerðar skipulagsnefndar frá 14. apríl 2008 þar sem fjallað er um skipulagsbreytingu á Merkihvoli á Landi.
Fulltrúar D-lista ítreka að málefni vatnsverndar hafa verið til skoðunar hjá færustu sérfræðingum landsins til nokkurs tíma og það eiga fulltrúar B-listans að vita fullvel. Því verður að undrast framlagða bókun og vandræðagang framsóknarmanna. Núverandi vatnsverndarsvæði á samþykktu aðalskipulagi byggir m.a. á niðurstöðum umræddra sérfræðinga. Það skipulagssvæði sem hér um ræðir er ekki skilgreint sem vatnsverndarsvæði á núgildandi aðalskipulagi.
Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Gísli Stefánsson.
Bókun B-lista vegna bókunar D-lista um lið 1.3. Merkihvoll..
Við gerum athugasemd við orðalag bókunar D-lista en þar kemur fram í texta... framsóknarmanna og viljum við árétta að fulltrúar eru frá B-lista framsóknar og óháðra.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Bókun B-lista vegna fundargerðar skipulagsnefndar, 14. apríl 2008., um aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar á sorpförgunarsvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. Í landi Strandar ásamt iðnaðarsvæði fyrir kjúklingaeldhús í landi Strandar.
Við undirrituð fulltrúar viljum lýsa andstöðu okkar við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulaginu og getum ekki fallist á að hafa á sama svæði sorpförgunarstöð og kjúklingaeldishús/matvælaframleiðslu. Við skorum á meirihluta sveitarstjórnar að taka tillit til þessa og kanna aðra möguleika í stöðunni.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar B-lista vegna fundargerðar skipulagsnefndar frá 14. apríl 2008 þar sem fjallað er um aðalskipulagsbreytingar á Strönd á Rangárvöllum.
Frá því að málið kom til skoðunar hafa nokkrir staðir verið skoðaðir og eftir þá skoðun var niðurstaðan að fara þá leið sem hér er til umfjöllunar. Þessi leið er í samræmi við gildandi reglur og rekstur Sorpstöðvar og umrætt iðnaðarsvæði mun ekki rekast á. Fulltrúar D-listans hafa skoðað málið gaumgæfilega. Fyrir liggur ósk frá jarðareigendum og íbúum á Rangárvöllum um fund með sveitarstjórn. D-listinn hyggst verða við þeirri ósk íbúanna og væntir þátttöku fulltrúa B-listans á þeim fundi einnig. Dapurlegt er að fulltrúar B-listans skuli ekki hafa neitt annað til málanna að leggja á þessu stig en að “skoða málið”, þó þeir ættu að hafa haft nægan tíma til að finna aðrar lausnir á málinu.
Bókun B-lista vegna bókunar D-lista um aðalskipulagsbreytingar á Strönd.
Fulltrúar B-lista taka undir mótmæli og áhyggjur sem bárust frá a.m.k. 24, aðilum sem eiga land að Strönd eða hafa hagsmuna að gæta. B-listinn er tilbúinn að taka þátt í fundi með íbúum til að finna aðra lausn á málinu sem allir geta sætt sig við..
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Fundargerðin er staðfest. Samþykkt með fjórum atkvæðum D- lista, þrír fulltrúar B- lista sitja hjá.
1.4. Félagsmálanefnd, 10. fundur, 6. maí 2008.
Fundargerðin er staðfest, samþykkt samhljóða.
- Samráðsnefnd um starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, 3. fundur, 28. apríl 2008.
Til kynningar.
Bókun og fyrirspurn B-lista varðandi uppsagnar Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sem sagði upp vegna faglegs ágreinings við sveitarstjóra og einnig er óskað svara varðandi félagsmiðstöðina á Hellu.
- Við óskum eftir skýringum á því í hverju nefndur faglegur ágreiningur er fólginn
- Er Íþrótta- og æskulýðsfulltrúan ekki fagaðilinn og var honum ekki falið að móta starfið?
- Í hverju felst faglegt álit og vald sveitarstjóra gagnvart fulltrúanum?
- Hver er staðan núna varðandi félagsmiðstöðina, þar sem búið er að segja upp starfsmönnum og Íþrótta-og æskulýðsfulltrúinn sem átti að vera yfir félagsmiðstöðinni hefur sagt upp störfum.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Bókun B- lista.
