41. fundur 07. maí 2009

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu, fimmtudaginn 7. maí 2009, kl. 13.00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason, fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Helga Fjóla Guðnadóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir

Þórhallur Svavarsson tók sæti á fundinum, við brotthvarf Gísla Stefánssonar.

 

Við bætist liðir nr. 1.15., 1.16.,1.17., 2.2. og F.13. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 38. fundur, 22. apr. 2009.

Eftirfarandi bókun kom frá B-lista.

Bókun er varðar lántöku sveitarfélagsins vegna tengibyggingar að Suðurlandsvegi 1-3.

Við undirritaðir fulltrúar B-lista viljum taka undir nauðsyn þess að bæta aðgengi fólks að skrifstofu sveitarfélagsins og einnig að stuðlað verði að bættri þjónustu við íbúana eins og með húsnæði fyrir lágvöruverðsverslun á Hellu.

Það er okkar álit að kanna þurfi vel eftirfarandi þætti, áður en framkvæmdir hefjast og samið verði við hugsanlega útboðsaðila varðandi bygginguna:

  1. 1. Að fengið verði álit frá endurskoðanda sveitarfélagsins varðandi fyrirhugaða fjárskuldbindingu og hvort að tekjur sveitarfélagsins standi undir slíkum framkvæmdum í ljósi nýrra tíma.
  2. Að lánsloforð eða fjármagn fyrir heildarfjármögnun á verkinu er snýr að kostnaðarþætti sveitarfélagsins liggi fyrir, til að tryggt verði að hægt sé að klára bygginguna.
  3. Að tryggt verði að starfandi fyrirtæki í sveitarfélaginu og einstaklingar hafi forgang um verk er varðar bygginguna, til að skapa eins mörg störf og hægt er.

Einnig til þess að fjármagnskostnaður sveitarfélagsins er varðar bygginguna nýtist sem best fyrir íbúa/ skattgreiðendur sveitarfélagsins.

  1. 4. Að samningur um a.m.k. lágvöruverðsverslun í tengibyggingunni, liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

  1. Að önnur þjónusta eins og grunnþjónusta á vegum sveitarfélagsins, er varðar velferð fólks raskist ekki vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Sigfús Davíðsson, Ólafur Elvar Júlíusson

Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar fulltrúa B-lista við lið 17 í 38. fundargerð hreppsráðs, lögð fram á 41. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, 7. maí 2009:

Umrædd framkvæmd hefur verið í undirbúningi um langt árabil. Góð sátt hefur verið um framkvæmdina og við gerð síðustu fjárhagsáætlunar var full samstaða innan sveitarstjórnar um málið. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 var gert var ráð fyrir framlagi í tengibygginguna og var unnið sameiginlega að áætluninni og hún samþykkt samhljóða.

Þeir fyrirvarar sem fulltrúar B-lista setja nú fram í 5 liðum verða að teljast sérkennilegir og óvæntir og hringlandaháttur B-listans með ólíkindum. Furðu sætir að fulltrúar B-lista skuli láta sér detta í hug að framkvæmdin komi til með að skerða grunnþjónustu sveitarfélagsins. Fulltrúar D-lista telja það algjört grundvallaratriði að verja grunnþjónustuna og var það m.a. gert við síðustu fjárhagsáætlunargerð. Þá hafa fulltrúar B-lista margoft séð samning við Kaupás um lágvöruverðsverslun og sérkennilegt að bóka nú að samningar sem hafa legið fyrir í mörg ár eigi að liggja fyrir. Samningar sem margoft hafa legið á borði sveitarstjórnar.

Þá er einnig rétt að minna fulltrúa B-lista á að sveitarfélagið er einungis 50% eignaraðili að byggingunni. Tengibyggingin bætir einnig verulega aðgengi íbúa svæðisins að Verkalýðshúsinu þar sem heilsugæsla er á neðri hæð og tannlæknaþjónustu og önnur þjónustu á efri hæðinni. Þá fá önnur fyrirtæki á svæðinu betra verslunarpláss, sem er til hagsbóta fyrir samfélagið, inni í miðrýminu s.s. apótekið.

Dapurlegt er að fulltrúar B-lista skuli gera sig líklega til að stökkva frá málinu með þessum hætti þegar undirbúningur er á lokastigi og útboð á næsta leyti. Fulltrúar D-lista láta slíkt ekki á sig fá og munu ótrauðir halda áfram að vinna að framfaramálum innan Rangárþings ytra með velferð og hag íbúanna að leiðarljósi.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Gísli Stefánsson.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Skipulagsnefnd Rangárþings, 17. fundur, 24. mars 2009.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er lúta að sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

  • Skipulagsnefnd Rangárþings, 18. fundur, 3. maí 2009.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er lúta að sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 26. fundur, 29. apríl 2009.

Til kynningar.

