47. fundur 08. október 2009

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 8. október 2009, kl. 13:00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, , Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason sem ritaði fundargerð.

 

Við bætast liðir nr. 1.21., 2.1., 2.2. og 4.4. Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:

1.1. Hreppsráð, 44. fundur, 17. september 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

1.2. Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 22. fundur, 16. september 2009.

Til kynningar.

1.3. Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 29. fundur, 30. september 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

1.4. Ferð um Landmannaafrétt, minnisblað, 16. september 2009.

Til kynningar.

1.5. Endurskoðun aðalskipulags, 12. fundur, 29. september 2009.

Til kynningar.

1.6. Suðurlandsvegur 1-3 ehf. 1. áfangi, 10. verkfundur, 21. september 2009.

Til kynningar.

1.7. Suðurlandsvegur 1-3 ehf. 1. áfangi, 11. verkfundur, 28. september 2009.

Til kynningar.

1.8. Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 287. fundur, 22. september 2009.

Til kynningar.

1.9. Skólanefnd Fjölbrautarskóla Suðurlands, 147. fundur, 27. ágúst 2009.

Til kynningar.

1.10. Skólaskrifstofa Suðurlands, 116. fundur, 25. september 2009.

Til kynningar.

1.11. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, 121. fundur, 24. september 2009.

Til kynningar.

1.12. Sorpstöð Suðurlands, 177. fundur, 25. september 2009.

Til kynningar.

1.13. Samráðsfundur sorpsamlaga á suðvesturlandi, 21. september 2009.

Til kynningar.

1.14. Samband íslenskra sveitarfélaga, 767. fundur, 24. september 2009.

Til kynningar.

1.15. Áhugahópur um Töðugjöld á Hellu, fundur 29. september 2009.

Til kynningar.

1.16. Fundur með félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu, 30. september 2009.

Til kynningar.

1.17. Þjórsársveitir, fundur, 29. september 2009.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

1.18. Samgöngunefnd, 12. fundur, 31. ágúst 2009.

Til kynningar.

1.19. Fjallskilanefnd Landmannaafréttar, fundur 6. september 2009.

Til kynningar.

1.20. Fjallskilanefnd Landmannaafréttar, fundur 14. september 2009.

Til kynningar.

1.21. Byggingarnefnd Rangáþings bs., 28. fundur 7. október 2009.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:

2.1. Minni Vellir, landskipti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að 9,93 ha. lóð með landnr. 218736 verði skipt úr jörðinni Minni Vellir lnr.164995.

Samþykkt samhljóða.

2.2. Árbakki, landskipti.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að 24,36 ha. lóð með landnr. 218833 verði skipt úr jörðinni Árbakki lnr.164961 og að lögbýlisréttur fylgi hinni nýju landspildu (lnr. 218833).

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:

3.1. Hvolskóli, tvær umsóknir.

Sótt er um greiðslu fyrir skólavist AÁ, kt: 110896-xxxx og DÁ, kt: 120699-xxxx í Hvolskóla skólaárið 2009-2010. Fallist er á greiðslu í samræmi við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

3.2. Tónsmiðja Suðurlands.

Sótt er um greiðslu fyrir skólagjalda fyrir JJH vegna tónlistarnáms við Tónsmiðju Suðurlands ehf. á haustönn 2009. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um hvort umsóknin uppfylli viðmið sveitarfélagsins varðandi kostnaðarþátttöku.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skipulagsmál og tengd erindi:

4.1. Hagi, skipulagsmál.

Sveitarstjóra falið að kalla eftir frekari gögnum. Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

4.2. Merkihvoll, Skipulagsstofnun.

Til kynningar.

4.3. Jarlsstaðir, Fornleifavernd ríkisins.

Til kynningar.

4.4. Jarlstaðir, vegalagning.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi um veglagningu á tilgreindu vegstæði. Fyrir liggja samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda fyrir veglagningunni. Erindinu vísað til skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Úttekt á rekstri fræðslustofnana í Rangárþingi ytra, RHA.

Lögð fram drög að úttekt á rekstri fræðslustofnana í Rangárþingi ytra, frá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Stefnt er að framlagningu lokaútgáfu úttektarinnar á næsta fundi hreppsnefndar.

 

Fulltrúar B- lista leggja fram eftirfarandi tillögu:

Við leggjum til að fyrirliggjandi drög vegna úttektar á fræðslustofnunum í Rangárþing ytra verði vísað til fræðslunefndar til skoðunar þar sem nefndarinnar er getið í heimildarskrá.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Ólafur Júlíusson

Tillagan er feld með fjórum. atkvæðum gegn þremur atkvæðum B- lista.

 

Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar fulltrúa B-lista við 5. lið á 47. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra fimmtudaginn 8. október 2009.

Þau drög að skýrslu um rekstur fræðslustofnana í Rangárþingi ytra sem liggja fyrir fundinum eru enn á forræði þeirra aðila sem standa að skýrslunni hjá Háskólanum á Akureyri. Skýrslan er enn í vinnslu og er enn á yfirlestratstigi hvað varðar tölulega liði og aðrar staðreyndir um núverandi fyrirkomulagi skólamála í sveitarfélaginu. Niðurstöður í drögunum og þeir kaflar þar sem fjallað er um vinnu skýrsluhöfunda sl. sumar eru alfarið á forræði skýrsluhöfunda. Þegar endanleg skýrsla liggur fyrir verður hún lögð fram í sveitarstjórn, fræðslunefnd og kynnt stjórnendum og starfsfólki skólastofnana. Einnig verður skýrslan gerð aðgengileg öllum öðrum íbúum sveitarfélagsins.