Við viljum hvetja meirihlutann til að taka á þessu máli og auglýsa strax eftir starfsfólki, ef ekki semst við núverandi starfsfólk. Einnig að hafa skýra starfslýsingu og verksvið starfsmanna, til að hægt sé að vinna markvisst að þessum málum öllum til heilla.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar fulltrúa B-listans um uppsögn íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og um félagsmiðstöðina á Hellu.
Fulltrúar D-listans eru fullmeðvitaðir um stöðu mála og hafa áform uppi um að ráða fólk til að sinna málefnum félagsmiðstöðvarinnar næsta vetur. Nú þegar er unnið að undirbúningi ráðninganna undir staðfastri forystu fulltrúa D-listans í sveitarstjórn Rangárþings ytra.
Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Gísli Stefánsson.
Svar sveitarstjóra varðandi uppsagnir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa
Sveitarstjóri telur sig hafa endurspeglað sjónarmið sem fram hafa komið á sveitarstjórnarfundum og samráðsfundum sveitarfélaga sem staðið hafa að verkefninu um íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Á þeim fundum hafa sveitarstjórnarmenn viðrað skoðanir sínar á faglegum áherslum i starfi fulltrúans. Um það ætti fulltrúum B-listans að vera fullkunnugt um, enda sátu þeir umrædda fundi.
Í sveitarstjórnarlögum er staða og ábyrgð sveitarstjóra gagnvart undirmönnum skýrð.
Hvað varðar starfssemi félagsmiðstöðvarinnar þá eru starfsmannamál í skoðun.
Örn Þórðarson.
1.6. Fundur oddvita og sveitarstjóra Ása-, Skeiða-, og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra, 29. apríl 2008.
Til Fundargerðin er staðfest. Samþykkt samhljóða.
1.7. Fundur sveitarstjórna Ása-, Skeiða-, og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra, 29. apríl 2008.
Til kynningar.
1.8. Foreldraráð Laugalandsskóla, 1. apríl 2008.
Til kynningar.
1.9. Aðalskipulag 2008- 2020, vinnufundur, 19. apríl 2008.
Til kynningar.
1.10 Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., aðalfundur 15. apríl 2008, með ársreikningi og starfsyfirliti 2007.
Til kynningar.
1.11. Húsakynni bs., ársreikningur 2007.
Til kynningar.
1.12. Skólaskrifstofa Suðurlands, 274. fundur, 21 apríl 2008.
Til kynningar.
1.13. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 274. fundur, 28 apríl 2008.
Til kynningar.
1.14. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 275. fundur, 28 apríl 2008.
Til kynningar.
1.15. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 108. fundur, 22. apríl 2008.
Til kynningar.
1.16. Samband Íslenskra sveitarfélaga, 753. fundur, 25. apríl 2008.
Til kynningar.
1.17. Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 13. fundur, 9.apríl 2008.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
1.18. Forstöðumannafundur, 7 maí 2008.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
2.1. Gaddstaðir nr. 14 og 15, stofnun lögbýlis.
Hreppsnefnd hafnar erindinu, þar sem umrætt svæði er skilgreint sem frístundarbyggð í aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða.
2.2. Stóru Vellir, landnúmer 207661 og 205460, stofnun lögbýlis.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en afgreiðslu frestað, og óskað eftir frekari gögnum.
Samþykkt samhljóða.
2.3. Holtsmúli, Kaldakinn og Selás, sameining spildna.
Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða.
2.4. Smáratún, sameining spildna.
Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um sameiningu spildna úr landi í landi Smáratúns, landnr. 203097 og Miðkots, landnr. 165405 og landnr. 202214.
Ekki er gerð athugasemd við sameiningu framangreindra spildna úr landi Smáratúns og Miðkots.
Samþykkt samhljóða.
- Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., gjaldskrárbreyting:
Gjaldskráin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Öldur III, útboð, verðtrygging tilboða:
Til kynningar.
- Vegagerðin, vegna mótmæla við aflagningu vegar milli Sandhólaferju og Háfs:
Lagt fram svarbréf svæðisstjóra Vegagerðar ríkisins, suðursvæði.
Sveitarstjórn undrast svar svæðisstjóra suðursvæðis og hafnar algjörlega sjónarmiðum svæðisstjóra er koma fram í svari hans. Sveitarstjórn telur umræddan veg milli Sandhólaferju og Háfs nauðsynlega samgönguleið sem byggja þurfi upp nú þegar. Sveitarstjóra er falið að svar bréfinu, og senda afrit af svari til ráðherra samgöngumála og þingmanna kjördæmisins.
