52. fundur 14. janúar 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 14. janúar 2010, kl. 16:00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Gísli Stefánsson, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki sat fundinn Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Ingvar Pétur Guðbjörnsson boðaði forföll.

 

Við bætist mál nr. 3.4. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Fjárhagsáætlanagerð vinnuhópur, 3. fundur 6. janúar 2010.

Til kynningar

  • Fjárhagsáætlanagerð vinnuhópur, 4. fundur 9. janúar 2010.

Til kynningar.

  • Fjárhagsáætlanagerð vinnuhópur, 5. fundur 11. janúar 2010.

Til kynningar.

  • Byggingarnefnd, 30. fundur, 6. janúar 2010.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.

  • Byggingarnefnd, 29. fundur, 2. desember 2009, leiðrétt.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþing ytra.

Samþykkt samhljóða.

  • Brunavarnir Rangárvallasýslu b.s., 21. fundur 18. desember 2009, með fjárhagsáætlun 2010.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellsýslu, 25. fundur, 16. desember 2009.

Til kynningar.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 40. fundur, 25. nóvember 2009.

Til kynningar.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 41. fundur, 16. desember 2009.

Til kynningar.

  • Byggingar- og skipulagsfulltrúaembætti Rangárþings bs., fundur 16. desember 2009.

Til kynningar.

  • Framhaldsskólamál í Rangárvallasýslu, fundur með ráðherra, 7. janúar 2010.

Til kynningar.

  • Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs, fundur 11. janúar 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 6. verkfundur, 16. desember 2009.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, 22. verkfundur, 5. janúar 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3 ehf. fundur 15. desember 2009.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3 ehf. fundur 29. desember 2009.

Til kynningar.

  • Samráðsfundur sorpsamlaga á suðvesturlandi, fundur 21. desember 2009.

Til kynningar.

  • Samband íslenskra sveitarfélaga, 770. fundur, 11. desember 2009.

Til kynningar.

  1. Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
    • Engin erindi hafa borist.
  2. Skipulagsmál og tengd erindi:
    • Fjallabaksleið nyrðri.

Til kynningar.

  • Lyngás.

Sveitarstjóra falið að kynna hlutaðeigandi íbúum hugmyndir Vegagerðarinnar varðandi breytta aðkomu að Lyngási norðan megin Suðurlandsvegar.

Samþykkt samhljóða.

Þorgils Torfi Jónsson víkur af fundi vegna vanhæfis. Sigurbjartur Pálsson tók við fundarstjórn.

  • Suðurlandsvegur 2-4.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

Þorgils Torfi Jónsson tekur sæti að nýju og tók við fundarstjórn.

  • Seltún á Hellu.

Hreppsnefnd telur ekki ástæðu til að auglýsa að nýju, deiliskipulagstillögu fyrir Seltún á Hellu, enda hafi verið brugðist við ábendingu Skipulagsstofnunar um leiðréttingu gagna varðandi tillöguna.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
    • Tónsmiðja Suðurlands.

Í ljósi þungra aðstæðna í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, s.s. Tónlistarskóla Rangæinga og fyrirhugaðs niðurskurðar, er umsókn KÓ, kt.161192-xxxx hafnað.

Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu mótakvæði (GÞ).

Sveitarstjórn mun ekki styrkja sambærilegt tónlistarnám utan Tónlistarskóla Rangæinga á árinu 2010.

Samþykkt samhljóða.

  • Tónsmiðja Suðurlands.

Umsókn ÍKM, kt. 170491-xxxx er hafnað.

Samþykkt samhljóða.

  1. Veitingaleyfi og tengd erindi:
    • Hrauneyjar, Hálendismiðstöð.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis fyrir gististað í flokki V og veitingastaðar í flokki II að Hrauneyjum Hálendismiðstöð, enda liggi fyrir samþykki annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

  • Hrauneyjar, hótel Háland.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis fyrir gististað í flokki V og veitingastaðar í flokki II að Hótel Hálandi, Hrauneyjum, enda liggi fyrir samþykki annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

  • Hótel Rangá.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis fyrir gististað í flokki V og veitingastaðar í flokki II að Hótel Rangá, enda liggi fyrir samþykki annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

  1. Umhverfisstofnun, um tímabundnar breytingar á starfssemi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.

Til kynningar.

  1. 20/20 Sóknaráætlun fyrir Ísland.

Til kynningar.

