29. fundur 10. júlí 2008

 

 

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 10. júlí. 2008, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson oddviti, Þórhallur Jón Svavarsson, Gísli Stefánsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, og Sigfús Davíðsson. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri, og Indriði Indriðason, fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir hafa boðað forföll: Sigurbjartur Pálsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Kjartan Magnússon, Ólafur Elvar Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Þorbergur Albertsson.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar eða kynningar:

1.1. Hreppsráð, 27. fundur, 19. Júní 2008.

Fundargerðin er staðfest, fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar er vísað til liðar 1.21.

Samþykkt samhljóða samhljóða.

1.2. Hreppsráð, 28. fundur, 26. júní 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

1.3. Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps; 18. fundur, 1. júlí 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd; 15. fundur, 26. júní 2008.

Fundargerðin er staðfest, varðandi 3. lið. þá er sveitarstjóra falið að auglýsa stöðu Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í samráði við formann íþrótta- og æskulýðsnefndar. Hvað varðar 5. lið, er sveitarstjóra falið að afla gagna um málið.

Samþykkt samhljóða.

  • Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps; fundur 24. júní 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt með fimm atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

  • Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar; 7. fundur 23. júní 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

1.7. Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar; stjórnarfundur, 25. júní 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

1.8. Félagsþjónusta Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu; 11. fundur 5. júní 2008.

Til kynningar.

1.9. Félagsþjónusta Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu; aðalfundur 12. júní 2008.

Til kynningar.

1.10 Tónlistarskóli Rangæinga; 116. fundur, 6. júní 2008, ásamt niðurstöðum úr viðtölum Intellecta.

Til kynningar.

1.11. Bókasafnsnefnd Bókasafnsins á Laugalandi; 9. júní 2008.

Til kynningar.

1.12. Foreldraráð Laugalandsskóla, 5. maí 2008.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3; 1. og 2. fundur með hönnuðum tengibyggingar, 28. maí og 12. júní. 2008.

Til kynningar.

1.14. SASS; 414. fundur, 4. júní 2008.

Til kynningar.

1.15. Skólaskrifstofa Suðurlands; 105. fundur, 16. júní 2008.

Til kynningar.

1.16. Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 110. fundur, 6. júní 2008.

Til kynningar.

1.17. Sorpstöð Suðurlands; 158. fundur, 24. júní 2008.

Til kynningar.

1.18. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands; 277. fundur, 2. júlí 2008.

Til kynningar.

1.19. Samband íslenskra sveitarfélaga 755. fundur, 27.júní 2008.

Til kynningar.

1.20. Byggingarnefnd Rangárþings bs., 15. fundur 9. júlí 2008.

Fundargerðin er staðfest að þeim hluta er lýtur að Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

1.21. Skipulagsnefnd 10. fundur 4. júní 2008.

Hreppsnefnd vill árétta að ekki eru uppi hugmyndir um að hreyfa við stöðuleyfi húsanna við Seltún 2,4 og 6.

Fundargerðin er staðfest að þeim hluta er lýtur að Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:

2.1. Tjarnarlækur, stofnun lögbýlis.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis né að nafn þess verði Tjarnarlækur.

Samþykkt samhljóða.

2.2. Ægissíða 1 landskipti.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar á landskiptum úr landi Ægissíðu 1 landnr. 165446, í nýja spildu landnr. 216694.

Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.

Samþykkt samhljóða.

2.3. Bjálmholt, landskipti.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar á landskiptum úr landi Bjálmholts landnr. 165072, í nýja spildu landnr. 216674.

Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.

Samþykkt samhljóða.

2.4. Holtsmúli 1, landskipti.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um landskipti úr landi Holtsmúla 1, land A landnr. 164979, í nýja spildu landnr. 216468 og landskipti úr landi Holtsmúla 1 land B landnr. 164979, í nýja spildu landnr. 216469.

Ekki er gerð athugasemd við landskiptin.

Samþykkt samhljóða.

  1. Kosningar í embætti sveitarstjórnar til eins árs:

Kjör oddvita til eins árs: Eftirfarandi tillaga lögð fram um kjör oddvita:
Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, 850 Hellu, verði oddviti 2008 - 2009.

Samþykkt samhljóða.

Kjör varaoddvita til eins árs: Eftirfarandi tillaga lögð fram um kjör varaoddvita:

Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Kornbrekkum, 851 Hellu, verði varaoddviti 2008 - 2009.

Samþykkt samhljóða.

Kjör hreppsráðs til eins árs: Lögð fram tillaga um að eftirtaldir hreppsnefndarfulltrúar skipi hreppsráð 2008 2009:

Aðalmenn:

Sigurbjartur Pálsson, Skarði, Þykkvabæ, 851 Hella

Ingvar P. Guðbjörnsson, Kornbrekkum, 851 Hella

Ólafur Elvar Júlíusson, Nestúni 1, 850 Hella

Samþykkt samhljóða.

Til vara:

Þorgils Torfi Jónsson, Freyvangi 6, 850 Hella

Helga Fjóla Guðnadóttir, Skarði, Landsveit, 851 Hella

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Saurbæ, 851 Hella

Samþykkt samhljóða.

