Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 11. mars 2010, kl. 13:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Sigfús Davíðsson og Gísli Stefánsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð og Indriði Indriðason. Forföll boðaði Ólafur Elvar Júlíusson.
- Skipulagsmál og tengd erindi:
- Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010 - 2022.
Lögð fram tillaga sveitarstjórnar að aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010 – 2022. Fyrir liggur heimild Skipulagsstofnunar til auglýsingar sbr. bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. janúar 2010.
Gerðar hafa verið lagfæringar á skipulagstillögunni samkvæmt ábendingum Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila. Samþykkt að auglýsa tillöguna í samræmi við lög sem um það gilda.
Samþykkt samhljóða.
- Kynning skipulagstillagna og staðfesting fundagerða, ábendingar Skipulagsstofnunar.
Til kynningar.
Þorgils Torfi Jónsson vék af fundi vegna vanhæfis, Gísli Stefánsson tók sæti hans. Ingvar Pétur Guðbjörnsson tók við fundarstjórn.
- Skipulagsnefnd, 26. fundur, til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir þá liði er snúa að Rangárþingi ytra og eru:
121 2010 Reynifell, breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. Skipulagsnefnd hafnar framkominni tillögu. Ekki er talin ástæða til að víkja frá upprunalegum skilmálum deiliskipulagsins er varða stærðir lóða.
Samþykkt samhljóða.
132 2010 Suðurlandsvegur 2-8, Hellu. Deiliskipulag iðnaðar-, athafna-, og þjónustulóða við Suðurlandsveg og við Rangárbakka 7 og 9 á Hellu. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst, samkvæmt lögum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum (IPG, SP. HFG, GS) með þremur mótatkvæðum (GÞ, MÝS, SD). Fulltrúar B-lista vísa í fyrri bókun sína um málið.
Samþykkt að staðfesta fundargerðina að öðru leyti hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra með sex atkvæðum, einn situr hjá (MÝS).
Þorgils Torfi Jónsson tók sæti að nýju og tók við fundarstjórn. Sigurbjartur Pálsson vék af fundi og tók Gísli Stefánsson við sæti hans.
- Skipulagsnefnd, 25. fundur, til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir þá liði í fundargerð er snúa að Rangárþingi ytra og eru:
128 2010 Hrafntinnusker, deiliskipulag skálasvæðis með matslýsingu. Skipulagsnefnd samþykkti matslýsingu skálasvæðis í Hrafntinnuskeri, og mælist til að hún verði send til Skipulagsstofnunar til umsagnar.
129 2010 Deiliskipulag Hótel Rangá. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst, samkvæmt lögum.
130 2010 Deiliskipulag við Árhús á Hellu. Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna og mælist til að hún verði auglýst, samkvæmt lögum.
131 2010 Deiliskipulag skálasvæðis við Hvanngil með matslýsingu. Skipulagsnefnd samþykkti matslýsingu skálasvæðis í Hvanngili, og mælist til að hún verði send til Skipulagsstofnunar til umsagnar.
Samþykkt að staðfesta fundargerðina hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra með fjórum atkvæðum. Þrír sitja hjá (GÞ, MÝS; SD)
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 48. fundur, 25. febrúar 2010.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Byggingarnefnd, 32. fundur, 3. mars 2010.
Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra og eru:
387-2010 Ketilsstaðir, byggingarleyfi fyrir frístundahúsi. Samþykkt.
388-2010 Bakkasel úr Efra-Seli, stöðuleyfi fyrir sumarhúsi. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
389-2010 Suðurlandsvegur 6, byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Samþykkt.
390-2010 Rangá, breyting á húsnæði og viðbygging. Samþykkt með fyrirvara um nánari gögn.
391 2010 Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús að Lyngási. Byggingarnefnd hafnar umsókninni, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
Samþykkt samhljóða að staðfesta fundargerðina hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra.
- Fræðslunefnd, 27. fundur, 18. febrúar 2010.
Til kynningar.
- Skipulagsnefnd, 25. fundur, 1. mars 2010.
Staðfest.
- Söguritun, fundur 4. mars 2010.
Til kynningar.
- Öldur III, fundur 4. mars 2010.
Til kynningar.
- Sorpstöð Rangárvallasýslu bs., 118. fundur 5. mars 2010.
Til kynningar.
- Tónlistarskóli Rangæinga, 125. fundur, 17. febrúar 2010.
Til kynningar
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 10. verkfundur, 26. janúar 2010.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 11. verkfundur, 9. febrúar 2010.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 12. verkfundur, 22. febrúar 2010.
