Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
mánudaginn 16. nóvember 2009, kl. 16:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, , Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Sigfús Davíðsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Forföll boðaði Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.
Starfsmenn Landmótunar ehf., Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson, mættu á fundinn og kynntu vinnu stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Endurskoðun aðalskipulags.
Landmótun fór yfir drög að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélasins. Samþykkt að kynna drögin á íbúafundi sem halda á 23. nóvember 2009. Fundurinn verður auglýstur í Búkollu, Morgunblaðinu og með dreifibréfi til íbúa.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15