Hreppsnefnd Rangárþings ytra
Fundargerð
- fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 1, Hellu,
fimmtudaginn 6. maí 2010, kl. 13:00.
Mætt voru: Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Ólafur Elvar Júlíusson, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Að auki Örn Þórðarson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn undir lið 13; Árni Hannesson og Samúel Guðmundsson sem kynntu hugmynd um Velferðarþorp Hellu, Eydís Indriðadóttir oddviti Ásahrepps, Drífa Hjartardóttir stjórnarformaður Lundar og Jón Pétur Róbertsson. Einnig Sigfús Davíðsson sem tók sæti Ólafs Júlíussonar.
- Fundargerðir nefnda, ráða og stjórna til staðfestingar eða kynningar:
- Hreppsráð, 50. fundur, 21. apríl 2010.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða.
- Íþrótta- og æskulýðsnefnd, 35. fundur, 28. apríl 2010.
Fundargerðin er staðfest.
Samþykkt samhljóða
- Ungmennaráð, 4. fundur, 8. apríl 2010.
Til kynningar.
- Barnaverndarnefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 44. fundur 30. mars 2010.
Til kynningar
- Félagsmálanefnd Rangárvalla- og V.Skaftafellssýslu, 28. fundur 19. apríl 2010.
Til kynningar.
- Tónlistarskóli Rangæinga, 126. fundur, 28. apríl 2010, ásamt ársreikningi 2009.
Til kynningar.
- Suðurlandsvegur 1-3, II áfangi, 19. verkfundur, 19. apríl 2010.
Til kynningar.
- Mötuneytismál, fundur 3. maí 2010.
Til kynningar
- Endurskoðun aðalskipulags, 17. fundur, 4. maí 2010.
Til kynningar.
- Samgöngunefnd, fundur 5. maí 2010.
Frestað.
- Skipulags-, byggingarmál og tengd erindi:
- Byggingarnefnd, 34. fundur, 4. maíl 2010.
Sveitarstjórn staðfestir þá liði er varða Rangárþing ytra og eru:
415-2010 Kaldakinn, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir smáhýsi.
Margrét Eggertsdóttir, kt. 040853-7669, Köldukinn, Rangárþingi ytra, sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsum á lóðum F1 og F2 í landi Köldukinnar, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt.
416-2010 Lyngás, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir íbúðarhús.
Pálína Kristinsdóttir, kt. 130740-3599, Lyngási, 851 Hellu, sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Lyngási í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.
417-2010 Árhús, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum.
Árhús ehf. kt. 691100-2350, Rangárbakka 6, Hellu, sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur gestahúsum að Árhúsum á Hellu, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.
418-2010 Þjóðólfshagi 17, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Viktoría Dagbjartsdóttir, kt. 140857-5569, Klukkurima 91, 112 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt að Þjóðólfshaga 17 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt.
419-2010 Skammbeinsstaðir, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir hesthúsi.
Dagur Benónýsson, kt. 021061-4419, Hrafnshöfða 29, 270 Mosfellsbæ, sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi og móttöku að Skammbeinsstöðum í Rangárþingi ytra, landnr. 217486, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt.
420-2010 Árbakki lóð 47, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.
Karl Óskarsson, kt. 011256-4069, Baugatanga 5a, 101 Reykjavík, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð sinni nr. 47 í landi Árbakka í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi.
421-2010 Litli-Klofi, lóð 25, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir frístundahúsi.
Eymundur G. Hannesson, kt. 160962-5269, Kríuási 45b, 221 Hafnarfirði, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi að Litla-Klofa, lóð 25 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt.
422-2010 Hrauneyjar, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir stækkun á gistiskálum.
Pólar Hótel ehf. kt. 520399-2329, Suðurlandsvegi, 851 Hellu, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á gistiskálum í Hrauneyjum í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag og með samþykki Brunamálstofnunar.
423-2010 Hjarðarbrekka við Hótel Rangá, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi.
Pólar Hótel ehf. kt. 520399-2329, Suðurlandsvegi, 851 Hellu, sækir um byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi við Hótel Rangá, Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt með fyrirvara um samþykkt deiliskipulag.