Fulltrúar D-lista leggja mikla áherslu á að skýrslan verði á faglega ábyrgð skýrsluhöfunda og að hún verði ekki efnislega ritskoðuð af kjörnum fulltrúum Rangáþings ytra. Óeðlilegt er að sveitarstjórn meti hverjir af þeim fjölda fólks sem getið er í heimildaskrá fái að lesa yfir drög að skýrslunni áður en hún er gefin út. Slíkt verður eðlilega gert þegar skýrslan er fullbúin. Tillögu B-lista er því hafnað.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir.

  1. Foss, Hungurfit og Krókur.

Lögð fram tilboð í íbúðarhúsið Fossi og fjallaskálana að Hungurfitjum og Króki. Sveitarstjóra falið að ræða við tilboðsgjafana Lúðvík Bergmann annars vegar um Foss og Hungurfit og Grettir Rúnarsson og Inga Ingvarsson um Krók hins vegar, auk þess að kalla eftir umsögn fjallskilanefndar Rangárvallaafréttar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lóðamörk Heiðvangi.

Lögð fram erindi frá eiganda Heiðvangs 4. Sveitarstjórn áréttar að með afgreiðslu hennar á fundi hreppsnefndar þann 5. maí 2009 var verið að staðfesta að grenndarkynna ætti þá framlögðu tillögu um lóðamörk hlutaðeigandi íbúum við Heiðvang. Ekki var ætlunin að staðfesta lóðamörkin sjálf. Sveitarstjórn harmar þau óþægindi sem orðalag bókunar í fundargerð kann að hafa valdið.

Höfnun á umræddri tillögu um lóðamörk við Heiðvang er vísað til byggingar- og skipulagsfulltrúa. Sveitarstjóra er falið að leiða málið til lykta.

Samþykkt samhljóða.

  1. Afmörkun bílastæða við íþróttahúsið í Þykkvabæ, Framfarafélag Þykkvabæjar.

Sveitarstjórn fellst ekki á erindið um endurskoðun á skipulagi lóðarinnar. Aðeins er um lokafrágang að ræða á framkvæmdum við bílastæðið og því takamarkað svigrúm til að breytinga.

Samþykkt samhljóða.

  1. Brunavarnir, Brunamálastofnun.

Lagt fram erindi Brunamálastofnunar varðandi tafir á skilum á brunavarnaráætlun sveitarfélagsins. Erindinu vísað til sveitarstjóra og stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. til frekari afgreiðslu. Sveitarstjórn áréttar vilja sinn til að vel sé að brunavörnum staðið í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Þjónustumiðstöð, bílamál.

Lagt fram erindi varðandi bílakaup fyrir þjónustumiðstöð. Samþykkt að ganga að fyrirliggjandi tilboði. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Átaksverkefni um nýtingu sunnlenskrar orku, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

Tekið er jákvætt í erindið, sveitarstjóra falið að kynna sjónarmið sveitarfélagsins um kostnaðarskiptingu og rekstur verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

  1. Barnaverndarúrræði, bókun bæjarráðs Árborgar.

Til kynningar.

  1. Fjarskiptamastur í landi Gunnarsholts, yfirlýsing.

Lögð fram drög að yfirlýsingu vegna fjarskiptamasturs í landi Gunnarsholts. Sveitarstjóra falið að undirrita yfirlýsinguna og kynna hlutaðeigandi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Húsaleigubætur 2010.

Sveitarstjórn samþykkir að greiðsla húsaleigubóta fyrir fjárhagsárið 2010 verði með sama hætti og áður. Ekki verða greiddar sérstakar húsaleigubætur hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Staðgreiðsluáætlun.

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu til sveitarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins.

Til kynningar.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

F.1. Karlakór Rangæinga, styrkumsókn.

Sveitarstjórn fellst á erindið fyrir sitt leyti. Bent er á að leita þarf samþykkis Ásahrepps.

Samþykkt samhljóða.

F.2. Landssamband slökkvilið- og sjúkraflutningamanna, styrkumsókn.

Sveitarstjórn fellst á að greiða styrk sem nemur kostnaði við fræðsluefni í skólum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

F.3. Ársfundur Umhverfisstofnunar og umhverfisnefnda sveitarfélaga.

Til kynningar.

F.4. Umhverfisþing, umhverfisráðuneytisins.

Til kynningar.

F.5. Skólaþing, menntamálaráðuneytisins.

Til kynningar.

F.6. UMFÍ, ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:

G.1. Jöfnunarsjóður, framlög vegna lækkaðra fasteignaskattstekna.

G.2. Launanefnd sveitarfélaga, samkomulag um laun stjórnenda í samreknum skólum.

G.3. Háskólafélag Suðurlands, ályktun um Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði.

G.4. Greinargerð til Evrópska þróunarbankans.

G.5. Höfn hf., umboð vegna aðalfundar.

G.6. Gönguleiða og útivistarkort fyrir Holtamannaafrétt, erindi til Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

G.7. Velferðarvaktin, vegna hádegisverðar í skólum landsins.

G.8. Samstarf sveitarfélaga austan Þjórsár, afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar og Mýrdalshrepps.

G.9. Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45