56. fundur 08. apríl 2010

Hreppsnefnd Rangárþings ytra

Fundargerð

 

 

  1. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,

fimmtudaginn 8. apríl 2010, kl. 13:00.

 

Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, einnig Þórhallur Svavarsson. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn að hluta Haraldur Eiríksson, Jón Pétur Róbertsson auk fulltrúa í ungmennaráði.

 

Tillaga um að við bætist liður 2.3. Byggingarnefnd, 33. fundur. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Ungmennaráð, fundur með sveitarstjórn.

Fulltrúar í ungmennaráði; Narfi Þorbergsson, Reynir Óskarsson, Fríða Hansen, Vala Rún Valtýsdóttir og Heimir Smári Heimisson. funduðu með sveitarstjórn. Lagðar fram greinargerðir fulltrúa.

Sveitarstjóra falið að vinna með ungmennaráði og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að þeim ábendingum sem fram komu frá ungmennaráði á fundinum. Sveitarstjórn leggur til að fundað verði með ungmennaráði tvisvar á ári, næst haustið 2010.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
    • Hreppsráð, 49. fundur, 25. mars 2010.

Fundargerðin er staðfest.

Samþykkt samhljóða.

  • Öldur III, 20. verkfundur, 26. mars 2010.

Til kynningar.

  • Öldur III, fundur verkkaupa, 26. mars 2010.

Til kynningar.

  • Rangárvallaafréttur, fundur 24. mars 2010.

Til kynningar

Bókun sveitarstjórnar: Áréttað er að ekki stendur til að friða afrétti í sveitarfélaginu fyrir beit.

Samþykkt samhljóða.

  • Vegagerðin, samráðsfundur 23. mars 2010.

Til kynningar.

  • Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 34. fundur, 24. mars 2010.

Fundargerðin er staðfest hvað varðar liði 2 og 3, aðrir liðir eru til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

  • Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 43. fundur 3. mars 2010.

Til kynningar.

  • Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 15. verkfundur, 16. mars 2010.

Til kynningar

  • Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 16. verkfundur, 24. mars 2010.

Til kynningar.

  • Holtamannaafréttur, samráðsnefnd, fundur 22. mars 2010.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, aukaaðalfundur, 22. mars 2010.

Til kynningar.

  • Sorpstöð Suðurlands, 188. stjórnarfundur, 29. mars 2010.

Til kynningar.

  • SASS, 432. fundur, 26. mars 2010.

Til kynningar.

  • Vinnumarkaðsráð, fundur, 2. mars 2010.

Til kynningar.

  1. Skipulags-, byggingarmál og tengd erindi:
    • Skipulagsnefnd, 27. fundur, 7. mars 2010, til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar.

Sveitarstjórn staðfestir þá liði er snúa að Rangárþingi ytra og eru:

133 2010 Leirubakki, deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu á Leirubakka Rangárþingi ytra. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu, og mælist til að tillagan verði auglýst, lögum samkvæmt.

134 2010 Jarlstaðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss, hesthúss og skemmu/geymslubyggingar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir ítarlegri gögnum.

135 2010 Lyngás í Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúsalóða. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna deiliskipulagstillögu, og mælist til að tillagan verði auglýst, lögum samkvæmt.

Farið yfir athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar á eftirtöldum deiliskipulagstillögum:

Deiliskipulögin voru auglýst í Morgunblaðinu, Búkollu(auglýsingablað borið út á öll heimili í Rangárvallasýslu) og Lögbirtingarblaðinu (á netinu). Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn lágu frammi á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa Ormsvelli 1, Hvolsvelli, og einnig á heimasíðum sveitarfélaganna, frá 3. febrúar til og með 3. mars s.l. og var athugasemdafrestur til kl 16.00 miðvikudaginn 17. mars 2010. Samkvæmt 1. mgr. 21.gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73 1997 var auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

Álftavatn, Rangárþingi ytra, deiliskipulag skálasvæðis og umhverfisskýrsla. Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Farið yfir athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar á eftirtöldum deiliskipulagstillögum og deiliskipulagsbreytingum:

Deiliskipulögin voru auglýst í Morgunblaðinu, Búkollu(auglýsingablað borið út á öll heimili í Rangárvallasýslu) og Lögbirtingarblaðinu (á netinu). Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn lágu frammi á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa Ormsvelli 1, Hvolsvelli, og einnig á heimasíðum sveitarfélaganna, frá 24. febrúar til og með 24. mars s.l. og var athugasemdafrestur til kl 16.00 miðvikudaginn 6. apríl 2010. Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. og 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73 1997 var auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur og deiliskipulagsbreytingar .

