40. fundur 02. apríl 2009

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 2. apríl 2009, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Gísli Stefánsson tók sæti á fundinum er Sigurbjartur Pálsson vék af fundi.

 

Við bætist liðir nr. 1.15., 1.16. og F.4. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 37. fundur, 19. feb. 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 33. fundur, 25. mars 2009.

Til kynningar.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 25. fundur, 18. mars 2009, ásamt fylgigögnum.

Fundargerðin er staðfest og er kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

  • Fræðslunefnd, 23. fundur, 25. mars 2009, með reglum um skólahverfi.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Skólaráð Laugalandsskóla, fundur 24. mars 2009.

Til kynningar.

  • Stóru Versalir, fundur með veiðifélaga Holtamannaafréttar, fundur 20. mars 2009.

Fundargerðin er staðfest og er kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

  • Samráð í íþrótta- og æskulýðsmálum, Rangárþing ytra og Ásahrepps, fundur 20. mars 2009.

Til kynningar.

  • Öldur III, verkstaða, fundur 19. mars 2009, með verkáætlun og tillögu að viðaukasamningi.

Fundargerðin er staðfest. Sveitarstjóra falið að undirrita viðaukasamning fyrir hönd sveitarfélagsins og kostnaði er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

  • Samfella í skóla- og íþróttamálum, fundur 24. mars 2009.

Til kynningar.

  • Samfella í skóla- og íþróttamálum, fundur 30. mars 2009.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisstofnun Suðurlands Rangárþing ytra og Ásahreppur, fundur 30. mars 2009.

Undir þessum lið er lögð fram fundargerð sveitarstjórna í Rangárvallasýslu um sjúkraflutningsmál í sýslunni frá 2. apríl.2009.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar.

Samþykkt samhljóða.

  • Sorporkuver í Rangárvallasýslu, fundur 23. mars 2009.

Fundargerð er vísað til Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.

Samþykkt samhljóða.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 117. fundur, 17, mars 2009.

Til kynningar.

  • SASS, 422. fundur, 19. mars 2009.

Til kynningar.

  • Fræðslunefnd, 24. fundur, 1. apríl 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Byggingarnefnd, 22. fundur, 1. apríl 2009.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
    • Litli-Klofi, sumarhúsalóð úr landbúnaðarnotkun.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að sumarhúsalóð nr. 1, landnúmer 206098 úr landi Litla-Klofa, verði tekin úr landbúnaðarnotum.

Samþykkt samhljóða.

  • Háfshjáleiga, landskipti.

Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

  • Hagi, spila nr. 165224, lögbýlisstofnun.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á spildu með landnúmeri 165224 úr landi Haga.

Samþykkt samhljóða.

  • Þjóðólfshagi, bygging geymslu og hesthúss.

Til kynningar.

  • Helluflugvöllur, landskipti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskipti úr landi Helluflugvallar landnr. 164506, í fjórar spildur; lóð C landnr. 217203 (6.315 fm.), lóð D landnr. 217202 (39.630 fm.), lóð E landnr. 217209 (27.200 fm.) og lóð F landnr. 217210 (2.441 fm.).

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
    • Tónsmiðja Suðurlands, Í.K.M. kt. 170491-xxxx.

Sveitarstjórn fellst á erindi um kostnaðarþátttöku vegna náms Í.K.M. við Tónsmiðju Suðurlands, enda sambærilegt nám ekki í boði hjá Tónlistarskóla Rangæinga.

Samþykkt samhljóða.

  • Tónsmiðja Suðurlands, K.I.G. kt. 220688-xxxx.

Sveitarstjórn hafnar erindinu með vísan í að aldur umsækjanda er hærri en almenn viðmiðunarmörk sveitarfélagsins gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsagnir um leyfi fyrir veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:
    • Embla ferðaþjónusta, Leirubakka.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til rekstur gististaðar flokk V og veitingastaðar flokks II að Leirubakka og Heklusetrinu, með fyrirvara um samþykki annarra aðila er málið varðar.

Samþykkt samhljóða.

  • Ferðaþjónustan Galtalæk II.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til rekstur gististaðar flokk I að Galtalæk II, með fyrirvara um samþykki annarra aðila er málið varðar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skuldabréfaútboð.