  1. Landsvirkjun,vegna ályktunar Þjórsársveita um Búðarhálsvirkjun.

Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með forstjóra Landsvirkjunar, í samráði við verkefnisstjórn Þjórsársveita.

Samþykkt samhljóða.

  1. Varnarlínumál sauðfjárveikivarna á Suðurlandi.

Til kynningar.

  1. Frestur á afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010.

Til kynningar.

  1. Sorpgámar af gámasvæðum, gjaldfelling flokka.

Til kynningar.

  1. Íbúðalánasjóður, vegna fasteignagjalda.

Hreppsnefnd hafnar erindinu um afslátt fasteignagjalda og sorphirðugjalda vegna fasteigna Íbúðalánasjóðs, sem standa auðar á Hellu. Hreppsnefnd harmar það að umrætt húsnæði skuli standa autt og hvetur Íbúðalánasjóð til að leita leiða til að koma húsnæðinu í notkun hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða.

  1. Vatnsútflutningur.

Til kynningar.

  1. Hagi, breytinga á frístundalóð í íbúðarhúsalóð.

Sveitarstjóra falið að kalla eftir áliti lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi umræddar breytingar á notkun umræddrar lóðar.

Samþykkt samhljóða.

  1. Þjónustukort Rangárþings og Mýrdals.

Hreppsnefnd telur ekki ástæðu til prentunar á þjónustukorti fyrir árið 2010, enda birgðir nægar hjá sveitarfélaginu. Áréttað er að engin áform eru um að hætta þátttöku í sameiginlegu þjónustukorti.

Samþykkt samhljóða.

  1. Rafrænir launaseðlar.

Hreppsnefnd fellst á að teknir verði upp rafrænir launaseðlar fyrir sveitarfélagið og felur sveitarstjóra að láta kynna breytinguna fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

  1. Þjónustuhópur aldraðra í Rangárvallasýslu, vegna gjaldskrárhækkana.

Hreppsnefnd þakkar erindið og tekur undir þau sjónarmið að gjaldtöku sé haldið í lágmarki svo eldri borgarar og öryrkjar geti dvalist sem lengst í heimahúsum, enda sé það til góðs fyrir alla í sýslunni.

Samþykkt samhljóða.

  1. Viðbygging á hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundi.

Hreppsnefnd tekur jákvætt í hugmyndir stjórnar hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar varðandi viðbyggingu. Sveitarstjóra falið að veita jákvæða umsögn vegna umsóknar í framkvæmdasjóð aldraðra.

Samþykkt samhljóða.

  1. Refaveiðar.

Til kynningar.

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Umferðarstofa, umferðaröryggisáætlun.

Hreppsnefnd fellst á erindið og felur sveitarstjóra og samgöngunefnd að kynna sér aðferðarfræði umferðaöryggisáætlana.

Samþykkt samhljóða.

  • Almannavarnanámskeið, styrkumsókn.

Hreppsnefnd fagnar áhuga umsækjanda á menntun í tengslum við almannavarnir og áréttar mikilvægi þess, en sér sér ekki fært að veita styrk til umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

  • Námsstefna Sambands íslenskra sveitafélaga.

Til kynningar.

  • Umhverfisvottun, Náttúrustofa Vesturlands.

Hreppsnefnd telur ekki aðstæður uppi til þátttöku í verkefninu, með umhverfisvottun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

  • Klúbburinn Geysir, styrkumsókn.

Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Annað efni til kynningar:
  2. Ásahreppur, umhverfis- og náttúruverndarnefnd.
  3. Ásahreppur, stækkun friðlands í Þjórsárverum.
  4. Félags- og tryggingarmálaráðuneytið, vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga.
  5. Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið, jöfnunarsjóður vegna sérþarfa nemenda.
  6. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, vegna könnunar um lög um leik- og grunnskóla.
  7. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, starfsleyfi mötuneytis grunnskólans á Hellu.
  8. Fornleifavernd ríkisins, vegna Skarðs og Króktúns, vegna Stóru-Valla-heiði.
  9. Fasteignaskrá Íslands, vegna vatnsgeymis í Kaldárholti.
  10. Samband íslenskra sveitarfélaga, vegna uppbyggingar og reksturs fráveitna.
  11. Ferðamálastofa, vegna samnings um styrk.
  12. Lögmenn Árbæ slf., vegna kröfu um greiðslu til sumarhúsafélags.
  13. Samkeppniseftirlitið, vegna skipulags, lóðaúthlutana og samkeppni, og vegna opinberra útboða, samkeppni og hindrana.
  14. Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.45.