Kaldakinn, Rangárþingi ytra deiliskipulag fyrir vinnuhús, reiðskemmu og smáhýsi.

Lisbeth Sæmundsson og Sigurður Sæmundsson að Skeiðvöllum gera athugasemdir við deiliskipulagið í Köldukinn f.h. Skeiðvalla ehf. kt. 411106-0390, á þeim forsendum að þar sé risin deila um landamerki milli eigenda Skeiðvalla og Köldukinnar. Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir Lisbeth og Sigurðar.

Skipulagsnefnd telur að umrædd landamerkjadeila hafi ekki áhrif á deiliskipulagstillöguna.

Deiliskipulagstillagan telst því samþykkt

Kvíarholt II, Rangárþingi ytra deiliskipulag frístundahúss og skemmu. Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Landmannahellir, Rangárþingi ytra deiliskipulag skálasvæðis og umhverfisskýrsla. Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Miðsel, Rangárþingi ytra deiliskipulag fyrir gestahús og hesthús/reiðskemmu. Guðbjartur Björnsson kt. 280539-3259, eigandi Efra-Sels gerir athugasemd við deiliskipulagið í Mið-Seli. Hann vill meina að vegur sé lagður í gegnum land hans og gerir athugasemd við að ekki skuli verið haft samráð við hann vegna málsins. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins

Skammbeinsstaðir 1 c Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðarhúss og skemmu. Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Múli, Rangárþingi ytra deiliskipulag frístundahúsalóða. Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Litli-Klofi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag frístundabyggðar. Engar athugasemdir hafa borist og telst því tillagan samþykkt.

Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra, breyting á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar. Fram er komin athugasemd frá Lögmönnum Árbæ SLF. f.h. Guðbjargar Egilsdóttur eiganda lóðar nr. 11 í deiliskipulagi. Guðbjörg telur sig ekki hafa fengið neina sérstaka tilkynningu um breytinguna, þó að það sé skylt skv. skipulagslögum, að hennar mati. Hún er ekki aðildarfélagi, að félagi um frístundabyggð í Þjóðólfshaga. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins

Fundargerð skipulagsnefndar er samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

  • Stekkjarhóll/Heimaland, landnýting.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagðar hugmyndir um landnýtingu að Stekkjarhóli, en bendir á að leggja þarf fram tillögu að breyttu deiliskipulagi áður en hugmyndir ná fram að ganga.

Samþykkt samhljóða.

  • Byggingarnefnd, 33. fundur, 7. apríl 2010.

Sveitarstjórn staðfestir þá liði er varða Rangárþing ytra og eru:

398-2010 Lambhagi, Rangárþingi ytra - klæðning á húsi. Samþykkt.

399-2010 Kaldakinn, Skeiðvellir, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi. Samþykkt, með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.

400-2010 Hagi, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir gestahúsi. Samþykkt.

401-2010 Svínhagi, lóð H 15, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi/aðstöðuhúsi. Samþykkt.

402-2010 Ármót, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir reiðskemmu. Samþykkt.

403-2010 Kaldakinn, Rangárþingi ytra - stöðuleyfi fyrir gestahúsum. Umsókn um stöðuleyfi er hafnað, umsækjanda er bent á að sækja um byggingarleyfi fyrir húsunum.

404-2010 Landmannalaugar - Nýidalur, Rangárþingi ytra - stöðuleyfi fyrir skálum. Samþykkt að veita stöðuleyfi til 7 mánaða.

405-2010 Gaddstaðir, Rangárþingi ytra - leyfi fyrir bráðabirgðapöllum. Samþykkt.