Samþykkt samhljóða.
- Keflvíkingur, vegna afgreiðslu á umsókn um lóð nr. 18 við Dynskála á Hellu:
Lagt er fram svar frá sveitarstjóra til bréfritara.
- Þjónustusamningur við Vinnumálastofnun:
Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða.
- Gatnagerð á Lækjarbraut og lækkun hámarkshraða við Rauðalæk:
Sveitarstjóra og oddvita er falið að ræða við bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
- Trúnaðarmál:
Fært í trúnaðarmálabók.
- Skólaakstur, með vísan í 5. lið 26. fundar hreppsráðs:
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir vék af fundi
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu, en leggur til að endurskoðun verði á umsömdum greiðslum vegna skólaaksturs fyrir næsta skólaár.
Samþykkt Samhljóða.
- Félagsmiðstöð á Hellu, með vísan í 7. lið 26. fundar hreppsráðs:
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tók sæti að nýju.
Til afgreiðslu er tillaga frá B-lista sem vísað var til hreppsnefndar frá hreppsráði sbr. 7 lið. fundargerðar hreppsráðs frá 24. apríl s.l
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum D-lista gegn tveimur atkvæðum B- lista einn sat hjá(MÝS).
- Landgræðsla ríkisins, viðhald afréttargirðingar:
Sveitarstjóra falið að boða fulltrúa Landgræðslu ríkisins til fundar.
Samþykkt samhljóða.Til kynningar.
- Tengibygging Suðurlandsvegi 1 og 3, samkomulag:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og kostnaðarþátttöku er lýtur að tengibyggingu milli Suðurlandsvegar 1 og 3. Er kostnaði sem hlýst af þessu vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn vill árétta að það er ekki markmið sveitafélagsins að eiga og reka fasteignir sem standa utan kjarnastarfsemi, því er stefnt að sölu á eignarhlut sveitarfélagsins.
Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir sitja hjá, (SD) (MÝS).
Bókun B-lista vegna tengibyggingar:
Fulltrúar B-lista telja nauðsynlegt að bæta aðgengi og þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og ferðamenn. Við veltum því upp hvort að þetta sé heppilegur tími núna að ráðast í framkvæmdir upp á tugi milljóna um leið og nauðsynlegt sé að vinna að uppbyggingu bæði leik-og grunnskóla á Hellu ásamt öðrum brýnum verkefnum.
Einnig viljum við að tryggt sé að húsnæðið sem er ætlað til verslunarreksturs verði selt og sveitarfélagið eigi ekki annað húsnæði í tengibyggingunni en sem þarf undir starfsemi þess.
Með því móti sé ekki verið að binda fjármagn í húsnæði, nema sem nýtist fyrir starfsemi á vegum Rangárþings ytra.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar fulltrúa B-lista við 13. lið
Fulltrúar D-lista vilja árétta að umræddar framkvæmdir munu ekki hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu leik- og grunnskóla á Hellu
Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Gísli Stefánsson.
- Akstursgreiðslur vegna nefndarstarfa:
Sveitarstjórn miðar greiðslur og þóknanir vegna aksturs nefndarmanna við 35 gr. laga nr. 45/1998. En þar er kveðið á að greiðslur miðist við akstur frá heimili til fundarstaðar.
Til kynningar.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
15.1. Flugbjörgunarsveitin á Hellu, auglýsingarsamningur vegna torfærukeppni.
Erindinu er hafnað. Samþykkt með fjórum atkvæðum D-lista, fulltrúar B-lista sátu hjá.
15.2. Málþing um fulltrúalýðræði.
Til kynningar.
15.3. Ráðstefna um menningarstefnur sveitarfélaga.
Til kynningar.
- Stúlknakórinn Hekla.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til Stúlknakórsins Heklu og Kirkjukórs Odda- og Þykkvabæjarkirkna á móti húsaleigu í Íþróttarhúsinu Þykkvabæ þann 21. maí n.k.
Samþykkt samhljóða.
- Samningar við Intrum:
Til kynningar
- Kjarasamningsumboð Launanefndar sveitarfélaga:
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að undirrita samkomulagið.
Samþykkt samhljóða.
- Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Lánið er tekið í Evrum og Japönskum jenum til helminga í hvorri mynt. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna endanlega framkvæmdir við leikskóla, grunnskóla og gatnagerð, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Erni Þórðarsyni kt. 040460-4779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings ytra að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða.