424-2010 Grásteinsholt, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi.
Haraldur Eiríksson, kt. 100862-7199, Giljatanga 3, 851 Hellu, sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílskúr að Grásteinsholti, landnr. 218400, úr landi Lýtingsstaða í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt.
425-2010 Merkihvoll 5, Rangárþingi ytra - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu.
Helga Hannesdóttir, kt. 100542-2189, Trönuhólum 18, 111 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja við sumarhús sitt að Merkihvoli 5 í Rangárþingi ytra, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Samþykkt.
Fundargerð byggingarnefndar hvað varðar liði er snúa að Rangárþingi ytra er samþykkt samhljóða.
- Rammaskipulag fyrir Suðurlandsveg um Hellu.
Lögð fram drög að rammaskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu, vinnuskjal sveitarstjórnar, til mótunar stefnu um Suðurlandsveg um Hellu.
Sveitarstjóra falið að kalla eftir áliti þeirra umsagnaraðila sem fjalla um þær framkvæmdir sem rammaskipulagið nær til.
Samþykkt samhljóða.
- Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð.
Með hliðsjón af því að ekki er til staðfest deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Hellu, er sveitarstjóra falið að kanna málið í samvinnu við félagið.
Samþykkt samhljóða.
- Þjónustuskáli Blautuverum, stöðuleyfi.
Ekki er hægt að taka afstöðu til erindisins miðað við framlögð gögn. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara varðandi málið.
Samþykkt samhljóða að hafna erindinu eins og það er lagt fyrir.
- Landskipti, stofnun lögbýla og tengd erindi:
- Þjóðlenda, Rangárvallaafrétti.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra gerir fyrir sitt leyti, ekki athugasemd við stofnun lóðar á Rangárvallaafrétti með landnúmeri 219245 að stærð 82.600 hektarar. Landsvæðið afmarkast að teknu tilliti til dóms Hæstaréttar í máli 571/2006. Áréttað er að hluti lóðar er utan sveitarfélagamarka og þarf að taka tillit til þess, varðandi fullnaðarstaðfestingu lóðar. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja lóðar.
Samþykkt samhljóða
- Akbraut, landskipti.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að skipt verði úr jörðinni Akbraut (lnr. 165062) lóðinni Akbraut lóð 1 með landnúmeri 219343 (2,3 ha.) Lögbýlisréttur fylgir áfram jörðinni Akbraut. Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja lóðar.
Samþykkt samhljóða.
- Minni Vellir, samruni landskika.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að lóðirnar Minni Vellir (lnr. 177568, stærð 16,3 ha.) og Minni Vellir lnr. 218736, stærð 9,93 ha.) verði sameinaðar í eina lóð með heitið Minni Vellir landnúmer 177568 (26,23 ha.). Engin afstaða er tekin til eignarhalds eða landamerkja lóðar.
Samþykkt samhljóða.
- Rangá, tilkynnt kaup.
Tilkynnt um kaup Veiðifélags Ytri Rangár og Vesturbakka Hólsár á jörðinni Rangá, landnúmer 165412, með hliðsjón af 10. gr. jarðalaga.
Til kynningar.
- Þjóðólfshagi 21 og 25, stofnun lögbýlis.
Sveitarstjórn fagnar erindinu um stofnun lögbýlis að Þjóðólfshaga 21 og 25. Bent er á að breyta þarf aðalskipulagi lóðanna úr frístundabyggð í land til landbúnaðarnota. Einnig að sækja þarf um nafn á lögbýlið til Örnefnanefndar.
Afgreiðslu frestað.
Tillaga um að tekinn verði til afgreiðslu liður nr. 13. Samþykkt samhljóða.
Ólafur E. Júlíusson víkur af fundi. Sigfús Davíðsson tekur sæti á fundinum.
- SASS, tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga, með vísan í lið 1.1.
Samþykkt að fela Þorgils Torfa Jónssyni að vera fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópnum.
Samþykkt samhljóða.
- Orlofsdagar sveitarstjóra.
Lagt fram yfirlit yfir orlofsdaga sveitarstjóra. Fallist er á erindi sveitarstjóra varðandi uppgjör á orlofi 2009.