Kjör formanns og varaformanns hreppsráðs til eins árs: Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Sigurbjartur Pálsson, Skarði, Þykkvabæ, 851 Hella, verði formaður 2008 - 2009.

Ingvar P. Guðbjörnsson, Kornbrekkum, 851 Hella, verði varaformaður 2008 - 2009.
Samþykkt samhljóða.

  1. Sumarorlof hreppsnefndar og umboð hreppsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála:

Lagt er til að hreppsnefnd geri hlé á reglulegum fundahöldum á tímabilinu 11. júlí til og með 11. ágúst 2008.
Jafnframt er lagt til að hreppsráði verði veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan hreppsnefnd er í fundahléi frá 11. júlí til 11. ágúst 2008.
Samþykkt samhljóða..

  1. Landsmót hestamanna 2008:

Sveitarstjóri gerði munnlega grein fyrir aðkomu sveitarfélagsins að landsmótinu. Samningur um starfrækslu upplýsingamiðstöð á landsmóti er staðfestur.

Samþykkt samhljóða.

  1. Mótmæli við erindi um sameiningu á spildum úr landi Köldukinnar, Seláss og Holtsmúla, landnr. 204508, 176857 og 201035:

Lagt fram til kynningar vegna ágreinings um landamerki.

  1. Vaskur á bakka, erindi vegna minkaveiða:

Sveitarstjóra falið að leita eftir samkomulagi við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ferð skólastjóra á SETT ráðstefnuna 2008:

Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Leyfi fyrir skála við Álftavatn, með vísan í 11. lið 24. fundar hreppsnefndar:

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til byggingarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Söguritun Hellu:

Hreppsnefnd samþykkir að fela sveitarstjóra að semja við Ingibjörgu Ólafsdóttur að ritstýra verkinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Þjórsá sem varnarlína dýrasjúkdóma:

Til kynningar.

  1. Starfslokasamningur skrifstofustjóra:

Samningurinn er staðfestur.

Samþykkt með fjórum atkvæðum D lista, tveir fulltrúar B lista sitja hjá.(GÞ, SD)..

  1. Vegagerðin, vegna mótmæla við aflagningu vegar milli Sandhólferju og Háfs:

Til kynningar.

  1. Vegargerðin, úthlutun til endurbóta á vegum í sveitafélaginu:

Til kynningar.

  1. Nefnd um vist- og meðferðarheimili, vegna gagnaöflunar:

Sveitarstjóra er falið að sinna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fornleifavernd ríkisins, fjárstuðningur vegna viðgerða á Fjárhelli á Ægissíðu:

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk allt að 400 þús. kr. til að klára verkið. Kostnaði er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

  1. Kartöfluverksmiðjan Þykkvabæ, arðgreiðsla:

Til kynningar.

  1. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, eftirlit í sundlauginni á Hellu:

Til kynningar.

  1. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, niðurstöður baðvatnssýna:

Til kynningar.

  1. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, vegna starfsleyfis:

Til kynningar. Til kynningar.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

21.1. Menntaþing 2008.

Til kynningar.

21.2. Netríkið Ísland, niðurstöður úttektar.

Til kynningar.

21.3. Saman hópurinn, sumarhvatning.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila Saman hópnum að hengja upp auglýsingu á skrifstofu sveitarfélagsins, jafnframt að koma upp tengli á heimasíðu sveitarfélagsins í ákveðin tíma.

Samþykkt samhljóða.

21.4. Styrktarsjóður EBÍ. 2008.

Sveitarstjóra er falið að sækja um í Styrktarsjóð EBÍ vegna uppbyggingar á Gaddstaðaflötum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Annað efni til kynningar:

22.1. Forvarnarverkefni 10. bekkjar.

Til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

22.2. Ásahreppur, samþykki vegna friðlýsingar á landsvæði vegna stofnunar þjóðgarðs á Vatnajökli.

Til kynningar.

22.3. Fjárlaganefnd Alþingis, heimsókn.

Til kynningar.

22.4. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, vegna styrkleikagreiningar í sveitafélögum við Þjórsá.

Til kynningar.

22.5. Fasteignamat ríkisins, tilkynninga um fyrirhugað brúnabótarmat.

Til kynningar.

22.6. Brunamálastofnun, ársskýrsla 2007

Til kynningar.

22.7. Varasjóður húsnæðismála, árskýrsla 2007.

Til kynningar.

  1. Þinglýst skjöl frá Sýslumanni á Hvolsvelli:

Enginn erindi hafa borist.

  1. Gatnagerðargjöld, með vísan í 10. lið 27. fundar hreppsnefndar:

Vísað til næsta hreppsráðsfundar.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 16.40.

Þorgils Torfi Jónsson

oddviti

 

 

Helga Fjóla Guðnadóttir Guðfinna Þorvaldsdóttir

 

 

Gísli Stefánsson Sigfús Davíðsson

 

 

Þórhallur Jón Svavarsson

 

 

Örn Þórðarson Indriði Indriðason,

sveitarstjóri fjármálastjóri