48. fundur 05. nóvember 2009

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 5. nóvember 2009, kl. 13:00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, , Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason sem ritaði fundargerð.

 

Tillaga um að bæta við liðum nr. 10 og 11. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 45. fundur, 28. október 2009.

Hreppsnefnd áréttar að afgreiðsla í lið 2.1 í fundargerð hreppsráðs er einungis verið að veita umsögn í samræmi við 13.gr. laga nr. 81/2004. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja.

Fundargerðin er staðfest

Samþykkt samhljóða.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 15. verkfundur, 27. október 2009.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. 112. fundur, 26. október 2009.

Til kynningar.

  • Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 23. fundur, 21. október 2009..

Til kynningar.

  • Héraðsnefnd Rangæinga, 10. fundur, 19. október 2009.

Til kynningar.

  • Héraðsnefnd Rangæinga og héraðsnefnd V.Skaftafellssýslu, sameiginlegur fundur, 19. október 2009.

Til kynningar.

  • Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðar, fundur, 14. október 2009.

Til kynningar.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
    • Vegna landskipta, Halaeyrar, Fiskivatnseyrar; athugasemdir.

Lögð eru fram gögn og athugasemdir til kynningar. Sveitarstjóra falið að kynna hlutaðeigandi umræddar athugasemdir. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til framlagðra gagna og vísar í afgreiðslu í lið 1.1. hér að ofan.

Samþykkt samhljóða.

  1. Skipulagsmál og tengd erindi:
    • Vegna erindis um vegalagningu í landi Jarlstaða.

Sveitarstjóra falið að kynna hlutaðeigandi aðilum framlögð gögn er varða eignarhald á Tjörvastöðum.

Samþykkt samhljóða.

  • Vegna erindis um breytinga á frístundalóð í íbúðarlóð í landi Haga.

Erindinu vísað til skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

  • Mannvirkjagerð á hálendi Rangárþings ytra, Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands.

Til kynningar.

  1. Árshlutareikningur, 6 mánaða uppgjör.

Lagður fram árshlutareikningur sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að vinna að endurskoðun fjárhagsáætlunar í samráði við oddviti D-lista og oddvita B-lista. Jafnframt að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010.

Samþykkt samhljóða.

  1. Álagning opinberra gjalda, lögaðilar.

Lögð fram til kynningar álagningarskrá lögaðila vegna opinberra gjalda.

Til kynningar.

  1. Framhaldsskólakennsla í Rangárvallasýslu.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fagnar framlögðu erindi frá Fjölbrautarskóla Suðurlands og ályktun ársþings SASS. Samþykkt er að fela oddvita D lista og oddvita B lista ásamt formanni fræðslunefndar að gera úttekt á mögulegu húsnæði undir starfssemi framhaldsskóladeildar á Hellu, í samráði við sveitarstjóra nágrannasveitarfélaganna. Sveitarstjóra falið að undirbúa fund með menntamálaráðherra til að kynna niðurstöður úttektarinnar

Samþykkt samhljóða.

  1. Sorphirðumál, samkomulag Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Sorpu bs.

Lögð fram til kynningar bréf Lex lögmannsstofu vegna kæru Íslenska gámafélagsins varðandi samkomulag Sorpstöðvar Suðurlands bs. og Sorpu, vegna urðunar sorps. Í bréfinu er þess krafist að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi komi því til leiðar að fallið verði frá samkomulaginu.

Til kynningar.

  1. Markaðsstofa Suðurlands.

Sveitarstjóra falið að kanna sjónarmið sveitarfélaga á Suðurlandi til erindisins. Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Regluvarsla varðandi skráð skuldabréf.

Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglum FME um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja nr. 987/2006, ber sveitarfélaginu að ráða regluvörð, enda er sveitarfélagið með skráð skuldabréf á verðbréfamarkaði. Hreppsnefnd samþykkir að gera samning við KPMG hf. um að annast regluvörslu fyrir sveitarfélagið að því er varðar skráð skuldabréf. Sveitarstjóra er falið að undirrita samning við KPMG í samræmi við framlögð gögn á fundinum.

Samþykkt með þremur atkvæðum, tveir eru á móti (ÓEJ)(IPG) og tveir sitja hjá (HFG)(GÞ).

  1. Sóknaráætlun 20/20.

Lögð fram kynningargögn varðandi Sóknaráætlun fyrir Ísland 20/20. Hreppsnefnd Rangárþings ytra gerir alvarlegar athugasemdir við störf nefndarinnar og það samráðsleysi hennar sem hefur verið við sveitarfélög á Suðurlandi og stofnanir þeirra við undirbúning að gerð Sóknaráætlunar Ísland 20/20 og þá sérstaklega svæðaskiptingu landsins sem kynnt er í áætluninni. Sveitarstjóra er falið að koma athugasemdum hreppsnefndar til nefndarinnar, viðkomandi ráðuneyta, Byggðastofnunar, SASS, AÞS og sveitarfélaga á Suðurlandi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Kaupás, vegna tengibyggingar.

Til kynningar.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Samtök um kvennaathvarf, styrkumsókn.

Erindinu hafnað.

Samþykkt samhljóða.

  • Byggðasafnið í Skógum, afmælismálþing.

Til kynningar.

  • Umhverfisstofnun og náttúruverndarnefnd sveitarfélaga, ársfundur.

Til kynningar.

  • Málþing um sjálfbæra þróun.

Til kynningar.

  • Á rúntinum, kynningarferð.

Til kynningar.

  1. Annað efni til kynningar:

G.1. Jöfnunarsjóður, áætluð tekjujöfnunarframlög 2009.

G.2. Samband íslenskra sveitarfélaga, vegna stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar, sambandsins, SA og launþegasamtaka.

G.3. Rannsóknir og greining, Ungt fólk 2009.

G.4. Ásahreppur, vegna erindis Kennarafélags Suðurlands.

G.5. Ásahreppur, vegna Brunavarna Rangárvallasýslu.

G.6. Kennarasamband Íslands og Samband ísl. sveitarfélaga, um hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna í skólastarfi

G.7. SASS, bréf til menntamálaráðherra.

G.9. Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15