35. fundur 04. desember 2008

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 4. desember 2008, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Þórhallur Svavarsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Kjartan Magnússon og Gísli Stefánsson.

Við bætist liður 1.16. Byggingarnefnd, 20. fundur. Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 34. fundur, 19. nóv. 2008.

Fundargerðin staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Endurskoðun aðalskipulags, stýrihópur, 5. fundur 25. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Bókasafnsnefnd Bókasafnsins á Laugalandi, 7. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Skólaráð Laugalandsskóla, 1. fundur 13. okt. 2008.

Til kynningar.

  • Skólaráð Laugalandsskóla, 2. fundur 18. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 29. fundur, 19. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Mannvit verkfræðistofa, Sorpstöðin Strönd, þjónustusamningur og gámasvæði, fundur 17. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Rangárvallasýslu, 106. fundur, 26. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Rangárvallasýslu, aðalfundur, 26. nóv. 2008, með ársreikningi 2007.

Til kynningar.

  • Öldur III, 8. verkfundur, 11. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Viðbygging leikskóla, 9. verkfundur, 19. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 114. fundur 20. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • SASS, 419. fundur, 19. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Þjórsársveitir, stöðuskýrsla, 1. des. 2008.

Til kynningar.

  • Starfshópur um utanvegaakstur, fundur um Holtamannaafrétt, 28. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd, 20. fundur, 3. des. 2008.

Til kynningar.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:
    • Skyggnisholt, stofnun lögbýlis.

Afgreiðslu frestað, og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

Samþykkt samhljóða.

  • Skiki úr Norður Nýjabæ, stofnun lögbýlis.

Afgreiðslu frestað, og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
    • Staðfesting á námsvist VMJG.

Til kynningar.

 

  1. Lausn sveitarstjórnarmanns og kjörbréf varamanns:

Kjartan Magnússon biðst lausnar frá störfum í sveitarstjórn. Fallist er á lausn Kjartans frá störfum í sveitarstjórn til loka kjörtímabils. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir tekur sæti hans í hreppsnefnd. Jafnframt er þess óskað að kjörstjórn gefi út kjörbréf til handa Þórunni Ragnarsdóttur sem varamanns í sveitarstjórn. Einnig óskaði Kjartan lausnar frá setu í héraðsnefnd. Ólafur Elvar Júlíusson er kosinn aðalmaður í héraðsnefnd og varamaður hans er kosinn Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn þakkar Kjartani ánægjuleg samskipti á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Þá er Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir boðin velkomin til starfa.

  1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2008:

Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2008. Fjármálastjóri gerði grein fyrir helstu stærðum.

Samþykkt með fjórum atkvæðum , þrír sitja hjá (ÓEJ), (MÝS), (SD).

  1. Fjárhagsáætlun 2009, fyrri umræða:

Tillaga um að fresta fyrri umræðu til 18. desember nk. og að stofna vinnuhóp fulltrúa meirihluta og minnihluta sem vinni í samráði við sveitarstjóra og fjármálastjóra að gerð áætlunar.

Samþykkt samhljóða. Þorgils Torfa Jónssyni og Ólafi E. Júlíussyni að falið að vinna að áætluninni.

  1. Hæstaréttardómur, Rangárþing ytra gegn Ásahreppi, ómerking héraðsdóms:

Til kynningar.

  1. Intellecta, úttekt á samskiptum:

Til kynningar.

  1. Atvinnusköpun, Skógræktarfélag Rangæinga.

Til kynningar.

  1. Fjárstuðningur til stjórnmálaflokka:

Til kynningar.

  1. Fjarskiptamastur í Gunnarsholti.

Til kynningar.

  1. Fjallskil, álagning og niðurjöfnun kostnaðar:

Til kynningar.

  1. Skattalegar skyldur samfara fjallskilum.

Erindinu er vísað til fjallskilanefnda afrétta í Rangárþingi ytra, til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Aðalfundur Veiðifélags Eystri Rangár.

Samþykkt að fela Ingvari P. Guðbjörnssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

  • Ævisaga Runólfs Sveinssonar og Valgerðar Halldórsdóttur; bókaútgáfa.

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • Oddafélagið; Í garði Sæmundar Fróða, bóksala.

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • Ungmennafélagið Hekla, styrkur vegna körfuknattleiks kvenna.

Samþykkt að verða við erindinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  1. Annað efni til kynningar:
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, vegna virðisaukaskatts slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, minnisblöð vegna samráðsfunda.
    • Gigtarráð, áskorun til sveitarfélaga.
    • Menntamálaráðuneytið, úrræði um sálrænan stuðning.
    • Umhverfisráðuneytið, vegna fráveitumála.
    • Eyjólfur Guðmundsson, vegna bjór- og vatnsútflutnings.
    • Fasteignasalan Bakki, vegna Reynifells.
    • Nova, vegna uppsetningar á fjarskiptabúnaði.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.05