45. fundur 10. júlí 2009

10Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

föstudaginn 10. júlí 2009, kl. 9:00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. Ársreikningar sveitarfélagsins og samstarfsverkefna á Laugalandi, 2008, síðari umræða.:

Tillaga um að staðfesta ársreikninga sveitarfélagsins og samstarfsverkefna á Laugalandi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrír sitja hjá (ÓEJ, GÞ, MÝS).

Ársreikningarnir áritaðir af sveitarstjórn.

 

Bókun B-lista:

Vegna efnahagsástandsins í þjóðfélaginu og í ljósi niðurstöðu ársreikninga sveitarfélagsins, þá viljum við undirrituð hvetja stjórnendur sveitarfélagsins til þess að fara með gát í fjárskuldbindingum og draga úr öllum nýframkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Við fulltrúar erum tilbúin að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og veita aðstoð í málum er varða íbúa sveitarfélagsins og sem er þeim til heilla.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Ólafur E. Júlíusson.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, Þorgils Torfa Jónssyni og Ólafi E. Júlíussyni, í samráði við forstöðumenn deilda sveitarfélagsins, að vinna áfram að því að leita leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess og leggja tillögur þar að lútandi fyrir hreppsnefnd. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að og skila til sveitarstjórnar 6 mánaða uppgjöri 2009 eins fljótt og auðið er.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
    • Borg, landskipti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að skipt verði úr landi Borgar, lnr. 165363, nýrri lóð lnr. 218544 (5000 fm.). Afgreiðsla var frestað á 44. fundi hreppsnefndar. Undirskriftir eigenda aðliggjandi lands liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40