Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 17. desember 2009, kl. 13:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Þorbergur Albertsson og Þórunn Ragnarsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Guðfinna Þorvaldsdóttir og Ólafur Elvar Júlíusson. Guðfinna Þorvaldsdóttir sat fundinn undir liðum, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.
Við bætist mál nr. 2.3. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Byggingarnefnd, 29. fundur, 2. desember 2009.
Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþing ytra.
Samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlanagerð vinnuhópur, fundur 3. desember 2009.
Til kynningar.
- Endurskoðun aðalskipulags, 15. fundur, 9. desember 2009.
Til kynningar.
- Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar, fundur. 2. desember 2009.
Fallist er á erindi um að kostnaði vegna nefndarstarfa fjallskilanefndar verði færður á sveitarsjóð. Sveitarstjóra falið að gera lagfæringar á lista yfir upprekstrarréttarhafa og jafna niður fjallskil með hliðsjón af þeim breytingum á framlagðri tillögu.
Samþykkt samhljóða.
- Fjallskilanefnd Landmannaafréttar, fundur 3. desember 2009.
Sveitarstjóra falið að jafna niður fjallskil í samræmi við framlagða tillögu.
Samþykkt samhljóða.
- Búfjáreftirlitsnefnd Rangárvallasýslu, fundur 11. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., fundur 2. desember 2009.
Til kynningar.
- Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps, 14. fundur, 1. des. 2009, með fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2010.
Fundargerðin, fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2010 er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Tónlistarskóli Rangæinga, 123. fundur, 30. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu, 114. fundur,2. desember 2009.
Til kynningar.
- Samráðsnefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps, fundur 14. desember 2009.
Fundargerðin er staðfest og samþykkt að fela Sigurbjarti Pálssyni að vera fulltrúi Rangárþings ytra í starfshóp um Þjórsárver.
Samþykkt samhljóða.
- Héraðsnefnd Rangæinga, 11. fundur, 11. desember 2009, með fjárhagsáætlun.
Fundargerðin og fjárhagsáætlun er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Framhaldsskólamál í Rangárvallasýslu, fundur 11. desember 2009.
Samþykkt að fela oddvita og sveitarstjóra að vera fulltrúar Rangárþings ytra í „Framhaldsskólanefnd Rangárvallasýslu“. Lögð var fram tillaga að framhaldsskóla á Hellu. Sveitarstjóra var falið að kynna tillöguna fyrir sveitarfélögum í sýslunni og láta kynna tillöguna fyrir nemendum á efstu stigum og starfsfólki grunnskóla sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða.
- Félagsþjónusta Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu bs., 33. fundur, 14. 12. 2009, með fjárhagsáætlun 2010.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, 20. verkfundur, 9. desember 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 5. verkfundur, 9. desember 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 181. fundur, 11. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 182. fundur, 20. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 183. fundur, 27. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Sorpstöð Suðurlands, 184. fundur, 11.desember 2009.
Til kynningar.
- Skólaskrifstofa Suðurlands, 118. fundur, 26. nóvember 2009.
Sveitarstjórn tekur undir bókun 3.liðar í fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
Samþykkt samhljóða og að öðru leiti til kynningar.
- Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, 289. fundur, 2. desember 2009.
Til kynningar.
- Heilbrigðisnefnd Suðurlands, 123. fundur, 3. desember 2009.
Til kynningar.
- SASS, 430. fundur, 11. desember 2009.
Til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 769. fundur, 27. nóvember 2009.
Til kynningar.
- Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 31. fundur, 14. desember 2009.
Fundargerðin er til kynningar. Afgreiðsla á umsókn Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um námsstyrk, sbr. 2. lið, er frestað.
- Ungmennaráð, 2. fundur, 9. desember 2009.
Til kynningar.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Minni Vellir, landskipti.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipt verði úr jörðinni Minni Vellir (lnr. 164995), spildu Minni Vellir vegstæði, lnr. 218998, stærð 77.000 fm. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja.
Samþykkt samhljóða.
- Suðurlandsvegur 1 og Suðurlandsvegur 3, Hella, landskipti.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipt verði lóðinni Suðurlandsvegur 1 (lnr. 164905) 294 fm. lóð með landnr. 219041 og úr lóðinni Suðurlandsvegur 3 (lnr. 164956) 331 fm. lóð með landnr. 219043. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja
Samþykkt samhljóða.
- Ægissíða 4, landskipti.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipt verði lóðinni jörðinni Ægissíða 4 (lnr. 165440) spildu með landnr. 219032 (7.424 fm.). Lögbýlisréttur fylgir áfram jörðinni Ægissíðu 4. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja.
Samþykkt samhljóða.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Endurskoðun aðalskipulags.
Lokadrög stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags lögð fram. Hreppsnefnd samþykkir tillöguna og heimilar að hún verði send til Skipulagsstofnunar og mælist til að fá heimild til að auglýsa hana í samræmi við lög sem um það gilda.
Samþykkt samhljóða.
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009.
Þórunn Ragnarsdóttir vék af fundi og tók Guðfinna Þorvaldsdóttir sæti hennar.
Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2009. Fjármálastjóri gerði grein fyrir helstu stærðum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (MÝS, ÞA, GÞ).
- Fjárhagsáætlun 2010, fyrri umræða.
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Fjármálastjóri gerði grein fyrir helstu stærðum. Fjárhagsáætluninni er vísað til síðari umræðu sem ráðgerð er 14. janúar 2009, enda liggur fyrir samþykki samgönguráðuneytis til frestunar afgreiðslu.
