Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 18. desember 2008, kl. 13.00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Guðfinna Þorvaldsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Forföll boðaði Guðfinna Þorvaldsdóttir.
Við bætast liður 1.27. Fjárhagsáætlun 3. fundur, liður 1.28. Fjárhagsáætlun, 4. fundur, liður 1.29. Héraðsnefnd Rangæinga 8. fundur, liður 1.30. Félagsþjónusta Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu 29. fundur, liður 2.4. Skammbeinsstaðir, landskipti, liður 15. Breyting á hámarksútsvari, liður 16. Lántaka og liður og liður 17. Breyting á skilmálum Lánasamnings.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, 21. fundur 11. des. 2008.
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 14. fundur, 11. des. 2008.
Til kynningar.
- Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 21. fundur, 19. nóv. 2008.
Sveitarstjóra er falið að gera tillögu vegna framtíðarskipan leiksvæða.
Til kynningar.
- Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 22. fundur, 10. des. 2008.
Fundargerðin er til kynningar, en er lið 3. vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2009.
- Skólaráð Grunnskólans á Hellu, 1. fundur 13. nóv. 2008.
Fundargerðin er til kynningar, og er jafnframt vísað til Fræðslunefndar.
- Skólaráð Grunnskólans á Hellu, 2. fundur 3. des. 2008.
Fundargerðin er til kynningar, og er jafnframt vísað til Fræðslunefndar.
- Fundur um óleyfisskála FÍ við Álftavatn, 4. des. 2008.
Til kynningar.
- Endurskoðun aðalskipulags, stýrihópur, 6. fundur 4. des. 2008.
Til kynningar.
- Tónlistarskóli Rangæinga, 118. fundur, 11. des. 2008, með skólastefnu og endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008 og fjárhagsáætlun 2009.
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Öldur III, 9. verkfundur, 25. nóv. 2008.
Til kynningar.
- Viðbygging leikskóla, 10. verkfundur, 8. des. 2008.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, 15. hönnunarfundar, 27. nóv. 2008.
Til kynningar.
- Vatnsveitumál, fundur með Landsvirkjun, minnisblað, 3. des. 2008.
Til kynningar.
- Vatnsveitumál, fundur með sveitarfélögum við Þjórsá, 8. des. 2008.
Til kynningar.
- Framkvæmdanefnd Þjórsársveita, fundur með iðnaðarráðherra, minnisblað, 10. des. 2008.
Til kynningar.
- Fjárhagsáætlun 2009, vinnuhópur 1. fundur 10. des. 2008.
Til kynningar.
- Fjárhagsáætlun 2009, vinnuhópur 2. fundur 15. des. 2008.
Til kynningar.
- Fjallskiladeildir Rangárvalla-, Landmanna- og Holtamannafréttar, 11. des. 2008.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Hálendisnefnd, 3. fundur, 11. des. 2008.
Til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 280. fundur, 24. nóv. 2008.
Til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 28. aðalfundur, 20. nóv. 2008.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, aðalfundur, 20 nóv. 2008.
Til kynningar.
- SASS, 419. fundur, 19. nóv. 2008.
Til kynningar.
- Brunavarnir Rangárvallasýslu, 17 fundur, 16. des. 2008, með endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008 og fjárhagsáætlun 2009.
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, fundur 16. des. 2008, með endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008 og fjárhagsáætlun 2009.
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings, fundur 18. des. 2008, með endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2008 og fjárhagsáætlun 2009.
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlun 2009, vinnuhópur 3. fundur 16. des. 2008.
Til kynningar.
- Fjárhagsáætlun 2009, vinnuhópur 4. fundur 17. des. 2008.
Til kynningar.
- Héraðsnefnd Rangæinga, 8. fundur 12. desember 2008, með fjárhagsáætlun 2009,
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V.Skaftafellssýsla, 29. fundur, 17. desember 2008, með fjárhagsáætlunum 2009, fyrir embættið og tengdar nefndir.
Fundargerðin staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:
- Norður Nýibær land 2, stofnun lögbýlis, frestað á 35. fundi hreppsnefndar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis í Norður Nýabæ landi 2, landnúmer 207490 (17,3 ha.). Bent er á að nafn lögbýlis þarf að bera undir Örnefnanefnd.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin
Samþykkt samhljóða.