Til kynningar.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, 772. fundur, 26.febrúar 2010..
Til kynningar.
- Skipulagsnefnd, 26. fundur, 10. mars 2010.
Staðfest.
- Landskipti og sala á landi og landskikum, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Engin erindi bárust.
- Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
- Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
- Umsóknir um veitingaleyfi og tengd erindi:
- Arnarsandur 3.
Hreppsnefnd samþykkir að umsókn um leyfi fyrir gististað í flokki I, heimagistingu að Arnarsandi 3 á Hellu, verði grenndarkynnt. Sveitarstjóra falið að kalla eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Afgreiðslu frestað.
Samþykkt samhljóða.
- Lóðir Gaddstöðum, dómsniðurstaða Héraðsdóms Suðurlands.
Með vísan í 4. lið 54. fundar hreppsnefndar liggur fyrir álit Karls Axelssonar hæstaréttarlögmanns varðandi áfrýjun málsins. Hreppsnefnd telur ekki ástæður til áfrýjunar dómsniðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands og afsalar sér málskotsrétti með vísan í 151. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Fallist er á dómsniðurstöðu héraðsdóms þar sem segir;
„Viðurkennt er að stefnandi, Eggert Gunnarsson, hafi öðlast eignarrétt að lóðunum nr. 4 og 5 úr landi Gaddstaða í Rangárþingi ytra með fastanúmerum 219-5825 og 219-5823, með tveimur kaupsamningum og afsölum útgefnum til stefnda, Rangárþings ytra, af stefnanda dagsett 4. september 2008. Þá ber stefnda að gefa út og undirrita afsöl fyrir báðum lóðunum með venjulegum ákvæðum þar á meðal um að stefnandi taki yfir kvaðir og skuldbindingar sem á lóðunum eru, þar á meðal lóðarleigusamningum með skjalnúmerum 431-A-000050/1986 og 431-A-000141/1999 á lóðinni nr. 219-5823 og með skjalnúmerum 431-A-000050/1986 og 431-A-000148/1999 á lóðinni nr. 219-5825, sem verða áfram áhvílandi á hinu selda. Þá er yfirtekin af stefnanda áhvílandi veðskuld við Sparisjóð Keflavíkur upphaflega 2.100.000 krónur, vísitala 3343,0 útgefið 22. mars 1994 tryggingarbréf skjal nr. 431-A-000292/1994. Tvö afsöl sem stefndi gaf út vegna Gaddstaða, lóða nr. 4 og 5 (sama og fastanúmer 219-5825 og 219-5823) til stefnanda 4. september 2008, falla úr gildi.
Sveitarstjóra falið að gefa út og undirrita skjöl sem um er rætt í dómsniðurstöðu.
Samþykkt með þremur atkvæðum (ÞTJ, HFG, GS), fjórir sitja hjá (IPG, GÞ, MÝS, SD).
Bókun vegna afgreiðslu á lið 6 á 55. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra, 11. mars 2010:
Undirritaður samþykkti í sveitarstjórn að núverandi lóðaleiguhöfum yrðu boðnar lóðir úr landi Gaddstaða til kaups. Dómurinn gengur út á að einn af þremur lóðarleiguhöfum fái leiguland allra þriggja til kaups gegn vilja hinna tveggja. Undirritaður hefur ekki breytt afstöðu sinni og getur því ekki samþykkt að umræddur aðili fái keypt allt leigulandið með þessum hætti. Slík afgreiðsla samræmist ekki samþykktum sveitarstjórnar og því sit ég hjá í þessari afgreiðslu málsins og undrast dóm Héraðsdóms Suðurlands.
Ingvar P. Guðbjörnsson
- Lóðir Gaddstöðum, málefni lóða nr. 4 og 5.
Lagt fram erindi varðandi málefni lóða nr. 4 og 5 í landi Gaddstaða, dagsett 10. febrúar 2010. Með vísan í ákvörðun sveitarstjórnar í lið 6, sér sveitarstjórn sér ekki fært um að verða við tilmælum um áfrýjun ofangreinds dóms til hæstaréttar. Sveitarstjóra falið að kynna hæstaréttarlögmanni efni bréfsins og kanna réttarstöðu sveitarfélagsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (GÞ, MÝS. SD).
Bókun B-lista:
Undirritaðir fulltrúar B-lista harma þá stöðu sem tveir leigjendur Gaddstaða lóða nr. 4 og 5 eru í núna vegna sölu lóðanna á vegum sveitarfélagsins. En vegna mistaka að okkar áliti þá áttu umræddir lóðarleigjendur til margra ára ekki kost á að sitja við sama borð og aðrir til að kaupa umræddar lóðir, þegar sala þeirra var leyfð.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Sigfús Davíðsson.
