53. fundur 21. janúar 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 21. janúar 2010, kl. 16:00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki sat fundinn Örn Þórðarson sveitarstjóri og Indriði Indriðason fjármálastjóri sem ritaði fundargerð. Þórhallur Svavarsson tók sæti á fundinum í samræmi við neðangreint.

 

Tillaga um að fella út liði er ekki varða afgreiðslu fjárhagsáætlunar, það er liður 2.

Þorgils Torfi Jónsson víkur af fundi vegna vanhæfis og Þórhallur Svavarsson tekur sæti hans. Ingvar P. Guðbjörnsson tekur við fundarstjórn.

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum (SP), (IPG), (HFG) og (ÞS) gegn þremur (ÓEJ), (GÞ) (MÝS).

 

Tillaga um að við bætist mál Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárþingi ytra árið 2010, með greinargerð um áætlaðar tekjur og gjöld Rangárþings vegna sorphirðu og meðhöndlunar úrgangs árið 2010, verði liður 3. Aðrir liðir taka breytingum í samræmi við það. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. 115. fundur, 15. janúar 2010, með fjárhagsáætlun og gjaldskrá.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt með 5 atkvæðum tveir sitja hjá (GÞ) (MÝS).

  1. Skipulagsmál og tengd erindi:

Þorgils Torfi Jónsson víkur af fundi vegna vanhæfis og Þórhallur Svavarsson tekur sæti hans. Ingvar P Guðbjörnsson tekur við fundarstjórn.

  • Suðurlandsvegur 2-4.

Lögð fram tillaga um að sveitarstjóra verði falið að vinna að deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 2,4,6 og 8 við Suðurlandsveg og leggja fyrir sveitarstjórn. Ekki er tekin efnisleg afstaða til umbeðinnar stækkunar á umræddum lóðum .

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur (GÞ) (MÝS) einn situr hjá (ÓEJ).

Bókun frá B-lista vegna erindis varðandi Suðurlandsveg 2 - 8:

Þar sem umsækjandi hefur ekki nýtt núverandi byggingarrétt á sínum lóðum, teljum við enga ástæðu til frekari stækkunar lóðanna á þessu stigi. Um dýrmætt svæði er að ræða í miðbæ Hellu sem skilgreint er sem iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Vel mætti hugsa sér litlar iðnaðarlóðir á þessum reit.

Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir..

Þórhallur Svavarsson víkur af fundi og Þorgils Torfi Jónsson tekur sæti að nýju og tekur við fundarstjórn.

  • Rauðalækur, vegtenging.

Sveitarstjóra falið að kynna hlutaðeigandi hagsmunaaðilum hugmyndir Vegagerðarinnar varðandi breytta aðkomu að Rauðalæk frá Suðurlandsvegi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs, með greinargerð um áætlaðar tekjur og gjöld.

Tillaga að gjaldskrá er lögð fram og er sveitarstjóra falið að óska eftir staðfestingu Heilbrigðisnefndar Suðurlands og er afgreiðslu vísað til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fjárhagsáætlun 2010, síðari umræða.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2009.

Heildartekjur A og B hluta eru áætlaðar 901.916 þús. kr. og skiptast með eftirfarandi hætti:

Rekstrartekjur Þús.kr. Hlutfall tekna.

Útsvar................................................................. 415.000 42,09%

Fasteignaskattur................................................. 142.000 14,38%

Jöfnunarsjóður................................................... 208.800 21,15%

Lóðarleiga.......................................................... 5.585 0,56%

Aðrar tekjur........................................................ 215.489 21,83%

 

Rekstrargjöld Þús.kr.

Heildargjöld án fjármagnsliða............................. 855.675

Tekjuafgangur fyrir fjármagnslið er áætlaður..... 131.199

Niðurstaða fjármagnsliða er áætluð.................... 114 259

Rekstrarniðurstaða A hluta er áætlaður................ -3.532

Áætluð niðurstaða A og B hluta er..................... 16.940

 

Efnahagur A og B hluta. Þús.kr.