  • Mötuneytismál, vinnuhópur, 6. fundur, 28. apríl 2009.

Til kynningar.

  • Endurskoðun aðalskipulags, 9. fundur, 29. apríl 2009.

Til kynningar.

  • Hálendisnefnd, 4. fundur, 24. apríl 2009.

Til kynningar.

Gísli Stefánsson vék af fundi og tók Þórhallur Svavarsson sæti hans á fundinum.

  • Vatnsveitumál, fundur 28. apríl 2009.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 169. fundur, 17. apríl 2009.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 170. fundur, 30. apríl 2009.

Til kynningar.

  • Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 118. fundur, 21. apríl 2009.

Til kynningar.

  • Vinnumarkaðsráð Suðurlands, fundur 20. mars 2009.

Til kynningar.

  • Viðbygging leikskóla, 6. fundur, 18. sept. 2008.

Til kynningar.

  • Tún vottunarstofa, aðalfundur, 20. mars 2009, með starfsskýrslu og ársreikningi.

Til kynningar.

  • Samfella í skóla- og íþróttamálum, fundur 6. maí 2009.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd, 23. fundur, 6. maí 2009.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er lúta að sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

  • Bygging íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélasins, 2. fundur, 6. maí 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
    • Hellar, landskipti.

Afgreiðslu frestað, og sveitarstjóra falið að afla gagna um málið.

Samþykkt samhljóða.

  • Lýtingsstaðir, landskipti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við eftirfarandi landskipti; úr landi Lýtingsstaða lnr. 165121, lóð Grásteinsholt, lnr. 218400 (7,2 ha.). Lögbýlisréttur fylgir áfram Lýtingsstöðum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skipulagsmál og tengd erindi:
    • Leirubakki, Fjallaland, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn staðfestir breytt deiliskipulag Leirubakka.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun. Síðari umræða.

Áætlunin gerir ekki ráð fyrir árlegri hækkun tekna og gjalda frá fjárhagsáætlun 2009. Gert er ráð fyrir að verja sem nemur 586 milljónum kr. til framkvæmda og fjárfestinga.
Áætlunin borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum D-lista, 3 sitja hjá af B-lista (ÓEJ), (GÞ), (SD).

  1. Lóðir Gaddstaðalandi, stefna.

Sveitarstjóra falið að láta taka til varna í málinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Húsaleigusamningur við Kaupás hf. vegna Krónubúðar á Hellu.

Sveitarstjóra falið að tilkynna Kaupás hf. um áform um byggingu tengibyggingar milli Suðurlandsvegar 1 og 3 og kalla eftir efnd húsaleigusamnings.

Samþykkt samhljóða.

  1. Brekka, kaup á landi.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að gera tillögu um lóðamörk við íþróttahús í Þykkvabæ og kynna sveitarstjórn og er frekari afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Sjúkraflutningar í Rangárvallasýslu.

Lagt fram ,,Verklag við boðun sjúkraflutningsmanna við Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árnessýslu, Rangárþingi ytra og Rangárþingi eystra”.

Sveitarstjórn mótmælir harðlega framlögðum verklagsreglum og ítrekar fyrri bókanir vegna skerðingar sjúkraflutningsþjónustu í Rangárvallasýslu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra.

Til kynningar.

  1. Flutningskostnaður vegna landbóta á Rangárvallaafrétti.

Sveitarstjórn hafnar erindinu, til að gæta jafnræðis milli afrétta, og vísar því til uppgjörs fjallskilasjóðs Rangárvallaafréttar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Golfklúbburinn Hellu, alþjóðlegt unglingamót.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til héraðsnefndar Rangæinga til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

  • Vegahandbókin.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  • Háskólafélag Suðurlands.

Til kynningar.

  • Starfsendurhæfing Suðurlands, stofnfundur.

Til kynningar.

  • Flutningur þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga, málþing.

Til kynningar.

  • Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands, ársfundur.

Til kynningar.

  • Samfélagslegar afleiðingar fjármálakreppu, málþing.

Til kynningar.

  • Íslensk þjóðfélagsfræði, ráðstefna.

Til kynningar.

  • Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf., aðalfundur.

Til kynningar.

  • Skipulagsstofnun, samráðsfundur.

Til kynningar.

  • Jafnréttisstarf í skólum, námsstefna.

Til kynningar.

  • Aðgengi ehf., ráðgjafaþjónusta.

Til kynningar.

  • Samband íslenskra sveitarfélaga, samráðsfundur um efnahagsvandann.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Vinnumálastofnun, átaksverkefni.
    • Samstarfsvettvangur fyrir atvinnulaust ungt fólk.
    • Samband ísl. sveitarfélaga, samskipti við Alþingi og ríkisstjórn.
    • Heilsuvernd, vegna svínaflensu.
    • Ásahreppur, vegna Búðarhálsvirkjunar/Sporðöldulóns.
    • Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.20