Lántaka þessi er gerð til að greiða upp eldri lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
- Ráðningarsamningur skrifstofustjóra og starfslýsing:
Til kynningar
- Grenjaskyttur:
Sveitarstjóra falið að leita eftir samningum við Reyni Þorsteinsson.
Samþykkt samhljóða.
- Fyrirspurnir frá B- lista, vegna uppsagna starfsmanna sveitarfélagsins:
Fyrirspurn frá fulltrúum B-lista vegna uppsagna starfsmanna sveitarfélagsins.
Ýmist hefur starfsmönnum nýlega verið sagt upp eða þeir segja upp og óskast skýring á eftirfarandi spurningum:
1.Forstöðumanni félagsmiðstöðvar var sagt upp og af hvaða ástæðu?
2.Starfsmanni félagsmiðstöðvar var sagt upp og af hvaða ástæðu?
3.Forstöðumaður heimaþjónustu sagði upp störfum og af hvaða ástæðu?
4.Garðyrkjustjóra var boðinn starfslokasamningur og af hvaða ástæðu?
5.Íþrótta-og æskulýðsfulltrúi sagði upp störfum og af hvaða ástæðu?
Við viljum benda á að nauðsynlegt er að halda góðu starfsfólki, sem hefur reynslu og þekkingu og í því felst að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Svar sveitarstjóra vegna fyrirspurnar B-lista um uppsagnir starfsmanna sveitarfélagsins.
1.Vegna skipulagsbreytinga á starfssemi félagsmiðstöðvar.
2.Vegna skipulagsbreytinga á starfssemi félagsmiðstöðvar.
3.Af persónulegum ástæðum.
4.Garðyrkjustjóri sagði upp munnlega. Gerð starfslokasamnings var liður frágangi vegna starfsloka.
5.Vegna faglegs ágreinings við sveitarstjóra.
Starfsmannavelta er hluti af rekstri stórra vinnustaða, sem sveitarfélög eru.
Fulltrúar B-listans hafa ávallt verið upplýstir um stöðu starfsmannamála og af þeim sökum vill sveitarstjóri lýsa yfir furðu sinni með fyrirspurnina sem og framsetningu hennar. Sveitarstjóra er fullljós nauðsyn þess að halda góðu starfsliði sem heldur uppi góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Liður í því er að starfsfólk þróist í starfi og heilbrigð nýliðun starfsmanna með áherslu á menntun, reynslu og færni. Öflug og góð þjónusta er og þarf alltaf að vera meginviðfangsefni starfsmanna allra sveitarfélaga.
Fyrirspurn frá B-lista varðandi vinnuskóla Rangárþings ytra sumarið 2008.
Eins og kom fram í auglýsingu 7.-13.maí 2008 í Búkollu þá er aldurstakmark miðað við unglinga fædda 1994 og fyrr. Óskað er skýringa á þeirri breytingu að unglingum fæddum 1995 skuli ekki standa til boða að sækja vinnuskólann. Það hefur verið venja að 13 ára unglingar geti sótt vinnuskólann og nauðsynlegt þar sem ekki er um aðra valkosti fyrir þann aldurshóp. Leikjanámskeið eru fyrir 6-12 ára.
Einnig ber að taka tillit til þess að 13 ára unglingar geta byrjað snemma að skipuleggja sig og hafa sínar væntingar og því óréttlátt að breyta út frá venju með engum fyrirvara. Nauðsynlegt er að skilja ekki einhvern árgang útundan hvað varðar námskeið, verkefni eða möguleika á vinnu.
Bent er á að nágrannasveitarfélagið Rangárþing eystra býður upp á vinnuskóla fyrir 13 ára unglinga. Við viljum því leggja til að þessu verði breytt þannig að 13 ára unglingar geti einnig sótt vinnuskólann eins og verið hefur hjá sínu sveitarfélagi.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson.
Svar sveitarstjóra við fyrirspurn um vinnuskóla sumarið 2008.
Ákvörðun um aldurstakmark er tekin í samráði við forstöðumann vinnuskóla og byggir á faglegu mati þar sem horft er til vinnuframlegðar nemenda og öryggismála.
Til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18.49.
Þorgils Torfi Jónsson
oddviti
Ingvar Pétur Guðbjörnsson Guðfinna Þorvaldsdóttir
Sigurbjartur Pálsson Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir
Gísli Stefánsson Sigfús Davíðsson
Örn Þórðarson Indriði Indriðason,
sveitarstjóri fjármálastjóri