34. fundur 09. nóvember 2008

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 6. nóvember 2008, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð.

Við bætast liður 1.18. Hálendisnefnd, 1. fundur, liður 1.19. Hálendisnefnd 2. fundur, liður 1.20. Vinnuhópur um mötuneytismál, 4. fundur. Samþykkt samhljóða.

  1. Eitt hundraðasti fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Þess minnst að haldinn er eitt hundraðasti fundur hreppsnefndar. Myndataka af sveitarstjórn

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 33. fundur, 23. okt. 2008.

Fundargerðin staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 20. fundur, 23. október 2008.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd grunn- og leikskóla á Hellu, 5. fundur 23. okt. 2008.

Fundargerðin staðfest.

Samþykkt samhljóða..

  • Byggingarnefnd grunn- og leikskóla á Hellu, aukafundur 27. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd grunn- og leikskóla á Hellu, 6. fundur 30. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Öldur III, 6. verkfundur, 14. október 2008.

Til kynningar.

  • Viðbygging leikskóla, 7. verkfundur, 17. okt. 2008.

Til kynningar.

Sveitarstjórn óskar eftir skýringu á umframkostnaði vegna burðarvirkis

sveitarstjóra falið að afla upplýsinga.

  • Sorpstöð Suðurlands, 162. fundur, 21. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 163. fundur, 28. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 113. fundur 21. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Skólaskrifstofa Suðurlands, 109. fundur, 27. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 279. fundur, 22. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Þjórsárssveitir, stöðuskýrsla, 24. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Þjórsárssveitir, stöðuskýrsla, 3. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Endurskoðun aðalskipulags, stýrihópur, 4. fundur 4. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Rangárvallasýslu, 105. fundur, 5. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd, 19. fundur, 5. nóv. 2008.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

  • Hálendisnefnd, 1. fundur, 28. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Hálendisnefnd, 2. fundur, 5. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Vinnuhópur um skoðun á mötuneytismálum, 4. fundur, 5. nóv. 2008.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:

Engin erindi bárust.

  1. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
    • Beiðni um skólavist i Söngskóla Maríu Bjarkar, umsókn FS.

Samþykkt að greiða kostnað vegna söngnáms FS, kt. 240192-2689 í Söngskóla Maríu Bjarkar.

Samþykkt með 6 atkvæðum, ÓEJ tók ekki þátt í afgreiðslu.

  1. Vatnsveita Kerauga:

Sveitarstjóra, fyrir hönd sveitarfélagsins, falið að óska eftir samstarfi við Landsvirkjun um virkjun vatnsbóls við Kerauga og dreifingu vatns fyrir sveitarfélög við Þjórsá. Einnig að óska eftir samráði við oddvita Ásahrepps um verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

  1. Öldur III:

Sveitarstjóra falið að ræða við verktaka um mögulega frestun á framkvæmdum vegna 2. og 3. áfanga framkvæmda við Öldur III, íbúðahverfi á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Flugvöllur á Hellu - kaupsamningur:

Samþykkt er að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að lesa yfir samninginn.

Samþykkt samhljóða.

  1. Kapella á Lundi, vegna skemmda á parketi, með vísan í 21. lið 33. fundar hreppsnefndar:

Fallist er á greiðslu styrks að upphæð kr. 506.720 til viðgerða á skemmdum á parketi í kapellu á Lundi. Ekki er fallist á bótaskyldu sveitarfélagsins vegna umræddra skemmda.

Samþykkt samhljóða.

  1. Jólahlaðborð sveitarfélagsins:

Lagt er til að jólahlaðborð starfsmanna sveitarfélagsins verði sameiginlegt.

Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fjallaskáli við Álftavatn, tillaga að bréfi vegna byggingar- og skipulagsmála.

Sveitarstjóra falið að senda bréfið.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fjallaskálar á Rangárvallaafrétti, matsgerð:

Til kynningar.

  1. Endurskoðun aksturstaxta skólabílstjóra.

Ekki er fallist á erindið.

Samþykkt með þremur atkvæðum fjórir sátu hjá ÓEJ, GÞ, SD, og HFG.

Bókun B-lista um endurskoðun aksturstaxta skólabílstjóra

Við undirrituð viljum ítreka að nauðsynlegt er að kanna til hlítar forsendur útreiknings varðandi aksturstaxta skólaaksturs á vegum sveitarfélagsins. Þegar verðlagsuppfærsla verður á samningum við skólabílstjóra um áramót, þá liggi sú könnun fyrir.

Það er grundvöllur fyrir góðri þjónustu og góðum starfsanda að samningsaðilar nái sem bestri samstöðu um málið.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Ólafur E Júlíusson og Sigfús Davíðsson

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar:

Umræðu og afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Samtök um kvennaathvarf, umsókn um rekstrarstyrk.

Erindinu hafnað.

Samþykkt samhljóða.

  • Þykkvibær íþróttahús, styrkur á móti húsaleigu.

Samþykkt að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Ásahreppur, vegna sorphirðu.
    • Ásahreppur, vegna mótvægisaðgerða við Búðarhálsvirkjun.
    • Landsvirkjun, Sporðöldulón, útsetning.
    • Grunnskólinn á Hellu, vegna sjálfsmats.
    • Knattspyrnusamband Íslands, vegna fjárframlaga til barna- og unglingastarfs.

Erindi vísað til Íþrótta-og tómstundanefndar

  • Ungmennafélag Íslands, vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Erindi vísað til Íþrótta-og tómstundanefndar

  • Samband íslenskra sveitarfélaga, vegna skila á byggingarlóðum.
  • Nova, fyrirspurn um uppsetningu á fjarskiptabúnaði.
  • Sýslumaður á Hvolsvelli, þinglýst skjöl

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10