31. fundur 11. september 2008

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 11. september. 2008, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Gísli Stefánsson. Einnig tók Þórhallur Svavarsson sæti áfundinum undir liðum vegna vanhæfis annarra fundarmanna. Að auki sátu fundinn Örn Þórðarson, sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir aðilar boðuðu forföll: Sigurbjartur Pálsson og Ólafur Elvar Júlíusson

Við bætast liðir nr. 1.17. Suðurlandsvegur 1- 3, . hönnunarfundur, 1.18. Fundur með skólabílstjórum, 3 fundur, 10. september. 1.19. Rangárvallarafréttur.1.20 Minnispunktar frá fundi skólabílstjóra, oddvita Ásahrepps og sveitarstjóra Rangárþings ytra á Laugalandi, 11. september 2008.

Guðjón Ægir Sigurjónsson, lögfræðingur, Málflutningsstofan, situr fundinn undir A lið dagskrá og skýrir lögfræðilegt álit.

  1. Gatnagerðargjöld, með vísan í 10. lið 28. fundar hreppsnefndar.

Þorgils Torfi Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis. Þórhallur Svavarsson tók sæti í hans stað. Við fundarstjórn tók Ingvar Pétur Guðbjörnsson, varaoddviti.

Lagt til að lögð verði gatnagerðargjöld á aðra aðila en hér um ræðir neðan þjóðvegar við Suðurlandsveg og við Rangárbakka. Fallist er á lögfræðileg rök sem fram komu í umfjöllun um málið.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, Einn var á móti (GÞ), tveir sitja hjá (MÝS) (KM).

Þorgils Torfi Jónsson tekur aftur sæti á fundinum.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð; 31. fundur, 8. ágúst 2008

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Hreppsráð; 32. fundur, 28. ágúst 2008

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd; 17. fundur, 1. september 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Fjallskiladeild Landmannaafréttar, 13. nóvember 2007

Til kynningar.

  • Fjallskiladeild Landmannaafréttar, 1. september 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Lóðakaup á Helluflugvelli, fundur 28. ágúst 2008.

Til kynningar.

  • Lóðakaup á Helluflugvelli, fundur 5. september 2008.

Til kynningar.

  • Öldur III, 2. verkfundur, 19. ágúst 2008.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 111. fundur, 26. ágúst 2008.

Til kynningar.

  • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 278. fundur, 3. september 2008.

Til kynningar.

  • Framkvæmdanefnd sveitarfélaga við Þjórsá, fundur 8. september 2008.

Fundargerðin er staðfest .

Samþykkt samhljóða.

  • Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, fundur 3. september 2008.

Fundargerðin er staðfest .

Samþykkt samhljóða.

  • Byggingarnefnd, 17. fundur, 9. september 2008.

Helga Fjóla Guðnadóttir lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu og vék af fundi. Þórhallur Svavarsson tók sæti í hennar stað.

Liður 158-2008:

Tillaga er að óska eftir frekari gögnum og fresta afgreiðslu málsins.

Samþykkt með sex atkvæðum. Einn er á móti (IPG) og leggur fram eftirfarandi bókun:

Bókun vegna liðar 158-2008 í 17. fundargerð Byggingarnefndar Rangárþings bs. frá 10. september 2008:

,,Ég tel málið háalvarlegt. Ferðafélag Íslands brýtur gildandi reglur og í mínum huga er samningsstaða félagsins engin. Í reglugerð segir með skýrum hætti að þegar framkvæmdir séu hafnar án útgáfu byggingarleyfis beri byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdir tafarlaust. Jafnframt skal hin ólöglega bygging fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfssemi hætt.

Ég tel því afgreiðslu byggingarnefndar vera í samræmi við íslenskar reglur og tel einu færu leiðina að fara hana við þessar aðstæður. Aðrar leiðir brjóta í bága við gildandi reglur.”

Ingvar P. Guðbjörnsson

Liður 170-2008:

Afgreiðsla byggingarnefndar á lið 170-2008 er staðfest. .

Samþykkt með fimm atkvæðum einn er á móti (GÞ) og einn sat hjá (KM).

Að öðru leiti er fundargerðin staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 9. september 2008.

Helga Fjóla tekur aftur sæti á fundinum.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Endurskoðun aðalskipulags, stýrihópur, 1. fundur, 9. september 2008.

Til kynningar.

  • Fjallskilanefnd Holtamannaafréttar, fundur 11. september 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Suðurlandsvegur 1-3, september 2008.

Til kynningar.

  • Fundur með skólabílstjórum, 3. fundur 10. september 2008.

Til kynningar.

  • Rangárvallaafréttur,3.fundur 11. september 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Skólabílstjórar 4. fundur. 11. september. 2008..

