Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 22. maí. 2008, kl. 13.00.
Mættir: Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Gísli Stefánsson, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, og Kjartan Magnússon. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð og Auðunn Guðjónsson frá KPMG. Forföll boðaði Sigurbjartur Pálsson.
Sveitarstjóri lagði til eftirfarandi breytingar á auglýstri dagskrá: Að við bætist eftirfarandi liðir; 2.3.) Ásamýri, lögbýlisstofnun, 2.4.) Hellar, landskipti, 3.a.) Samstarfsverkefni Ásahrepps og Rangárþings ytra Laugalandi, ársreikningar 2007, 8.9.) Land og saga og 10.) Tilboð Öldur III.
Ennfremur að liðir 3, og 3.a. verði færðir til upphafs fundar.
Samþykkt samhljóða
- Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:
1.1. Hreppsnefnd Rangárþings ytra, 26. fundur, leiðrétt fundargerð.
Í ljósi misritunar í áður staðfestri fundargerð, er tillaga um að staðfesta leiðrétta fundargerð.
Samþykkt samhljóða af þeim fulltrúum sem sátu umræddan fund.
1.2. Byggingarnefnd Rangárvallasýslu, 13. fundur, 14. maí 2008.
Tillaga um að staðfesta fundargerðina í þeim liðum sem snúa að Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.
1.3. Samráðsnefnd um starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, fundur 19. maí 2008.
Til kynningar.
1.4. Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 10. fundur 19. maí 2008.
Til kynningar.
1.5. Samráðsfundur Flóahrepps, Ásahrepps og Rangárþings ytra, vegna vatnsveitumála, 3. mars 2008.
Til kynningar.
1.6. Öldur III, opnunarfundur tilboða, 13. maí 2008
Til kynningar og vísast einnig til 10. liðar.
1.7. Byggingarnefnd grunn- og leikskóla á Hellu, 3. fundur, 21. maí 2008.
Bókun B-lista vegna útboðs á viðbyggingu við leikskólann á Hellu.
B-lista fulltrúar fagna því að skriður er að komast á húsnæðismál leikskólans.
Því miður verðum við B-lista fulltrúar að segja að ekkert af okkur hugmyndum varðandi nýtingu skólareits og lóðar sem sjá má í bókunum á síðustu fundum hefur hlotið náð fyrir augum D-listans.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson
Tillaga um að staðfesta fundargerðina.
Samþykkt samhljóða.
1.8. Ritnefnd byggðasögu Hellu, fundur 21. maí 2008.
Til kynningar.
1.9 Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 276. fundur, 7. maí 2008.
Til kynningar.
1.10. Tún vottunarstofa, aðalfundur 30. apríl 2008.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
2.1. Svínhagi, nafngift RS11 / Víðátta
Erindinu vísað frá í ljósi þess að landið er ekki lögbýli.
Samþykkt samhljóða.
2.2. Stóru Vellir, landnúmer 207661 og 205460, stofnun lögbýlis, áður frestaðri afgreiðslu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á umræddum landskikum.
Samþykkt samhljóða.
2.3. Ásamýri, landnúmer 172892, stofnun lögbýlis.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis í Ásamýri, landnúmer 172892.
Samþykkt samhljóða.
2.4. Hellar, landnúmer 212072, landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin, þar sem stofnaðar eru 22 lóðir, lóð 1 til 22, með landnúmer frá 216224 til 216245, öllum skipt úr upprunalandi 212072. Stærðir lóðanna eru á bilinu 12.800 – 58.000 fm.
Samþykkt samhljóða.
- Ársreikningar sveitarfélagsins 2007, fyrri umræða:
Ársreikningar sveitarfélagsins 2007 lagðir fram til kynningar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Auðunn Guðjónsson endurskoðandi KPMG gerði grein fyrir helstu stærðum.
Afgreiðslu vísað til síðari umræðu sem verður 5. júní 2008, kl. 8:00.
3.a. Ársreikningar 2007 fyrir samstarfsverkefna Ásahrepps og Rangárþings ytra, Lauglandi, fyrri umræða:
Ársreikningar samstarfsverkefnanna lagðir fram til kynningar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Auðunn Guðjónsson endurskoðandi KPMG gerði grein fyrir helstu stærðum.