- Hallstún lóð, landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við eftirfarandi landskipti; Hallstún lóð, landnúmer 217660 (3 ha) úr upprunalandi landnr. 209741. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin
Samþykkt samhljóða.
- Hrauntún, samruni spildnanna Hs4 og Hs3 úr landi Svínhaga og stofnun lögbýlis.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við samruna landspildnanna Svínhaga Hs3, lnr. 196033 og Svínhaga Hs4 lnr. 196034. Samþykkt er stofnun lögbýlis, Hrauntúni lnr. 196034, 38,9 ha. Bent er á að nafn lögbýlis þarf að bera undir Örnefnanefnd.
Samþykkt samhljóða.
- Skammbeinsstaðir, landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptin; Skammbeinsstaðir 1 land C, lnr. 217486, 4,3 ha, úr upprunalandi 165157.
Samþykkt samhljóða.
- Stóri- Klofi, landskipti.
Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna landskipta úr landi Stóra-Klofa, lnr. 217813, í 64,3 ha, spildu úr upprunalandi 165010. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Haukadalur, aðalskipulagsbreyting Rangárvallahrepps 2002 - 2014.
Óskað er staðfestingar tillögu til breytingar á aðalskipulagi í landi Haukadals, þar sem 12 ha. landi sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði, er breytt í frístundabyggð auk einnar íbúðarhúsalóðar. Ætlunin er að setja út 9 frístundahúsalóðir frá 0,7 – 2,3 ha., auk einnar 9,3 ha. lóðar fyrir íbúðarhús. Breyting hefur orðið á texta í greinargerð, frá auglýsingu tillögunnar, að gerð er nánari grein fyrir öflun vatns og auknum kröfum varðandi frárennslismál. Öflun vatns inn á svæðið verður úr borholu á Höfðasandi norðan Svínhaga, en borholan hefur starfsleyfi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Ekki er gerð grein fyrir breytingum á vatnsverndarsvæðum í aðalskipulagsbreytingunni. Gerð verður grein fyrir vatnsverndarsvæðum í nýju sameiginlegu aðalskipulagi Rangárþings ytra, sem nú er í vinnslu. Sveitarstjórn staðfestir deiliskipulagsbreytinguna.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallaland, í landi Leirubakka, deiliskipulagsbreyting.
Óskað er staðfestingar tillögu til breytingar á deiliskipulagi í Fjallalandi í landi Leirubakka, þar sem breytt er mörkum 6 lóða, auk þess sem fjölgað verði um eina lóð. Einnig er skilmálum breytt fyrir svonefndar bláar lóðir. Lóðunum sem breytt er eru nr. 33, 35, 37 og 39 við Hraunveg auk lóðanna nr. 41 og 43 við Fjallaland. Lóðin sem við bætist er nr. 41a við Fjallaland. Lóðirnar stækka og mörk þeirra breytast. Fyrir þessar lóðir gilda skipulagsskilmálar fyrir rautt svæði, m.a. heimild til að byggja allt að 200 m2 hús á einni hæð. Skipulagsskilmálar fyrir bláar lóðir er breytt þannig að fyrir þær gilda að öllu leyti sömu skilmálar og gilda um grænt svæði, m.a. að á þeim verði heimilt að byggja allt a ð160 m2 hús á einni hæð, sbr. einnig kafla 4.2.3. í greinagerð. Fellt er út ákvæði í kafla 4.2.1. um fjarlægð byggingarreita frá jarðvegssprungum. Að öðru leyti gildi núverandi deiliskipulag.
Breytingin eftir að tillagan var auglýst felur í sér að fellt er út ákvæði í kafla 4.2.1. um fjarlægð byggingarreita frá jarðvegssprungum.
Sveitarstjórn staðfestir deiliskipulagsbreytinguna.
Samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlun 2009, fyrri umræða:
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Fjármálastjóri gerði grein fyrir helstu stærðum. Fjárhagsáætlunin vísað til síðari umræðu sem ráðgerð er 8. janúar 2009, enda liggur fyrir samþykki samgönguráðuneytis til frestunar afgreiðslu.