406-2010 Landmannalaugar, Rangárþingi ytra - stöðuleyfi fyrir gám. Samþykkt að veita stöðuleyfi til 7 mánaða.

407-2010 Svínhagi lóð SH 12, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi. Samþykkt.

408-2010 Saurbær, Rangárþingi ytra - leyfi til að rífa fjóshlöðu og endurbyggja. Samþykkt.

409-2010 Dynskálar 50, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi-reykhúsi. Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.

Fundargerð byggingarnefndar hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra, er samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

  1. Umsóknir um skólavist og tengd erindi:
    • Söngskóli Reykjavíkur

Umsókn BG kt. 160886-xxxx er hafnað með vísan í að aldur umsækjandi er hærri en miðað hefur verið við varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í tónlistarnámi utan sveitarfélags.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (GÞ).

  1. Húsaleiga Laugalandi, með vísan í lið 1.1.

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu eins og það er lagt fyrir, en beinir þeim tilmælum til stjórnar Húsakynna bs. að kanna hvort skipta megi einhverjum umræddra fasteigna í hentugri stærðir og ná þannig niður húsaleigu.

Samþykkt samhljóða.

  1. Mötuneyti Grunnskólans á Hellu, með vísan í lið 1.1.

Sveitarstjóra falið að vinna með skólastjórum grunnskólanna að því að samræma rekstur mötuneyta með hliðsjón af ákvörðunum sem teknar hafa verið í tengslum við málefni mötuneytanna.

Samþykkt samhljóða.

  1. Lóðir Gaddstöðum, málefni lóða nr. 4 og 5.

Lagt fram til kynningar álit frá lögfræðingi varðandi réttarstöðu sveitarfélagsins, með vísan í 7. lið 55. fundar hreppsnefndar. Sveitarstjóra falið að skoða leigumál á óseldum leigulóðum í eigu sveitarfélagsins í Gaddstaðalandi.

Samþykkt samhljóða.

  1. Viðhald girðinga.

Sveitarstjóra falið að kynna og auglýsa reglugerð um viðhald girðinga með vegum, í þeim tilgangi að auka öryggi vegfarenda.

Samþykkt samhljóða.

  1. Málefni fatlaðra.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins uns kynning á tillögu um skipulag málefna fatlaðra á starfssvæði SASS hefur farið fram.

Samþykkt samhljóða.

  1. Vikurnám í Merkihvolslandi.

Lagðir fram samningar um vikurnám í Merkihvolslandi. Sveitarstjóra falið að kanna vikurnám nánar í samráði við málsaðila.

Samþykkt samhljóða.

  1. Öldur III, uppsögn verksamnings.

Lögð fram drög að samkomulagi við verktaka um að falla frá eftirstöðvum verksamnings um Öldur III.

Bókun B-lista vegna Öldur III, uppsögn verksamnings:

Til að halda því til haga þá sátu sveitarstjórnafulltrúar B-listans hjá við staðfestingu á verksamningi við Þjótanda frá 21.maí 2008 um verkefnið Öldur III. Meginástæðan var sú að í allt of mikið þótti ráðist af okkar hálfu í einum verksamningi.

Til að bjarga því sem bjargað verður varðandi uppsögn á verksamningi við Þjótanda frá 21.maí 2008 í Öldum III þá leggjum við eftirfarandi til og að í framhaldinu verði leitað samkomulags við Þjótanda varðandi skipti á verkum á móti eftirstöðvum fyrrgreinds verksamnings:

Þeir framkvæmdaliðir sem við B-lista fólk teljum vera brýna á næstu misserum í skiptum fyrir umræddan samning sé það fullreynt í ljósi efnahagskreppu að sveitarfélagið hafi engan rétt til endurskoðunar á þessum verksamningi við Þjótanda:

Fráveituframkvæmdir - Ráðist verði í fráveituframkvæmdir frá Öldum III og nýju iðnaðarhverfi við Dynskála suður fyrir þjóðveg og hugað að fyrstu uppbyggingu hreinsimannvirkja.

Kerauga – Vatnsveituframkvæmdir frá Kerauga að Austvaðsholti sem styrkir og eykur afhendingaröryggi í Holtum og syðsta hluta á Landi.

