Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Leirubakka,
miðvikudaginn 20. maí 2009, kl. 9:30.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Gísli Stefánsson, Þórhallur Svavarsson, Ólafur Elvar Júlíusson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir og Guðfinna Þorvaldsdóttir
Við bætist liðir nr. 1.14., 1.15., 1.16, 2.3., 2.4. og F.16. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, 34. fundur, 29. apríl 2009.
Til kynningar.
- Skipulagsnefnd Rangárþings, 19. fundur, 12. maí 2009.
Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er lúta að sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, fundur 12. maí 2009.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Sjúkraflutningamál í Rangárvallasýslu, fundur, 12. maí 2009.
Til kynningar.
- Brunavarnir Rangárvallasýslu bs., aðalfundur, 6. maí 2009, með ársreikningi.
Til kynningar.
- Þjórsársveitir og Ölfus, samráðsfundur, 11. maí 2009.
Til kynningar.
- SASS, 423. fundur, 7. maí 2009.
Til kynningar.
- Skólaskrifstofa Suðurlands, 114. fundur, 11. maí 2009.
Til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 284. fundur, 6. maí 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 171. fundur, 11. maí 2009.
Til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 763. fundur, 29. apríl 2009.
Til kynningar.
- Vinnumarkaðsráð Suðurlands, 11. fundur, 30. apríl 2009.
Til kynningar.
- Vinnuhópur um samfellu í skóla- og íþróttamálum, 13. maí 2009.
Til kynningar.
- Samgöngunefnd, 9. fundur, 11. desember 2008.
Til kynningar.
- Samgöngunefnd, 10. fundur, 23. mars 2009.
Til kynningar.
- Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., fundur, 19. maí 2009.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Hagi, landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að lóð merkt 2, lnr. 218421 (9385 fm.) verði skipt úr landi Haga lnr. 165085.
Samþykkt samhljóða.
- Ægissíða 1. landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við eftirfarandi landskipti; úr landi Ægissíðu 1 lnr. 165540; Ægissíða1, lóð 1 lnr. 218358 (1,42 ha.), Ægissíða 1, lóð 3 lnr. 218359 (1,37 ha.), Ægissíða 1, lóð 4, lnr. 218360 (1,31 ha.), Ægissíða 1, lóð 5, lnr. 218361 (1,27 ha.) og Ægissíða 1, lóð 7 lnr. 218362 (1,31 ha.).
Samþykkt samhljóða.
- Hellar, landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við eftirfarandi landskipti; 2 lóðir úr landi Hellna lnr. 164976; Hellar, land A lnr. 218372 (20,0 ha.) og Hellar, land B lnr. 218373 (5,0 ha.). Lögbýlisréttur fylgir áfram Hellum.
Samþykkt samhljóða.
- Litli Klofi, landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að skipt verði úr landi Litla Klofa lnr. 164989; lóð nr. 1 lnr. 206098 (8390 fm.).
Samþykkt samhljóða.
- Umsóknir um veitingaleyfi og tengd erindi:
- Austvaðsholt.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til rekstur gististaðar í flokki II að Austvaðsholti, með fyrirvara um samþykki annarra aðila er málið varðar.
Samþykkt samhljóða.
- Veiðihús Ytra Rangá.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til rekstur gististaðar í flokki V í Veiðihúsi við Ytri Rangá, með fyrirvara um samþykki annarra aðila er málið varðar.
Samþykkt samhljóða.
- Nautilíus Ísland, leigusamningur.
Sveitarstjóra falið að undirrita framlagðan samning við Nautilíus Ísland ehf. varðandi leigu á húsnæði í íþróttamiðstöð sveitarfélagsins á Hellu, til reksturs heilsuræktarstöðvar.
Samþykkt samhljóða.
- Minnisvarði við Hófsvað Tungufljóti.
Til kynningar.
- Veiðihús við Ármót, fornleifavernd.
Til kynningar.
- Geldingalækur, erindi veiðifélags Ytri Rangár.
Til kynningar.
- Gaddstaðaland, varðar stefnu.
Til kynningar.
- Heiðvangur 2, vegna gatnagerðargjalda.
Sveitarstjórn fellst á að endurgreiða gatnagerðargjöld í samræmi við lög og reglur sem um það gilda.
Samþykkt samhljóða.
- Hekla, handverkshús.
Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að kalla ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu til samráðs hið fyrsta.
Samþykkt samhljóða.
- Alifuglabú á Geitasandi, umsókn Landgræðslu ríkisins,
Vinnuhópi um endurskoðun aðalskipulags falið að ræða við bréfritara um málið.
Samþykkt samhljóða.
- Hagi, vegna byggingarleyfis.
Til kynningar.
- Vegagerðin umsóknir um styrki úr styrkvegasjóði.
Til kynningar.
- Endurskoðun aðalskipulags 2008 – 2020.
Tillaga um að senda fyrirliggjandi skipulagsgögn til lögformlegra umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Vélhjólaklúbbur Rangæinga, vegna aðstöðu.
Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðstöðu fyrir vélhjólaklúbbinn. Niðurstöður verði sendar íþrótta- og æskulýðsnefnd til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.
- Ungmennafélagið Hekla, vegna aðstöðu.
Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðstöðu fyrir ungmennafélagið. Niðurstöður verði sendar íþrótta- og æskulýðsnefnd til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.
- Ungmennafélagið Hekla, vegna íþrótta- og leikjaskóla.
Sveitarstjóra falið að aðstoða Ungmennafélagið Heklu við undirbúning og starfrækslu íþrótta- og leikjaskóla, í formi vinnuframlags og aðstöðu.
Samþykkt samhljóða.
- Ungmennafélagið Hekla, vegna innheimtu æfingagjalda.
Til kynningar.
- Ungmennafélagið Hekla, vegna dósasöfnunargáms.
Fallist er á erindið. Sveitarstjóra falið að finna stað fyrir dósasöfnunargám miðsvæðis á Hellu í samráði við ungmennafélagið.
Samþykkt samhljóða.
- KFR, vegna knattspyrnuskóla.
Erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.
- Háskólafélag Suðurlands, aðalfundarboð.
Til kynningar.
- Samráðsfundur launanefndar sveitarfélaga.
Til kynningar.
- Menningar- og minningarsjóður kvenna, vegna styrkumsókna.
Til kynningar.
- Ársfundur Byggðastofnunar.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, aukaaðalfundur.
Erindinu vísað til afgreiðslu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.
Samþykkt samhljóða.
- Skólahreysti.
Fallist er á erindi um styrk vegna Skólahreysti 2009, að upphæð kr. 50.000,-.
Samþykkt samhljóða.
- Grunnskólinn á Hellu, fræðslu og kynnisferð, styrkumsókn.
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði að fyrirhugaðri fræðslu- og kynnisferð, og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar Grunnskólans á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
- Sumarbókin Ísland á ferð.
Erindi vegna Sumarbókarinnar er hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- SÁÁ, Álfurinn.
Erindi um styrk vegna Álfasölunnar 2009 er hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Blúshátíð í Rangárvallasýslu.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Samgönguráðuneytið, meðferð og afgreiðsla ársreiknings sveitarfélaga.
- Samráðsfundur um efnahagsvandann, minnisblað Sambands ísl. sveitarfélaga.
- Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir námsmenn.
- Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum.
- Foss, krafa um samráð.
- Fornleifavernd ríkisins, Heklusel úr landi Efra Sels.
- Dagur barnsins.
- ÍSÍ, ályktanir 69. ársþings.
- Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00