Sveitarstjórn heimilar greiðslu nauðsynlegra útgjalda sveitarfélagsins á næsta ári þó fjárhagsáætlun 2009 hafi ekki hlotið endanlegt samþykki sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
- Kaup á landi af Flugstoðum, lögfræðiálit:
Sveitarstjóra er falið að undirrita skjöl og samninga er lúta að ofangreindum kaupum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum , þrír sátu hjá ,(ÓEJ)(MÝS)(GÞ).
Fulltrúar B- lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við undirrituð fögnum kaupum á landinu, en erum ekki sammála öllum ákvæðum samningsins s.s. hvernig greiðslum skuli háttað.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Ólafur Elvar Júlíusson
- Brennu- og skoteldaleyfi:
Til kynningar.
- Landgræðsla ríkisins, vegna samkomulags um beit á Geldingarlækjarheiði:
Til kynningar.
- Söluskálinn Landvegamótum, umsókn um lóð við Landmannalaugar:
Með vísan í að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu er afgreiðslu sveitarstjórnar frestað, en bent er á að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins stendur yfir. Erindinu vísað til hálendisnefndar og fjallskilanefndar Landmannaafréttar til kynningar.-
Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).
- Leigulóðir nr. 4, 5 og 6 í Gaddstaðalandi.
Lagt fram bréf frá leigjendum lóða nr. 4, 5 og 6 í Gaddstaðalandi, Benedikt Rúnari Benediktssyni og Ævari Inga Guðbergssyni, dagsettu 25. 11. 2008, þar sem þeir óska eftir endurnýjun lóðaleigusamninga, verði lóðirnar ekki seldar þeim í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar. Til kynningar.
- Lega Suðurlandsvegar, erindi landeigenda í Brekkum:
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
- Brunavarnareftirlit í Rangárvallasýslu.
Til kynningar.
- Fundaáætlun sveitarstjórnar:
Framlögð fundaáætlun staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Landgræðsla ríkisins, vegna verkefnisins Bændur græða landið.
Tillaga um að verða við erindinu og greiða 108.000,- kr. til verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, aukaaðalfundur.
Tillaga um að Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Ólafur E. Júlíusson og Sigfús Davíðsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum. Til vara Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Þorbergur Albertsson og Guðfinna Þorvaldsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
- Snorraverkefnið, þátttökubeiðni.
Erindinu er hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Stígamót, styrkbeiðni.
Erindinu hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Yrkjusjóður, kynning.
- PricewaterhouseCoopers, kynning.
- Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta, kynning.
- Alta, ráðgjafafyrirtæki, kynning.
- Samband sunnlenskra kvenna, styrkur.
Tillaga um að kaupa listmun að upphæð kr. 25.000,- til styrktar sambandinu, og að listaverkið verði haft í öndvegi á skrifstofu sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
- Samgönguráðuneytið, vegna skila fjárhagsáætlana 2009.
- Skipulagsstofnun, umsókn um framlag til endurskoðunar aðalskipulags.
- Eyjólfur Guðmundsson, vegna atvinnumála.
- Skógrækt ríkisins, skipulagsmál.
- Brunabót, áhrif fjármálakreppunnar á EBÍ.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, minnisblöð vegna samráðsfunda.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, kjarasvið, vegna kjaraviðræðna.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, frumvarp til laga um kolvetnisstarfssemi.
- Suðurlandsvegur 1-3, brunahönnun.
- Samgönguráðuneytið, heimild til frestunar á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009, auk ákvörðunar um útsvarsprósentu
- Breyting á hámarksútsvari:
Lagt fram bréf samgönguráðuneytis, dagsett 17. desember 2008, þar sem tilkynnt er að fyrir Alþingi liggi frumvarp til laga um hækkun hámarksútsvars í 13,28%.
Nái frumvarpið fram að ganga er það vilji sveitarstjórnar að útsvar sveitarfélagsins hækki í 13,28%. Sveitarstjóra falið að tilkynna ákvörðun sveitarstjórnar, þegar frumvarpið verður að lögum.
Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um lán:
Umsókn um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Lögð er fram umsókn um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjóra er jafnframt falið að kanna hvaða möguleikar eru á lántöku fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að afla lána í samræmi við fjárþörf sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- Breyting á skilmálum skuldabréfs:
Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir framlagðar breytingar á greiðsluskilmálum lánasamnings, frá Kaupþingi er varða lán númer 0308-35-6347.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00