Lækjarbraut, Rauðalæk – Gatnaframkvæmdir sem íbúar kæmu að kostnaðarlega með gatnagerðargjöldum að hluta til.

Sparkvöllur Þykkvabæ – Verkefni sem slegið hefur verið á frest lengi en jafnar hlut íbúanna til íþróttaiðkunar á heimasvæði.

Dynskálar, iðnaðarhverfi – Iðnaðarlóðir þurfa að vera til úthlutunar eins og íbúðarlóðir.

Suðurlandsvegur 1-3 – Gengið verði frá lóðinni að framanverðu svo sómi sé að. Lóðarframkvæmdir að aftanverðu verði látnar bíða betri tíma, þegar ljóst er frekar hvernig hið 1200m2 nýbyggingarhúsnæðið verður nýtt inn í framtíðina.

Ólafur E. Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir.

Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar B-listans, lögð fram undir 10. lið á 56. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra:

Bókun B-listans er um margt athygli verð og ber þess merki að fulltrúar B-listans hafi áttað sig á því að kosningar eru á næstu grösum.

Í bókun B-listans segir að fulltrúarnir hafi setið hjá við afgreiðslu málsins á sínum tíma vegna þess að verkið væri of stórt. Engar tillögur komu þá fram um að minnka verkið eða fara aðrar leiðir. Nú er lagt til að rúmlega tvöfalda útgjöld við framkvæmdir sveitarfélagsins.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða á síðasta hreppsráðsfundi:

“Sveitarstjóra falið að leita eftir samningum við verktaka um að falla frá hluta verksamnings vegna framkvæmda við Öldur III, gegn því að fara í aðrar framkvæmdir sem samsvara fyrirliggjandi samningi frá maí 2008. Samningsdrög þarf að leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar”

Oddviti B-listans lagði engar hugmyndir eða tillögur fram um að fara aðrar leiðir og var sáttur við þá leið sem farin var og greiddi henni atkvæði sitt.

Nú þegar drög að samkomulagi liggja fyrir hlaupa fulltrúar B-listans til í atkvæðaveiðum og ætla að bjóða betur.

Hugmyndir og tillögur B-listans bera enn og aftur vott um að fulltrúarnir virðast litla þekkingu hafa á málum. Kostnaðaráætlun vegna fráveitumála í Öldum III hljóðar upp á 120 milljónir, en eftirstöðvar af samningi við Þjótanda hljóða upp á 95 milljónir kr.

Þá koma fulltrúarnir fram með tillögur um gatnaframkvæmdir við Rauðalæk. Sú tillaga er undarleg í ljósi þess að unnið er að lausn mála við Lækjarbraut á Rauðalæk, þar sem ekki þarf að koma til álagning gatnagerðargjalda.

Varðandi vatnsveitu við Kerauga þá liggur fyrir vilji stjórnar vatnsveitunnar í þeim efnum og unnið er að þeim málum. En forræði þeirra mála eru á höndum stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.

Þau drög að samkomulagi við Þjótanda sem nú liggja fyrir gera ráð fyrir að spara tæpar 10 milljónir. Falla frá framkvæmdum við Öldur III en þess í stað að vinna að frágangi við Suðurlandsveg 1-3. Koma upp sparkvelli í Þykkvabæ og gera iðnaðarsvæðið við Dynskála hæft til úthlutunar og framkvæmda.

Tillögur B-listans munu kosta á þriðja hundrað milljónir. Samkomulagið við Þjótanda mun hinsvegar kosta um 86 milljónir. Á þeim tímum sem við lifum á er markmið ábyrgrar sveitarstjórnar að halda útgjöldum í lágmarki. Fulltrúar B-listans virðast lifa í öðrum veruleika en fulltrúar D-listans.

Fulltrúar D-listans telja að með þessu samkomulagi sé komin viðunandi sátt í málin, um leið og verkefni sem nauðsynlegt er að vinna að eru komin af stað.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Helga Fjóla Guðnadóttir.

Svar við bókun D-lista.

Ljóst er að enn og aftur misskilja fulltrúar D-lista hugmyndir B-lista.