Sveitarstjórn samþykkir að heimila sveitarstjóra að ganga til viðræðna við Kaupþing á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs vegna skuldabréfaútgáfu allt að 250. millj. kr.. Markmið með fyrirhugaðri útgáfu er að loka fjármögnun ársins 2008 og fjármögnun framkvæmda ársins 2009 á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar 2009. Lánskjör verða borin upp til samþykktar hjá sveitarstjórn þegar þau liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Sigurbjartur Pálsson vék af fundi og tók Gísli Stefánsson sæti hans.

  1. Sumarstörf þjónustumiðstöðvar og vinnuskóla.

Sveitarstjóra falið að kanna nánar verkefni til atvinnueflingar m.a. með samstarfi við stofnanir og félagasamtök í sveitarfélaginu og Vinnumálastofnun. Afgreiðslu erindisins er frestað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Frágangur vegyfirborðs Suðurlandsvegar við reiðgöng og Dynskála.

Sveitarstjóra falið að ræða við Vegagerð ríkisins um yfirborðsfrágang. Afgreiðslu erindisins er frestað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ráðstöfun gamla leikskólahússins á Laugalandi.

Til kynningar.

  1. Lóðir Gaddstaðalandi.

Til kynningar.

  1. Greinargerð vegna halla fjárhagsáætlunar 2009, með vísan í 14. lið 37. fundar hreppsráðs.

Til kynningar.

  1. Gatnagerðargjöld, með vísan í 7. lið 36. fundar hreppsnefndar.

Sveitarstjóra falið að óska eftir formlegu áliti frá samgönguráðuneyti um hvað beri að gera í málinu. Ennfremur að innheimta umrædd gatnagerðargjöld af lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða.

  1. Úttekt Intellecta.

Sveitarstjóra falið að óska eftir kynningarfundi í 18. viku.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ásahreppur, endurskoðun aðalskipulags.

Til kynningar.

  1. Ljósleiðaravæðing Hellu.

Til kynningar.

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun. Fyrri umræða.

Sveitarstjóri kynnti áætlunina. Áætlunin rædd og vísað til síðari umræðu sem ákveðin er 7. maí 2009. Oddvitum B og D lista er falið að vinna frekar að þriggja ára áætlun í samstarfi við sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Styrkbeiðni frá foreldrafélagi Leikskólans Heklukots vegna íþróttaskóla leikskólabarna, vísað til hreppsnefndar á 37. fundi hreppsráðs.

Tillaga frá Guðfinnu Þorvaldsdóttur, að styrkja verkefnið um 60 þús. kr.

Tillagan er felld með þremur atkvæðum D lista (ÞTJ) (IPG) (GS) gegn 3 atkvæðum B lista (ÓEJ) (MÝS) (GÞ) einn sat hjá (HFG). Erindinu er því hafnað.

  • Ráðstefna, Styrkur eldra fólks á erfiðum tímum.

Til kynningar.

  • Samgönguáætlun 2011 – 2022, hugarflugsfundur.

Til kynningar.

  • Töðugjöld 2009.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson vék af fundi vegna vanhæfis

Gísla Stefánssyni, formanni atvinnu og menningarmálanefndar, er falið að ræða við bréfritara og leggja tillögu fyrir sveitarstjórn. Um aðkomu sveitarfélagsins að ,,Sumarhátíð” á Gaddstaðaflötum.

Samþykkt samhljóða.

Ingvar Pétur Guðbjörnsson tók aftur sæti á fundinum.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Brunamálastofnun, vegna óleyfisíbúða í sveitarfélaginu, svör byggingarfulltrúa.
    • Endurskoðun leigusamnings við Helluvað.
    • Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, vegna reglubundins eftirlits.
    • Réttarnesvegur, bréf.
    • Umhverfisstofnun, vegna raf- og rafeindatækjaúrgangs.
    • Samráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga og ráðherra.
    • Samgönguráðuneytið, jöfnunarsjóður, framlag til nýbúafræðslu.
    • Þjóðskrá, vegna kjörskrár.
    • Stefnumótun Sambands ísl. sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.
    • Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00