37. fundur 08. janúar 2009

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 8. janúar 2009, kl. 13.00.

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Þorbergur Albertsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Forföll boðaði Guðfinna Þorvaldsdóttir.

Við bætast liðir 1.16. Fjárhagsáætlun 2009, vinnuhópur 6. fundur.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Viðbygging leikskóla, 11. verkfundur, 22. des. 2008.

Til kynningar.

  • Fjallskiladeild Rangárvallaafréttar, 7. fundur, 16. des. 2008.

Til kynningar.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V. Skaftafellssýslu, 30. fundur 11. des. 2008.

Til kynningar.

  • Ritnefnd byggðasögu Hellu, 2. fundur, 18. des. 2008.

Til kynningar.

  • Ritnefnd Holtamannabókar III, Djúpárhreppur, fundur, 24. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 16. hönnunarfundar, 11. des. 2008.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, framkvæmdaráð, fundur 29. des. 2008.

Til kynningar.

  • Inntökuráð ART teymis, 9. fundur, 8. des. 2008.

Til kynningar.

  • SASS, 420. fundur, 12. des. 2008.

Til kynningar.

  • SASS, 39. aðalfundur, 20. og 21. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Skólaskrifstofa Suðurlands, 110. fundur, 19. nóv. 2008.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 164. fundur, 5. des. 2008.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 115. fundur, 16. des. 2008.

Til kynningar.

  • Samband íslenskra sveitarfélaga, 759. fundur, 12. des. 2008.

Til kynningar.

  • Fjárhagsáætlun 2009, vinnuhópur, 5. fundur 6. jan. 2009.

Til kynningar.

  • Fjárhagsáætlun 2009, vinnuhópur, 6. fundur 7. jan. 2009.

Til kynningar.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum og tengd erindi:
    • Neðra Sel, landskipti og samruni.

Óskað er eftir umsögn um landskipti úr landi Neðra Sels. Um er að ræða 43.3 ha. land (lnr. 217777) úr Neðra Seli (lnr. 165000). Einnig að skiki með lnr. 217777 renni saman við skika með lnr. 199844, sem yrði þá 53,6 ha. með heitið Neðra Sel, land D. Lögbýlisréttur fylgi áfram lnr. 165000.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samrunann.

Samþykkt samhljóða.

  • Neðra Sel, landskipti og samruni.

Óskað er eftir umsögn um landskipti úr landi Neðra Sels. Um er að ræða 43,5.6 ha. land (lnr. 217663) úr Neðra Seli (lnr. 165000). Einnig að skiki með lnr. 217663 renni saman við skika með lnr. 199841, sem yrði þá 53,6 ha. með heitið Miðsel. Lögbýlisréttur fylgi áfram lnr. 165000.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og samrunann.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsókn um skólavist:
    • Laugalandsskóli, umsókn um skólavist.

Sótt er um skólavist fyrir AÝA í Laugalandsskóla skólaárið 2008-2009. Fyrir liggur samþykki lögheimilissveitarfélags og samþykki skólastjóra.

Fallist er á erindið, enda skulu greiðslur vera samræmi við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um annan kostnað þarf að semja sérstaklega.

Samþykkt samhljóða.

  • Laugalandsskóli, umsókn um skólavist.

Sótt er um skólavist fyrir GVA í Laugalandsskóla skólaárið 2008-2009. Fyrir liggur samþykki lögheimilissveitarfélags og samþykki skólastjóra.

Fallist er á erindið, enda skulu greiðslur vera samræmi við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um annan kostnað þarf að semja sérstaklega.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fjárhagsáætlun 2009, síðari umræða:

Sveitarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2009.

Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 901.916 þús. kr. og skiptast með eftirfarandi hætti:

Rekstrartekjur Þús.kr. Hlutfall tekna.

Útsvar................................................................. 365.000 40,47%

Fasteignaskattur................................................. 113.000 13,08%

Jöfnunarsjóður................................................... 208.800 23,15%

Lóðarleiga.......................................................... 5.300 0,59%

Aðrar tekjur........................................................ 204.816 22,71%

 

Rekstrargjöld Þús.kr.