Spurning er hvort það er af hreinni stríðni eða hreinlega sljóleika vegna langvarandi, þreytulegrar setu í meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Umhugsunarefni fyrir íbúa Rangárþings ytra sem ganga að kjörborðinu í lok maí nk.

Hugmyndir D-listans á síðasta hreppsráðsfundi þann 25.mars sl. gengu út á að leggja 36 milljónir í lóðarframkvæmdir bakatil og framan við Suðurlandsvegar 1-3, 48 milljónir í gatnaframkvæmdir í iðnaðarsvæði við Dynskála og bílastæði og gatnaframkvæmdir við enda Útskála og Laufskála.

Oddviti B-listans lagði til á fyrrgreindum hreppsráðsfundi að skoðaðar yrðu fleiri framkvæmdir svo sem fráveituframkvæmdir frá Öldum III og iðnaðarhverfi við Dynskála suður fyrir þjóðveg, vatnsveituframkvæmdir við Kerauga að Austvaðsholti, sparkvöll í Þykkvabæ o.fl.

Svo segja þessir ágætu sveitarstjórnarfulltrúar D-listans að ekkert hafi komið frá oddvita B-listans.

Ljóst er að tillaga okkar B-lista fólks gengur út á að koma með tillögur um framkvæmdir sem við teljum brýnar fyrir þær 86 millj. sem búið er að festa í fyrri samning um Öldur III og skipta þeim á milli eftirfarandi verkþátta:

Fráveituframkvæmdir , 1.áfangi - Ráðist verði í fráveituframkvæmdir frá Öldum III og nýju iðnaðarhverfi við Dynskála suður fyrir þjóðveg og hugað að fyrstu uppbyggingu hreinsimannvirkja. – 25 milljónir.

Kerauga – Vatnsveituframkvæmdir frá Kerauga að Austvaðsholti sem styrkir og eykur afhendingaröryggi í Holtum og syðsta hluta á Landi. – 15 milljónir.

Lækjarbraut, Rauðalæk – Gatnaframkvæmdir sem íbúar kæmu að kostnaðarlega með gatnagerðargjöldum að hluta til. – 10 milljónir.

Sparkvöllur Þykkvabæ – Verkefni sem slegið hefur verið á frest lengi en jafnar hlut íbúanna til íþróttaiðkunar á heimasvæði. – 3 milljónir.

Dynskálar, iðnaðarhverfi – Iðnaðarlóðir til úthlutunar eins og íbúðarlóðir. – 15 milljónir

Suðurlandsvegur 1-3 – Gengið verði frá lóðinni að framanverðu svo sómi sé að. Lóðarframkvæmdir að aftanverðu verði látnar bíða betri tíma, þegar ljóst er frekar hvernig hið 1200m2 nýbyggingarhúsnæðið verður nýtt inn í framtíðina. - 18 milljónir.

Samtals 86 milljónir.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Ólafur Júlíusson

Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar fulltrúa B-listans við 10. lið á dagskrá 56. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra.

Fulltrúar D-listans hafa fulla athygli, nú sem fyrr og þess vegna sjá menn að tillögur B-listans ganga ekki upp.

Fulltrúar B-listans vilja leggja af stað með 25 milljónir í verkefni sem kostar um 120 milljónir. Það jafngildir því að kaupa gírkassa og aftursæti í bíl en ekkert fleira. Það sér hver maður hversu skynsamleg sú ráðstöfun yrði.

Fulltrúar B-listans vilja leggja 10 milljónir í gatnagerð á Rauðalæk en miðað við þau áform sem nú eru uppi munu hvorki sveitarsjóður né íbúar á Rauðalæk þurfa að greiða fyrir gatnagerð við Lækjarbraut.

Ljóst er að 18 milljónir munu duga ansi skammt við frágang á lóð við Suðurlandsveg 1-3, svo sómi sé að, líkt og fulltrúar B-listans árétta í bókun sinni.

Seinni bókun B-listans er ekki til að bæta þeirra aðkomu að málinu. Fulltrúar D-listans telja að það samkomulag sem nú liggur á borðinu sé til lausnar á málinu miðað við núverandi aðstæður og munu því samþykkja það óbreytt.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Helga Fjóla Guðnadóttir.