Samþykkt samhljóða.
- Húsaleigusamningur, Suðurlandsvegur 1-3.
Lagður fram húsaleigusamningur milli sveitarfélagsins sem húseiganda Suðurlandsvegar 1 annars vegar og Suðurlandsvegar 1-3 ehf., vegna hlutdeildar í sameign fasteignarinnar Suðurlandsvegur 1-3.
Fundarhlé gert kl. 16:30. Fundarhlé lokið kl. 17:00
Tillaga B-lista og óháðra vegna 6.liðs.
Við óskum eftir frestun á afgreiðslu á fyrirliggjandi húsaleigusamningi á milli Rangárþings ytra sem leigukaupa og Félags tengibyggingar Suðurlandsvegar 1-3 sem leigusala að upphæð 374.000,- á mánuði án vsk. vegna sameiginlegs rýmis í tengibyggingu.
Forsendur:
Við sendum hinu nýja félagi sem á og rekur starfsemi tengibyggingar tölvupóst 4. maí s.l.og leitað var eftir upplýsingum um fjármögnun o.fl. en svar hefur ekki borist en þar var ma. spurt um:
Fjármagn:
Hvað er hlutafé félagsins?
Hvert er framlag hvers hluthafa eins og staðan er í dag?
Hvaða fjármagn hefur Verkalýðshúsið lagt fram?
Áætlanagerð:
Er til fjárhagsáætlun félagsins?
Hver var kostnaðaráætlun tengibyggingar í upphafi?
Hver er núverandi kostnaðaráætlun?
Hver var kostnaðaráætlun vegna klæðningar á Suðurlandsvegi 1-3?
Hver er núverandi kostnaðaráætlun?
Staðan í dag:
Hver er staða varðandi bygginguna er varðar þá verkþætti sem eru eftir, mö.o. hvað kostar að klára?
Eru lánsloforð tryggð fyrir eftirstöðvum verkþátta?
Ef svo er ekki með hvaða hætti ætlar félagið að leysa það mál?
Framtíðin:
Hver er arðsemi byggingarinnar? Hagnaður, tap?
Hversu hratt mun of greitt framlag Rangárþings ytra verða endurgreitt?
Einnig óskum við eftir upplýsingum núna hjá Rangárþingi ytra:
Hvaða upphæð sveitarfélagið hefur lagt samtals í bygginguna?
Hvaða upphæð er samþykkt á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til tengibyggingar?
Við óskum eftir þessum upplýsingum áður en til afgreiðslu kemur.
Undirrituð hafa verulegar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og að sveitarfélagið eigi erfitt með að standa undir frekari lántökum og greiðslum til hins nýja félags.
Guðfinna Þorvaldsdóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Sigfús Davíðsson.
Fundarhlé gert kl. 17:10. Fundarhlé lokið kl. 17:18
Bókun fulltrúa D-listans vegna afgreiðslu á lið 6 á 57. fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra.
Sá samningur sem nú liggur til afgreiðslu á ekki að koma á óvart, enda m.a. lagt af stað í upphafi með það að markmiði að bæta aðgengi íbúa að Suðurlandsvegi 1. Samningurinn er liður í því að ganga frá lausum endum vegna heildarfjármögnunar við byggingu á millibyggingunni milli Suðurlandsvegar 1-3. Frestun á afgreiðslu samningsins mun einungis skapa hættu á enn frekari töfum á framgangi verksins. M.a. af þessum ástæðum vill D-listinn ljúka afgreiðslu málsins og stuðla þannig að því að húsnæðið komist sem fyrst í notkun, samfélaginu til heilla. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurnum sem lagðar eru fram og beint að sveitarfélaginu á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar
Þorgils Torfi Jónsson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Sigurbjartur Pálsson og Helga Fjóla Guðnadóttir
Tillaga B-lista um að fresta afgreiðslu erindisins.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum B-listans, gegn fjórum atkvæðum D-lista.
Tillaga um að staðfesta framlagðan húsaleigusamning.
Samþykkt með fjórum atkvæðum D-lista, gegn þrem atkvæðum B-lista.