Fastafjármunir eru áætlaðir................................. 1.767.517

Veltufjármunir eru áætlaðir................................. 97.200

Eignir samtals eru áætlaðar................................. 1.864.718

 

Eigið fé er áætlað................................................ 263.737

Lífeyrisskuldbindingar eru áætlaðar................... 23.403

Langtímaskuldir eru áætlaðar.............................. 1.145.809

Skammtímaskuldir eru áætlaðar.......................... 431.769

Eigið fé og skuldir samtals er áætlað .................. 1.864.718

Handbært fé í árslok 1.420 þús.kr.

Fjárfestingar eru áætlaðar 96.026 þús. kr. á árinu 2010 og greinast sem hér segir: Suðurlandsvegur 1, frágangur lóðar, 14.000 þús. kr.Grunnskólinn Hellu, 2.500 þús. kr.,Leikskólinn Heklukot, 1.500 þús. kr., Sundlaug Hellu, 2.000 þús. kr., Íþróttahús Hellu, 2.000 þús. kr. Íþróttahúsið Þykkvabæ 2.000 þús. kr. Suðurlandsvegur 1, 1.000 þús. kr. Gatnakerfi Hellu 60.000 þús. kr. Laugalandsskóli 630. þús. kr. Leikskólinn Laugalandi 340 þús. kr. Gatnakerfi Laugalandi 2.020 þús. kr.er gert ráð fyrir tekjum vegna gatnagerðargjalda að upphæð 10.000 þús. kr.

Í b-hluta eru framkvæmdir áætlaðar 15.000 þús. kr.

Fjárhagsáætlun samstæðu Rangárþings ytra 2010 borin undir atkvæði

Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir sitja hjá (GÞ) (MÝS).

 

Bókun vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.

Við undirritaðar fögnum nýju vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar m.a. með samvinnu við stjórnendur stofnana og oddvita minnihlutans. Einnig fögnum við því að staða reksturs er áætluð að verði ljós jafnóðum.

Þrátt fyrir þetta höfum miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Við óttumst að sá niðurskurður sem fyrirhugaður er komi til með að skerða þjónustu við íbúa. Við teljum að betur hefði mátt fara með fjármuni sveitarfélagsins síðustu ár í þeim efnahagsþrengingum sem við búum við. Við viljum gera athugasemdir varðandi stjórn meirihlutans á rekstri- og fjárfestingum sveitarfélagsins:

  1. Þar má nefna kostnaðarsama úttektir á fræðslustofnunum sveitarfélagsins.
  2. Kaup á úttekt við skólastefnu sem hefur ekki verið kláruð enn og úttekt Intellecta sem ekki hefur enn verið kynnt af verktaka.
  3. Teikningar sem kostað var til á síðasta ári við Grunnskólann á Hellu eru geymdar í skúffu á meðan annað hefur forgang.
  4. Stofnanir sveitarfélagsins hafa farið tugum milljóna framúr fjárhagsáætlun án þess að bjöllur hringi hjá yfirmönnum sveitarfélagsins.
  5. Framkvæmdir eru enn varðandi gatnagerð á Öldum og er það harmað að ekki skuli hafa tekist að semja um frest við verktakann.
  6. Við lýstum áhyggjum okkar í bókun í maí sl.varðandi fyrirhugaða tengibyggingu sem mætti ekki verða til þess að skerða grunnþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
  7. Fjármunir samkvæmt fjárhagsáætlun 2009 til tengibyggingar voru áætlaðir 57mkr. en greiðsla sveitarfélagsins er nú þegar um 83.mkr.
  8. Varðandi tengibygginguna þá er engu til sparað og allt viðrist eiga að vera samkvæmt ákveðnum stöðlum og hugmyndum arkitektst/hönnuðar og ekki gefið færi á að nota hagkvæmara efni með sömu gæði og útlit.
  9. Að lokum óskum við eftir nýjustu upplýsingum fyrir næsta hreppsnefndarfund um sundurliðaðan áætlaðan heildarkostnað sveitarfélagsins við tengibygginguna með lóð. Einnig óskum við eftir að fá skriflega hvaða fastir samningar eru komnir varðandi leigu eða sölu á húsnæðinu sem varðar hlut sveitarfélagsins og hvort leitað hafi verið álits fagmanna um hvort sveitarfélagið hafi bolmagn til að taka þátt í þessum framkvæmdum.

Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

Bókun fulltrúa D-lista vegna bókunar Guðfinnu Þorvaldsdóttur og Margrétar Ýrr Sigurgeirsdóttur, fulltrúa B-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Rangárþings ytra fyrir árið 2010, lögð fram á 53. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, 21. janúar 2010.

Hjákátlegt er að lesa upphaf bókunar Guðfinnu og Margrétar þar sem vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar er fagnað, en þau orð að engu höfð þegar kemur að afgreiðslu áætlunarinnar og ofanritaðir fulltrúar taka ekki afstöðu til áætlunarinnar og sitja hjá við afgreiðsluna.

Á haustmánuðum 2008 var tekið upp breytt vinnulag við gerð fjárhagsáætlunar þar sem báðir listar í sveitarstjórn skipuðu sinn fulltrúann hvor í undirbúningsvinnu við áætlunina og var sú tillaga lögð fram sameiginlega af oddvitum listanna. Skemmst er að minnast þegar fulltrúar B-lista véku frá þeirri samvinnu með því að hafna gerð faglegrar úttektar á fræðslustofnunum sveitarfélagsins, líkt samstaða var um í greinargerð með þeirri áætlun. Þrátt fyrir þetta var ákveðið að leita leiða um samvinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2010. Hefur sú vinna miðað að því að leita allra leiða til hagræðingar, með það að markmiði að skerða þjónustu sem allra minnst, raunar hefur verið reynt allan tímann að verja þjónustuna með öllum tiltækum ráðum. Hefur samstarfið í vinnuhópnum milli fulltrúa D-lista og B-lista gengið hnökralaust, verið faglegt og unnið af drengskap.

Vilja fulltrúar D-listans þakka gott samstarf við oddvita B-listans við gerð fjárhagsáætlunarinnar, svo og deildarstjórum og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir góðan skilning, samstöðu og samstarfsvilja við erfiðar aðstæður.

Um leið er sá djúpstæði klofningur sem virðist vera innan B-listans harmaður. Það er mat fulltrúa D-listans að samstarfið við gerð áætlunarinnar hafi verið á heiðarlegum grunni þar sem kappkostað var að fara vel ofan í saumana á öllum rekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að tryggja góðan rekstur og verja grunnþjónustu við íbúa Rangárþings ytra. Bókun Guðfinnu og Margrétar við afgreiðslu áætlunarinnar er til marks um lítinn vilja til samstarfs um rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á honum, sem þó var lofað af fyrra bragði á haustdögum 2008 en nú hefur verið svikið.

Ótrúlegar ávirðingar í bókuninni eru ekki svaraverðar. Bókunin ber vott um takmarkaða þekkingu á málefnum sveitarfélagsins og aðstæðum í þjóðfélaginu. Vænta mætti að kjörnir fulltrúar hefðu öðlast meiri þekkingu á málefnum samfélagsins eftir störf þeirra í sveitarstjórn á kjörtímabilinu. Ekki er annað hægt en að líta á þessa nauðlendingu við samvinnu um fjárhagsstjórnun Rangárþings ytra sem svik af hálfu ofangreindra fulltrúa B-listans.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar P. Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Helga Fjóla Guðnadóttir.

 

Sigurbjartur Pálsson vék af fundi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:05.