Bókun B-listans vegna bókunar nr. 2 hjá D-listanum

B-listinn harmar þá einsleitni og þröngsýni sem fram kemur í samkomulagsdrögum við verktaka.

B-listinn telur það mun brýnna að dreifa fjármagninu á fleiri verkefni. Vissulega dugar þetta fjármagn skammt í suma þætti tillögunnar en eru þó fjármagn til að hefja verkefnin og koma þeim á rekspöl.

Það er ljóst að D-listinn hefur sýnt ótrúlegan sofandahátt í þessu máli frá upphafi og er að reyna að klóra í bakkann á síðustu metrum fyrir kosningar.

Oddviti B-listans hefur margspurt eftir því, strax eftir efnahagshrunið á haustdögum 2008, hvort eitthvað sé að frétta af verkum í skiptum fyrir eftirstöðvar verksins í Öldum III eða finna leiðir út úr þessu samkomulagi í ljósi efnahagshrunsins. Ævinlega voru svörin á þá leið að það væri verið að fara að leysa málið.

Það að vera búnir að taka sér hátt í tvö ár til að böggla saman því samkomulagi sem nú lítur loksins dagsins ljós og er ekki upp á marga fiska og gengur út á framkvæmdir á einum og sama blettinum. Þetta kallast skilvirkni stjórnsýslunnar. – Þetta kallast full athygli.

Að lokum óskum við ykkur D-lista fulltrúum góðs og árangursríks gengis í prófkjörinu á laugardaginn langa nk.

Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Ólafur Júlíusson

Bókun fulltrúa D-listans vegna bókunar fulltrúa B-listans við 10. lið á dagskrá 56. fundar hreppsnefndar Rangárþings ytra.

Fulltrúar D-listans sjá ekki ástæðu til að svara síðustu bókun B-listans, enda ekkert nýtt í málinu sem vert er að svara.

Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Helga Fjóla Guðnadóttir.

Sveitarstjórn staðfestir framlagt samkomulag.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír eru á móti (ÓEJ, GÞ, MÝS).

  1. Tunnuvæðing.

Sveitarstjóra er falið að kaupa nauðsynlegan fjölda tunna til tunnuvæðingar heimila í dreifbýli og endurvinnslutunnur fyrir öll heimili í sveitarfélaginu. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ÓEJ).

  1. Þriggja ára áætlun, síðari umræða.

Þriggja ára áætlun staðfest.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (ÓEJ, GÞ, MÝS).

Helga Fjóla Guðnadóttir víkur af fundi og Þórhallur Svavarsson tekur sæti hennar.

  1. Staðgreiðsluáætlun og launagreiðsluáætlun.

Lögð fram yfirlit yfir staðgreiðslu og launagreiðslur fyrir fyrstu 3 mánuði ársins. Yfirlit eru í ágætu samræmi við áætlanir.

Til kynningar.

  1. Innheimtumál.

Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til breytinga á innheimtuferlum á gjöldum sveitarfélagsins.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá (ÓEJ, GÞ, MÝS).

  1. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
    • Ný heilsugæsla og endurhæfingaraðstaða HSu á Selfossi.

Til kynningar.

  • Landsvirkjun, ársfundur.

Til kynningar.

  • Rangárbakkar, aðalfundur.

Samþykkt að fela Ingvari P. Guðbjörnssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ÓEJ).

  • Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, aðalfundur.

Samþykkt að fela Ingvari P. Guðbjörnssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

  1. Annað efni til kynningar:
    • Listabókstafir stjórnmálasamtaka sem buðu fram til Alþingis.
    • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, vegna sérstaks framlags til að mæta hækkun á greiðslu tryggingargjalds.
    • Vegagerðin, vegna niðurfellingar á innistæðum vegna styrkveitinga.
    • Félag íslenskra atvinnuflugmanna, vegna Reykjavíkurflugvallar.
    • Umhverfisstofnun, vegna mengunareftirlits.
    • Mennta- og menningarmálaráðuneytið, skýrsla um samræmd könnunarpróf 2009.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:10.