- Mötuneytismál, tilboð SS.
Til kynningar.
- Styrkvegasjóður Vegagerðarinnar, umsókn.
Til kynningar.
- Minkaveiðar.
Lögð fram tvö erindi frá Vaski á bakka. Varðandi fyrra erindið, um samning og ráðningu til að annast hreinsun á eigin minkasíum og annarra á svæði Rangárþings ytra, þá er því hafnað. Hvað varðar síðara erindið er lýtur að framsali forræðis í minkaveiðum, þá er því einnig hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Úrskurðarnefnd frístundahúsamála, leigulóð í Gaddstaðalandi.
Lögð fram kæra Gylfa Kristinssonar til úrskurðarnefndar frístundahúsamála, vegna frístundalóðar nr. 17 í landi Gaddstaða. Sveitarstjóra falið að upplýsa nefndina um afstöðu sveitarfélagsins til kröfu kæranda, sem er að leiguverð skuli taka mið af söluverði lóða og ásættanlegri ávöxtunarkröfu.
Samþykkt samhljóða.
- Staðgreiðsluáætlun og launagreiðsluáætlun.
Frestað.
- Vegna liðar 4. á 56. fundi hreppsnefndar.
Lögð fram eftirfarandi bókun Guðfinnu Þorvaldsdóttur:
Varðandi 56.fund hreppsnefndar. Þá hefur misritast í fundargerð lið 4.Húsaleiga á Laugalandi. Með vísan í lið 1.1
Ég bað um að liðurinn væri borin upp í tvennu lagi. Annars vegar beiðni íbúa um endurskoðun húsaleigu og hinsvegar möguleika á að breyta húsnæðinu. Afgreiðslan var þannig á fundinum.
Samþykkt að hafna beiðninni með 4 fulltr.
Hjáseta 2 fulltrúar (MÝS)(ÓEJ) Vildi verða við erindinu (GÞ)
Allir samþykktu seinni liðinn.
Guðfinna Þorvaldsdóttir
Til kynningar.
- Velferðarþorp.
Verkefnið „Velferðarþorpið á Hellu“ kynnt af Ólafi E. Júlíussyni, Árna Hannessyni og Samúel Guðmundssyni frá THG arkitektum.
Sveitarstjórn fagnar þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið á fundinum og telja þær falla vel að þeim áformum sem unnið hefur verið að í nágrenni Lundar. Ljóst er að verkefnið er stórt og hafa þarf samráð við fleiri aðila vegna málsins. Þá þarf að breyta skipulagi til að verkefnið rúmist í nágrenni Lundar. Sveitarstjórn vill vinna áfram að málinu. Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps með stjórn Lundar til að ræða málið áfram og næstu skref. Sveitarstjóra verði falið að koma fundinum á við fyrsta hentuga tækifæri.
Samþykkt samhljóða.
- Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:
- Fjallasýn, styrkumsókn.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000,- krónur.
Samþykkt samhljóða.
- Orlofssjóður húsmæðra, umsókn.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
- UMFÍ, handbók um gönguleiðir.
Til kynningar.
- Hekla blúsfélag, styrkumsókn.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 250.000,- krónur
Samþykkt samhljóða.
- SÁÁ, Álfasala.
Erindinu hafnað.
Samþykkt samhljóða.
- Háskólasjúkrahús, kynningarfundur.
Til kynningar.
- Birta, starfsendurhæfing Suðurlands, ársfundur.
Til kynningar.
- Vinnumarkaðsúrræði VMST.
Til kynningar.
- Annað efni til kynningar:
- Umhverfisstofnun, meðhöndlun úrgangs hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu.
- Skipulagsstofnun, vegna skálasvæðis við Álftavatn.
- Samband íslenskra sveitarfélaga, verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda.
- Sveitarfélagið Árborg, kveðjur á hamfarasvæðum.
- Þjóðskrá, viðmiðunardagur kjörskrár.
- Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, framlag til nýbúafræðslu.
- Fornleifavernd, Árbakki.
- Velferðarvaktin.
- Þinglýst skjöl frá sýslumanni á Hvolsvelli.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.