Heildargjöld án fjármagnsliða............................. 821.355

Tekjuafgangur fyrir fjármagnslið er áætlaður..... 80.561

Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð.................... 35.367

Rekstrarniðurstaða A hluta er áætlaður................ -19.394

Áætluð niðurstaða A og B hluta er..................... -26.397

 

Efnahagur A og B hluta. Þús.kr.

Fastafjármunir eru áætlaðir................................. 1.818.052

Veltufjármunir eru áætlaðir................................. 99.162

Eignir samtals eru áætlaðar................................. 1.818.051

 

Eigið fé er áætlað................................................ 615.599

Lífeyrisskuldbindingar eru áætlaðar................... 23.128

Langtímaskuldir eru áætlaðar.............................. 830.456

Skammtímaskuldir eru áætlaðar.......................... 348.867

Eigið fé og skuldir samtals er áætlað .................. 1.818.051

Handbært fé í árslok 3.220 þús.kr.

Fjárfestingar eru áætlaðar 193.875 þús. kr. á árinu 2009 og greinast sem hér segir: Grunnskólinn Hellu, 5.000 þús. kr., Suðurlandsvegur 1, tengibygging, 60.000 þús. kr., Gatnakerfi Hellu, 20.000 þús. kr., gatnakerfi Laugalandi, 2.000 þús. kr. Einnig er gert ráð fyrir tekjum vegna gatnagerðargjalda að upphæð 20.000 þús. kr.

Í b-hluta eru framkvæmdir áætlaðar 126.875 þús. kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu Rangárþings ytra 2009 borin undir atkvæði

Samþykkt samhljóða.

  1. Landgræðsla ríkisins, uppsögn samkomulags um beit á Geldingarlækjarheiði:

Sveitarstjóra er falið að ræða við málsaðila varðandi málið.

Samþykkt samhljóða.

  1. Leigulóðir nr. 4 og 5 í Gaddstaðalandi:

Til kynningar.

  1. Fjarskiptamastur í landi Gunnarsholts:

Sveitarstjóra falið að útfæra hugmyndir um lausn ágreinings í samráði við landeiganda og hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skil á lóð við Dynskála:

Timburtak ehf. óskar eftir að skila inn lóð nr. 20 við Dynskála, þar sem fyrirtækið hefur ekki uppi áform um framkvæmdir á lóðinni. Fallist er á erindið.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fjallskil og niðurjöfnun 2007.

Sveitarstjóri leggur fram tillögu um niðurjöfnun fjallskila fyrir árið 2007.

Samþykkt samhljóða.

  1. Heimgreiðslur til foreldra:

Erindinu er vísað til umsagnar hjá fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða.

  1. Akstursgreiðslur til starfsmanna.

Til kynningar.

  1. Samráðshópur um mótvægisaðgerði vegna virkjanaframkvæmda á Búðarhálsi:

Tillaga um að skipa Sigurbjartur Pálsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í samráðhópinn og Helga Fjóla Guðnadóttir til vara.

Samþykkt samhljóða.

  1. Vatnsvernd og grunnvatnsstraumar í Landsveit, skýrsla ÍSOR:

Til kynningar.

  1. Framkvæmdasjóður aldraðra, umsókn:

Til kynningar.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Fræðslunet Suðurlands, hátíðarfundur.

Til kynningar.

  • Kynningarrit íþróttaakademíu FSU.

Samþykkt að greiða hlut sveitarfélagsins í dreifingarkostnaði.

Samþykkt samhljóða.

  • Sóknarnefnd Þykkvabæjarkirkju, umsókn um fjárstyrk.

Fallist er á fjárstuðning að upphæð 300.þús. kr. og er kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

  • Verkís, þarfagreining skólabygginga.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Skipulagsstofnun, vegna framlags til endurskoðunar aðalskipulags.
    • Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ársskýrsla.
    • Ferðamálastofa Íslands, umsókn.
    • Landsmót hestamanna 2008, umsögn.
    • Samband íslenskra sveitarfélaga, minnisblöð vegna samráðsfunda.
    • Fjármálaráðuneytið, staðgreiðsluhlutfall 2009.
    • Félags- og tryggingarmálaráðuneytið, leiðbeiningar um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
    • Menntamálaráðuneytið, úttekt listfræðslu á Íslandi.
    • Menntamálaráðuneytið, íþróttavakning framhaldsskólanna.
    • SASS, ályktanir ársþings um velferðarmál.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30