- Geldingalækur, landnotkun.
Hreppsnefnd fellst ekki á þau sjónarmið í bréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis að í gangi sé vinna á vegum sveitarfélagsins um friðun Rangárvallaafréttar. Sveitarstjóra falið að kynna fjallskiladeild Rangárvallaafréttar ákvörðun ráðuneytis um að fela Landgræðslu ríkisins umsjón jarðarinnar Geldingarlækjar og áform Landgræðslunnar um landnotkun.
Samþykkt samhljóða.
- Sorphirðugjöld, beiðni um niðurfellingu.
Hreppsnefnd fellst ekki á erindið, um niðurfellingu sorphirðugjalda vegna Þrúðvangs 34 á Hellu.
Samþykkt samhljóða.
- Héraðsvegir, viðhald og þjónusta.
Hreppsnefnd hafnar áformum Vegagerðarinnar um að fella af vegaskrá 0,8 km. af vegum í þéttbýli Þykkvabæjar. Sveitarstjóra falið að kynna Vegagerðinni sjónarmið sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- Yfirfærsla málefna fatlaðra, minnisblað bæjarstjórnar Árborgar.
Til kynningar.
- Fyrirkomulag matmálstíma í leikskólanum Heklukoti.
Til kynningar.
- Innkaupareglur sveitarfélagsins.
Hreppsnefnd samþykkir framlögð drög að innkaupareglum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- Þriggja ára áætlun, fyrri umræða.
Sveitarstjóri kynnti áætlunina. Afgreiðslu vísað til síðari umræðu
Samþykkt samhljóða.
- Staðgreiðsluáætlun, launagreiðsluáætlun, 2ja mánaða yfirlit.
Lögð fram yfirlit yfir staðgreiðslu, yfirlit yfir launagreiðslur og 2ja mánaða yfirlit yfir rekstur. Yfirlit eru í ágætu samræmi við áætlanir.
Til kynningar.
- Gjaldskrá mötuneytis Grunnskólans á Hellu og leikskólans Heklukots.
Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir mötuneyti Grunnskólans á Hellu og leikskólans Heklukots. Ný gjaldskrá tekur mið af gjaldskrá mötuneytis Laugalandsskóla. Sveitarstjórn leggur áherslu á að framleiðsla, gæði og framreiðsla í mötuneytum sé með sambærilegum hætti í báðum mötuneytum sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
- Auglýsing lóða við Dynskála 40 – 53.
Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að auglýsa lóðir við Dynskála 40 – 53, lausar til umsóknar, þrátt fyrir að staðfest deiliskipulag liggi ekki fyrir, með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Styrkir á móti álögðum fasteignaskatti; FBSH, Sóknarnefnd Oddasóknar, Golfklúbbur Hellu.
Hreppsnefnd fellst á að veita styrk á móti álögðum fasteignaskatti, fyrir Dynskála 34, Dynskála 8 og atvinnuhúsnæði Strönd, í samræmi við reglur sem um það gilda.
Samþykkt samhljóða.
- Ísmót Suðurlands, styrkbeiðni.
Hreppsnefnd fellst á að veita styrk að upphæð kr. 15.000.
Samþykkt samhljóða.
- Flóafár FSu, styrkbeiðni.
Hreppsnefnd fellst á að veita styrk að upphæð kr. 5.000.
Samþykkt samhljóða.
- Útvarpsþáttur um atvinnuleysi, styrkbeiðni.
Hreppsnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Samþykkt samhljóða.
- Sorpstöð Suðurlands, aukaaðalfundarboð.
Til kynningar.
- Rangárþing, orkuríkasta hérað landsins, málþing Rótarýklúbbs Rangæinga, styrkbeiðni.
Hreppsnefnd fellst á að veita styrk að upphæð kr. 25.000.
Samþykkt samhljóða.
- Dagur umhverfisins, viðburðir og viðurkenningar.
Til kynningar.
- Ungmennafélag Íslands, verkefnið „ganga.is“.
Til kynningar.
- Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, kynningarfundur.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið, jöfnunarsjóður, áætlun um úthlutanir 2010.
- Ferðamálastofa 2010, úthlutun styrkja til úrbóta á ferðamannastöðum.
- Stefna vegna marka á landspildu úr jörðinni Haga.
- Breytt vegstæði yfir Þjórsá, staðfesting umhverfisráðherra.
- Hagabraut endurbygging.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.