Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
mánudaginn 30. nóvember 2009, kl. 16:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Þórhallur Svavarsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Sigfús Davíðsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Ólafur E. Júlíusson.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 46. fundur, 19. nóvember
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsnefnd, 22. fundur, 11. nóvember 2009.
Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþing ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 39. fundur, 28. október 2009.
Til kynningar.
- Samgöngunefnd, 13. fundur, 6. október 2009.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Samráðsfundur með Vegagerðinni, 10. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Samráðsnefnd um Holtamannaafrétt, fundur, 25. nóvember 2009.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða
- Bókasafnsnefnd Laugalandi, fundur 13. október 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, 17. verkfundur, 10. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, 18. verkfundur, 17. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, 19. verkfundur, 24. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Fjallskiladeild Landmannaafréttar, fundur 17. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Þjórsársveitir, fundur 19. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur, 14. fundur, 8. apríl 2009.
Til kynningar.
- Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur, 15. fundur, 20. nóvember 2009, ásamt ársreikningi 2008.
Til kynningar.
- Samráðsfundur sorpsamlaga á suðvesturlandi, fundur 23. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Svínhagi, landskipti.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipt verði úr jörðinni Svínhaga lnr. 164560, þrem spildum merktum Svínhagi L-6 lnr. 218970 (10,5 ha.), Svínhagi L-7 lnr. 218971 (14,0 ha.) og Svínhagi L-8 lnr. 218972 (28,5 ha.). Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja.
Samþykkt samhljóða.
- Þjóðólfshagi 1, landskipti.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipt verði úr jörðinni Þjóðólfshaga lnr. 165164, spildu með landnúmeri 218975 (18.138 fm.) Lögbýlisréttur fylgir áfram lnr. 165164. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Vegna erindis um vegalagningu í landi Jarlstaða.
Sveitarstjóra falið að kynna hlutaðeigandi aðilum framlögð gögn er varða eignarhald á Tjörvastöðum.
Samþykkt samhljóða.
- Álagningaprósentur, afslættir og gjaldskrár 2010.
Lögð fram tillaga að útsvarsprósenta verði 13,28%. Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrír sátu hjá (GÞ) (SD) (MÝS).
Lögð er fram tillaga samkvæmt framlögðu skjali sveitarstjóra um gjaldskrá.
- Fasteignaskattur;
A 0,36% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
B 1,32% af fasteignamati húsa og lóða.
C 1,32% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilh. lóðum, þó að undanskildum fasteignum í B flokki.
- Lóðarleiga; 0,85% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.
- Vatnsgjald; 0,23% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins eða í sameign þess og annarra sveitarfélaga sbr. ákv. 6. gr. laga nr. 32/2004.
- Aukavatnsgjald hjá stórnotendum (s. s. sláturhúsum og kartöfluverksmiðjum) skal vera kr. 26,50 fyrir hvern notaðan rúmmetra af vatni sbr. 13. gr. reglugerðar nr. 401/2005 m.v. byggingavísitölu í des. 2007; 377,7. Gjalddagi er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar.
- Tengigjöld í Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
- Holræsagjald á Hellu; 0,22% af fasteignamati húss og tilheyrandi lóðar.
- Gjöld fyrir tæmingu rotþróa eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
Gjalddagar liða nr. 2, 3, 4, 7 og 8 eru 1./2., 1./3., 1./4., 1./5., 1./6., 1./7., 1./8. og 1./9. 2010. Þar sem fasteignagjöld verða samtals kr. 30.000 eða lægri skal þó aðeins vera einn gjalddagi þ. 1. maí 2010. Eindagi er síðasti virki dagur í sama mánuði og gjalddaga.
Fasteignaeigendum 67 ára og eldri og öryrkjum 75% og meira, sem búa í eigin íbúðarhúsnæði, skal veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi af viðkomandi íbúðarhúsnæði skv. reglum samþ. af sveitarstjórn.
- Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld skv. sérstakri gjaldskrá.
- Hundaleyfisgjald er samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
- Byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-, úttekta og mælingagjöld skipulags- og bygginganefndar og skipulags- og byggingafulltrúa leggjast á skv. sérstakri gjaldskrá.
Gjalddagar eru dags. reikninga og eindagar 30 dögum síðar.
Að öðru leyti gilda lög um tekjustofna sveitarfélaga og gjaldskrár um viðkomandi tekjuliði.
Samþykkt þessi um álagningarprósentur, afslætti og gjaldskrár skal birt á hefðbundnum auglýsingastað ákvarðana sveitarstjórnar, þ.e. á töflu í afgreiðslu Rangárþings ytra.
Ofangreindar tillögur eru með sama hætti og árið áður, en gjalddögum fasteignagjalda er fjölgað úr sex í átta.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
- Leikskólahúsnæði að Laugalandi.
Lögð fram bréf frá fjármálaráðuneyti og menntamálaráðuneyti, varðandi niðurrif fyrrverandi leikskólahúsnæðis að Laugalandi.
Til kynningar.
- Náttúruverndaráætlun, þingsályktunartillaga.
Til kynningar.
- Foss, Hungurfit og Krókur.
Til kynningar.
- Tún vottunarstofa, sala á hlut þrotabús Baugs Group hf.
Sveitarstjórn hyggst ekki gera tilboð í umræddan hlut í félaginu .
Samþykkt samhljóða.
- Stuðningur við mótahald Landsmóts hestamanna, 2012 og 2014 á Gaddstaðaflötum.
Til kynningar.
- Skilmálabreyting lánasamnings með erlendu myntviðmiði.
Hreppsnefnd Rangárþings ytra samþykkir framlagðar breytingar á greiðsluskilmálum lánasamnings, frá Kaupþingi er varða lán númer 0308-35-6347.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Bændur græða landið, samstarfsverkefni.
Hreppsnefnd fellst á að greiða allt að kr. 130.000,- til verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
- Hugmyndatorg
Til kynningar.
- Veiðifélag Eystri Rangár, aðalfundur.
Samþykkt að fela Ingvari Pétri Guðbjörnssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.
Samþykkt samhljóða.
- Annað efni til kynningar:
G.1. Vatnajökulsþjóðgarður, tillaga verkferli við mótun áætlana og stefnu
G.2. Viljayfirlýsing ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
G.3. Rafmagnsöryggi, lög og reglur.
G.4. SASS, málefni Landeyjahafnar.
G.9. Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50