Til kynningar.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:
    • Engin erindi hafa borist.
  2. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
    • Beiðni um námvist í Skóla Ísaks Jónssonar.

Samþykkt að greiða viðmiðunarkostnað vegna skólagöngu ASM, kt. 250701-2330 í Skóla Ísaks Jónssonar.

Samþykkt samhljóða.

  • Beiðni um námsvist í Selásskóla.

Samþykkt að greiða viðmiðunarkostnað vegna skólagöngu KHR kt. 051196-2289 í Selásskóla.

Samþykkt samhljóða.

  • Beiðni um tónlistarnám í Tónsmiðju Suðurlands.

Lagt er til að greiða viðmiðunarkostnað þar sem ekki er í boði samsvarandi nám í Tónlistarskóla Rangæinga.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsagnir vegna leyfisveitinga sýslumanns á Hvolsvelli:
    • Umsókn um veitingaleyfi, Rangárhöllin ehf.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu ofangreindra leyfa, með fyrirvara um samþykki annarra aðila er málið varðar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, vegna kröfu um rökstuðning vegna ráðningar:

Sveitarstjóra falið að svar erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lóðasala Gaddstaðalandi:

Til kynningar.

  1. Gámahús á Hellum, sala:

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að ganga að áðurnefndu kauptilboði og undirrita sölusamning á ofangreindri eign í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lóðakaup Helluflugvöllur:

Tillaga um að staðfesta fundargerðina, og heimila sveitarstjóra að undirrita skjöl er varða umrædd lóðakaup.

Samþykkt samhljóða.

  1. Bréf vegna húsaleigusamnings:

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem sveitarfélagið leigir út ekki húsnæði á almennum markaði. Auk þess eru áform um önnur not á húsnæðinu. Bréfritara stendur til boða leiga á húsnæðinu samkvæmt fyrirliggjandi húsaleigusamningi.

Samþykkt samhljóða

  1. Bjallavirkjun og Tungnaárlón:

Ingvar Pétur Guðbjörnsson lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi. Þórhallur Svavarsson tók sæti í hans stað.

Til kynningar.

  1. Fjarskiptamastur í landi Gunnarsholts:

Ingvar Pétur Guðbjörnsson tók aftur sæti á fundinum.

Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara og svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Mötuneytismál, hollustuhættir:

Tillaga er að stofnaður verði vinnuhópur þriggja manna, vinnuhópinn skipa Ingvar Pétur Guðbjörnsson, formaður, Helga Fjóla Guðnadóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Sveitastjóra er falið að vinna með hópnum. Vinnuhópurinn skal vinna að málinu í samstarfi við skólastjóra, foreldrafélög, matráða og fagaðila.

Samþykkt samhljóða.

  1. Styrkumsókn til EBÍ:

Til kynningar.

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008 og vinna við fjárhagsáætlun 2009:

Sveitarstjórn samþykkir framlagað tímaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2009.

Samþykkt samhljóða.

  1. Gistiskáli á Landmannaafrétti:

Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til erindisins vegna ófullnægjandi gagna og hvetur bréfritara að skila inn nauðsynlegum gögnum til skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Skólagjöld vegna fjarnáms.

Erindinu er hafnað.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

  • Fjárlaganefnd, fundur með sveitarstjórnum.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • Menntaþing Menntamálaráðuneytis.

Til kynningar.

  • Markaðsstofa Suðurlands, aðalfundur.

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Markaðskrifstofu Suðurlands.

Samþykkt samhljóða.

  • Skreytingar Töðugjöldum.

Erindinu er vísað til atvinnu-og menningarmálanefndar.

Samþykkt samhljóða.

  • Hópefli, HRM rannsókn og ráðgjöf.

Til kynningar.

  • LAUF, styrkbeiðni.

Erindinu er hafnað

Samþykkt samhljóða.

  • Eldstó, gjafavara.

Erindinu er hafnað.

Samþykkt samhljóða.

  • Háskólafélag Suðurlands, stuðningur fyrir stöðu minjavarðar á Suðurlandi.

Sveitarstjórn ítrekar margar fyrri ályktanir til stuðnings málinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Fornleifavernd, Svínhagi, Haukadalur og nýtt vegstæði yfir Þjórsá.
    • Reykjavíkurborg, vegna skólavistar.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, kveðja fráfarandi framkvæmdastjóra.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, eyðublað vegna könnunar á kjörum sveitarstjórnarmanna.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, tillögur að stefnumótun í málefnum innflytjenda.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, yfirlýsing og bókun frá 22. ágúst 2008.
    • Vinnueftirlitið, öryggi á vinnustöðum og erlendir starfsmenn.
    • BSRB, Heilbrigðisþjónustan – á vegaferð til einkavæðingar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45