Sveitarstjórn heimilar greiðslu nauðsynlegra útgjalda sveitarfélagsins á næsta ári þó fjárhagsáætlun 2010 hafi ekki hlotið endanlegt samþykki sveitarstjórnar. Sveitarstjórn samþykkir að Ingvar Pétur Guðbjörnsson starfi í vinnuhópi um gerð fjárhagsáætlunar.
Samþykkt samhljóða.
- Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
Hreppsnefnd staðfestir framlagða tillögu og fellur úr gildi eldri samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
- Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.
Sveitarstjórn Rangárþings samþykkir framlagðar ,,Reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.“
Samþykkt samhljóða.
- Úttekt á rekstri fræðslustofnana Rangárþingi ytra, skýrsla RHA.
Lögð er fram úttekt RHA á rekstri fræðslustofnana í Rangárþingi ytra.
Til kynningar.
Bókun frá B-lista vegna úttektar á fræðslustofnunum í Rangárþingi ytra:
Margt fróðlegt kemur fram í skýrslunni um það starf sem unnið er í skólum Rangárþings ytra varðandi hlut starfsfólks og stöðu nemenda. Sérstaka athygli vekur jákvætt viðhorf foreldra og almenn ánægja þeirra með starfið í skólunum
Í skýrslunni kemur fram að rætt hafi verið við sveitarstjórnarmenn. Við leiðréttum það hér með að ekki var rætt við fulltrúa minnihluta við gerð skýrslunnar. Í úttekt af þessu tagi teljum við mikilvægt að rætt sé við alla sem að málum koma til að koma í veg fyrir allan ágreining.
Í skýrslunni kemur fram að of mikið sé af sérkennslu í Grunnskólanum á Hellu og að nemendur séu teknir út úr kennslustundum með tilheyrandi kostnaði fyrir sveitarfélagið. Mikilvægt er að halda því til haga að sérfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands hafa verið Grunnskólanum á Hellu til ráðgjafar varðandi sérkennsluúrræði það skýtur því skökku ekki hafi verið talað við forstöðumann Skólaskrifstofu Suðurlands sem sveitarfélagið kaupir þjónustu af samkvæmt samningi.
Það rýrir óneitanlega gildi úttektarinnar að í niðurstöðum hennar eru engar tölulegar upplýsingar sem liggja fyrir um þær leiðir sem bent er á til breytinga.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Þorbergur Albertsson
Sveitarstjórn vísar skýrslunni til fræðslunefndar til kynningar og felur henni að kynna hana.
Samþykkt samhljóða.
- Úttektir á grunnskólum, umsókn til mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Hreppsnefnd samþykkir að sækja um stofnanaúttekt vegna Laugalandsskóla. Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn þar að lútandi.
Samþykkt samhljóða.
- Rekstrarfyrirkomulag samstarfsverkefna að Laugalandi, skýrsla KPMG.
Til kynningar.
Guðfinna Þorvaldsdóttir vék af fundi og Þórunn Ragnarsdóttir tók sæti að nýju.
- Foss, Hungurfit og Krókur.
Sveitarstjóra falið að ganga frá sölu á eftirfarandi fasteignum sveitarfélagsins: íbúðarhúsi á Fossi, gangnamannaskálunum á Hungurfitjum og Króki, í samræmi við framlögð drög að kaupsamningum.
Samþykkt samhljóða.
- Laxveiði fyrir landi Gaddstaða og Selalækjar.
Sveitarstjóra falið að undirrita yfirlýsingu vegna leiðréttingar á veiði fyrir landi Gaddstaða og Selalækjar í veiðidagbók Ytri-Rangár.
Samþykkt samhljóða.
- Kjarasamningsumboð.
Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um málið.
Samþykkt samhljóða.
- Sveitarstjórnarlög, frumvarp til laga.
Til kynningar.
- Sæmundarvellir, tillaga um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum.
Til kynningar.
- Fundaáætlun sveitarstjórnar 2010.
Hreppsnefnd samþykkir framlagða tillögu um fundaáætlun fyrir árið 2010.
Samþykkt samhljóða.
- Reglur um námsstyrki.
Lögð fram drög að reglum um námsstyrki. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög að starfsmannareglum. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Stúlknakórinn Hekla, styrkumsókn.
Hreppsnefnd fellst á að veita styrk til greiðslu leigugjalds á íþróttahúsinu vegna tónleikahalds kórsins.
Samþykkt samhljóða.
- Málþing um tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Til kynningar.
- Landskerfi bókasafna hf., samþætt leitarvél fyrir Ísland.
Til kynningar.
- Veraldarvinir, beiðni um samstarf.
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við beiðni um samstarf.
Samþykkt samhljóða.
- Styrkjum staðarandann, verkefni Alta.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Jafnréttisstofa.
- Varasjóður húsnæðismála, söluframlag.
- Ásahreppur, Jökulheimasvæði.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.
- Landmælingar Íslands. skýrsla.
- Fasteignaskrá Íslands, athugasemdir við fasteignamat.
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ársskýrsla.
- Snertill ehf., uppsögn á samningi.
- Sorpstöð Suðurlands, samningur um viðskiptakjör og umsókn um viðskiptakort.
- Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, vegna sölu á Hitaveitu Rangæinga.
- Þjóðskrá, flutningstilkynningar.
- Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.12.