Afgreiðslu vísað til síðari umræðu sem verður 5. júní 2008, kl. 8:00.
- Trúnaðarmál:
Afgreiðslu færð í trúnaðarmálabók.
- Landgræðsla ríkisins; vegna frágangs á æfingasvæði í landi Grafar:
Sveitarstjóra falið að ræða við forsvarmann Landgræðslu ríkisins.
Samþykkt samhljóða.
- Gangstéttamál:
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
Samþykkt samhljóða.
- Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð:
Til kynningar.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
8.1. Ungmennafélagið Hekla, auglýsingasamningur vegna 100 ára afmælis.
Tillaga um að vísa styrktarmálum ungmennafélagsins til íþrótta- og æskulýðsnefndar til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.
8.2. Fræðslunet Suðurlands, auglýsingar og styrktarlína.
Tillaga um að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.
8.3. Tónsmiðjan, fjárhagslegur stuðningur.
Tillaga um að hafna erindinu.
Samþykkt samhljóða.
8.4. Pokasjóður, styrkúthlutun.
Til kynningar.
8.5. Landskerfi bókasafna, aðalfundur.
Til kynningar.
8.6. Vinnuvernd, áhættumat á vinnustöðum.
Til kynningar.
8.7. Kristbjörg Ágústsdóttir, vegna lokaverkefnis í meistaranámi.
Til kynningar.
8.8. Swiss International Holiday Exhibition, invitation.
Til kynningar.
8.9. Land og saga, kynning á Suðurlandi.
Tillaga um að taka þátt í verkefninu fyrir kr. 25.000,-.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
9.1. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, vegna fjarskiptastöðvar í Gunnarsholti.
9.2. Samband íslenskra sveitarfélaga; a) umsögn um frv. til laga um skráningu og mat fasteigna, b) skýrsla um skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum og c) vegna innheimtu lóðaleigu af heilbrigðisstofnunum.
9.3. Ásahreppur; a) Hágöngumiðlun flóðvar, b) vegna skólaaksturs og c) vegna niðurfellingar húsaleigu.
Bókun B-lista er varðar beiðni skólabílstjóra vegna hækkana á eldsneyti.
Í ljósi þess að óvenju mikil hækkun hefur verið á eldsneytisverði skólaárið 2007-2008, þá vilja undirrituð að tekið verði tillit til þess þegar áður ákveðin, endurskoðun á umsömdum greiðslum vegna skólaaksturs fer fram.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan G Magnússon, Ólafur E Júlíusson
9.4. Framkvæmdanefnd sveitarfélaga við Þjórsá.
9.5. Foss, félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi; a) áskorun aðalfundar og b) vegna uppsagnar Bjarna Jóhannssonar.
9.6. Fornleifavernd ríkisins; a) Leirubakki og b) Merkihvol.
9.7. Alþingi; þingályktunartillaga um framkvæmdaáætlun um barnaverndarmál.
9.8. Menntamálaráðuneytið; a) dagsetningar samræmdra prófa vorið 2009 og b) niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2007 framhaldsskólanemar.
9.9. Samgönguráðuneytið; a) skil ársreikninga 2007, b) Jöfnunarsjóður, lengd viðvera fatlaðra grunnskólabarna og c) Jöfnunarsjóður, vegna nýbúafræðslu 2008.
9.10. Félags- og tryggingarmálaráðuneytið; dagur barnsins.
9.11. Orlof húsmæðra Árnes og Rangárvallasýslu.
- Tilboð Öldur III:
Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá Þjótandi ehf. að upphæð kr. 146.634.900,-
Samþykkt með fjórum atkvæðum (þtj, ipg, hfg. gs), þrír sitja hjá (óej, gþ og km).
- Þinglýst skjöl frá Sýslumanni á Hvolsvelli:
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16.17
Þorgils Torfi Jónsson
Oddviti
Ingvar Pétur Guðbjörnsson Guðfinna Þorvaldsdóttir
Gísli Stefánsson Ólafur E. Júlíusson
Helga Fjóla Guðnadóttir Kjartan Magnússon
Örn Þórðarson
Sveitarstjóri